Vísir - 19.06.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 19.06.1968, Blaðsíða 12
12 VI S IR . Miðvikudagur 19. júní 1968. ANNE LORRAINE Mary kinkaði kolli. — Botn- j langinn, sagði hún. - Það er ekk-: ert hættulegt. Er þaö eitthvað sér- stakt, sem þú óttast? — Það er ekki sjálfur uppskurð- urinn — ég veit að botnlanga- skurðir eru ekki hættulegir nú á dögum. Nei, en það er eins og hann hafi ekki áhuga á neinu, læknir. Þegar hann kom í sjúkra- húsið virtist hann hafa mikinn á- huga á að lesa bækur — ég talaði nefnilega lengi við hann. Ég hlakk- j aði til að velja handa honum veru- lega gott lestrarefni, en eftir upp- skurðinn er hann orðinn gerbreytt- ur. Það hefst ekki orð upp úr hon- um — hann lítur ekki einu sinni við til þess að sjá hvaða bækur ég færi honum, og í dag bað hann mig hreint og beint um að fara og ; láta sig í friði. Þaö kann að þykja flónska, og það er líka flónska að gera sér rellur út af þess konar en þegar ég sé hann, dettur mér í hug smástrákur, sem hefur veriö skammaður án þess aö eiga þaö skilið. Æ, þú nennir sjálfsagt ekki að hlusta á svona bull ... Mary hnyklaði brúnirnar. — Það er nú eitthvað annaö, sagði hún. — ; Haltu áfram! Nei, bíddu við — ég ætla að ná mér í bolla af tei, og segðu mér svo meira af Merritt. Ég hef sannast að segja haft dá- litlar áhyggjur af honum líka. Ég get ékki fundið neina sérstaka á- stæðu til þess, en kannski getum við í sameiningu komizt að ein- hverri niðurstöðu ... Hún sótt;i teið og von bráðar voru þær farnar að ræða þetta af kappi. Hvorug tók eftir læknun- um tveim sem höfðu setzt skammt frá þeim og horfðu á þær með sýnilegri óþolinmæði. —- MUNDU AÐ ÞÚ ERT KONA LÍKA! — Æ, nú er Umsnúna-Mary í essinu sínu, sagði annar læknir- inn og lét sem gengi fram af sér. — Getur hún aldrei verið í rónni, þessi manneskja? Hann beygöi sig fram móti félaga sínum og þóttjst hneykslaður. — Hún var í skuröstofunni í dag og horfði á Speckjan, og þó átti hún frí í dag. Það er gott og blessað að hafa á- huga á starfinu sínu, en þaö ligg- ur við að maöur fái .samvizkubit af áð sjá alla þessá skyldurækni. Ég held að hún gefi sér aldrei tómstund. Þettá er meiri kven- maöurinn! Hinn maðurinn — Alec Larch læknir — yppti öxlum. — Hún fÍIISLEGT ÝMISLfiGT Tökum aö okkur hvers konaj múrbroi og sprengivinnu t húsgrunnum og ræs um. Leigjum út loftpressur og vfbrí. sleöa Vélaleiga Steindórs Sighvats .onar AlfabrekkL viö Suðurlands braut. slmí W435 gæti verið skolli lagleg ef hún hlífði sér og hugsaöi svolítið meira um útganginn á sér, sagði hann. — En ef hún vill endilega ofgera sér með striti, þá kemur það okkur ekki við, finnst þér það? Allt kven fólk er eins! Ef það helgar sig einhverju starfi, finnst því að þaö þurfi að fórna öllum sínum tíma fyrir það. Áhuginn er of mikill, og þær skilja ekki að maður verður. að vera manneskja líka, þó maöur sé læknisfræðingur. Mary er svo fastráðin í að verða duglegur lækn- ir, að hún gleymir alveg að hún er