Vísir


Vísir - 24.06.1968, Qupperneq 8

Vísir - 24.06.1968, Qupperneq 8
V í S IR . Mánudagur 24. júní 1968. 3 VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Simar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178, Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Kastljós á ísland Ráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Reykjavík í morgun. Hinn mikli fjöldi erlendra blaðamanna, sem hingað er kominn vegna fundarins, sýnir, að vel er fylgzt með þessum fundi um allan heim. Margt veldur því, að þessum fundi er veitt meiri eftirtekt en mörgum öðrum slíkum, sem haldn- ir hafa verið undanfarin ár. Um nokkurt skeið hefur ástandið við Miðjarðarhaf verið í ótryggara lagi. Berl- ínarmálið er aftur komið í sviðsljósið vegna aðgerða austur-þýzkra yfirvalda. Og loks er framtíð banda- lagsins sjálfs ofarlega á baugi, því að á næsta ári á- kvarða þátttökuríkin, hvort þau verða áfram með í bandalaginu. Enginn efi er á, að nærri öll, ef ekki öll, þátttöku- ríkin munu, kjósa að eiga áfram aðild að þessu banda- lagi. Þau munu að töluverðu leyti þakka NATO þann frið, sem nú hefur ríkt í Evrópu í meira en tvo ára- tugi. Mjög verulega hefur dregið úr kalda stríðinu á þessum tíma, en samt er enginn ástæða fyrir þessi ríki að hætta að halda vöku sinni. Fyrir nokkrum dögum voru greidd atkvæði um bandalagið í norska stórþinginu. Aðeins sex af 150 þingmönnum voru andvígir áframhaldandi aðild að NATO. Þessi atkvseðagreiðsla endurspeglar þjóðar- viljann í Noregi. Norðmenn hafa líka dapurlegri reynslu af varnarleysi en við íslendingar höfum. En hér á landi er einnig mikill minnihluti þjóðarinnar andvígur framhaldi aðildar að bandalaginu. Sam- kvæmt vandaðri skoðanakönnun, sem Vísir stóð fyr- ir um allt land, og á að endurspegla skoðanir þjóðar- innar í heild, eru aðeins 19% íslendinga andvígir því að taka áfram þátt í NATO. Andstæðingar NATO hafa fullan rétt á að ganga um vegi og halda fundi fyrir málstað sinn. En þeir eiga engan rétt á að reyna að taka ráðin af meiri- hluta þjóðarinnar, sem vill áfram aðild að NATO. Enda dettur fáum þeirra slíkt í hug. Það er aðeins fá- mennur hópur öfgamanna, sem vill efna til uppþota og skrílmennsku vegna fundar Atlantshafsbandalags- ins í Reykjavík. Á öllu landinu eru það örugglega ekki fleiri en fáir tugir manna. Hins vegar getur þessi fámenni hópur orðið ís- lenzku þjóðinni til mikillar skammar, ef hann veitir hvötum sínum útrás, meðan kastljósið er á íslandi vegna NATO-ráðstefnunnar. Hinir erlendu blaða- menn munu vafalaust nota dvöl sína hér að nokkru leyti til að kynnast landi og þjóð. Hætt er við, að hið jákvæða falli í skuggann, ef öfgamennirnir vilja vekja á sér atbygli. Þá mundi berast út um heim í máli og myndum alröng hugmynd um íslenzka lýðræðis- siði. íslendingar eru stoltir að því að vera ein elzta þingræðisþjóð heims og mun þykja sárt, ef æsinga- mönnum tekst að koma vanmenningarorði á þjóðina. ’ - ■IWT'KV I WMMWl'QgBH—ЗHHM———————WflJl aW——C———M——gfWMWWB— ( Ungir uppreisnarmenn undir svörtum fána stjórnleysingja. Frönsku kosningarnar: Kjósa menn Gaull- istana til að binda endi á uppreisnar- ástandið í „Franskir menn og konur, landar mínir! Ég segi landar mínir, því að í dag er það Frakkland, föðurland okkar, sem um er að ræða.