Vísir - 20.06.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 20.06.1968, Blaðsíða 8
ð VI S IR . Fimmtudagur 20. juní 1968. LJtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar : Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sfmi 11660 Ritstjórn : Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda hf. i Styðjum Biafra-söfnunina ]\igería er langfjölmennasta ríki Afríku og eitt af fjölmennustu ríkjum heims. Þar búa nú um 60 milljon- ir manna, eða fimmti hver Afríkubúi. Þetta ríki var lengi fyrirmyndarríkið í Afríku. Þegar það hlaut sjálf- stæði árið 1960, höfðu Bretar lagt töluverða áherzlu á að mennta þjóðina. Og þetta virtist ætla að bera ár- angur. í rúmlega fimm ár ríkti friður og framfarir ' þessu unga ríki. En þá tók að syrta í álinn. í ársbyrjun 1966 var sir Abubakar forsætisráðherra myrtur í stjórnarbyltingu. Abubakar var mikill hæfi- leikamaður og hafði farnazt vel hið erfiða hlutskipti að halda saman þessu fjölmenna ríki margra þjóð- flokka. Eftir lát hans fóru stjórnmálin gersamlega úr skorðum í Nigeríu og þjóðflokkarígur magnaðist. Iboar eru þjóðflokkurinn í Austur-Nigeríu. Þeir hafa staðið á tiltölulega háu menningarstigi, miðað við aðra þjóðflokka í ríkinu. Þeir höfðu þess v^gna dreifzt töluvert út um allt ríkið og voru m. a. mjög fjölmenn- ir í verzlunarstéttinni. Þróunin varð sú, að þeir bök- uðu sér andúð og jafnvel hatur þjóðanna, sem fyrir voru. Þá upphófst hið ægilega blóðbað í Norðui- Nigeríu, er Iboum var slátrað í tugþúsunda tali á nokkrum vikum. Flestir þeirra, er eftir lifðu, flýðu til heimahaganna í Austur-Nigeríu. Spennan milli kynþáttanna jókst nú dag frá degi. I maílok í fyrra sagði Austur-Nígería sig úr lögum við sambandsstjómina og stofnað var sérstakt ríki, sem hlaut nafnið Biafra. Hófst þá styrjöld með þessum að- ilum og hefur hún staðið látlaust síðan. Her Nigeríu- stjórnar hefur gengið betur og smám saman þrengt að Biafra-mönnum. Styrjöld þessi er hin vdllimannlegasta. Biafra-búar hafa þótzt vissir um, að hermenn Nigeríustjórnar mundu ekki þyrma neinu kviku, þar sem þeir færu um. Þess vegna hefur her Nigeríu yfirleitt komið að auðum þorpum og bæjum. Allur landslýður í Biafra hefur flúið undan þeim, á brott frá ökrum sínum og iífsviðurværi. Óskaplegur fjöldi flóttamanna hefur því safnazt saman á tiltölulega litlu svæði, sem enn er á valdi Biafra-hers. Mikill hluti þessa fólks sveltur beilu hungri og falla nú daglega hundruð manna úr hungri, aðallega börn og gamalmenni. Rauði kross íslands tekur þátt í alþjóðlegu átaki, sem nú er að hefjast til hjálpar þessu illa stadda fólki. Verður safnað hér fé til kaupa á skreið, lýsi og mjólk- urdufti. Mikið liggur við, að íslendingar bregðist nú skjótt við og láti sinn hlut ekki eftir liggja frekar en fyrri daginn. Allar deildir Rauða krossins og dagblöð- in í Reykjavík taka við franilögum þeirra, sem vilia taka þátt í þessu mannúðarstarfi. Dwight D. Eisenhower — Herforingi og stjórnmálamaður Eisenhower hershöfðingi, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, liggur nú á Walter Reed sjúkrahúsinu í Washington, eftir