Vísir - 25.06.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 25.06.1968, Blaðsíða 13
VISIR . Þriðjudagur 25. júní 1968. —Mmmwawin i' 13 Strákamir segja að ég sé „snobbuð ' segir frk. Boeing á Reykjavikurflugvelli 0 Kettir eru ekkert sérstakt fyrirbrigði á (slandi, en bað er sjaldgjæft að beir séu vand- látir á flugvélategundir. Þó er svo með köttinn sem dvelur hjá flugvirkjunum f flugskýli Flug- félags íslands. Hann hefur lítinn áhuga á öðrumvélumenþotunni. Þetta hljómar einkennilega í eyrum, en er engu að siður staðreynd, sögðu flugvirkjarnir við okkur er við heimsóttum kisu á laugardag. í desembermánuði sl. er frost in voru sem hörðust, fundu flng virkjarnir köttinn, nær dauða en lífi, í snjóskafli nálægt flug- skýlinu. Þeir 'hlúðu að honum og gáfu honum mat og húsa- skjól. Flugvirkjarnir tóku strax miklu ástfóstri við köttinn og í hádeginu hvem dag koma þeir til hans og leika Sér viö hann. Kötturinn ei nokkurs konar verkstjóri hjá drengjunum, gengur um og Jit- ur eftir og virðast allir kunna þessu yel. En nafnlaus gat kötturinn ekki verið og var hann nefndur Brandur, og kunni kisa vel við það nafn. í apríl breyttust dá- litið viðhorfin til Brands, því „hann“ hafði gotiö og horfðu þá drengirnir skömmustulegir hvor á annan og var nafnið þá tekið af kettinum. Hafði þá engan grunað aö þetta væri læöa ,en allir vissu að kisa haföi fengið heimsóknir. Núna er hún köil- uð fröken Boeing og fær allan sinn mat frá matreiöslumanni staðarins. En fr. Boeing lét ekki staðar numið við aukningu af- kvæma sinni, þvi 17. júní gaut hún tveimur kettlingum og eru þeir að því leyti sérstæðir að þeir hafa haft fulla sjón frá fæð ingu. Er viö heilsuðum upp á hana mátti sjá á henni að við værum óvelkomnir, a.m.k. þang að til kettlingamir væru orðnir sprækari en þeir eru í dag. •■••••••••••••••••••••••< 1 .....ffl/illBffll RAUÐARARSTlG 31 SlMI 22022 Kisa meö kettlinginn milli tannanna. VQRUSKEMMAN Grettisgötu 2 Ódýrt — Ódýrt— Ódýrt Míkið magn af ódýrum vörum tekið upp í dag. VÖRUSKEMMAN Grettisgötu 2 .■.v.v TIL ÁSKRIFENDA VÍSIS \ \ i Vísir bendir áskrifendum sinum á að hringja < ufgreiðslu blaðsins fyrir kl. 7 að kvöldi, ef þeir hafa ekki fengið blað dagsins. Hringi V fyrir kl. 7, fá þe!r blaðið sent sérstak- lega til sín og samdægurs. A iaugardögum er afgreiðslan lokuð eftir hádegi, en sams konar símaþjónusta v«itt á tímanum 3.30 — 4 e. h. f Aflunið nð Siring|sa fyrir klukkan 7 í síma 1-16-60 .v.v.v.v. ,V.‘, V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.-.'.V.V.V.’.V. TÖLT/RÖLT er nýjung, leikfang, sem allir hafa beðið eftir. Stattu á körfunni, haltu í bandið og stígðu, dans, röltu eða töltu. 1. Sendu kr. 20 í frímerkjum. Þú færð um hæl eitt sett TÖLT/RÖLT með póstkröfu, sem kostar kr. 60. 2. Sendu kr. 100, eins og pöntunarseðillinn sýnir, og fáðu í kaupbæti smart vendi/ kápu. Stærðir á kápum eru 30-32-34-36-38. Sendið pöntunarseðil í lokuðu umslagi. Utanáskrift: TÖLT/RÖLT, pósthólf 293, Reykjavík. □ Sendi hér með kr. 20 í frímerkjum, óska eftir einu setti TÖLT/RÖLT, □ Sendi hér meö kr. í frímerkjum, óska eftir TÖLT/RÖLT. □ Sendi hér með kr. 100 í frímerkjum, óska eftir tólf settum TÖLT/RÖLT og f kaupbæti vendi/ kápu eitt stykki. * Krossiö við það sem við á. NAFN: HEIMILISF AN G: Vichmann — sýningarskúrinn við inngang sýningarhallarinnar er til sölu. Grunnflötur ca. 4x5 m. Skúrinn er til sýnis í dag og á morgun. Tilboð skilist til Einar Farestveit & Co. Bergstaðastræti 10 a . Sími 21565

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.