Vísir - 26.06.1968, Síða 1

Vísir - 26.06.1968, Síða 1
Ályktun NATO-fundarins: Haustlitur á gróðri um mitt sumar Mjög ískyggilegt ástand er nú framundan hjá bændum á Norður- og Austurlandi vegna lélegrar túnsprettu, kulda og kals í túnum. Einna verst er ástandið á Norð- austurlandi, enda hefur þar verið næturfrost meö snjókomu undan- farna sólarhringa. Blaðið hafði samband við Stein- grím Björnsson bónda á Ytri- Tungu í Suður-Þingeyjasýslu í morgun og sagði hann aö hann myndi ekki eftir öðru eins kali f túnum þau 30 ár sem hann hefur búið á Ytri-Tungu. „Bændur hér eru mjö'g svartsýn- ir, enda er útilokað að hægt verði að heyja nóg fyrir næsta vetur. Hjá sumum bændum eru túnin alger- lega eyðilögð og ekkert hey að fá.' Það er vonlaust að byrja að slá fvrr en eftir 4-5 vikur og er það mánaði seinna en vanalega. Snjór er hér ennþá í fjöllum og fsbreið- an liggur alveg að landinu. Ástand- ið er heldur skárra hér f innsveit- unum, en þó eru kýr víöa enn á gjöf og fé við hús. Á úthögum var dálítið farið að spretta í hlýindun- um um daginn, en gróðurinn hefur fölnað og er nú kominn haustlitur & lyng“, — sagði Steingrímur enn fremur. Ekki' mun háfa snjóað f nótt nema á Hornströndum, en hiti var 1-6 stig norðanlands en allt að 10 stig hér syðra. Réttarhlé í Hæstarétti Mál Þorvaldar Ara bibur til haustsins Réttarhlé hefur verið gert í Hæstarétti og má gera ráð fyrir, að það standi fram undir miðjan september, ef ekki verður brugðið út af vananum. Hófust þingleyfin 24. júní, eins og ráð er fyrir' gert í reglugerð frá 1920 um störf Hæsta réttar. m~> 10. sfðu Verkfræðistúdentar vinna þarna að talningunni. 58. áré. - Miðvikudáeur 26. iúnf 1968. - 1 tbl. Sovétríkin bera fulla ábyrgð á Berlínarmálinu Utanríkisráðherrar NATO-land-1 yfirlýsingu sinni, að Sovétríkin anna lýstu þvf yfir í sameiginlegu | bæru fyllstu ábyrgð á þeim vanda- TALNINGU HRAÐAÐ ÚTI Á LANDI telji Reykjavik og Reykjanesskj’órdæmi um nóttina Talning atkvæba á Suðurlandi allavega hraðað Eftir öllum sólarmerkjum að dæma má gera ráð fyrir, að taln- ingu atkvæða við forsetakosn- ingarnar verði hraðað eins og unnt er. VÍSIR hafði I morgun samband við formenn yfirkjör- stjórna í Norðurlandskjördæmi eystra og í Suðurlandskjördæmi, en formenn yfirkjörstjóma i Reykjavík og Reykjanesskjör- dæmi sátu á fundum. Formaður kjörstjórnar í Suðurlandskjör- dæmi, Freymóður Þorsteinsson, sagði, að talning í kjördæminu myndi hefjast strax um nóttina, ef atkvæðin frá Vestmannaeyj- um bærust i tæka tíð. Freymóður sagði, að eflaust yrðu atkvæðin frá flestum kjördeildum komin til Hvolsvallar, en þar fer talning fram, rúmum klukkutíma eftir að kjörstöðum væri lokað. En hann sagði, að erfiðleikarnir væru samfara atkvæðaflutningum frá Vestmannaeyjum. Sagðist hann vilja stinga upp á því, að þyrla Landhelgisgæzlunnar yrði notuð við flutninginn, þá gæti talning haf izt og mundi hefjast strax og færi fram um nóttina. Ragnar Steinbergsson formaður »-> 10. síöu málum, sem takmarkanir, sem A.-Þýzkaland hefur sett á ferð- ir milli V.-Berlínar og V.-Þýzka- lands, hafl valdið. Ráðherranir segja í yfiriýsing- unni, að þeir viðurkenni ekki rík- isstjóm A.-Þýzkalands og hafi aö- gerðir hennar því ekki lagalegt gildi. A.