Vísir - 26.06.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 26.06.1968, Blaðsíða 5
VÍSIR . Miðvikudagur 26. júní 1968. 5 .ntmmsli, Orlof húsmæðra að Laug- um i sumar Nú stendur yfir í Reykjavík, Kópavogi og Hafnar- { firði skráning á húsmæðrum er hafa hug á að dvelj- S ast í orlofi á orlofsheimilinu að Laugum í Dala- ^ sýslu og fer hér nánari frásögn af tilhögun orlofsins Camkvæmt lögum um orlof ^ húsmæöra frá 1960, er hús masörum um land allt gefinn kostur á orlofi og er orlofið fyrir konur á öllum aldri. Nefndirnar sem sjá um fram kvæmd þessa, eru á vegum kvenfélagasambandanna. 1 Reykjavík starfar orlofs- nefnd á vegum Bandalags kvenna í Reykjavík, og mun hún í sumar hafa samvinnu viö orlofsnefndir í Kópavogi og Hafnarfiröi Þessar þrjár nefnd- ir hafa orlofsheimili aö Laugum í Dalasýslu f sumar eins og s.l. sumar. Á Laugum er veðursæld mikil og náttúrufegurð, húsa- kynni góö og sundlaug til af- nota fyrir dvalargesti. Orlofiö fyrir hvern hóp hef- ur jafnan verið 10 dagar, og veröur svo að mestu leyti nú, en sú nýbreytni veröur upp tek- in hjá Reykjavíkurnefndinni að bæta viö tveimur hópum, sem hvor um sig verður í 5 daga. Er þetta hugsaö sem mögu- leiki fyrir þær konur, sem ættu erfiöara með aö koma bömum sínum fyrir, ef um lengri tíma væri aö ræöa og einnig komast fleiri húsmæður í orlof með þessu móti. I hverjum hópi eru ca. 40 konur og fylgir þeim fararstjóri, en hver hópur fer í eitt smáferöalag. Skólastjóra- hjónin að Laugum hafa oft veitt hópunum ómetanlega leiðsögn, enda eru þau ávallt boðin og búin til þess aö gera gestunum dvölina sem ánægjulegasta. Oft er glaðværð mikil að Laugum, ekki sízt á kvöldvök- unum, sem allir taka þátt f á ýmsan hátt, svo sem með söng og leikjum. Margar konurnar yrkja ljóð og lausavísur, enda er umhverfi Lauga þrungið sögu legri rómantík. 7 hópar verða í sumar aö Laugum. Fyrst verða 5 hópar frá Reykjavík. Sá fyrsti 1.—11. júlí, síðan koma tveir 5 daga hópar, sá fyrri fer 11. júlí og kemur heim að kvöldi 16. júlí. Sama dag að morgni fer síð- ari hópurinn og kemur hann svo heim að kvöldi 21. júlí. Og þann sama dag að morgni fer 4. hópurinn, og kemur hann heim þann 31. júlf að kvöldi. Síöasti hópurinn frá Reykjavík fer þá 31. júlí og kemur heim 10. ágúst að kvöldi. Kópavogur tekur þá við og fara orlofskonur þaöan að morgni 10. ágúst og koma heim 20. ágúst að kvöldi. Hafnarfjörður hefur svo ^fð- asta hópinn, og leggur hann af stað að morgni 20. ágúst og kemur heim þann 30. ágúst að kvöldi. Orlofsnefnd húsmæðra f Reykjavík hefur opna skrifstofu að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, í húsnæði Kvenréttindafé- lags íslands 4 sinnum f viku þ. e. á mánudögum, miðvikudög um, föstudögum og laugar- dögum kl. 4—6 e. h. Síminn er 18156. Orlofshefnd húsmæðra í Kópa vogi mun hafa skrifstofu sína í Félag'sheimilinu og verður það auglýst síðar. Orlofsnefnd húsmæðra í Hafn arfirði mun