Vísir - 20.06.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 20.06.1968, Blaðsíða 9
VlSIR . Fimmtudagur 20. júní 1968. 9 \ \ t \ \ \ * \ * Sigurgeir Svanbergsson, tor- stjóri Bílaleigurnar Vegaleiöa: Mér finnst sá vankantur á skattaálagningunni, að of mikið er dregið úr rekstri fyrirtækja. sem eru aö hefja starfsemi sína. Mitt fyrirtæki er þriggja ára, og æskilegast væri fyrir þjóðina að verja þessari upphæð til stækkunar þess og styrkja einstaklingsframtakið. Kristján Pétursson, bygginga- meistari: Mér finnst það ekki ná neinni átt, hvernig einstakl- ingar f byggingaiönaðinum eru skattlagðir. Ég vil spyrja, hve mikið byggingasamvinnufélög og „Breiðholt" greiða í skatta Með því að láta greiöa 40—50 þúsund krónur af hverri ibúð er stórlega gengið á hlut hús- byggjenda. Friðrik A. Jónsson, útvarps- virkjameistari: Það er að sjálf- sögðu erfitt að greiöa þetta mikla skatta, en ég hef nú lengi verið hár í skattinum. Helzt finnst mér, aö fólk vorkenni mér, að ég kunni ekki að telja fram til skatts, úr því aö hann er svona hár, og líti á mig meö meðaumkun. Kjartan Guðmundsson. stór- kaupmaður: Ég efast ekki um, að skattarnir eru rétt á lagðir Það er álíka erfitt aö greiða þessa skatta núna og var að borga 30 krónur fyrir allmörg- um árum. Ég hef greitt háa skatta undanfarin ár, jafnt og þétt. r 8 Hvað starfa þeir og hvar eiga faeir heima? Blaðið hefur spurt nokkra hæstu skattgreið endurna: Hvemig finnst yður að greíða svona háa skatta? T^átt er það, sem kemur ver við menn og reitir þá fremur til reiði, en umræður um skattamál. Sá skattgreiðandi mun vandfundinn, sem telur sig ekki hafa verið hlunnfarinn í á- lagningu skatta, og virðist mörgum, sem skattayfirvöld hafi lagt sérstaka áherzlu á aö niðast á þeim. Þetta fyrirbæri er svo sannarlega ekki bundið við ísland eitt, heldur virðist þess gæta hvarvetna, þar sem menn greiða skatta. Fólki finnst hið opinbera seilast í vasa sinn og síðan verja fénu á miður æskilegan hátt. Mikið er jafnan rætt um „hina ríku“, og eru það vænt- anlega þeir, sem mest bera úr býtum og greiöa því hæstu skatta af tekjum sfnum. Nú þurfa það ekki endilega að vera hinir ríkustu, sem gefa upp hæstu tekjur á skattaframtöl- um. Margir hafa ýmis ráð meö að telja fram lítiö eitt nilnna en þeir hafa haft í raunverulegar tekjur. Hins vegar leikur mönn- um forvitni á að komast aö raun um, hverjir bera mestu skattana. Þess vegna hefur blað- ið tekið saman lista yfir 74 helztu skáttgreiðendur af ein- staklingum í Reykjavík, það er að segja þá, sem greiða meira en 300 þúsund krónur í tekju- skatt, tekjuútsvar og eignaút- svar samtals. Þessi 74 aðilar greiða samtals um 30 milljónir króna í skatta! Reynt hefur verið eftir föng- um að afla upplýsinga um at- vinnu og búsetu þessara manna, og munu lesendur væntanlega kannast við allmarga þeirra. Hér er að sjálfsögðu um að ræða marga þá, er hæst ber í þjóð- iífinu, ötula atorkumenn á sviði framkvæmda, merka lækna og slíkt. Þess ber aö gæta, aö vera má, að einhverjir hafi falliö niður af listanum, og að sjálf- sögðu er hann ekki algerlega áreiðanlegur, heldur birtur til nokkurs fróðleiks. Út frá atvinnusjónarmiði greinist þessi hópur þannig í stórum dráttum: Byggingaiönaður, verkfræð- inear. meistarar o. sl. 24 Kaupmenn, forstjórar o. sl. 23 Læknar 13 Bifvélavirkjar, bílstj. o. sl. 3 Starfsmenn f æðri stöðum hjá hinu opinbera 3 Lögfræðingar 2 Aðrir 6 — Af efsta flokki eru þrír pípulagningameistarar og í hópi lækna tveir gigtarlæknar. Varðandi búsetu þessara manna er athyglisverðast, að af þeim 13, sem greiða meira en hálfa milljón I skatta, búa fimm í Safamýri. Listi yfir 74 helztu skatt- greiðendur í Reykjavík, atvinna og búseta og aðrar athugasemd- ir eftir því, sem við verður komið: Laugarásinn, Ægissíðan og fleiri góðar götur hverfa nú í skugga Safamýrar. Helztu skattgreiöendur: Yfir 500 þúsund. Þús. kr. 1. Friörik A. Jóns. útv.meist. Garðastr. 11 (radar og fisksjá) 1284 2. Sveinbjöm Sigurðsson trésm. Safamýri 73 1086 3. Kristján Pétursson byggingameist. Safamýri 95 787 4. Kjartan Guðm.ss. stórkaupm. Ásvallag. 