Vísir - 26.06.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 26.06.1968, Blaðsíða 2
V í SIR . Miðvikudagur 26. júní 1968. aaaa KR - o Keflavik 6:0 (3:0) KEFLVÍKINGARSÁUALDREl VIÐ SENDINGUNUM FRÁ ÞÓRÓLFI ¦ Með fjóra forfallaða leikmenn gátu Keflvíking- ar aldrei rönd við réist í leiknum gegn KR í gær kvöldi á Laugardalsvelli. Þeir fengu nú þann allra stærsta skell, sem menn minnast gegn KR, 6:0 stóð á markatöflunni þegar leiknum lauk. Frammi- Frazier varBi titil sinn Joe Frazier varfii f gærkvöldi heimsmeistaratitil sinn í hnefaleik, vann Mexfkanann Manuel Ramos á tæknilegu K.O. í annarri lotu í New York. Dómarinn stöðvaöi leik- inn sem áttl að standa f 15 lotur eftir afi Frazier hafðl haft yfirburði og Ramos tvívegis orðið að taka talningu. Aðstoðarmenn Mexikan- ans köstuðu handklæði inn f hring- inn rétt áður cn bjallau hringdi út aðra lotuna til merkis um að þelrra maður þyldi ekki meira af höggum Fraziers. Var undir úhrifunt eiturlyfju Það er talið öruggt aö v.-þýzki hnefaleikarinn Jupp Elze, sem lézt fyrir nokkrum dögum vegna höggs, sem hann hlaut 1 keppni um Evr- ópumeistaratitilinn í millivigt hnefaleika, hafi veriö undir áhrif- um eiturlyfja, sem hann hafi fengiö fyrir leikinn við ítalann Carlos Duran. Hann gafst upp í 15. lotu og var milli heims og helju f viku. Hann er 263. hnefaleikarinn, sem lætur lífið eftir atvik í hringnum frá því í heimsstyrjöldinni síöari. ' Vurð brúðkvudd- urú lcnuttspyrnu-; vellinum Ahorfandi að knattspyrnu- leik Akureyrar og Vestmanna-< eyja varð bráðkvaddur í gær- kvöldi meðan á leiknum stóð. j Maðurinn var Höskuldur Mark- i ússon, velþekktur borgarl áj Akureyri, en hann kom hingað( frá Hollandi og settist að nyrðra < og var einn af yfirmönnumj Amaro. Höskuldur heitinn var kunnur i íþróttafólki Akureyrar, var J iengi formaður knattspyrnu- dómarafélags Akureyrar, en i hann varð knattspyrnudómari í ] Holíandi og hlaut alþ]óðleg( rétttndl þar og var meðal dóm- ara á OlymÐuileikunum 1928 íj Amsterdam. Hðskuldur heltinn hafði fyrr ( á árinu kennt lasleika. staða KR var stórkostleg, — en þó talsvert á kostnað ákaflega lélegs leiks Kefla- víkur. Það voru sendingar Þórólfs Beck sem voru þyngstar á metunum í þess um leik. Sannarlega mun- ar.KR um minna en slíkan leikmann. -v Strax eftir 10 mínútur skoraöi KR. Þórólfur Beck ýtti boltanum inn fyrir marklínuna eftir aö mark- vörður missti frá sér skot Ársæls af löngu færi. Gunnar Felixson var næstur. Hann skoraði á 21. mín., Ólafur Lárusson komst einn upp, skaut í stöng, en fékk boltann aft- ur og sendi Gunnari þótt Ólafur lægi raunar á vellinum, en Gunn- ar skoraöi örugglega úr góðu færi. Gunnar var enn á ferðinni á 35. mínútu með 3:0, lék skemmtilega á tvo leikmenn í einu, komst á milli þeirra og skoraöi með góöu skoti af vítateig og notfærði sér um leið klaufalega staðsetningu Skúla markvarðar, en Kjartan markvöröur var lasinn, svo og Jón Ólafur og Einar Magnússon, en Guðni Kjartansson er á Iþrötta- kennaraskólanum á Laugarvatni og fékk ekki frí til aö leiká. Á 8. mínútu í seinni hálfleik hélt þessi „markahátíð" áfram. Hörður Markan skallaði inn 4:0, þarna átti sér staö hálf geröur skall- tennis fyrir framan mark Kefla- víkur, Eyleifur lyfti laglega í boga fyrir markið og til Harðar í góöu færi. Á 19. mín. átti Þórólfur heið- urinn /af marki Eyleifs því að hann gaf stórkostlega fallega sendingu úr aukaspyrnu á vítateigshorni