Vísir - 25.06.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 25.06.1968, Blaðsíða 16
Kominn til meövitundar Farþeginn er kominn aftur til meövitundar, sem i fyrrinótt var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahúsið á Akureyri, eftir aö hafa fallið út úr bifreið, sem rakst á steinsteyptar húströpp- ur í Aðalstræti. Komst hann fljótlega til meðvitundar og eru meiðsli hans ekki talin hættu- leg. Prestafélagið 50 ára á morgun: 50 ÞÚS. í BfLAKOSNAÐ PRESTA OG 1700 GESTIR Á EINU ÁRI ! ■ Prestafélag íslands á 50 ára afmæli á morgun, þar sem það var stofnað 26. júní 1918 með 27 félagsmönnum. Af- mælisins var minnzt fyrir viku að viðstöddum forseta ís- lands, biskupinum, kirkjumálaráðherra og fleiri stórmenn- um. Forsetinn var gerður að heiðursfélaga í Prestafélaginu fyrir hlýhug þann, er hann hefur sýnt þv' og starfi í þágu þess, en hann er guðfræðingur, svo sem kunnugt er. Prestafélagið varö aðili að alls ari BSRB, þegar árið 1919. Þaö herjarsamtökum íslenzkra ríkis- er nú eina félag háskólamanna, starfsmanna, sem var fyrirrenn- sem er aöili að BSRB, þar sem félag menntaskólakennara hef- ur ggngið úr þvi. Stjórn félags- ins hefur þó í tvö ár haft heim- ild til að kanna úrsögn úr því. Prestar hafa mjög kvartað yf- ir skilningsleysi hins opinbera á ýmsum kostnaðarliðum. Til dæmis telja þeir eðlilegan bíl- kostnað um 50 þúsund krónur á ári, en ekki eru heimilaðar nema 10 þús. í skattafrádrátt. Þeim þætti réttlátt að fá um helming bílkostnaðar frádreg- inn. Þá er ekki tekið tillit til hinna miklu útgjalda vegna heimsókna sóknarbama. Á það einkum við í sveitunum, og hef ur einn prestur sagt, að hann hafi á einu ári tekið á móti 1700 gestum, ýmist nætur- eöa matar- gestum. Staða rikissjóðs gagnvart Seðlabankanum: Neikvæð um 419,2 milli. kr. Samkvæmt skýrslum Hag- apríl —maí var staða ríkis- tíðinda fyrir mánaðamótin sjóðs og ríkisstofnana gagn- Skip nýju útgerðarinnar á Sauðárkróki hefur haldið uppi atvinnu í bænum Drangey, skipið, sem hið nýja útgerðarfélag á Sauðárkróki keypti í vetur hefur aflað mjög vel í vor og hefur fengið um 550 tonn á togveiðum nú á stuttum tíma. Hefur báturinn verið mikil atvinnubót fyrir staðinn, en Drangey er nú eini stóri bátur- ’nn, sem gerður er út frá Sáuðár króki Auk hans róa þaðan tveir smærri bátar, annar 50 tonna og hinn ennbá minni. Sagði bæjarstjórinn á Sauðár- króki í viðtali við Vísi í morgun að atvinna heföi verið nokkur í vor á Sauðárkróki, en þó varla nægj- anleg. Óhagkvæmt væri að reka r» -> 10 siðu vart Seðlabankanum neikvæð um 419,2 milliónir króna. Á sama tíma í fyrra var hún jákvæð um 189,4 milljónir og hefur því versnað um nálægt 600 milljónir á einu ári. Þess ber að gæta, að staðan er nokkuð árstíðabundin, og standa vonir til, að úr rætist, þegar líður á ,árið, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðu- neytisins. Skipnður lekfor i sagnfræði Bergsteinn Jónsson, cand. mag., hefur verið skipaður lcktor í sagn- fræði og Sveinn Skorri Höskulds- son, mag. art., lektor í bókmennt- um í heimspekideild Háskóla fs- lands um 5 ára skeið frá 1. júlí 1Í.J8 að telja. Barizt við eldinn í sumarbústaðnum. (Ljósm. Ástþór Magnússon). Sumarbústaður brarn til kaUra kola — Eldur komst i rúmf'ót • Sumarbústaður •' Miðfellslandi við Þingvallavátn brann til kaldra '•ola á láugardagskvöld sl. Tveir ■mgir menn, sem fengið höfðu bú- staðinn lánaðan, höfðu kveikt upp í kolavél í