44 (Axminster) 762 5. Sigurgeir Svanbergsson Safamýri 93 621 6. Egill Hjálmarss. bifvélav.m. Laugarásv. 65 (Skoðunarst. FÍB) 618 7. Kjartan Sveinsson byggingatæknifr. Ljósheimum 4 613 8. Héðinn Elentínusson vélstj. Laugav. 65 580 9. Kristján Siggeirss. bygginga.mst. Safam. 95 (húsgagnaverzl.) 569 10 Kristinn Auðunsson pípulagningam. Safamýri 87 568 11. Þorsteinn Jónsson skrifstofustj. Stýrimannast. 15 535 12. Einar J. Skúlason Bræðraborgarst. 13 (skrifstofuvélvst.) 531 13. Bjami Jónsson beinalæknir Gnitav. 8 503 400—500 þúsund. 14. Jón Ellert Jónsson bifreiðastj. Rauðag. 14 (vörubifr.) 499 15. Jón Hannesson húsasmíðam. Rauðag. 6 486 16. Þórður Þórðars. læknir Skeiöarv. 97 (á Landakoti) 485 17. Bjöirgvin Schram stórkaupm. Sörlaskjóli 1 476 18. Ólafur O. Óskarss. framkvæmdastj. Engihlíð 7 (síldarplön) 474 19. Christian Zimsen apótekari Kirkjut. 21 (Laugarnesapótek) 469 20. Stefán Ólafur Bogas. svæfingalæknir Kaplaskjólsv. 67 460 21. Ásbjöm Ólafsson heildsali Grettisgötu 2A 432 22. Magnús Ámason múrari Blönduhlíð 31 , 428 23. Magnús Baldvinsson múrarameist. Grænuhlíð 7 421 24. Steindór Sighvatsson bifreiðastj. Suöurlandsbr. Álfabr. 413 25. Kristján Kristjánss. forstj. Rauðalæk 8 (bifr. og varahl.v.) 409 26. Torfi Hjartarson .tollstjóri og sáttasemjari Flókagötu 18 404 27. Tómas Vigfússon húsasmíðameist. Víðimel 57 402 300—400 þúsund. 28. Gissur Sigurösson húsasm. Grundargerði 11 399 29. Karl S. Jónasson yfiriæknir Ásvallagötu 24 398 30. Ingibergur Stefánsson verkstj. Laugarásv. 9 395 31. Kristján Hannesson gigtarlæknir Barmahlíð 28 395 32. Kristján Guölaugss. hrl. Sóleyjarg. 33 (Loftleiðir) 393 33. Kristinn Bergþórsson heildsali Skaftahllð 36 388 34. Ragnar Sigurðsson gigtarlæknir Sporðagrunni 17 382 35. Páll Sigurösson tryggingayfirlæknir Stigahlíð 89 379 Þús. kr. 36. Jón Bergsteinsson múraram. Fjólugötu 19A 378 37 Sigurður G. Halldórsson verkfræðingur Nökkvavog 22 377 28. Sigurður Þ. Söebech kaupm. Stórag. 2? (Söbechverzl.) 374 39. Kjartan G. Magnússon Hjálmholti 7 373 40. Sigurður Jónsson frá Haukagili 369 41. Ragnar Ólafsson kaupmaður Vesturbrún 2 368 42. Þórarinn Guðnason læknir Sjafnarg. 11 (Landspítalinn) 367 43. Benedik* B. Sigurðsson verkfr. Safamýri 85 366 44. Sæmundur Kjartansson læknir Barmahlíö 39 (húðsjúkd.) 362 45. Guðmundur Finnbogason pípulagningam. Mávahlíð 44 355 46. Geir Hallgrlmsson borgarstjóri Dyngjuv. 6 351 47. Einar Jakob Ólafsson múrari Álfheimum 21 350 48. Guðjón Ó. Guðjónsson bókaútgef. Þórsg. 12 348 49. Gissur Símonarson húsasm.m. Bólstaðarhl. 34 Síðumúla 347 50. Ólafur Tryggvas. verkfr. Sunnuv. 25 (raft- og verkfrstofa) 345 51. Baldvin P. Dungal kaupm. Miklubr. 20 (eigandi Pennans) 343 52. Erlingu. Þorsteinss. háls-, nef og eyrnalæknir Barmahl. 3 342 53. Hjalti Þórarinsson yfirlæknir Laugarásv. 36 340 54. Páll H. Pálss. verzlm. Mávahl. 47 (forstj. Happdr. Hásk.) 334 55. Einar Sigurðsson útgerðarmaður Bárugötu 2 332 56. Páll Sigþór Pálss. hæstaréttarlm. Skildinganesv. 28 327 57. Þorgrímur Friðriksson kaupm. Dragav. 3 326 58. Dagbjartur Sigurðsson kaupm. Garðastr. 14 323 59. Ásmundur Vilhjálmsson múraramst. Hraunbæ 72 322 60. Rannveig Ingimundard. Víöimel 66 (ekkja Sigfúsar i Heklu) 321 61. Eggert Steinþórsson skurðlæknir Flókagötu 57 317 62. Bjami Benediktsson forsætisráðherra Háuhlíö 14 316 63. Óttarr Möller forstjóri Vesturbrún 24 (Eimskip) 316 64. Atli Eiríksson húsasm. Hjálmholti 1C 312 65. Gísli Sigurbjömss. forstj. Túng. 20 (Elliheimilið Grund) 312 66. Gunnar Tómasson verkfr. Barmahlíö 31 308 67. Tómas Grétar Ólafss. verkstj. Álftamýri 53 (vélaleiga) 307 68. Benedikt Gröndal framkvæmdastj. Bergstaðastr. 79 305 69. Hörður Þorgilsson múrari Miðtúni 82 305 70. Ragnar Ólafsson kaupm. Vesturbrún 2 305 71. Hörður Þorleifss. augnlæknir Vesturgötu 52 304 72. Sigurður Ólafsson lyfsali Teigagerði 17 (Reykjav.apötek) 304 73. Ingibjartur Þorsteinsson pípulagningam. Holtsgötu 6 300 74. Sæm mdur Jóhannsson Snorrabraut 50 300

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.