Vísir - 25.06.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 25.06.1968, Blaðsíða 7
V l'S IR - ftriðjudagur 25. júní 1968, 7 :ior??on útlönd í'morguii-.'-; 1 útlönd í morgun lítlönd í morgun útlönd GAULUSTAR JUKU FYLGISITT UM 5.92% / FYRRIHLUTA KOSNINGANNA — Hínir flokkarnir reyna nú að sameinast um rrambjódendur □ FransMr stjómmála- leiStogar hófu í gær aftur undirbúning fyrir aðra lotu kosningabaráttunnar, en til Þjóðþingsins mun fara fram næsta sunnudag. □ Gaullistar fögnuðu stórsigri í kosningunum á síðari hluti kosninganna sunnudag, og allt bendir til þess, að þeir hljóti ekki minna en fimmtíu atkvæða hreinan meirihluta í full- trúadeildinni. í fyrstu um- ferð tryggðu þeir sér 148 af þeim 162 þingsætum, sem var úthlutað. Nú standa yfir miklar samninga- umleitanir í mörgum kjördæmum, þar sem stjórnarandstöðuflokkam- ir munu reyna að sameinast um frambjóðendur, sem eiga einhverja sigurmöguleika í síðari umferðinni. Gert er ráð fyrir, að GaullistUm takist á sunnudag að krækja í 150 þingsæti til viðbótar og ef til vill miklu fleiri, og þar með munu þeir hafa hreinan meirihluta á þingi. Áður höfðu þeir og bandamenn þeirra 241 þingmann af 487 og voru þar með háðir miðflokkun- ............ De Gaulle og Mendes-France hittust í Grenoble skömmu fyrir kosningar. Nú blæs óbyrlega fyrir Mendes-France. Ralph Abernathy handtekinn fyrir mótmælaaðgerðir í Washington ,Ganga hinna snauðu" leyst upp Leiðtogi bandarískra blökku- manna, Ralph Abernathy, var handtekinn í Washington í gær, þegarhann og um 300 áhang- endur hans neituðu að verða við slcipun yfirvaldanna um að ‘leysa upp hina svokölluðu „göngu hinna snauðu“. Abernathy var handtekiiin, þeg ar hann ásamt mörgum af mönn um sínum hafði komið 'til þing- hússins á Capitol-hæð til að mótmæla. Lögregla og þjóðvarðliðar stóðu að handtökunum, og reyndu þeir aö halda uppi friði í Washington í gær, en þar kom til nokkurra átaka. Varðliðarnir voru búnir stálhjálmum og tára gassprengjum. Þeir gerðu árás á tjaldbuðirn- ar þar sem þátttakendur í göng- unni hafa haldið til að undan- fömu. Það tók lögregluna um hálfa klukkustund að ryðja tjald búðimar. Minniháttar eldsvoðar urðu í Washington i gær vegna óeirðanna. Samtals 1600 fótgönguliðar biðu utan við borgina reiðubúnir til að láta til skarar skríða, ef á þýrfti að halda. Til þess kom þó ekki. Þrátt fyrir smábruna og minniháttar erjur á götum úti var tiltölulega rólegt i Washing ton i gær. Lögreglan skýrði frá þvi, að einn maöur hefði særzt. Hann hafði brotizt inn í vín- búð, og særðist þegar lögreglan skaut á hann. - Samtals voru um 40 manns handteknir. Eftir að lögreglan hafði lokið aögerðum sínum í gær, tilkynntu þeir af forsprökk- um göngunnar, sem ennþá léku lausum hala að þeir mundu halda áfram baráttunni fyrir þjóöfélagsumbótum til handa hinum snauðu. Sovézkir þinga til að ræða alþjóðaástandi ð betri heilbrigðisþjónustu og betri lífsskilyrðum fyrir fjölskyldur. Sovézka þjóðþingið kom saman fyrir hádegi í dag i Krenil til þess að ræða ástand og horfur í alþjóða-1 Samkundan mun einnig ræða hin stjórnmálum, og einnig sovézk inn-! ar ýmsu tilskipanir, sem æöstu anríkismál. Þar er fyrst og fremst j menn landsins hafa gefiö út