bústaönum, en athygli þeirra hafði beinzt eitt andartak frá vélinoi og þegar þeir Iitu við aftur var farið að loga i bústaðnu. Komst eldurinn í rúmföt og fengu tvímenningarnir ekki við neitt ráð- ið. Fólk dreif að og voru gerðar til raunir til bess að slökkva eldinn með því að skvetta úr fötum á hann, en síöar kom svo dælubíll frá Selfossi. Sumarliústaðurinn var þá orðini alelda og kom slökkvi- starfið aC engu, ualdi Sögurit um Siglu- fjörð gefið út ■ í tilefni af tvíþættu afmælis- ári Siglufjarðar, sem hátíðlegt verður haldið um fyrstu helgi júlímánaðar, kemur á næstunni út stórt og vandað rit um Siglu- fjörð, þar sem dregnir eru fram helztu þættir í sögu hans í nútíð og framtíð, svo og byggðanna f grennd, sem tilhevrðu Hvanneyr arhreppi sem nú er allur innan lönsagnarumdæmis Siglufjarðar. Bók þessi nefnist „Siglufjöröur — 150 ára verzlunarstaður — 50 ára kaupstaðarréttindi", og gefur Siglufjaröarkaupstaður hana út með aðild Sögufélags Siglufjarðar. Ingólfur Kristjánsson, rithöfundur hefur tekið bókina saman, en fyrir 7i árum skrifaði hann aðra .bók fyrir Siglufjaröarkaupstað, ..Órnar frá tónskáldsævi" aldarminningu séra Bjarna Þorsteinssonar tón- skálds. sem préstur var á Siglu- firði í nálega hálfa öld og at- kvæðamikill sveitarstjómarmaður og í öllum framförum á staðnum. Á Siglufirði hefur starfaö sérstök hátíðanefnd nú á annað ár til þess aö undirbúa hátiðahöld þau, sem fram eiga að fara í júlíbyrjun, og ákvaö húr í samráði viö bæjar- stjórnina, aö stuöla að þvi, að skrifað yrði sögurit um Siglufjörð í tilefni af 150 ára verzlunaraf- mæli staðarins og 50 ára kaup- str.ðaréttinda bæjarins. I upphafi hafði verið ráðgert að fá Kristin Halldórsson, kaupmann, sem var innfæddur Siglfiröingur, til þessa verks, en honum entist ekki aldur til þess, því að hann andaöisx í árs- lok 1966. Aftur á móti lét hann eftir sig nokkrar ritgerðir um Siglufjörð og siglfirzk málefni, og varð að ráöi að fá þær til birtingar í bókinni, og eru þær í sérstökum kafla aftast í henni. Bókin „Siglufjörður" veröur hátt í 500 blaðsíður og I henni veröur um hálft annað hundrað mynda. Hún skiptist í fjóra hluta, og bera þeir þessar yfirskriftir: „Þræddar grónar götur", „Þróun Siglufjarðar 1818—1918“. „Siglufjaröarkaup- staður 1918—1968“ og „Þættir úr sögu Siglufjaröar". Bókin verður afgreidd til áskrif- enda frá bæjarskrifstofúnum á Siglufirði, Gránugötu 18. ISkátamót í indíónastíl Þaö er ekki á hverju ári sem skátar halda mót sín í indíánastíl jg allar skreytingar, svo og val dagskrárefnis miðað við menn- í ingu og siði hinna mörgu indí- í ánaþjóðflokka. Skátamót þetta / verður haldið dagana 4.—7. júlí \ n.k. við Borgarvík við Úlfljóts- !> ‘ vatn og mun Skjöldungadeild i Skátafélags Reykjavíkur sjá um J mótiö. i Til mótsins er boðið einum f skátaflokki frá skátafélögum i landsins, en frá höfuðstaðnum J kemur einn flokkur frá hverju ) borgarhverfi. k Þarna verður því samankom- i ið einvalaliö skáta af öllu land- > inu og því um eins konar lands- 1 mót í hnotskurn að ræða. Meg- f inviðfangsefni mótsins er þjálf- i un minnstu og um leið þýðing- > armestu heildar skátahrcyfing- ) arinnar, skátaflokksins. Mót- ^ stjóri „Minkamóts 1968“ er l .lákon J. Hafliðason, en vernd- J ari mótsins Björgvin Magnús- \ son D.C.C. Minkamót var síðast í haldið árið 1964 og var þá höf- í uðviðfangsefni þess frumbyggja- J störf. ^ t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.