“ Með þessum áhrifamiklu orðum hóf Georges Pompidou, forsætis ráðherra, kosningabaráttuna i franska sjónvarpinu á dögunum — franska sjónvarpinu, sem um þessar mundir takmarkast viö fréttalestur, gamlar fréttamynd- ir og kosningaræður, vegna þess aö mikill fjöldi sjónvarps- og útvarpsstarfsmanna er í verk falli ennþá. f Frakklandi, þar sem kosn- ingabaráttan fer fram, er þaö löigreglulið, sem setur svip á lífið á götum úti. Lögreglumenn eru sýknt og þeilagt á ferðinni á svörtum bifreiðum og ökutækj um, hvort sem það er gert til að halda uppi ró og friði, eöa þá til að láta líta svo út sem bylt- ing kommúnista ógni landinu. Jafnvel æföur stjórnmálaskör ungur eins og Pompidou átti erfitt með að llta út eins og hann tryði sjálfur oröum sfnum, þegar hann hóf kosningabarátt- una um daginn. „Hysterían" og landinur óraunveruleikinn er einkennandi fyrir þessa kosningabaráttu, þar sem stefnuskrárnar saman- standa af slagoröum. Sumir segja jafnvel, aö þessi kosninga- barátta sé eins og „kalt borgara- stríð". „Að vernda lýðveldið" — það er slagorð Gaullistanna, en varla mundi það vera of mikið sagt að eina raunverulega tak- mark þeirra sé „að vernda völd sín“. Það kátbroslega við kosninga- baráttuna er, að þeir, sem sýnt hafa hvað mesta stillingu í kosn- ingabaráttunni eru vinstri flokk- amir. Meira að segja kommún- istaflokkurinn hefur mælt meö því að viöhalda ’lýðveldinu. Hann hefur ekki komiö frám sem byltingarflokkur, heldur fordæmir hann flokka, sem eru lengra til vinstri, eins og helztu öfgaöflin meöal stúdenta og ungra verkamanna. Leiðtogi kommúnista Waldeck Rochet sagði I fyrstu lotu kosn- ingabaráttunnar, aö þaö liti út fyrir, að Gaullistarnir væru að reyna að fá einkaleyfi á Tricol- ore-þjóðfánanum, sem þeir nota í kosningaáróðrinum. „En franski fáninn hefur aldrei ver- ið séreign neins stjórnmála- flokks," sagöi hann. Bæði óháðir lýðveldissinnar og miðflokkasambandið eru á bandi de Gaulles i hinu mikla uppgjöri, hversu svo sem þeir fara gagnrýnandi orðum um bhw— "■'nsai hann. Ef vinstri flokkarnir vinna ekki þeim mun stærri sigur í kosningunum bendir allt til þess, að næsta stjóm í Frakk- landi verði svipuð hinni fyrri og Gaullistar áhrifamestir. Stjórnarsamsteypan, áður en þing var leyst upp, hafði aðeins með naumindum nægilegan þing mannafjölda eða 244, þar af voru Gaulistar 200, óháðir lýð- veldissinnar (íhaldsmenn) 44. í stjómarandstöðu voru 73 þing- menn kommúnista, 117 þing- menn vinnstrasambandsins (sós- íaldemókratar, radikalsósíalistar o. fl.) 4 þingmenn vinstrasósíal istaflokksins, PSU. Miðflokkamir höfðu 41 þing- mann og 8 þingmenn voru ut- an flokka. Kosningalögin í Frakklandi hafa þau áhrif, að Gaullistar fá fleiri þingmenn, en atkvæða- magn gefur beinlfnis til kynna og kommúnistar og vinstrasam- bandið aftur á móti færri. Þetta stafar af þvi, að ekki er stuözt við hlutfallskosning- ar, heldur fær öflugasti flokk- urinn þegar mikinn fjölda þing- manna kjörinn, en atkvæði til smærri flokkanna fara til spill- is. Ekki er útilokað að Gaullistar fái líka yfirgnæfandi atkvæða- Stúdent með húfu af þeirri gerð, sem hefur um Iangan aldur verið tákn franskra uppreisnarmanna. magn, þannig að sanngjörn úr- slit fáist, þótt ekki séu hlutfalls- kosningar. Einnig kynni aö vera rökrétt, að vinstri flokkamir ynnu mikið á, vegna þess að nú hafa þeir veriö í minnihluta í tiu ár, og ástandið í Frakk- landi, er sanps>rlega ekki eins og bezt væri á kosið og i>er ekki vott um hnökralausa stjórn. Endanleg spá er samt sú, að Gaullistar beri sigur úr býtum Þeir geta notað sér það, að al- menningur er oðinn þreyttur á verkföJlum og óeirðum. Hinn al- menni borgari kýs helzt að lífið gangi sinn vanagang.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.