Vísir - 25.06.1968, Page 1

Vísir - 25.06.1968, Page 1
VISIR 58. árg. - Þri8f«3agwr 25. fúnf ,1968. - 137. tbl. Flugeldarnir gætu sprungið — á 200. skipa„rakettur" teknar úr umferð I Skipaskoðun ríkisins hefur látið afturkaiia á annað hundr- að flugelda. sem seldir hafa ver- ið í skip og báta frá því á ára- mótum . þar sem komið hafa í ljós nokkur gölluð stykki úr þessari sendingu frá verksmiðj- unum. Sagði Hjálmar Bárðarson, skipa- skoöunarstjóri, er Vísir spurði hann eftir þessu í morgun, að þetta væri gert til öryggis. Aöeins hefðu fundizt fáein gölluð stykki, en á- kveðið hefði verið að kalla inn alla sendinguna og létu verksmiðj- urnar í té nýja flugelda í staðinn. Sagði Hjálmar að hætta gæti ver- ið á að gölluðu flugeldamir virkuöu ekki heldur spryngju enda þótt það væri ekki víst yrði að gæta fyllstu varúðar í þessum efnum. Búið er að ná um helming þess- ara flugelda inn en auglýst hefur verið opinberlega eftir afganginum. NA TO-löndin munu bjóða Varsjárbania- laginu skipulagða afvopnun Evrópu Einnig búizt v/ð harðorðri yfirlýsingu vegna Berlinarmálsins i sameiginlegri yfirlýsingu, eftir lok ráðherrafundarins i dag ■ Viðræður utanríkis- um, en ráðherrarnir og ráðherra Atlantshafs- bandalagslandanna hóf- ust um kl. 11 í gær og stóðu fram undir kl. hálf átta í gærkvöldi með hlé aðrir fundarmenn gerðu hlé á fundinum um há- degið í gær til að snæða hádegisverð hjá forseta íslands, herra Ásgeiri \ Ásgeirssyni. Viðræðurn- ar hafa að mestu snúizt um almenn málefni og horfur í alþjóðamálum, en þó hafa tvö mál verið ofarlega á baugi og gætu gert fund þennan sögu- legan. Búizt er við því, að ráðherr- arnir samþykki f sameiginlegri yfirlýsingu í fundarlok í dag, aö lýsa yfir vilja sínum til að draga úr vígbúnaði í Evrópu ef sam- bærilegar aðgerðir kæmu til af hálfu Varsjárbandalagsins. — Mörgum ráðherrunum mun finn ast að sérstakrar stífni hafi gætt í viöhorfum Sovétstjómarinnar 10. síða. Upplausn í aðildarlöndunum sízt hættuminni en utanaðkomandi árás sagði Emil Jónsson, utanrikisráðherra, um uppbot æskufólks 9 Ég tel ótrúlegt að nokkurt að- ildarlanda Atlantshafsbandalagsins muni segja sig úr því eftir 1969, sagði Emil Jónsson, utanríkisráð- herra, á lokuðum fundi utanríkis- ráðherranna i hátiðarsal Háskólans í gær. — Báðir stjómarflokkarnir á íslandi hafa lýst sig fyigjandi áframhaldandi þátttöku í NATO. Þá hefur form. stærsta stjórnarand stöðuflokksins (Framsóknarflokks- ins) iýst sig fylgjandi áframhald- andi þátttöku. Það er auðvitaö hlutverk alþing- ís íslands aö taka ákvörðun um betta, sagði Emil, en þessir þrír flokkar hafa 50 af 60 þingmönnum. Emil ræddi nokkuð um innan- ríkiserfiðleika sumra aðildarland- anna t.d. um upplausn og óeirðir, sem æskufólk hefði staðið mikið að. Þessi innanaðkomandi upplausn er sízt hættuminni en utanaðkom- andi árás sagði hann. Það er alvarlegt vandamál, hve mikil lfjöldi ungra manna er á móti Atlantshafsbandalaginu, sér- staklega í þróuöum iðnaðarlöndum, en þetta mun vera að miklu leyti vegna þess að þeir gera sér ekki grein fyrir mikilvægi og forsendu bandalagsins, sagði Emil og lagði til að meira væri gert til að upp- lýsa almenning um mikilvægi sam- takanna. Stewart, utanríkisráðherra Bret- lands, var á sömu skoðun. Hann taldi það mjög eðlilegt að ungur maður, sem ekki þekkti for sögu bandalagsins og gerði sér ekki grein fyrir því upp úr hvaöa jarð- vegi það væri sprottið, setti sig á móti því. Annað væri nær því óeðlilegt. Þetta