Vísir - 15.06.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 15.06.1968, Blaðsíða 7
VÍSIR . Laugardagur 15. júní 1968. VIRDING — fyrir sjálf um sér. meðbræðrum og ríki TJátíðir ársins eru ekki aðeins frídagar, heldur skulu þær flytja áskorun til hvers manns um það að svara ávarpi og er- indi hátíðarinnar. svo vel og drengilega sem unnt er. Þannig eru hinar kirkjulegu hátiðir. Eðli þeirra og eigind er að kveðja hvern mann á sinn fund og laða hann, eða jafnvel knýja, til sjálfsrannsóknar. Sama á við um þjóöhátíðina 17. júní. Þá ber hverjum og einum aö hugsa sérstaklega um sína þjóö, sögu hennar, nútíð og framtíð, hugsa um sitt eigið framlag henni til velferðar. Það er þjóð- arheildinni mjög natiðsynlegt, aö sérhver maður og kona beri fulla virðingu fyrir starfi sínu og stöðu, hafi sannfæringu um það, að slíkt starf sé til gagns í hvívetna. En þá er hins að gæta, aö sjálfsvirðingin má ekki geiga í stefnu sinni, þannig að hverj- um og einum finnist sitt eigið starf og framlag svo miklu nyt- samara en framlag annarra starfsmanna og starfshópa, að samanburður kqmist þar alls ekki að. Þá fer að verða hætt við, að sjálfsvirðingin hverfi og sjálfsþótti geri innrás í hugann og setjist þar að ríkjum. Þaö mun sanni nær, að sjálfsvirðing mannsins sé undirstaða virðing- ar fyrir öðrum mönnum. En sanna virðingu fyrir sjálfum sér og sínu hlutverki í þjóöfélaginu getur enginn varðveitt, nema harm rækti með sér viröingu fyrir meöbræðrum sinum og því, sem þeirra er, og öllu samstarfi við þá að.heill þjóðarinnar. Algengt er, að ýmsir hópar manna, sem vinna skyld störf, halda mjög fram þjóðarnytsemi sinna starfa. En þegar starfs- skiptingin greinir þessa sömu hópa I smærri heildir, og hver ber sjálfan sig og sína „stétt" saman við næsta nágrannann á starfssviði, sem er mjög tengt hans eigin, fer þá ekki að velta á ýmsu um vinsemdina og virö- inguna? Slíkt er mótsögn og sundurþykkja í hugsunarhætti, óheilindi sem þurfa að hverfa. Yfirleitt má segja, að skortur á samfélagslegri yfirsýn, og skort- ur á þvi sjónarmiði að allir eigi að starfa aö allra velferö, er mjög til baga einmitt í svoköll- uðu velferðarríki. Á þessu sviði eigum við Islendingar eftir að læra margt og mikið. Ýmsir strangir dómar yfir annmörkum á niðurröðun hlut- anna í þe'sw þjóðfélagi sem öðrum eiga vafalaust réttmætar forsendur. En það var erfitt verkefni og vandasamt fyrir fá- menna og efnalitla þjóð að taka í sínar hendur stjórn allra sinna mála, eftir forn mistök sín í stjórnarfari og missi upphaflegs sjálfstæöis, og eftir allar raunir og vanrækslu ðsjálfstæðisár- anna. Það hlýtur alltaf að verða vandaverk í hverri kynslöð að laga sig eftir nýjum aðstæöum 'á bráðum breytingatímum — prófa fyrir sér um nýjar aðferð- ir og halda því, sem gott er af því nýja, — og halda einnig pvi, sem. er gott og gamalt og á vel við enn í dag. Því að það er nauðsynlegt aö muna ávallt eftir því, að við njótum líka góös ¦ arfs í mörgum myndum. Margt verðmætt hefur verið byggt upp á löngum tíma. En við erum svo gjörn á að gleyma aö halda vörð um þessi verömæti, • og þess vegna falla þau í hendur óvinum okkar, nefnilega hiröu- leysinu og hugsunarleysinu. Síð- an stöndum við undrandi yfir ó- förum og misfellum, en reynum oft af sálfræðilegum ástæöum að komast hjá að hugsa hrein- skilnislega og í-ekja skýrar af- leiðingar til skýrra orsaka. Slíkt er einmitt mjög algengt gagn- vart uppeldismálum, en þau mál grípa inn á svo mörg svið þjóð- lífsins. Mér kemur oft í hug ein uppeldisfræðileg saga í hin- um sígildu, fornu dæmisögum Esóps. Krabbamóðirin segir við son sinn: Af hverju gengur þú svona skakkt, sonur minn? Berðu þig að ganga beint áfram. Og