til Eyleifs sem skallaði inn. Ólafur Lárusson átti auðvelt meö að skora 6:0 2 mín. seinna. Hann komst inn í sendingu til Sigurðar Alberts- sonar og hljóp einn inn og skoraði framhjá markverðinum. KR-liðið var allt annað og betra en fyrr í sumar, og án efa á Þór- ólfur eftir að smita út frá sér meö léttu spili. Þessi 'leikur er ekki góður mælikvarði, Keflavíkur- liðið var alltof auövelt viðfangs. KR-liðiö sem heild var gott, þvl verður ekki móti mælt, en Þór- Stdðan í 1. deild í knattspyrnu 9 Akureyri—Vestm.eyjar 3:0. • KR—Keflavík 6:0 Akureyri i Rram *KR )Valur | Vestm.eyjar iKeflavfk. 4 3 10 8:1 4 2 2 0 9:5 4 12 1 10:7 4 112 6:7 3 10 2 5:8 3 0 0 3 0:10 0 1 Markahæstu menn: I Kári Arnason, ÍBA 6 I Helgi Númason. Fram 4 Gunnar Felixson, KR 3 Hermann Gunnarsson, Val 3 i I Ásgeir Elíasson, Fram 2 , I Haraldur Júlfusson, ÍBV . 2 Olafur Lárusson, KR 2 Sigmar Pálmason, ÍBV 2 I Reynir Jónsson, Val 2 , ólfur var hér í sérflokki, hann þarf bara að skjóta meira sjálfur. Steinn Guðmundsson dæmdi leikinn mjög vel. — jbp — ? ? ? Akureyri — ? ? Vestmannaeyjar 3:0 (3:0) AKUREYRI TÓK AFTUR VID F0RYSTUNNIÍIDEILD S AKUREYRINGAR tóku aftur forustuhlutverkið í 1. deildinni í gærkvöldi með 3:0 sigri á heimavell- inum, sem er enn mjög illa til reika eftir veturinn, og raunar hafa „sumar"veðr- in ekki verið ýkja hagstæð fyrir völlinn til þessa. Sig- ur Akureyringa var sann- gjarn og var lið þeirra mikl um mun betra en andstæð- inganna. Undan hægri norðangolunni skoruöu Akureyringar öll sín mörk í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik var ekkert mark skoraö. Vest- mannaeyingar virtust í byrjun ætla að veröa nokkuö sprækir, en það stóð aöeins í örfáar mínútur, — þá byrjaði ballið fyrir Akureyr- inga. Fyrsta markið kom á 17. mínútu. Þá sendi Guðni Jónsson fallegan bolta frá endamörkum til Kára, sem skoraði auöveldlega af mark- teig. Á 23, mín. bætti Kári öðru marki við, fékk langa sendingu, lék á varnarmann og óð upp með bolt- ann og skoraði meö hnitmiðuöu skoti 2:0. Lokamarkið skoraði Magnús Jónatansson með hörkuskoti af löngu færi á 39. mín. Hann haföi átt mörg góð skot, en þetta skot eitt fann leiðina I netið, 3:0, en þau urðu úrslitin í þessum leik. Akureyringar áttu mun hættu- legri tilraunir f þessum hálfleik, en Vestmannaeyingar reyndu skot í tíma og ótíma af löngu færi, sem reyndust auðveld viðureignar fyr- ir Samúel markvörð Akureyrar. 1 seinni hálfleik breyttist leik- urinn, varð daufari og leiöinlegri en fyrr, Vestmannaeyingar reyndu áfram langar' spyrnur að marki án árangurs. Hins vegar gerðist leik- urinn meira á vallarhelmingi Vest- mannaeyja. Akureyrarliðið átti ágætan leik, enginn veikur hlekkur var í liðinu i gærkvöldi, Kári og Magnús Jóna- tansson áberandi beztir. Vörnin stóð sig og vel og Guðni og Skúli komu báöir vel út frá þessum leik. Vestmannaeyingar voru mun lak- ari aöilinn, en Viktor miðvöröur beztur í liöi þeirra ásamt .márk- vöröinum. Dómarinn, Magnús Pétursson dæmdi vel. Áhorfendur voru marg- ir og fengu góöa skemmtun. Þessi mynd úr handknattleiksmóti Islands utanhúss er allsöguleg, — hún sýnir Þróttarana, sem gerðu jafntefli við FH á sunnu- daginn var. f kvöld heldur keppnin áfram á Melaskólasvæðinu m'eð leikjum Vals og Ármanns og Fram og Víkings í mfl. karla, en keppnin hefst kl. 19.30 með Ieik Ármanns og Víkings í kven naflokki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.