Vísir - 24.06.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 24.06.1968, Blaðsíða 5
Þögulir utanríkisráðherrar Niels Sigurðsson: Víetnam til umræðu Níels P. Sigurösson, ambassa- dor íslands, og fastafulltrúi ís- lands hjá Atlantshafsbandalag- inu kom einnig með Boeing þot- unni frá Brussel. Vísir náöi stuttu viðtali viö hann á Kefla- víkurflugvelli: Á fundum sem þessum er einn fastur dagskrárliöur til um ræöu, og er þar fjallað um á- standið innan bandalagsins. Þá geri ég ráö fyrir, að rætt veröi um Víetnam-málið og horfur á friði þar. Berlínarmálið verður eflaust rætt, svo og skýrsla Harmels, belgíska utanríkisráð- herrans, um framtíðarvérkefni Atlantshafsbandalagsins. Níels sagði sér ekki vera kunn ugt um. að íslenzka sendinefnd in myndi bera neitt mál upp á fundinum, sem mundi verða of- arlega á baugi. Þð væri það op- ið. Sagði Níels að íslendingar myndu að sjálfsögðu fylgjast nákvæmlega með öllu er fram færi og taka þátt í umræðum eftir því sem tilefni gæfi til og ástæöur þættu. Hvernig líður þér, Rusk? Hvernig líður þér, Rusk, spurði Brandt, starfsbróöur sinn þegar þeir hittust fyrir utan bú- Dean Rusk utanríkisráðherra Bandaríkjanna : æðir við frétta- menn við komuna til Keflavíkurflugvallar á laugardag. staö Rolvaags, sendiherra Banda ríkjanna kl. 1 í gær. Þeir héldu þar sérstakan fund vegna tak markana þeirra, sem ríkisstjórn A-Þýzkalands hefur sett á ferða- frelsi V-Þjóöverja milli milli V- Berlín og V-Þýzkalands. — Mér Iíður bærilega, svaraði Rusk, en hann er nýkominn af sjúkrahúsi þar sem hann lá þar til rétt áður en hann hélt til íslands. — Og þú, Brandt, hefur ver- iö önnum kafinn upp á síðkast- iö, sagði Rusk. — Já, heldur betur, svaraöi Brandt. Síðan gengu þeir inn eftir að hafa heilsað nokkrum mönnum. — Meira fengu blaöa- menn ekki út úr því, aö fylgjast meö þeim, þegar þeir hittust, nema hvað Rusk skiptist á nokkrum orðum „um veðrið“ meðan beöið var eftir Brandt fyrir utan sendiherrabústaöinn. Luns hinn vingjamlegasti . Viöbrögð ráðherranna gagn- vart fréttamönnum voru sömu- leiöis ærið misjöfn. Sumir þeirra settu undir sig hausinn, staö- ráðnir í því að komast sem fyrst í gegnum þvöguna án þess að segja mikið. Aðrir voru vin gjamlegri, eins og t. d. Luns frá Hollandi, sem var hinn elsku legasti. Hann kom með útrétta höndina aö fréttamanni Visis (hefur sjálfsagt haldið að hann væri í móttökunni), en lét sér hvergi bregða, þó að hann kæm- ist að raun um að þama var á feröinni „andstvggilegur og útsmoginn blaðarefur", sem ætl- aði að tæla út úr honum leyndar málin. — Hann hafði þó lítið að seg|a eins og aörir. Hann taldi þaö setja nokkurt strik í reikninginn, aö utanríkisráð- herrar Italíu, Frakklands og Kanada, gætu ekki komiö á fundinn. Um störf fundarins vildi hann ekkert fullyrða. Framtíðarskipulag Atlantshafs- bandalagsins og önnur innri mál efni bandalagsins yrðu þó mik- ið til umræðu. Þegar hann var spurður hvort að hömlur þær á ferðafrelsi, sem A-Þjóðverjar hefðu sett á milli V-Berlínar og V-Þýzkalands, yrðu ekki rædd- ar, hló hann mjög að svo fávís- Iegri spurningu, svaraði aö sjálfsögðu, kvaddi með handa- bandi og ók á brott. Brosio: Varla hættu- ástand í Berlín Fyrstur ráöamanna, sem til ráöherrafundar Atlantshafs- bandalagsins komu, var Manlío Brosio, framkvæmdastjóri bandalagsins. Kom hann ásamt öðrum háttsettum starfsmönn- um bandalagsins með Boeing þotu Flugfélagsins, sem fengin hafði verið sérstaklega til aö sækja starfslið bandalagsins til Brussel, þar sem aðalstöövar þess eru. Þotan lenti á Keflavíkurflug- velli kl. 14.10. Brosio ræddi