krabbastrákurinn svarar: Viltu þá ekki ganga á undan mér, til að sýna mér, hvernig ég á að ganga? Önnur forn spekimál taka þannig til orða: Kenn þeim unga þann veg, sem hann á að ganga, og mun hann enda á gamals aldri eigi af honum víkja. Er þá ekki sú leið hin eina rétta og sjálfsagða, að ganga á undan þeim ungu með góðu eftirdæmi, úr þvf að það er öruggasta leiðin? Eða ætli það liggi' annars nokkur önnur leið inn í land siöabótarinnar? En þetta, aö ganga á undan, kostar athöfn og átak allra þeirra, sem vilja heita menn vitandi vits. En máske tilhneiging nútímans sé fremur sú að ætla einhverjum fáum mönnum og fróöum aö reikna út áttaskekkjurnar vfs- indalega* og lagfæra þær meö fræðilegum fyrirmælum og lausnarorðum, — síðan megi allur þorri manna verða með á fræðaskipinu sem farþegar, án ábyrgðar og áreynslu! ,Þaö gengur svo seint með sóknina til betri siða, af því til- ............ Kirkjuhvammskirkja blasti við augum frá bernskuheimili mfnu, Kpthyammi, um 12 mínútna gang þaðan. Þangað fór fjölskyld an. nokkurn veginn alla messu- daga, og man ég enn eftir mörg- um þeirra. Á jólum heyrði ég greinilega, að kirkjuklukkan sagði: „Heims um ból helg eru jól". Hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar eru bernskuvin- ir mínir úr þessari kirkju, sungn ir þar oft fyrir um ])að bil 50 árum, söngkraftar nógir í öllum röddum. Organisti var fsólfur Sumarliðason. Mér er sem ég heyri enn þennan söng, sem fyllti kirkjuna, en ljúfast er að Hlusta á fagra sópranrödd móð- ur minnar, söngelskustu konu, sem ég hef þekkt. — Kirkjan þótti mér falleg, ómáluð eins og baðstofa, viðurinn svo virðuleg- ur alltaf sem nýr, meö f jölbreytt um kvistamyndum, sem tóku svip af hugblæ hðtíðleikans í guðsþjónustunni. En feginn varð ég samt að koma aftur „undir blæ himins blíðan" að lokinni messu. Oft virti ég þá fyrir mér grunn kirkjunnar, alla steinana og hellurnar (án steinlíms), sem studdist hvað við annað, og svo lágu nokkur járn frá kirkjunni og fest í grjót í iörð niður, til þess að hún haggaðist ekki i stormum. Þetta var ein af kirkj- um séra JóhannS; Briem í meira en 40 ár. Hann var góður kenni- maður, hverjum manni prúðari og virtur af öllum. Eftir að kirkja var byggð á Hvamms- tanga rétt hjá, er þessi varðveitt í umsjá fornminjavarðar rétt og ófúin sem fiilltrúi timburkirkn- anna í sveit. tölulega margir hafa tvidrægan hug, sjálfum sér sundurþykkan. Þessj tvenns konar vilji, þetta skipta og sundraða viljalíf, bæði meðvitað og ómeövitaö, klofning persónunnar, er einmitt hin al- . þekkta undirrót þess sjúkdóms —• í mörgum tilvikum — sem brjálsemi heitir. Ef fjöldi manna er tvídrægur og sjálfum sér sundurþykkur gagnvart vel- ferðarmálum æskunnar, er þjóð- arvoði á ferð. Ekki skal ræða hér langt mál iim unglingana ókkar, sem eiga að ráöa lýðveld- inu síöar, „þegar grónar grafir skýla gráum hærum nútímans". Þar eru mörg góð mannsefni. Og veganesti þeirra er sumt gott, en sumt líka eitrað. Við nána athugun get ég ekki séð neitt sérgreint unglingavanda- mál í þessu landi. Vandamálið er heimilið, fyrst og fremst, hin mörgu sjálfum sér sundur- þykku heimili, hin lamaöa heimilishugsjón á þessari öld, bæði hér á landi og víða annars staðar. Kristur hefur sagt, aö það ríki, sem er sjálfu sér sundurþykkt, leggist í auðn og hös fellur á hús. Hann horfir á ríkið myndað af mörgum ein- ingum. Þaö eru heimilin. Hann vitnar í staðreynd sem var al- kuhnug. Þar sem eindrægni er á heimili, þar verður styrkleik- ur í starfi til heilla fyrir alla, og öruggt hæli til hvíldar. En heimili, sem eru sjálfum sér sundurþykk, eru lélegir starfs- staðir yfir daginn og lélegri hvíldarstaðir. þcgar kvölda tek- Ög það