Vísir - 24.06.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 24.06.1968, Blaðsíða 12
12 VISIR . Mánudagur 24. juni ívtss. ANNE LORRAINE Nú heyrðist gjallandi hringing frá símanum og hún fleygði kjóln- um frá sér eins og hún skammaðist sín ,og hljóp til og svaraöi. Eftir dálitla stund hengdi hún kjólinn inn í klœðaskápinn og fór í hvíta sloppinn. Og svo fór hún niður í skurðlækningadeildina til vinnu sinnar. KONU BREGÐUR FYRIR. Dagur leið eftir dag, og einn daginn síðdegis hitti Mary frú Man- son í mötuneytinu. Hún hafði ekki séð hana síöan daginn sem þær rifust sem mest. Frú Manson heils- aði henni glaðlega og bað hana um að sitja hjá sér. Þær töluðu nokkra stund um bókasafnið og sjúklingana — svo beygði Mary sig fram á borðið og brosti, hálf kindarlega. — Get- urðu vísað mér á góða hárgreiðslu stofu niðri í bænum spurði hún. FnS Manson glápti á hana. — Ætlar þú á hárgreiðslustofu? Mary hló feimnislega. — Já, mér datt það i hug, sagði hun dræmt. — Finnst þér það skrýtið? Ég hef keypt mér fallegan kjól, og datt i hug aö láta leggja á mér hárið. Frú Manson reyndi að láta ekki á því bera hve hissa hún var. — Það finnst mér ágæt hugmynd, sagði hún áköf. — Segðu mér frá kjólnum þínum! Hvers konar kjóll er það? Ætlarðu að nota hann viö eitthvert sérstakt tækifæri? — Já, á hátíðina, sagði Mary. — Kannski sjáumst við þar? Frú Manson hristi höfuðið for- viöa. — Jæja, öld kraftaverkanna er ekki liðin, sagði hún loksins. Þetta gleður mig innilega, Mary. Hvernig stóö á þvl að þér snerist hugur? Ég meina — þú hefur aldrei verið á hátíðunum okkar, eða er það? Ég er viss um að þú skemmtir þér! Hvernig er litur- inn á kjólnum þínum — og hvar keyptirðu hann? Ef ég hefði vitað að þú varst að hugsa um að kaupa kjól, mundi ég hafa komið með þér og hjálpaö þér til að velja hann. Þær eru svo margar þessar afgreiðslustúlkur, sem pranga öll- um fjáranum upp á fólk, sérstak- lega ef þær finna aö maður er ekki... Hún þagnaði vandræðaleg því að hún fann að hún haföi hlaupið á sig, en Mary brosti bara. — .... sérstaklega ef. þasr finna að maður er ekki samkvæmum van- ur, sagði hún góðlátlega. — Það lá líka viö að svo færi fyrir mér, en svo gerðist dálítiö skrýtið. Ég fann allt í einu hvers konar kjóll færi mér vel. Það kann að þykja Mffl®m&f-r S;¥MB tisf rökum aö okkur bvers konai múrbro' og sprengivinnu 1 húsgrunnum og raes um. Leigjum út loftpressur og vfbrs sleða Vélaleiga Steindórs Sighvats sonai ÁJfabrekku við Suðurlands braut. slmt 10435 j fáránlegt, en ég er hárviss um | að þér lízt vel á kjólinn sem ég , keypti. Og hvað hátíðina snertir þá er ég ekki neitt sólgin I þess háttar samkomur, en nú fannst mér kominn tími til að ég láti sjá mig, — ef þú skilur hvað ég meina. ! Frú Manson hleypti brúnum en sagði ekki neitt. Mary saup á te- inu. — Hefuröu heyrt um nýja lækn- inn, sem kemur hingað i dag? spurði Mary loksins til þess aö rjúfa þögnina. — Það er líklega ekki á almanna vitorði ennþá, en þú veizt hvernig