stundarkorn við fréttamenn, og aöspurður um, hvaöa málefni yrðu rædd á fund inum sagði hann: — Helztu vandamál, sem nú er við að etja í heiminum, verða að sjálfsögðu rædd á fund inum. -Við munum sérstaklega ræða þróun heimsmála frá því að síðasti utanríkisráðherrafund ur var haldinn en það var á síö- astliðnu hausti. Ræddar yrðu skýrslur um ýmis mál, sem af- greidd hefðu verið frá síðasta hausti. Brosio sagði, að Harmel- skýrslan yröi rædd, en hún fjallaði um framtíðarverkefni bandalagsins. Brosio sagðist ekki vilja segja, að hættuástand hefði myndazt vegna takmarkana austur- þýzkra vfirvalda á ferðum Vest- ur-Þjóðverja til Austur-Þýzka- bandalagsins ætti þar hlut aö máli, og á fundum sem þessum væri aöaláherzlan lögð á mál, sem snertu fleiri aðildarríki bandalagsins. Þá var Roberts spurður um, James Roberts. hvort hann teldi að einhver breyting yröi á afstöðu aðildar- ríkja bandalagsins til þess. Hann sagðist ekki telja það og það væri bjargföst sannfær- ing sín. Sama væri hvaöa stjóm tæki við völdum í Frakklandi eftir þær kosningar, sem þar stæöu fyrir dyrum. lands. Að sjálfsögðu væri vel fylgzt með þróun málsins í öll- um aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins, sérstaklega þó af yfirvöldum fjórveldanna, Banda ríkjanna, Bretlands, V-Þýzka- lands og Frakklands. Brosio sagði og aö fleiri mál yrðu til umræðu, svo sem á- standiö við Miðjarðarhaf, af- vopnunarmálin og fleiri mál. Enginn úr banaalaginu 1969 Á Hótel Sögu náðu frétta- menn VÍSIS stuttu viðtali við James Roberts, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda lagsins. Aöspuröur um, hvort ráða- menn Atlantshafsbandalagsins hefðu ekki áhyggjur af því, að Austur-Evrópuþjóðirnar væru að efla herstyrk sinn, sagði Roberts, aö herstyrkur Evrópu- ríkjanna væri í jafnvægi. Er þá raunverulegt jafnvægi þar á? spurðu fréttamenn. Roberts svaraði þá, að jafn- vægið væri eflaust Atlantshafs- bandalaginu í hag. Roberts sagði, að Grikklands- málið yrði aðeins stuttlega rætt, og Víetnam-málið liklega ekk- ert. Aðeins eitt aöildarrikja — Mikil hlaup hjá á arrnab hundrað frétta- manna um helgina, en litil uppskera — Smá- spjall við nokkra fundarmannanna ■ „No comments.“ „I have no statements." „I have nothing to say.“ (Ég hef ekkert að segja). Þetta eru algengustu setningarnar, sem blaðamenn, innlendir og erlendir, hafa heyrt um helgina, þegar þeir hafa ætt milli Reykjavíkurflug- vallar, Keflavikurflugvallar og þeirra staða, þar sem utan- ríkisráðherrar aðildarlanda Atlantshafslandanna hafa látið sjá sig. í bezta falli hafa ráðherramir og forsvarsmenn Atl- antshafsbandalagsins látið hafa eftir sér upplýsingar, sem allir vissu áður um, eða það sem sáralítið gildi hefur í sjálfu sér. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að svona mikiö umstang væri í kringum það, þó að 15 menn ætluðu að faittast og ræða málin tvo daga, sagði einn blaða maðurinn þegar hann hafði kynnzt undirbúningnum á vor- fundi utanríkisráðherranna og séð þegar þeir voru að tínast til landsins á laugardag og I gær ásamt fylgdarliöi sínu. Það var ekki sama umstang- ið í kringum alla utanríkisráð- herrana. Mest var um að vera þegar Rusk, Brandt og Manlio Brosio, framkvæmdastjóri Atl- antshafsbandalagsins komu á laugardaginn með sinni hverri flugvélinni og sömuleiðis þegar Stewart frá Bretlandi og Pipin- ellis frá Grikklandi komu sam- tímis með sinni hvorri flugvél- inni á Reykjavíkurflugvöll í gær. Manlio Brosio, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, við komuna á laugardag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.