er ill vist i þessari veröld, þegar menn njóta hvorki starfs né hvíldar. Heimilið er sú eining, sem myndar með fjölda sínum ríkis- heildina. En í ýmsum skilningi er heimilið ríki út af fyrir sig. Börnin, sem læra að bera virö- ingu fyrir reglum þessa litla ríkis, — læra annars vegar að þjóna því og njóta hins vegar verndar þess. Þau verða líka góðir borgarar hins íslenzka lýðveldis. Alríkið getur aldrei oröið sterkara í siöferði og dyggöum heldur en heimilin eru, svona yfir heildiha. Uppeldis- starf heimilanna hefur úrslita- áhrif á afkomu fjölda af stofn- unum í landinu. Það má kannski spyrja: Hvar eru þá skólarnir og uppeldi þeirra? Fáir munu finna þaö betur en starfsmenn skólanna, að hversu vel sem þeir leggja §ig fram til að bvggja upp menningarstarfið, eru þeir mjög háðir þeirri und- irstöðu, sem heimilin leggja. Sem betur fer eru mörg heimili, sern veita skólunum ómetanleg- an styrk hvern einasta dag, ðr eftir ár. Starf og samstarf þess- ara tveggja stofnana hefur hina mestu þýðingu fyrir framtíð þjóöarinnar. Eitt af starfssvæðum fyrsta kristniboða f Norðurálfu var Grikkland. Við vítum, að f hinni nýendurreistu og ört vaxandi Korintuborg var sundrung og þrætugirni, sem Grikkir voru frægir fyrir og eru enn. Páll líkir í bréfi sínu söfnuðinum þar í borg við líkama Krists, eins og kunnugt er, — að lík- aminn sé jeinn, en líkamshlut- arnir margir, og starfsskipting sé margháttuð. Síðan segir Sr. Helgi Tryggvason, jem skrif ar hugvekjuna á Kirkiusíðu Vís- is í Jag er Vestur-Húnvetning- ur, I. í Kothvammi árið 1903. Hann tók kennarapróf 1929' varð stúdent 1935 og kand theol 1950. Hann vígöist prestur að Miklabæ á hvítasunnu 1963 og var bar til hautsins '64. Siðan 1940 hefur hann veriö kennari við Kennaraskólann fyrir utan veturinn '63—'64. Sr. Helgi hef- ur látið félagsmýl mjög til sín taka og margs konar menning- ar- og mannúðarmá! hefur hann stutt í ræðu og riti. Kona sr. Helga er Guðbjörg Bjarnadóttir frá Ármóti í Árnessýslu. hann: ,,Ef fóturinn segði: Fyrst ég er ekki hönd, heyri ég ekki líkamanum til, þá er hann ekki fyrir þaö líkamanum óviðkom- andi". Postulinn telur, að fót- urinn geti ekki með þvergirð- ingshætti sagt sig úr lögum við líkamann um daglegt starf. „Og ef eyrað segði: Fyrst ég er ekki auga, heyri ég ekki lfkamanum til, þá er það ekki fyrir þaö líkamanum óviðkomandi." Yfir- lýsing frá einum hluta líkamans um það, að líkamsheildin sé honum óviökomandi, er ómerk yfirlýsing, og sá lfkamshluti er öllum líkamanum í heild eins háður eftir sem áður, nýtur starfsemi heildarinnar og hefur sínar skyldur viö heildina. Ég hygg, að oröið þjoöarlik- ami og þjóðarsál séu alviður- kennd hugtök. Það er ekki mik- ill vandi aö sjá, að margar þær reglur, er gilda sem lffslögmál líkamans, eru f fullu samræmi viö félagsleg lögmál hins upp- runalega kristna safnaðar. Þess vegna flutti bréfið til Korintu- manná kröftug rök, eins og þvi var ætlað að gera. Og það er einnig auðvelt að sjá, að þessar reglur ráða mjög um heilbrigöi og þroska eða þá sjúkdóm og hrörnun r- ef þær eru ó'virtar og yfirtröðnar — hjá heiíum þjóðum, einnig hinu unga fs- lenzka lýðveldi. Ég hef nú vitnað ftrekað i trúarbók kristinna manna við- komandi vegsögu um félagsleg vandamál. Þar er af slfkum nægtasjóöi að taka, sem aldrei þrýtur. ÖH ritningin er auðug af þjóðfélagslegri hagspeki og sígiidum sannindum, svo að það er óþarfi að villast þar, sem vitaljósin skína. ' Hér skal að lokum leiða hug- ann að einu kröftugu ákvæði enn um samfélagslegt starf og hyggja að, hvort þetta ákvæði muni ekki vera okkar unga lýð- veldi viðkomandi. „Þegar allur »-> 10. síða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.