fiskisagan flýgur hérna í stofnuninni. — Nýr læknir, já! Það eru marg- ir dagar síðan ég frétti um hann. Ein þvottakonan var að tala um hann og ein deildarsystirin minnt- ist á hann, og maöurinn sem ber blöðin hingað sagöi, aö Simon Carey læknir heföi beðið um að fá morgunblöðin inn til sin klukk- an átta stundvíslega á morgnana. Mary hló. — Ég hefði átt að vita þaö, sagði hún. — Yfirhjúkr- unarkonan sagði að það ætti að halda því leyndu, en þaö er ó- hugsandi. Og úr því að þú veizt allt um þennan mann, ættir þú eiginlega aö segja mér betur frá honum. Ég veit auðvitaö hvað hann heitir. Og ég las nýlega grein eftir hann I læknatímariti, og hún var sérlega fróðleg. Hann viröist allur í sérgreininni sinni, viðvíkj- andi ýmsum veilum á sálarlífinu. Hann sagði í greininni frá at- hugunum, sem hann hafði gert ný- lega. Ég hef áhuga á þessu líka, eins og þú veizt. Þetta er nýtt rannsóknarefni og getur orðið stór- merkilegt, svo að mig langar til að setja mig sem bezt inn í það. Frú Manson hristi höfuöið og kveikti sér í vindlingi. — Nú ertu j komin að þessu heygarðshorninu I aftuir, sagði hún. — Mér datt -'sem' j snöggvast í hug,, aö nú hefðí ég fundiö þá réttu Mary — unga stúlku, sem hefði keypt ,sér nýj- an kjól og ætlaði að láta laga á sér háriö — en ég hefði átt aö vita, aö læknirinn var ekki langt undan! En áður en þú ferð lengra út í þessa sálma, ætla ég aö minna þig á, að þú ert aö tala við manneskju sem ekki hefur hundsvit á sálargrúski, og aö ég hef engan áhuga á því heldur. Þú verður að finna fróðan lækni, sem þú getur talað um þess konar GÍSLI JÓNSSON Akurgeröi 31 Slml 35199 Fjölhæf iarövinnsluvél, annast lóðastandsetningar, gret bús- grunna. holræsi o. fl. mál við. Ég skal gjarnan gefa þér heilræöi viðvíkjandi kjólum og hár greiðslu, en ég vil helzt ekki þurfa að tala um flókin læknamálefni. Biddu þangað til þessi Simon Car- ey kemur, þá getur þú talað viö hann þangað til þú ert orðin blá í framan, ef hann nennir þá að hlusta á þig. Nú hvarf Mary móðurinn og hún varð dauf í dálkinn aftur. Frú Manson klappaði henni á handar- bakiö. — Æ, nú hef ég gert þig angur- væra aftur, sagði hún. — Fyrir- gefðu mér, góða min. Mér þótti svo gaman að sjá snöggvast stúlk- unni bregða fyrir í þér — til tilbreytingar frá lækninum. — Já, ég skil það, sagði Mary þurrlega. — Þér leiðist ég þegar ég er aðeins læknir, er þaö ekki. Það gerir öllum. Nei, ég er ekki reið viö þig. Þú hugsar bara eins og allir hinir, að ég sé leiðinleg þegar ég tala um áhugamál mín. Ég get ekki vanizt því, aö þó að flestar konur þyki hundleiöinleg- ar þegar þær eru aö gorta af börnunum sínum, þurfi ég að þykja leiðinleg þegar ég tala um starfið mitt. En ég skil aö það kunni að vera þungmeltanlegt efni fyrir kunningja mína. Hún gretti sig. — Þaö er kannski þess vegna, sem ég á svo fáa kunningja. — Hvaða vitleysa, sagði frú Man son, sem fann að hún haföi ver- ið ónærgætin. Þú veizt hvernig ég er Mary. Láttu mig taka hjóla- borð fullt af bókum, og