Vísir - 25.06.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 25.06.1968, Blaðsíða 9
V í SIR . Þriðjudagur 25. júní 1968. Vetrarkuldar um Jónsmessu □ Seinasti vetur hefur kennt okkur íslendingum að „landsins forni fjandi“ tilheyrir ekki einungis þjóðsögunum. Hann bíður ávallt við húsdyrnar og á það til, þegar minnst varir að gera óþyrmilega vart við sig. □ Mörlandinn hefur lifað einn ísaveturinn enn, einn hinn harðasta á þessari öld. En hann er betur undir harðindin búinn. Fyrningar góðæranna firra hann sulti. JÖRÐ er alhvít á Jónsmessu víöa norðvestan lands. Hún heilsaði með slydduéli í dölum og hríð- arbyljum á Ströndum. Væntan- lega hafa fáir orðið til þess að brjóta ísskurn á fjallavötnum til þess að baða sig og hljóta upp- fyllingu óska sinna samkvæmt þjóðtrúnni þessa köldu Jóns- messunótt. Næturfrost er til dala nyrðra og hiti við frostmark í miðsveit- um. Og ísinn lónar aftur inn firðina. Norður á Akureyri hrekj ast ferðalangar úr tjöldum sín- um vegna snjókomu. Og mið- nætursólin slær rauðum bjarma á íshrannirnar út með Eyjafirð- inum og fyrir Siglunes. Jöhann vitavöröur Pétursson á Hombjargsvita sendir þær fréttir að vestan, aö sigling sé naum vegna ísa fyrir ÓðinsboSa. ísspangir lóna þar upp í fjöru og annað útsýni er ekki til norö- urs vegna snjósorta. Þannig eru fréttirnar að norð- an um lengstan daginn. Og þó að stakan dag hafi gefið til sól- baða hér syöra, andar þó ennþá köldu öðru hverju. — Við döns- um á götum úti annan daginn. Hinn daginn skekur vindurinn sig um strætin. Við vefjum að okkur feldi og strjúkum sultar- dropa af nefi. Þessi ísavetur hefur þegar kostað okkur ótaldar milljónir króna — Dýrir og umfangsmikl- ir fóöurflutningar hafa átt sér stað til þeirra héraða sem verst urðu úti vegna hagleysis í vetur og ónógra heyja. Miklar tafir hafa orðið á skipaleiðum og skemmdir á skipum. — Fjöldi fiskiskipa lá um langan tíma bundinn við bryggjur nyröra og eystra vegna íslaga í vetur og vor, gífurlegt tjón hefur orðið á veiðarfærum og skemmdir á haf narmann virk j um. J30 eru ekki öll kurl komin til grafar. Enginn veit ennþá með vissu hvernig lambfé reiðir af. I stuttu spjalli, sem Vísir átti í gær við Gísla Kristjáns son ritstjóra Búnaðarfélagsrits- ins Freys, sagði hann að burður hefði gengið vel um land allt, að því er bezt væri vitað. Menn vonuöu að þetta hret, sem nú gengi 'yfir væri ekki það lang vinnt að lambhöld yrðu verri af. En sauöburðurinn hefur ekki veriö fyrirhafnarlaus. Bændur urðu að hýsa fé sitt fram yfir sauöburöinn og flestir urðu að setja sig í framkróka till þess að afla nægjanlegs fóðurs. Hins vegar sagði GIsli að enn væri of snemmt að spá nokkru um grassprettu í sumar. Vitað er að kalskemmdir eru mikl- ar í túnum víðast um land og er nú unnið að því að kanna þær. Sláttur er þó hafinn á einum bæ að minnsta kosti hér sunnan lands að Skálatúni I Mosfells- sveit. Þar voru slegnir nokkrir hektarar I fyrradag. Þar eru tún í góðri sprettu, eins og vlðar um Suðurland, þar sem ekki hefur verið beitt á þau í vor. En víö- ast má þó búast viö að sláttur veriðseinni en I meðalároi Tsinn hefur ekki einungis áhrif á gróður og lif á landi, held ur einnig og kannski öllu frem ur á lífið I sjónum, — Til þessa hafa ekki veriö gerðar viöhlít- andi athuganir varðandi afleiöing ar þær, sem slíkir ísavetur geta haft á sjávarlff hér á noröur- slóðum. Siávarkuldinn getur að sjálfsögðu haft afdrifaríkar af- leiðingar á fiskigöngur, eins og við þekkjum bezt afsíldinni.Und angengin ár hefur verið óvenju- legur sjávarkuldi fyrir Noröur- landi, svo