-þýzk yfirvöld hafi skapað alvarlegt ástand með því að ganga í þerhögg viö alþjóölega samninga og gamlar venjur varðandi Berlín. Fundurinn samþykkti ákvarðanir þríveldanna, þ.e. Frakklands, Bret- lands og Bandaríkjanna, sem ásamt Sovétríkjunum þera fulla áþyrgð á Berlín og Þýzkalandi í heild, en þær miða að því að tryggja frjáls- ar samgöngur til og frá Berlín. Fyrsta sporíð til afvopnunar tekið í Reykjavík Ráðherrafundi NATO lauk i gær, eftir lengsta samfellda fund i s'ógu samtakanna ■ Fyrsta sporið á opinberum vettvangi að af- vopnun Evrópu var ef til vill tekið hér f Reykjavík í gær. Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins, samþykktu ályktun í fundarlok í gær, þar sem gert er ráð fyrir, að dregið verði gagnkvæmt úr herstyrk Atlantshafsbandalagsins og Varsjár- bandalagsins. Með þessari ályktun hefur afvopnun Evrópu verið hreyft á þann hátt, að Varsjárbanda- lagið getur, ef það hefur áhuga á, gert ráðstafanir til viðhæðna við Atlantshafsbandalagið. Ráðherrar NATO-landanna hafa með ályktuninni lýst yfir vilja sínum til þess að slíkar viðræður eigi sér stað milli hernaðarbandalaganna, en enginn tími er tilnefndur. Þetta er mjög flókið og um- fangsmikið starf, þar sem trygging yrði að fást fyrir því, að valdajafnvægi Evröpu rask- aðist ekki viö afvopunina. Því var gert ráð fyrir því f sam- eiginlegri yfirlýsingu ráðherr- anna, að áfram yrði unnið að þessari athugun og ekki leitað eftir viðræðum að fyrra bragði við Varsjábandalagið fyrr en athugunin er lertgra komin. Mjög erfitt reyndist að fá alla utanríkisráðherranna til að fallast á sameiginlegu yfirlýs- inguna og dróst fundurinn í gær mjög á langinn vegna þess. Fundurinn hófst kl. 10.30 i gær- morgun, en þá hafði nefnd starf- að að því að samræma þær skoðanir, sem fram höfðu kom- iö á fundinum daginn áður. í fyrstu var gert ráð fyrir þvi, að fljótlegt yrði að ganga frá yfirlýsingunni. Var jafnvel gert ráð fyrir því, að fundinum lyki fyrir hádegi. Sú varð þó ekki raunin á, heldur dróst hann til kl. 3.40 og var hann þá orðinn lengsti samfelldi fundur utanríkisráðherra f sögu NATO. Mestum erfiöleikum við aö ganga frá ályktuninni ollu Frakkar. Þeir gátu ekki fallizt á ýmislegt það, sem snerti af- vopnun Evrópu, sem og yfir- lýsingu vegna ástandsins á Miðjarðarhafi. Lauk fundinum svo, að þeir skrifuðu ekki undir nokkrar greinar sameiginlegu yfirlýsingar fundarins og álykt- unarinnar. Umfangsmikil athugun hefur farið fram af hálfu aðildarlanda NATO um möguleika gagn- kvæmrar afvopnunar Evrópu. jr Vlotæk umferðartalning framkvæmd Oft hefur verið kvartað yfir um ferðarljósunum í höfuöborginni. Eru þau mjög í ósamræmi við þá miklu umferö, sem hér er. Hafizt hefur verið handa við að lagfæra þau og hófst undirbúningurinn i gær. Um 12 verkfræðinemar viö Háskóla íslands sitja í bifreiðum viö gatnamót, þar sem umferðar- Ijós eru og telja þær bifreiöir sem aka þar um. Verður síðan reynt að stilla ljósin eftir þeim niðurstöðum sem þeir gefa. Talningin hefst kl. 7 á morgnanna og stendur til mið nættis, og mun verða talið í tvo daga. Fyrir hægri breytinguna voru fengnir hingað nokkri enskir sér- fræðingar og var þá umferðarljós- unum breytt, en því miður hafa umferðarljósin ekki samræmzt hægri umferöinni enn. Ljósin eru talsvert breytileg, en þau eru stillt frá kl. 7—10, síðan frá 10—4 og að lokum 4—7 dag hvern. Geta því hæglega um 15 bifreiðir ekið yfir gatnamót á einum tíma dags- ins, en aðeiris 6 á öðrum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.