Vísir - 20.06.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 20.06.1968, Blaðsíða 3
3 rfSmi . F%m»t«dagur 20. júní 1988. I m ftW&h iíx . : U' 'ut * myndsjá !i; •■•• \s iiíííí.'iSjíí >S.\<Síí: „HUNGRUÐ 0G UPPGEFIN" — Tugþúsundir á flótta frá vigvellinum i Biafra — Islendingar safna fé til flóttafólksins við vaxandi erfiðleika i sam- bandi við sendingu hjálpar- gagna til Biafra. Alþjóðanefndin vinnur nú sleitulaust að því að opna nýjar leiöir fyrir þessa flutninga, og hefur jafnframt sent út áður- nefnda hjálparbeiðni. Það er ekki óeðlilegt að við íslendingar . minnumst þessara vina okkar úr viðskiptunum á árum áður, þegar þeir keyptu af okkur megnið af skreiðarút- flutningnum, og lóð hvers og eins til söfnunar þeirrar, sem nú er hafin þarf ekki að vera stórt, aðeins að þátttaka sé al- menn. Eins og stendur er skortur- inn á lyfjum, matvælum og hjálpargögnum f Biafra svo mikili aö Rauði krossinn ákvaö að lýsa yfir neyðarástandi, enda er styrjöldin þegar búin aö Ieiða hungur og hörmungar yfir íbúana. í lista yfir nauðsynjar sem talin er hvað mest þörf fyrir er þetta: Skreið, mjólkur- duft og lýsi, vörur sem I’slend ingar ættu að geta látið af hendi. ^Jóðir vinir okkar fslendinga og vinir í fjöldamörg ár eru í miklum erfiðleikum. Eins og menn vita af fréttum undan farinna mánaða hefur blóðugt stríð geisað í Nígferíu þar sem Biafra-menn hafa orðið að flýja heimili sín undan hinum ógn- arlegu herjum sambandsstjórnar Nígeríu í Lagos. í dag er mikill fjöldi flóttamanna samankominn á litlu svæði, sem er á valdi Biafra. Vandamálin eru uggvænleg og hefur Alþjóða Rauði krossinn því sent út hjálparbeiðni, en samtökin hafa undanfarið unn- ið mikið og gott starf í Biafra, en nú þarf meira átak en fyrr. Alþjóða Rauði krossinn hefur starfandi fjölda hjálparsveita í Nígeríu og Biafra, m.a. eru finnskar, norskar og sænskar sveitir starfandi i Enugu og Nsukka, og alþjóðlegt hjálpar- lið vlðs vegar í Biafra. Skömmu eftir að Port Harcourt féll í hendur sambandshersins sendu sveitir“Rauöa krossins í Biafra neyðarkall með útvarpi. I send- ingu þessári var m.a. sagt að þúsundir kvenna, barna og gam almenna, hungruð og uppgefin, væru á flötta frá nágrenni víg- vallanna. Fjöldi þessara flótta- manna var áætlaður vera um 600 þúsund, sem reynt væri að koma fyrir í skólum og bráða- birgðaskýlum. Fólk þetta er gripið skelfingu, neitar að snúa aftur til þorpa sinna, og hefur hvorki mat né næg klæði. Áður höfðu fulltrúar alþjóða- nefndar Rauða krossins tilkynnt um mikinn fjölda almennra borg ara, sem fyndust látnir meö- fram þjóðvegunum. Til þess að hægt sé að bjarga hundruðum þúsunda mannslifa í Biafra verð ur að senda minnst 200 tonn af matvælum daglega til Biafra eft ir ýmsum leiöum, en að undan- fömu hefur Rauöi krossinn átt ■ Efsta myndin sýnir sjúkling á einu sjúkrahúsanna, mað- urinn er særður eftir skothríð. Svíinn OIov Stroh frá sænska Rauða krossinum er þama f heimsókn á sjúkrahúslnii. ■ Myndin er frá Dahomey og er verið að taka á móti mat- vörum, sem Svíar sendu til Biafra. B Sjúkrabíll keyptur fyrir fé sem kom frá Norðurlöndum er hér á myndinni. Hjúkrunarfólkið er nígerískt og er að flytja slasaðan mann á sjúkrahús. 3£i LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA... Þaó sparar ybur tima og óbægindi INNHEIMTUSKRIFSTOFAN Tjarnargötu 10 — III hæd — Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3linur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.