að hafa fengið hjartaslag í annað skipti á sjö vikum. Hann er nú sjötíu og sjö ára gamall og hefur dregið sig í hlé frá mestöllum afskiptum af opinberum málum, en hann á að baki merkilegan feril á sviði heimsmálanna, sem ef til vill væri ekki úr vegi að rifja upp. J sögunni koma menn ef til vill til með að minnast Dwight D. Eisenhowers sem hins mikla herforingja, er á friðartímum fannst erfiðara að bera skikkju stjómmálamanns- ins heldur en sverðið. Hann fæddist árið 1890 og óist upp við fábrotin kjör i Kansasfylki. Þegar í æsku hlaut hann gælunafnið „Ike“ sem kom til meö að tolla við hann allt hans líf. Hann var uppalion á strangtrúuðu heimili og vand- ist frá byrjun á vinnusemi og skyldurækni. Hann langaði til að ganga i sjóherinn,. en þegar hann sótti um það kom í ijós, aö hann var oröinn of gamall til þess. í staðinn var hann tekinn inn í hinn fræga herstjórnarskóla, .West Point, árið 1911. Hann út- skrifaðist þaðan 25 ára gamall. án þess að hafa sýnt sérstak$ námshæfileika. Eisenhower tók ekki virkan þátt í fyrri heimsstyrjöldinni. en stóö sig ágætlega sem yfir- maður æfingastöðvar í meðferð bryndreka. Á millistríðsárunum gegndi hann majórsstöðu í 16 ár. og það ieit ekki út fyrir, aö ferill hans ætti eftir að veröp sérlega glæsilegur. Stuttu eftir árás Japana á Pearl Harbour áriö 1941 var hann kallaður til Washington til að starfa i höfuðstöðvum stríðsskipulagningarinnar. Og nú hófst hinn ótrúlegi frægöar- ferill hans. sem f stríðinu náði hámarki, þegar hann var út- nefndur yfirmaður alls herliös Bandamanna í Evrópu. Hann annaðist yfirstjórn stærstu hernaðaraðgerðar í sögu mann- kynsins, innrásinni i Frakkland. 6. iúnf 1944. Þangað til í nóv- ember 1945 var hann yfirmaður bandaríska hernámsliðsins > Þýzkalandi. en þá var hann kvaddur til Washington til pð gerast yfirmaður Bandarfkja- hers í stað George Marshalls. Hann lél af því starfi 1948 og var rektor Columbia-háskóla til 1950, er hann tók tilboði Tru- mans forseta um að gerast yfir- maður herja Atlantshafsbanda- lagsins í Evrópu. 1 þessari stööu fékk hann aftur not fyrir hæfi- .eika sína sem foringi og stjóm- málamaður. Næstum því nauðugur tók hann við útnefningu repúblík- anaflokksins, sem frambjóðandi hans við forsetakosningar 1952. í nóvember sama ár vann hann yfirburðasigur í kosningunum yfir frambjóðanda demókrata. Adlai E. Stevenson, og hann flutti inn í Hvíta húsið sem 34. forseti Bandaríkjanna. Hálfu ári síöar gat hann tilkynnt þjóð sinni, að sér hefði tekizt að uppfylla eitt helzta. kosninga- ioforð sitt — að binda endi á Kóreustríöiö. Upp frá því einbeittu Eisen- hower og utanríkisráðherra hans, John Foster Dulles, sér einkum að því að leysa þrjú höfuðvandamál. Þeir vildu fá iárntjaldslöndin til að hætta viö alla ásælni til landa með þvi að ógna með miskunnarlausum hemaðaraðgeröum og með því aö byggja upp áhrifaríkt vam- arkerfi í Vesturlöndum. Þeir vildu, að Vestur-Þýzkaland yrði sjálfstæður aðili að Atlantshafs- bandalaginu og vildu auka sam- starfið, sem Truman hafði byrj- að við önnur lönd. Eisenhower hélt alla tið fast við hina einbeittu afstöðu slna til Kínverska alþýðulýðveldis- ins. sem hann lét sér aldrei til hugar koma að viðurkenna. 