síöan um að ræöa, hvernig komið verði á | á síðasta fundi í októbermánuði síð- | astliðnum. Árdsir d stöðvar kammúnista um- hverfis Saigon •’. ■ * > i Tilkynnt var í Saigon í morgun, að bandarískar sprengjufiugvélar af gerðinni B-52, bandarískir fót- gönguliöar, og þungvopnaðar þyrl- ur hefðu •gert nýjar árásir á bæki- stöövar Víetcong skæruliöa urn- hverfis Saigon og fellt alls 61 her- mann kommúnista. Þessar árásir Bandaríkjamanna voru gerðar samtímis því, sem menn óttuðust um að kommúnistar mundu auka sókn sina á Saigon. Hinar stóru átta hreyfla sprengju- fiugvélar iétu sprengjum sínum rigna yfir herstöðvar I um 70 km fjarlægð frá höfuðborginni eftir aö minni flugvélar og þyrilvængjuri höföu fyrst gert árásir á svæöið. Fjórir bandarískir hermenn féllu og 16 særðust. Bandarískar flugvéiar gerðu einn ig árásir á Víetcongstöðvar 20 km norðvestur af Saigon, eftir aö njósnaflugvéiar höfðu tilkynnt um herlið kommúnista á svæðinu. Síð ar var álitiö að 20 Víetcong-menn hefðu fallið þar. um í öllum atkvæðagreiðslum um meíriháttar mál. Nú verða þeir ekki neinum háðir ef svo heldur áfram sem horfir í kosningunum á sunnu- dag. Þrátt fyrir, að Gaullistar séu sig- urvissir, eftir kosningarnar, sagöi Pompidou forsætisráðherra í gær, að menn yrðu aö hafa aðgæzlu, því aö of mikil bjartsýni eins og málin standa nú gæti reynzt hættu- leg. Við kosningarnar í fyrra fengu Gaullistar einnig mikið atkvæða- magn I fyrri umferð, en síðari um- ferð var þeim óhagstæð. Bæði vinstriflokkasambandið og kommún istar töpuöu verulega fylgi, en Gaullistar unnu 5.92% miðað við kosningarnar í marz í fyrra. Komm únistar töpuðu 2.48%, vinstri- flokkasambandið tapaði 2.46% og miðflokkurinn 2.30%, en P.S.U. og aðrir svipaðir flokkar unnu á um 1.73%. Gaullistar fengu 43.65% atkvæða en að viöbættu fylgi flokks Gisc- ards og annarra hófsamra hægri- flokka, má telja fylgi þeirra úm 48%. WASHINGTON. Séra . Ralph Ab- ernathy, sem er arftaki dr. Mart- ins Luther Kings sem leiðtogi blöikkumanna, og stjórnar barátt- unni fyrir réttindum þeirra, var handtekinn í gær, þegar hann var í hópi fátækra hörundsdökkra negra, sem voru í mótmælaaðgerð- um fyrir utan byggingu fulltrúa- deildarinnar til þess að reyna að vinna að bættum kjörum. BERN. Að minnsta kosti 5 manns létu lífið og 50 slösuöust, þegar tvær lestir rákust á milli St. Leon- ard og Granges x Sviss á mánudag Lögreglan sagði, að ekki væri hægt að vita nákvæmlega tölu hinna slös- uöu, þar sem þeir voru sendir á„ mörg sjúkrahús. Meö annarri lest- inni voru 300 meðlimir á landbún- aðarþingi. en hin lestin var flutn- ingalest. RÓM. Giovanni Leone, fyrrum for- sætisráðherra Ítalíu, tjáði Saragat forseta á mánudag, að hann hefði myndað bráðabirgðastjórn með kristilega- og demokrataflokknum Stjóm þessi mun starfa þar til ' október. Sósíalistaflokkurinn held- ur í október ársþing og veröur á því þingi tekin afstaða um það hvort flokkurinn tekur þátt f þessari' stjórn, sem meö því fengi meiri hluta á þingi. REIKNINGAR * LATIÐ OKKUR INNHEIMTA... Það sparar yður tima og óþægindi INNHEIMT USKRÍFSTOF AN Tjarnargötu 10 — 111 hæð —Vonarstrætismegin — Sími 13175 (3linur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.