unga fólk ætti að muna, sagði Stewart, að NATO var stofnað til þess að menn hefðu leyfi til að láta skoðanir sínar í Ijós og einmitt það gerði því kleift að vera með mótmælaaðgerðir gegn því. Fataðist stjórnin og velti splunkunýjum bil Bílvelta varð á Reýkjanes- brautinni um 300 m sunnan viö vegatollskýlið kl. 10.20 í gær- morgun. ökumanninum fatað- ist stjómin á ökutæki sínu, þeg- ar hann var á leið ti! Keflavíkur til starfa sinna. Hafði hann eitt andartak slakað á árvekninni við stýrið og ekið utarlega í hægri kantinum, en þegar hann áttaði sig á þvi, hve utarlega hann var kominn, greip hann fát og hann sveigði bílnum snöggt til vinstri. Fór þá bíllinn hvert "fir veginn og út af hon- um vinstra megin. Þar valt bíllinn heila veltu og kom niður aftur á hjólunum. Ökumaðurinn fékk ekki svo mikið sem elna skrámu, en bíllinn, sem var að- eins 3ja vikna gamall, Cortina, stórskemmdist. Tveir mótmælamanna leiddir til sakadóms í gær. 30 handteknir utan við Háskólann: Mótmælendur rufu ■í fyrirheit sfn ségir lögreglan — Vissum ekki um samninga lógreglu og forsvarsmanna, segja mótmælendur Allmiklar mótmælaaögerðir voru hafðar í frammi framan við MIKIL SILD A ST0RU SVÆÐI — segir Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur — Sjómenn og útgerðarmenn þrátta um fiskverðið og kjörin Ennþá er allt í óvissu um síldveiðamar í sumar. Sátarnir liggja í höfn og T'ldarverðið hefur ekki ver ið ákveðið. Samningaum- leitanir við sjómenn á síld- flotanum, sem staðið hafa undanfarna daga hafa ekki lr'tt til niðurstöðu og er helzt deilt um auknar örorkubætur, sumarfrí og fatapeninga. — Landssam- band útgerðarmanha held- ur fund um málið að Sögu á morgun. Þær fréttir berast hins vegar norðan og austan ú, hafi að síld sé þar mikil á stóru svæði. Sagði Hjálmar Vilhjálmsson, þeg- ar blaöið náði sambandi við hann í gær að nær samfelld síldarbreiöa væri á 3600 fermílna svæöi um 700 — 800 mílur norður og austur af Austfjörðum. Rússnesk skip hafa fengið góðan afla litlu noröar og austar. Eitt norskt skip, sagði Hjálmar að hefði einnig| verið á þessum slóðum og fengiö góðan afla í fyrradag, en fleiri Norðmenn munu nú vera á leið á þessi miö. Mikil hreyfing er á síldinni á þessum slóöum. en Hjálmar taldi aö ekkert benti til þess að sú hreyfing væri vestur á bóginn, heldur virtist síldin vera á hring- sóli) fram og aftur um svæðiö í átuleit. Átan sem þarna væri væri orðin gömul og nýir átustofnar virtust lítið bæra á sér. Sagði Hjálmar því að búast mætti við verulegri hreyfingu á síldinni, þeg- ar hún færi aö leita eftir nýrri átu. — Of snemmt er hins vegar að spá nokkru um göngu síldarinnar upp að landinu ennþá. Háskólann í gær, er ráðherra- fundur Atlanzhafsbandalagsins var settur þar. Voru um 30 manns handteknir, og fluttir til fangageymslunnar, og var slepnt eftir miðnætti s.I. nótt þeim síð- ustu. Lögreglunni og mótmælend- um ber ekki alls kostar saman um aðdraganda og orsakir ólát- anna, og ræddi VÍSIR við b. ðs aðila í morgun, Bjarka Élíasson. yfirlögregluþjón, og Jón Júlíus- son leikara, en hann var einn beirra, sem handteknir voru. Vísir hafði í morgun samband við Bjarka Elíassori, yfirlögreglu- þjón, og sagðist honum svo frá at- burðinum við Háskólann: Þeir voru með sín spjöld og höföu frammi síi. mótmæli á torg- inu framan við Háskólabíó, er setn ingarathöfn fundarins hófst. Var það samkvæmt þeirra eigin ósk og 10. slöa.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.