1 ágúst 1954 kunngjörði hann, aö sjöundi floti Bandaríkjanna mundi verja Formósu, ef Pek- ing-stjómin gerði tilraun til að ráðast á eyjuna. í næsta mán- Dwight D. Eisenhower. uði á eftir mynduðu Bandaríkin og sjö önnur lönd, Suðaustur- Asíurvarnarbandalagiö, SEATO. Eftir að Sovétríkin höfðu samþykkt að gera friðarsamning yið Austurríki árið 1950, Býrjaði Eisenhower fyrir alvöm að í- huga möguleika á viðræðum við Sovétríkin til að draga úr „kalda strlöinu". Árangur þessa var fundur æðstu manna í C-nf, sumarið 1955, en hið svo- nefnda „Genfarhugarfar" varð ekki langlíft. Árið 1957 kom hann fram með hina svokölluðu „Eisen- hower-kenningu.“ sem miða átti að því að hefta beina og óbeina ásælni kommúnista I Miö- Austurlöndum. í innanrlkismálum reyndi Eisenhower að þræða milliveg- inn til að fara að vilja hinna hægfara I báöum flokkum. Hann hafði frjálslyndar skoðan- ir, sem framkvæma átti á „kon- servatívan" hátt. Einn mikilvægasti atburður- inn í stjómartíð Eisenhowers var hæstaréttardómur um B-i► 13 síð? Listir "Bækur -Menningarmál Hjörleifur Sigurðsson skrifat myndlistargagnrýni: Kj ar valssýning Listamannaskálinn hefur enn ekki lokið hlutverki sínu. Snemma I vor virtist hann kom- inn að falli — en síðustu dægr- in hafa forsprakkar Kjarvals- sýningarinnar dyttað rækilega að honum: Hreinsaö loftið og hengt það upp á ný og þakið veggina gráum dúk, sem stingur skemmtilega f stúf við Ijósa fleti annarra sýningarsala. t stuttu máli. Skálinn er aftur orðinn vistlegt húsnæði Um myndirnar sem einstaklinga og samfélag segi ég hiklaust. aö þær eru ein bezta Kjarvals- kynning, er ég man eftir. Þegar ég gekk inn I húsið átti ég von nr"" i—MBik..ii> mww—■ á aö hitta fyrir allmargar net- myndir, álfariss I klettaveggjum og fantasíur manns og dýrs. Sú varð og raunin. En jafnframt sá ég hrein og klár landslög, heit eða köld, og óumræðilega töfrandi brátt fyrir veruleika- blæinn. Klettavegginn, sem hangir úti við dyr, met ég á- kaflega mikils. Hann er nefni- lega búinn helztu kostum ágæts málverks. Einhver kann að krefjast svars við slikri fullyrð- ingu en ég segi bá fyrirfram og til bráðabirgða. að þetta er einkamál. vissa, sem hefur gróið f hjartanu . . og hvergi nema bar. Og samt sem áður — er nokkur ástæða til að þegja yfir þvl. að I myndinni hefur Jó- hannesi Kjarval tekizt að láta vitsmuni og heitar tilfinningar blandast I nákvæmlega réttum hlutföllum. Á vestari langveggn- um standa strákarnir I fjörunní og ræða um veðrið og afla- brögðin. Fátt kom mér á óvan I þeirri fersku og raunsæju mynd. Aftur á móti kynntist ép nokkrum nýjum hliðum per sónuleika hins snjalla málar- eða gerði mér að minnsta kosf- betur grein fyrir beim. Verurn ar, sem byggöu Vífilfell eru prýðilegt dæmi um eina lar* blöðin úr Borgarrirðl aora Morgunroöi hina þriðju og þar fram eftir götunum. Ég hygg að reiturinn Kjarvals hafi aldrei veriö fegurri og fjölbreytilegr en einmitt nú í Listamannaskál anum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.