Alþýðublaðið - 21.05.1921, Side 4

Alþýðublaðið - 21.05.1921, Side 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ E.S. Steriing fer héðsn austur um land á morg un, sunnudag, klukkan io árdegis- £.8. Willemoes fer frá Haínarfirði, westur og norð «r um land, á morgun kl io árd. E.8. Suðuriand fer héðan ti! Vestmaanaeyja og Hornafj. á mánudag kl n f. h. Hjólhestar gljábrendir og nikkel- húðaðir í Fálkanum. Útboð. Þeir, sem kynnu að vilja taka sð sér málningu barnaskólahúss- ins að utan, nú um mánaðamótin, sendi tilboð sín til skólastjóra Morten Hansen, fýrir 25 þ. m, ér gefur nánari uppi um starfið. Reykjavfk 20 maí 1921. ^kólaneíndin. Gr u m m I á barnavagna fæst í Fálkanum. Frímerkl. Notuð ísl. frímerki kaupi eg afar háu verði í dag og næstu daga. — St. H. Stefáns- son. Þingh.str 16. Heima kl, $ 9- Ritstjóri og ábyrgðarmaður: óiafur FriSrikssoa. Frentsmiðjan Gntenberg. Nýjung’ar: Saga B0rgaraetíarinnar, lögin sem leikin voru undir við sýning hennar. Kaddara, [lög við sönginn í gíænlenzka ástarleiknum, sem mesta athygli hefir vak- ið f Höfn f vetur. Hljóðfærahúsið. Jttck Lmdon'. Æflntýri. surnt. Og þeir sögðu mér, að ekkert er hvorki raeira né minna virði en f»að, sem menn eru fúsir til að borga •®ða taka á móti.“ „Og hvað mikið parftu til pess að reka Beranda í þrjú ár?“ hélt Jóhanna áfram. „Tvö hundruð manns sem fá sex hundruð pund á ári, verður þrjátíu og sex hundruð pund — það er stærsti liðurinn." „En hvað ódýr vinnukraftur getur kostað mikið! Þrjú þúsund og sex hundruð pund, átján þúsund dalir, bara fyrir þennan mannætuhóp. En eignin er góð trygging. Pú getur farið til Sidney og fengið lán.“ Hann hristi höfuðið. „Það mundi reynast ókleyft að fá nokkurn mann til að líta við plantekru. Þeir hafa orðið of oft fyrir von- brigðum. En eg vil fyrir enga muni fara héðan — meira Hughies vegna en mín, það get eg sagt með vísu. Hann var orðinn hér rótgróinn. Hann var mjög prautseigur og hataði allan afslátt. Mér — mér fellur það heldur ekki. Smátt og smátt hnignaði okkur, en með hjálp Jessú vonuðum við, að rétta við með tím- „Já, eg efast ekki um það. En þú þarft ekki að selja þeim Raff og Morgan. Eg fer til Sidney með næsta gufuskipi, og kem aftur með gamla skonnortu. Eg er vfs um að eg get fengið hana keypta fyrir fimm eða sex þúsund dali —." Hann hreyfði sig, eins og hann ætlaði að malda í móinn, en hún hélt áfram: „Það er heldur ekki útilokað, að eg gæti fengið fiutn- ing. Skonnortan getur að minsta kosti tekið að sér starf Jessie. Þú getur nú hagað þér eftir þessu, og af- lokið mikilli vinnu, meðan eg er fjarverandi. Eg hefi í byggju að verða hluthafi í Beranda, það sem eignir mfnar hrökkva — þú veist, að eg hefi yfir fimtán hundruð pund. Við getum strax gert samning — það er að segja ef þú vilt; eg veit að þú hafnar þvi ekki.‘‘ Hann leit glaðlega á hana. „Þú veist, að eg sigldi hingað alia leið frá Taljiti, eingöngu til þess, að verða plantekrueigandi1', mælti hún. „Þú þekkir fyrirætlanir mínar. Nú hefi eg breytt þeim, það er alt og sumt; eg vil heldur verða meðeig- andi í Beranda og fá arð af fé mínu eftir þrjú ár, en að rækta Pary-Sulay og bíða i sjö ár.“ „Og þessi — þessi skonaorta . . Sheldon þagnaði skyndilega. ,.Nú, haltu áfram.“ „Þú reiðist ekki?“ spurði hann. „Nei, nei, hér er um viðskifti að ræða; haltu bara áfram.“ „Þú — þú ætlar þó ekki sjálf að stýra skipinu? — í stuttu máli, vera skipstjóri — og ráða verkamenn á Malaita?“ „Jú, auðvitað. Með því getum við sparað útgjöldin til skipstjóra. Þegar við gerum samninginn, greiðum við þér ráðsmannslaun, en mér skipstjóralaun. Það er mjög einfalt. Og eg skal segja þér eitt, ef þú vilt ekki gera mig að felaga þínum, kaupi eg Pari-Sulay og fæ mér miklu minna skip og stjórna því sjálf. Eg sé ekki að það geri nokkurn mismun." „Mismun? — Jú. Allan hugsanlegan mismun. Ef um Pari-Suiay væri að ræða, kæmi mér ekkert við, hvað þú gerðir. Þú gætir sjálf orðið mannæta, án þess eg hefði rétt til að skifta mér af því. En á Beranda værir þú félagi minn og eg yrði þá að ábyrgjast. Og það eitt er víst, að sem félaga mínum mundi eg aldrei leyfa þér að stýra skipi sem réði verkamenn. Eg skal segja þér, að eg mundi hvorki leyfa systur minni eða konu tninni það —.“ „Nei, en eg á ekki að vera konan þín — bara félagi." „Það væri líka hlægilegt", hélt hann áfram. „Hugsaðu um kringumstæðurnar. Ivarl og kona, bæði ung, félagar á afskektri ey. Eina lausnin hlyti að verða sú, áð eg giftist þér —.“ „Það var ekki bónorð, heldur verzlunartilboð sem eg bar hér fram“, mælti hún kuldalega. „Guð má vita,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.