þá get ég orðið svo þreytandi, að jafnvel þolinmóðustu sjúklingar flýja upp úr rúminu til þess að komast und- an mér! Ég þekki bækur, en að ööru leyti er ég kjáni'. Nei, nú verðurðu vist aö fara. Hefurðu tek- ið eftir að Merritt í Charles-deild inni er orðinn miklu betri? — Já, það hef ég, byrjaði Mary áköf, en, þagnaði svo og brosti. — Nei, ég vil ekki-tala um hann, sa^gði hjin, einbeitt. — Farðu nú í bókasafniö þitt, og svo skal ég tala við sjálfa mig um Merritt. Mary sá að frú Manson styggö- ist við ertnistóninn I röddinni og hélt áfram alvarlegri: Nei, sannast að segja sé ég vel að Merritt hefur batnað, og að batinn er aö nokkru leyti þér að þakka, hvort sem þú vilt meðganga þaö eða ekki. Ég leit á nokkrar af bókunum, sem þú hefur látiö hann fá, og sann- ast að segja dáist ég að hve glögg þú ert. Það er auðséð að BIFREIÐAEIGENDUR ATHUGIÐ! Bónstöð, bifreiðaþjónusto LAUGAVEGI118 (ekið inn frá Rauðarárstíg). Veitir yður aðstöðu til að þvo og bóna bif- reið yðar, einnig tökum við að okkur þvott, hreinsun á sætum, toppum, hurðarspjöldum (leðurlíki). Bónum 'og: ryksugum. SlMI 21145. NOW, 1 CA-U4A/." 5 A PIECE OF 0>; JANE'S 5KIKT! "^5 hann hressist af áhuganum, sem þú sýnir, og ráðleggingunum þín- um — og svo auðvitað bókunum sjálfum. Hann er sjúklingur sem mig langar til að tala um við Carey lækni. Ég er sannfærö um að þetta bága ástand stafar af gsðsýki en ekki líkamlegum kvill- um. Og ég hugsa að Carey lækirr verði mér sammála um það. — Þá skaltu tala við hann um' Merritt, sagði frú Manson, sem vildi reyna að bæta fyrir það, sem hún hafði talað af sér áður. Modelmyndir — Elcta Ijósmyndir ,•,..'¦. ' '¦¦ f1-. ¦ Fallegar ög smekklegar úrvals modelmyndir, .teknar sérstab- íega íyrir MODKI.MYNDIR. Manaðarmodel Úrvals modelmyndir Modelmynðir 111 Modelmynðir 12* Originál Allar handunnar af sérfræSingiun Sýnishorn .o. fl. Kr. 25,oo. MODELMXNDIE. JP.O.Box 1«, HafnarfjörSur. Tréð, Það hjálpar mér til 'að komast undan sjávarskrímslinu, ef ég aðeins... Þar hef ég það! Nú get ég - hluti af pilsi Jane! RóðiS hiianum sjálf me5 .«•• ^> Með BRAUKMANN hitastiili 6 hverjum ofni getið þér sjálf ókveS- ið hitastig hvers herbergis — BRAUKMANN sjólfvirkan hitastilli ir hægt að setja beint á ofninn eða hvar sem er á vegg i 2ja m. tjarlægð frá ofni Sparið hitakostnað og aukið vcl- líðan yðar BRAUKMANN er sérstaklega hent- ugur á hitaveitusvæði SIGHVATUREINARSSON&CO SÍMI24133 SKIPHOLT 15 FELAGSIIF RnattSDvrni'delld Víkings Æfingatana frá 20. mai tfl 30 ssr>t 1968: 1 ft. ->g meistaraflokkun Mánud op þriðjud. kl. 7,30—^9 miðvikud oe fimmtud. 9—10.15 2. .lokkun Mánud op Viðiud. 9—10,15. Miðvikud op fimmtud. 7.30—9 3. flokkur: Mánud 3,—10.15. þriðiud. 7,30- 9 og fimmtud 9 — 10,15 4 nokkun Mánud og ->riðiud 7—8 Mið vikud. op fimmtud 8—9. 5 Fiokkur A. og B.: Mánuri op þriSjud f3—7. Miö vikud op fimmtud 6.15—7.15 5. flokkur C og D.: Þriðiud op fir-Titud 5,30—6.30 Stjórnin ¦ •-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.