Vísir - 26.06.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 26.06.1968, Blaðsíða 3
VlSIR . Miðvikudagur 26. júní 1968. Þjóðhátíð í New York.... og Mallorka T augardaginn 15. júní gekkst íslendingafélagið 1 New York fyrir hátíðarhöldum í til- efni þjóðhátíðardagsins. Fóru þau fram í Iitlum skemmtigarði að Valhöll, skammt fyrir utan New York borg. Voru saman komnir um 500 manns, meöal annarra ísl. ferðamenn og náms- menn og íslendingar búsettir í New York ríki og nálægum ríkj um ásamt bandarískum mökum sínum og börnum. Formaður íslendingafélagsins, Sigurður Helgason, forstjóri Loftleiöa í New York, setti há- tíðina, en síöan tók Geir Magn ússon, sölustjóri hjá Coldwater við stjórn hennar. Ýmislegt var til skemmtunar til dæmis reip tog milli drengja og stúlkna og síðan milli eiginmanna og kvenna. Einnig skemmti fólk sér við knattleiki og slíkt. Börn fóru í skrúðgöngu undir stjórn Skafta Ólafssonar og Jóhannes- ar Péturssonar, sem voru fengn ir að heiman til að leika fyrir dansi. Hátíðarsvæöið var skreytt íslenzkum og bandarfsk um fánum. — Þá fór fram happ drætti, og var vinningurinn flug far til Islands og til baka. Fólk V MYNÐl: Hlutl samkomugesta i ValhöII 17. júni. MYND 2: Kvennaliðið i reiptoginu. Eftir áralanga veru utanlands lielur islenzka karlþjóðin lært riddara- mennsku, — stúlkurnar unnu alla vega keppnina glæsilega. MYND 3: Suður við Miðjarðarhafið safír- bláa var þjóðhátíðardagsins einn ig mlnnzt á verBugan hátt af sumarleyfisgestum héðan. Mynd in er af samkomugestum meS is- lenzka fánann. Myndin var tek in úti fyrir hótelinu, þar sem samkoman fór fram. skemmti sér hið bezta á sam- komunni. Suður á Mallorca voru margir Islendingar að vanda og nú brá svo við að haldið var upp á þjóðhátíðina I fyrsta sinn, og bauð ferðaskrifstofan Sunna ferðafólki ásamt ferðaskrifstofu- og hótelfólki til fagnaöar I nýju hóteli við ströndina, Coral Playa en þar biðu uppdekkuð borð gestanna og þjónar gengu um og skenktu mönnum spánska þjóðardrykkinn Sangria. Islenzk ur pg spánskur fáni prýddu veggina og Kristinn Hallsson ó perusöngvari var fenginn til að skemmta með söng, en Njörður Njarðvík flutti minni íslands. Undirleikari með Kristni Halls- syni var pfanóleikari frá sin- fóníuhljómsveit í Madrid og þótti hans hlutur frábær ekki síður en Kristins. Að lokinni skemmtuninni í Coral Playa var haldið út úr borginni til gamals búgarðs, Son Amar, en þar var haldin mikil grísaveizla, auk þess sem sungið var og dansað. Kristinn Hallsson söng' m. a. fyrir alla gesti þessa skemmtilega staðar, en þeir voru yíir 700- Naut rödd Kristihs sín vel og fékk hann duglegt klaþp að iáunum. ' Kvöldið fyrir þjóðhátíðina sýndi spánska sjónvarpið klukkutíma kvikmynd frá Is- landi og vakti hún mikla at- hygli, a.m.k. bárust starfsmönn- um Sunnu meira en 20 fyrir- spurnir þegar fyrir hádegi dag- inn eftir um íslandsferðir. 'OGREIDDIR I REIKNINGAR' LÁTID OXKUR INNHEIMTA... í>oð sparat ybur t'ima og ópægindi INNHEIMTUSKRIFSTOFAN Tjarnargötu 10 — III hæd —Vonarstrætismegin — S'imi 13175 (3lmur) er»W

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.