Vísir - 15.06.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 15.06.1968, Blaðsíða 2
VI S IR . Laugardagur 15. júrií 1968. TÁNINGA- SÍÐAN Hugleiðing um sigurgöngu Hljóma TJljómar frá Keflavík hafa brátt staðið í sviðsljósinu í fimm ár, og er ferill hljómsveit- arinnar orðinn hinn viðburöarík- asti. Það hafa sannarlega skipzt á skin og skúrir — en þó hafa góðviörisdagarnir verið sýnu fleiri. í fyrravetur töku Hljómar sér tveggja mánaða hvíld, og álitu þá margir, að dagar þeirra í sviðsljósinu væru tald'- F.n þeir komu aftur fram á i ir- sviðið með betri lög en nokkru sinni, og þeir verðskulduðu fylli- lega titilinn „Hljómsveit unga fólksins 1967". í haust sem leið sendu Hljómar frá sér sína fyrstu „LP" hljómplötu og slógu þá öll met, og á skemmtunum þeim, sem haldnar voru fyrir æskuna í Austurbæjarbíói í vor, voru Hljómar enn valdir „Hljóm sveit unga fólksins", og aö þessu sinni auðvitað fyrir árið 1968. Skömmu eftir skemmtanir þessar var svo gefin út fjögurra laga plata með Hljómum á veg- um S.G.-hljómplatna. Má því með sanni segja, að vinsældir Hljóma hafi aldrei verið meiri en nú. Hljómsveitin Hljómar var stofnuð 5. október 1963. Var það þremur mánuðum eftir að fyrsta plata Bítlanna sló f gegn. í byrj- un voru Hljómarnir fimm: Rún- ar, Erlingur, Gunnar, Eggert Kristinsson, trommuleikari, og Einar Júlíusson, söngvari. í fyrstu léku Hljómar f Krossin- um svokallaða, er 'var helzta samkomuhúsið á Suðurnesjum, þar til Stapinn leysti hann af hólmi. — Einar Júlíusson lék með Hljómum í hálft ár, en síö- an tók Karl Hermannsson við. Um þaö leyti hófu Hljómar að leika svo að segja eingöngu „be- at"-tónlist, enda féll sú tónlist í beztan jarðveg. Og það var Hka um sama leyti, sem þeir hófu að safna hári! Pessu næst léku ljómar í Carvenklúbbnum fræga i Liverpool. Eftir heimkomuna tók Engilbert sæti Eggerts. Karl var nú líka hættur, og voru Hljómarnir því nú orðnir fjórir. Engilbert var með Hljómum í hálft ár, en þá tók Pétur Öst- lund við. Þá var það, sem þeir léku inn á sína fyrstu hljóm- platu með lögunum „Bláu aug- un þín" og „Fyrsti kossinn". Þessu næst var hafizt handa við að leika inn á kvikmynd, sem betur væri að aldrei hefði orðiö til. Þá kom einnig út með þeim fjögurra laga plata, ósköp falleg. Eigi leið á löngu, þar til Engil- bert hóf aftur að leika með hljómsveitinni, og síöan hefur frægðarstjarna Hljóma sífellt hækkað á lofti og á vonandi eft- ir að hækka enn meir. Af hverju stafa vinsældir Roy Orbinsons? T>oy Orbinson hefur öðlazt heimsfrægð fyrir söng sinn. Hann syngur hvert metsölulagiö á fætur öðru. Orbinson hefur hæfileika; mikla rödd og áheyri- lega. En þessar vinsældir hans eru furöulegar, þar sem ekkert f útliti hans getur hrifið áheyr- endur. Aldur hans, 27 ár, er ekki hagstæður fyrir dægurlagasöngv ara, hvað þá heldur eiginkona og barn. Þrátt fyrir þetta er það staðreynd, að Roy er vin- sæll. Sjálfur viðurkennir hann, að þessi skortur á tilteknum hæfileikum géri hann enn dular- fyllri beggja vegna Atlantshafs- ins. — Og hvernig fer hann aö því að ná slíkum árarigri án mjaðmaskaks, sveiflusöngs og auglýsingastarfsemi? „Ég verð líklega að álíta, að það sé söng- ur minn, sem hrífur," segir hann sjálfwr. Og hann heldur áfram: „Ég hef satt að segja ekki þá hæfileika, sem þarf til að fylgja öllum Ieikreglum, þar sem ég hef mestan áhuga á lagasmíö- inni og söngnum. Það má vera, að áheyrendur kunni að meta þær sögur, sem ég segi frá í lög- um mínum og söng." Er það hinn viðkvæmi blær á lögum hans, sem á hug aðdá- enda hans? Hvaða aldursflokkur hópast utan um hann fullur hrifningar? Þessu svárar Orbin- son: ,,Þar sem ég er svolítið eig- ingjarn, finnst mér sjálfum ég gera góð lög og syngja þau bæri- lega. Ég held, að fólk, sem kaupir plötur