manneskja lika! Hann hló. — Ég varð dálítiö hrifinn af henni fyrsta skipti sem ég sá hana — en hrifningin hjaðn- aði þegar ég bauð henni út með mér. Við vorum í veitingastað og þar var góö hljómsveit og dauf birta, en hvað heldurðu að við höfum talað um? Gallsteina. Þessi laglega unga dama sat og talaöi um gallsteina í hálfan annan tíma samfleytt! Við skildum þegar við höföum lokið við að borða, því að þá varð hún að fara í sjúkrahúsið aftur til að athuga nýtt tílfelli af gallsteinum, en ég — sem haföi ætlað mér að dansa á eftir — fór heim aftur og kastaði tening- um allt kvöldiö, með Paddy gamla í rannsóknastofunni! Hafðu holl ráö Forth — gefðu aldrei kvenlækni hýrt auga — nema þú hafir áhuga á fyrirlestrum um, til dæmis — gallsteina! Mary hafði ekki hugmynd um hvað læknarnir voru aö tala saman um. Hún hallaði sér aftur á stóln- i um og brosti þakklát til frú Man- I son. — Ágætt! sagöi hún ánægð. — Þú hefur hjálpað mér vel. — Ég skal trúa þér fyrir þvf, að við höfum ekki verið vel ánægð með þennan sjúkling síðan hann var skorinn. Viö vorum að tala um hann seinast í gærkvöldi. Hún roðnaöi og teygði fram álk- una. — Hinir . læknarnir »voru ekki sammála mer, en ég held ennþá að ég hafi á réttu að standa. Og það sem þú hefur sagt mér, styrk- ir mig í trúnni, og ég ætla aö segja þeim það á fundinum í kvöld. — I kvöld? Frú Manson mildaö- ist í augunum og hallaði sér fram á borðið. — Mary, — þú veröur að lofa mér að kalla þig Mary, 'er það ekki? Þú skilur aö ég get aldrei vanizt á að líta á þig sem lækni, vegna þess að ég þekki þig þegar þú varst skólastelpa. Ég dáist að GÍSLl JÓNSSON Akurgerði 31 Slrni 3519S Fjölhæt jarövinnsluvél, annast lóöastandsetningar. greí hús- grunna. hotræsj o. fl. Tfc-KUR ALLS KONAR KLÆÐNINGAR ( LJÓT OG VÖNDUÐ VINNA ’ ú'rvál'af áklæðum LAUGAVéO 62 - SlMI 10825 HEIMASlMI 83634 4ntiK " BOLSTRUN þér fyrir það sem þú hefur gert og gerir; en, Mary — þú mátt ekki i reiðast mér, þó ég segi það: Læt- j urðu ekki læknisstarfið éta þig i upp til agna? Mary rétti úr sér, hún hrökk við: ----Er það hægt? Frú Manson varp öndinni. — Ég veit hvað þú átt viö, sagði hún hikandi. — Og ég skal verða manna fyrst til þess að játa að læknisstarfið er ef til vill háleitasta starfið í veröldinni, — að undan- teknu prestsstarfinu, kannski. Þú hefur helgað líf þitt því, að hjálpa og hjúkra veiku fólki, og fallegra hlutverk er ekki til. En mundu aö þú ert kona líka — Ég þoli ekki að hlusta á svona þvaður, sagði Mary óþolin. — Heldurðu að ég gleymi nokk- urn tíma að ég er kona? Er það kannski glæpur að vera Iæknir og, kona í senn? Starfið er mitt líf, og þvf fyrr sem maður skilur það, því betra. Það er sannmæll sem segir, að margs konar fólk þurfi til þess að skapa veröldina. En samt er verið að reyna að draga fólk sundur i dilka — mað- urinn á að vinna, konan aö eiga börn. Það vill nú svo til að mig langar ekkert til að eiga börn — er þaö kannski glæpur? Ég vil lækna fólk — er þaö