Vísir - 22.06.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 22.06.1968, Blaðsíða 3
VÍSIR . Laugardagur 22. júní 1968. 3 Trabant, yfirmaður Ijósmyntiaskrifstofunnar, ræðir skipu- lagið við aðstoðarstúlku sína, Francoise. Þetta er útvarps- og sjónvarpsiið Atlantshafsbandalagsins. F. v. Jean-Marie Blanc-Francard, Paul-Georges Etienne, Vera Hollyman og Robert Loecky. ísland í brennipunkti heimsfrétta Tjað er ekki á hverjum degi sem lsland er i miðdepli heimsfréttanna, en svo sannar- lega munu augu alls heimsins beinast hingað, meðan ráöherra- fundur Atlantshafsbandalagsins stendur yfir. Fréttamenn frá flestum eða öllum aðildarrlkjum bandalags- ins munu flykkjast hingað'til að fylgjast með fundarstörfum og samþykktum, sem hafa alþjóð- lega þýðingu. En fundirnir eru haldnir fyrir luktum dyrum, svo að fréttamönnunum ætti að gefast allgóður tími til að skrifa um land og þjóð. Það er mikið verk fólgiö í því, að undirbúa svo viðamikiö fyrirtæki, sem þessi fundur er og þaö, sem honum viökemur. Allt verður aö ganga snurðu- laust fyrir sig, og aö undanförnu hefur verið unnið nótt og nýtan dag að undirbúningi. Sjálfir fundirnir verða haldnir í Háskólanum, eins og frægt er orðið, en aðstaða fyrir frétta- mennina verður í Hagaskólan- um, þar sem komið hefur verið fyrir margvíslegum útbúnaöi þeim til hagræðis. Myndsjáin fór þangað í stutta heimsókn í gær til að horfa á fólk vinna og fylgjast með því, sem þar er veriö að gera. Ólafur Stephensen var þar fyrir, og vísaði Myndsjármönnum um húsakynnin og útskýrði þá starfsemi, sem mun fara fram í hverju herbergi. Á neðri hæðinni verður sím- stöð, pósthús, telex- eöa firð- ritaþjónusta, upplýsingaskrif- stofa, herbergi fyrir blaðamenn og aðalsamkomusalur, þar sem blaðamannafundir verða haldn- ir. Á efri hæð skólans er engu minna um að vera. Þar eru þrjú útvarpsstúdíó, sjónvarpsstúdíó, Ijósmyndaþjónusta og fleira. Ennfremur hefur verið komið upp aðstöðu fyrir fréttamenn- ina til að fylgjast með útvarps- sendingum heimalanda sinna, einkum með tilliti til Frakkka og Kanadamanna, en kosningar standa fyrir dyrum í löndum þeirra. Frakkarnir voru meira að segja svo staðráðnir í að missa ekki af neinu, að þeir klifruðu með loftnet upp að krossinum á Neskirkju til að hlustunar- skilyrði geti orðið sem bezt! Á öllum göngum í Hagaskól- anum var fólk á þönum, ís- lenzkir tæknimenn og trésmið- ir, og erlendir NATO-starfs- menn með yfirbragö heimsborg- arans. Þarna starfa í sameiningu menn af mörgum þjóðernum, samstarfið gengur vel, og verk- efnið er fljótt og vandvirknis- lega af hendi leyst. Og Myndsjáin kvaddi önnum kafið fólk i Hagaskólanum, þar sem þreifað veröur á æðaslögum heimsmálanna næstu dagana. Sturla Eiríksson útvarpsstarfsmaður vlð tækið, sem hefur verið sett upp, svo að fréttamennirnir geti fylgzt með at- burðum heima hjá sér. í baksýr er krossinn, sem Frakkarnlr settu loftnetið á. Baidvin Jóhannesson, verkstjóri hjá Ritsímaverkstæðinu, prófar telex-tækin. Skilaboðin, sem send voru hljóðuðu svo: „Þetta er aiit í lagi — ég er að prófa“. Og svarið var: „O.K.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.