mínar og kemur á skemmtanir til að hlusta á mig, finni, að ég Iegg mikla vinnu í öill þau atriði, sem ég kem fram með. Þeim finnst það hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð. Þau sjá og heyra, að ég legg mig fram viö að skemmta þeim. Ég hef farið varhluta af auglysingaherferðum, eins og þær gerast í Bandaríkjunum og hér í Bretlandi. Ég hef aldrei verið imynd ákveðinna mann- kosta. Það getur verið, aö þessi dularfulli blær hafi átt vel við. Ég viöurkenni, að frægðin er sjálfum mér ennþá hreinn leynd- ardómur." Um það, lívaða ald- ursflokkur sæki mest skemmt- anir hans, sagði Orbinsorij áð það væru krakkar frá tfu ára aldri — og svo fólk áöllumaidri.- Og hvernig útskýrir hann þérinv an mikla áhuga unga fólksins? „Ég held, að þeim líki vel við lögin og hvernig ég túlka þau," svaraði hann. Telur hann, að plöturnar seljist vegna nafnsins eða vinsælda laganna sjálfra? „Mér finnst ótrúlegt, aö lögin seljist aðeins út á nafn mitt," segir hanri. „Ég hef þá trú, aö það séu aðdáendur mínir, sem með áhuga sínum eiga mestan þátt í vinsældum laganna. teir hrífa aðra með sér. Annars hef ég tekið eftir því, að aðdáend- ur mínir eiga fleiri „uppáhalds- listamenn"." En hve lengi telur Roy Orb- inson, að nafn hans veröi á listp yfir vinsælustu lögin? „Ég vona, að ég dugi í nokk- ur ár ennþá," segir hann. „Ef svo verður, þá er það ekki að þakka ímynduðum mannkostum, m-> 10. síöa. Orðsending til útgerðarmsinna síldveiðiskipa Þeir útgerðarmenn, sem ætla að salta sfld um borð í veiðiskipum eða sérstökum móðurskip- um á komandi síldarvertíð, þurfa samkvæmt lögum að sækja um söltunarleyfi til Sfldarút- vegsnefndar. Umsækjendur þurfa að upplýsa eftirfarandi: 1. Nafn skips og skráningarstað. 2. Nafn og heimilisfang síldareftirlitsmanns, sem stjórna á söltuninni um borð. 3. Hvort ráðgert er að láta skipið sigla sjálft til lands með síld þá, sem söltuð kann að verða um borð eða hvort óskað er eftir að sérstök flutningaskip taki við síldinni á miðunum. Umsóknir sendist skrifstofu Síldarútvegs- nefndar í Reykjavík sem allra fyrst og eigi síðar en 20. þ. m. Sjávarútvegsmálaráðuneytið hefir með bréfi dags. 10. f. m. falið Síldarútvegsnefnd að framkvæma flutninga á sjósaltaðri síld svo og f ramkvæmd annarra þeirra málef na er greinir í bráðabirgðalögum frá 10. f. m. og áliti 5 manna nef ndar þeirrar, er skipuð var 20. f ebr- úar s.l. til að gera tillögur um hagnýtingu síld- ar á fjarlægum miðum. Er lagt fýrir Síldarút- vegsnefnd að fylgja að öllu leyti ákvæðum laganna og tillögum 5 manna nefndarinnar við framkvæmd málsins. Með tilliti til þessa, vill Síldarútvegsnefnd vekja athygli útgerðar- manna og annarra hlutaðeigandi aðila á því, að ógerlegt er að hef ja undirbúning varðandi flutninga þá, semgert er ráð fyrir í bráða- birgðalögunum og tillögum 5 manna nefndar- innar, fyrr en fyrir liggja upplýsingar frá út- gerðarmönnum síldveiðiskipa um væntanlegí*. þátttöku í söltun um borð í skipum ásaöit upplýsingum um áætlaða flutningsþörf vegaa þeirra veiðiskipa, sem ráðgert er að afhenda saltaða síld á fjarlægum miðum um borð í flutningaskip. Þá vilí S.íldarútvegsnefnd vekja athygli út- gerðarfnanna ög annarra hlutaðeigandi aðila á því, að skv. bráðabirgðalögunum er gert ráð fyrir, að útgérðarmönnum, sem kunna að flytja sjósaltaða síld frá fjarlægum veiðisvæð- um til íslenzkrar hafnar í veiðiskipum eða sérstökum móðurskipum, verði greiddur flutn ingastyrkur, er nemi sömu upphæð fyrir hverja tunnu og Síldarútvegsnefnd áætlar að kostnaður verði við flutning sjósaltaðrar^íld- ar á vegum nefndarinnar, enda verði síldin viðurkennd sem markaðshæf vara við skoð- un og yfirtöku í landi. SÍLDARÚTVEGSNEFND. Wiy-HlB-lipa""^"-^- — ~»~—~

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.