að síldin hættir sér ekki inn á það svæði. Hún held- ur sig lengra fyrir austan og norðan landið, þar sem hlýir straumar halda sjónum mátu- lega volgum fyrir hana, langt norður I íshafið. Sjór hefur farið kólnandi hér viö land samfara kólnandi veðr- áttu frá því fyrir miðja þessa Mikinn ís hefur rekið inn Skjálfanda og lokað höfninni á Húsavík. Hér sést hafnarbryggjan og Selá, sem er að taka hrogn. Myndin er tekin í gær af Ingvari Þórarinssyni, Húsavík. öld. Menn vona aö þetta kulda- tímabil nái hámarki með þess- um ísavetri, líkt og var 1918, ísaveturinn mikla, ,sem kallaöur var. Eftir hann eða upp úr 1920 'kom hlýindatímabil. — Hins veg ar hafa sem kunnugt er verið uppi ýmsar kenningar um kóln- andi veðráttu á norðurhveli I ná inni framtíð, en vonandi lifum við ekki marga slíka frostavet- ur. fjó að þessi vetur slái flest veðurfræðileg met á þessari öld bæöi hvað snertir úrkomu, ís og kulda þá er hann samt sem áður aðeins svipur hjá sjón í okkar augum miðað við þær hörmungar sem slíkur vetur hef ur verið fátækum löndum okkar fyrr á öldum. Vísindi og tækni hafa rekið á burt kynlega svipi gjörninga- veöursins. Það situr enginn leng ur klæölítill við súg og hlustar á hrlðina kveða eitthvaö mis- jafnt úti fyrir. i Veðurathuganir berast úr öllum áttum. Veðurstofan 1 Reykjavfk hefur jafna nánar spurnir af úr- komu, hita og skyggni. Tvisvar til þrisvar I viku ber- ast hingað yfirlitskort yfir ís- inn frá flugvélum úr öllum átt- um og gervihnöttum sem sveima yfir noröurhvelið. Hins vegar vitum viö aldrei nóg um landsins forna fjanda og þrátt fyrir alla tækni tuttugustu aldarinnar sitja farskip vikum saman föst I ísnum, bílar festast á heiðum og hríðarmugga getur villt mönnum leið á milli bæja. Nú hefur verið skipuð athygl- isverö nefnd vfsindamanna, sem á að hafa forgöngu um athugan- ir varðandi ísinn og afleiðingar hans og safna á einn stað öll- um þeim upplýsingum sem hugs anlegar eru um hann. — Hefur rlkisstjórnin I hvggju að efna til ráðstefnu vísindamanna um haf- ísinn. — Vonandi stöndum við því betur að vfgi fyrir næsta frostavetur og vonandi verður langt að bíða jafn kaldrar Jóns- messu. Eftir allar fréttirnar af Isnum og snjónum fyrir norðan fannst okkur viðeigandi að spyrja nokkra vegfarendur þeirrar spurningar, hvort þeir haldi að nú sé að koma nýtt kuldatíma- bil eöa jafnvel ísöld, en eins og flestir vita hefur þessi vetur ver ið óvanalega kaldur og sumar- koman er með seinasta móti. Spurningin sem við lögðum fyr ir fimm eftirtalda menn hljóðaði svo: Haldið þér að nú sé að koma nýtt kuldatímabil yfir ísland? Ölafur Indriðason, flugstjóri. varð fyrstur á vegi okkar úti á flugvelli, þar sem hann var að koma úr flugi frá Akureyri: Ja, oft hefur verið kuldalegt að fljúga yfir, en. ekki man ég eft ir því svona kuldalegu á þessum tlma árs. Hins vegar vonar mað ur að þetta sé ekki byrjunin á neinu langvarandi kuldatímabili. Ilaukur Guðbjartsson, Ieigu- bifreiðarstjóri: Nei, vonandi er það nú ekki. Annars veit maður Iítið um það, það væri frekar að þeir fyrir norðan vissu um það. Við sjáum ekkert af Isnum hér fvrir sunnan og vitum því lítið um þetta. Ingi Gunnar Steindórsson: Nei það held ég alls ekki. Þetta er bara óvanalega kalt vor og sumarið veröur sjálfsagt eftir Birgir Birgisson: trú á að við fáum neina ísöld á næstunni, er mér sýnist sumar- íö ætla að verða óvanalega kalt. Ingólfur Sverrisson: Es bcí nú ekkert vit á því. en mér finnst nú hafa verið óþarflega kalt hérna undanfarið, ekki sfzt nú I vor.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.