nota skrifstofu Verkakvennafélagsins Ftamtfð- arinnar í Alþýöuhúsinu og verð- ur það auglýst síðar. Orlofsnefndirnar vilja vekja athygli á því, aö geti einhverj- ar konur ekki farið á þeim tfma, sem orlofshópar af þeirra svæði fara getur verið um möguleika að ræða að komast með hópum hinna orlofsnefndanna. Eitt tízkufyrirbrigði sumarsins er kallað „Balkantízka“, en helztu einkenni hennar eru leggingabönd og ýmiss konar prjónabönd, sem fest eru á kjóla, jakka, dragtir og blússur. Böndunum fylgja gjarnan ýmiss konar hneslur, eins og við sjáum hér á myndinni. Þessi tízka á rót sína að rekja til þjóðbúninga þjóðanna sem búa á Balkanskaga, en þeir búningar þykja meðal fegurstu og skrautlegustu þjóðbúninga heims. K osningaskrifstofur stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens i Reykjavík AÐALSKRIFSTOFA: Pósthússtræti 13, sími 84500 UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA: Aðalstræti 7, sími 84533 ÞJÓÐKJÖR: Afgreiðsla, sími 84530 — Ritstjórn, sími 84538 SAMTÖK UNGRA STUÐNINGSMANNA: Vesturgata 17, sími 84520 SAMTÖK STUÐNINGSKVENNA: Hafnarstræti 19, sími 13630 Hverfisskrifstofur VESTUR- OG MIÐBÆJARHVERFI: Vesturgata 40, sími 84524 MELAHVERFI: K.R.-heimilið, sími 23195 AUSTURBÆJARHVERFI: Hverfisgata 44, sími 21670 HLÍÐAHVERFI: Mjölnisholt 12, sími 42755 LAUGARNESHVERFI: Hraðfrystihús Júpiters og Marz, sími 84526 LANGHOLTSHVERFI: Sólheimar 35, sími 84540 KRINGLUMÝRARHVERFI: Háaleitisbr. 58—60 (Miðbær), sími 84525 SMÁÍBÚÐAHVERFI: Háaleitisbr. 58—60 (Miðbær), sími 82122 ÁRBÆJARHVERFI: Hraunbær 18, sími 84541 Bílar á kjördag Þeir sem vilja lána bíla á kjördag eru vinsam- lega beðnir um að hafa samband við aðal- skrifstofuna, sími 84500 eða hverfisskrifstof- umar. Aðalskrifstofur utan Reykjavíkur AKRANES: Skólabraut 21, sími (93)-1915 BORGARNES: Sæunnargata 2, sími (93)-7346 (Opin kl. 17-22) PATREKSFJÖRÐUR: Brunnum 5, sími (94)-1121 BOLUNGAVlK: Völusteinsstræti 16, sími 199 (Opin kl. 14- 16 og 20-22) ÍSAFJÖRÐUR: I húsi Kaupfél. ísfirðinga, sími 699 BLÖNDUÓS: Húnabraut 27, sími 53 SAUÐÁ KRÓKUR: Aðalgata 14, sími (96)-5450 SIGLUFJÖRÐUR: Aðalgata 28, sími (96)-71670 AKUREYRI: Strandgötu 5, símar (96)-21810 og 21811 HÚSAVÍK: Garðarsbraut 9, sími (96)-41234 EGILSSTAÐIR: Lagarási 12. sími 141 NESKAUPSTAÐUR: Hafnarbraut 24, sími 327. Opin kl. 1. -19 qg 20-22) VESTMANNAEYJAR: Drífanda v/Bárugötu, sími (98)-1080 SELFOSS: Austurvegi 1, sími (99)-1650 KEFLAVÍK: Hafnargötu 80, sími (92)-2700 NJARÐVlKUR: Önnuhús v/Sjávargötu, sími (92)-1433 HAFNARFJÖRÐUR: Góðtemplarahúsinu v/Strandgötu, símai 52700 og 52701 HAFNARFJÖRÐUR: Ungir stuðningsmenn: Vesturgata 5, sími 52705 GARÐAHREPPUR: Breiðási 2, símar 52710, 52711 og 52712 KÓPAVOGUR: Melgerði 11, sími 42650 og 42651 KÓPAVOGUR: Ungir stuðningsménn, Hrauntungu 34, sirui 40436. SELTJARNARNES: Skólabraut 17, sími 42653 (Opinkl. 17-19)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.