ókvenlegt? Hvaö gerir venjuleg kona nfu tf- undu hluta af ævi sinni? Nákvæm Iega það sama sem ég geri, en á litlu, afmörkuðu svæði. Hún ann ast um fjölskyldu sína, manninn og tvö eða þrjú börn. Hún gerir sig ánægða með það, en ég mundi ekki gera mig ánægða með svo litla fjölskyldu. Ég vil hugsa um hundrað — eða þúsund manneskj ur — hugga þær og hjálpa þeim. Er það ókvenlegt? Frú Manson var orðin rjóð. — Þú ert reið, sagði hún. — Ég ætl- aði ekki að ergja þig, heldur að- eins aö hjálpa þér. ÉTg þoli ekki að sitja aögerðalaus og horfa á þig eyða Iffinu til ónýtis. Hún lyfti hendinni þegar hún sá að Mary ætláöi að fara að and- mæla henni. — Nei, ég á ekki vi§ að starfið þitt sé til ónýtis, fjarri sé mér að láta mér- detta það f hug. Ég er sannfærð um aö það er mikil þörf á konum í læknastöö ur. En stundum dettur mér í hug, aö efast um hvort þú öölist nokk- urn tíma það, sem þú óskar í líf inu ,nema þú gefir þér dálítinn tíma til að lifa jafnframt starfinn. BIFRIIÐAEICiENDUR ATHUGIÐ! Bónstöð, bifreiðaþjónusta LAUGAVEGI118 (ekið inn frá Rauðarárstíg). Veitir yður aðstöðu til að þvo og bóna bif- reið yðar, einnig tökum við að okkur þvott, hreinsun á sætum, toppum, hurðarspjöldum (leðurlíki). Bónum og ryksugum. sími 21145. trjK£'Í-^S-=^^SÍ'í»:-'iíSC‘'JANE RODE „ ‘ rr THROUSHl - »' ’ * " C 5HE HAL7 TO— Hve langt er orðið síðan þú hefur farið út að skemmta þér? Mary hló. Nú var henni runnin reiöin. — Ég nýt lífsins hverja ein ustu mínútu hérna f sjúkrahúsini--. sagði hún. — Ég segi það alveg satt! Þegar ég er búin aö vinna er ég orðin þreytt og þá sofna ég. Það er mér nóg. — Ætlar þú að fara á hátíðina? spurði frú Manson án þess að sinna því, sem Mary hafði sagt. — Nei. Frú Manson varp öndinni. Læknarnir tveir, sem setið höfðu skammt frá stóðu upp og gengu fram að dyrunum. Þeir kinkuðu kolli til Mary um leið og þeir gengu framhjá, og brostu til frú 1 Manson. Þegar þeir voru farnir leit frú Manson aftur á Mary. — Hvers vegna ferðu ekki á skemmtunina? s,m,§MÍH „Sólarljós — þangað streymir áln“. Mér er borgið, Ef aðeins Jane — Nei, Jane komst alla leið á trénu. þarna er tréð sem við fórum á í foss- inn ERCO BELTI og BELTAHLUTIR á BELTAVÉLAR BERCO KeSjur Spyrnur Framhjól Botnrúllur Topprúlíur Drifhjól Bolfar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæðavara á hagsfæðu_ verði EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐf SKIPHOLT 15 — SlMI 10199 FELAGSUF Knattspyrnudend Vfkings. Æfingatafla frá 20. ma) til 30. sept. 1968: 1 fl. og meistaraflokkur: Mánud og þriðjud. kl. 7,30—9 miðvikud oe fimmtud. 9—10,15. 2. .lokkur: Mánud. op briðjud. 9—10,15. Miðvikud og fimmtud. 7.30—9. 3. flokkur: Mánud. j,—10,15, þriðjud. 7,30— 9 og fimmtud. 9—10,15 4. flokkur: Mánud og oriðiud 7—8. Miö- vikud. op fimmtud 8—9. 5 ffokkur A. og B.: Mánud op þriðjud 6—7. Miö- vikud. op fimmtud 6.15—7,15. 5 flokkur C og D.: Þriðjud. og fimmtud. 5,30—6,30 Sflðmln.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.