Vísir - 26.06.1968, Side 7

Vísir - 26.06.1968, Side 7
VlSIR . Miðvikudagur 26. júní 1968. morgun útlönd í mörgun rguri: útlörid í morgun útlöri útlörid í morgun o útl°örid. 1 FRJÁLSL YNDIR VINNA MIKINN KOSNIN6ASIGUR í KANADA Flokkur Trudeaus fær hreinan meirihluta ES Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur Pierre Elliott Trudeau forsætis- ráðherra, vann greinilegan sigur við kosningamar í gær, og nú getur hann myndað hina fyrstu ríkis- stjóm í thi ár, sem hefur hreinan meirihluta á bak við sig. M í morgun var talning- unni ekki lokið, en frjáls- Eyndum hafði aukizt mjög fylgi í austur-héruðum iandsins. Þetta á einkum við um úrslitm í Quebec og Ontario, þar sem Trudeau hefur unnið mikinn sigur í kosningunum. f austurhér- uðunum hafa frjálslyndir tryggt sér a. m. k. 104 af samtals 264 sætum á þjóð- ■ Leiðtogi floaidsHokks i ns Ro- bect Stanfield, viðurkenndi ósigur- Pompidou — hvetur Frakka til sam stöðu um lýöveldið. Pompidou flytur kosninguræður Pompidou forsætisráðherra lýsti vfir f gær, að f.anska þjóöin stæöi sameinuð um málstaö lýðveldisins. Hann sagöi,' að enginn mætti fara i sumarleyfisferö, fyrr en síðari hluta frönsku kosninganna er lok- :ö á sunnudag. Fompidou hét því aö berjast fyr- :r hví aö reyna að bjarga hinum iríðversnandi efnahag landsins, og sagði að nauðsynlegt yrði að gripa til sérstakra ráðstafana til að kom ast hjá atvinnuleysi og skorti á kaupgetu. 'inn i kosningunum löngu áður en talningu var lokið i vesturhéruð- um landsins. Stanfield vann þó ó- væntan sigur í kosningunum á ein- um staö. í Nýfundnalandi fékk flokkur hans sex af sjö þingsætum, en í síðustu kosningum höfðu frjáls Iyndir hlotið öll sjö þingsætin. Einn ráðherra, Charles Granger, ráð- herra án ráðuneytis, náði ekki kjöri í Nýfundnalandi. íhaldsmenn héldu einnig styrk sínum í Nova Scotia, þar sem Stanfield var forsætisráðherra á sínum tíma, og flokkurinn vann nýtt þingsæti í New Brunswick. En þegar kosningatölur frá vestur- ríkjunum tóku að streyma inn, varö það Ij.óst, að íhaldsmenn töpuöu hverju þingsætinu á fætur öðru, þar sem þeir höfðu verið sigurvissir fram til þessa. í Winnipeg unnu frjálslyndir tvö þingsæti, m. a. féll formaður íhaldsflokksins Dalton Camp viö kosningu í bænum Don Valley. 1 yfirlýsingu í nótt sagði Trudeau forsætisráðherra, aö takmarkið sé að vinna að þjóðlegri einingu í Kanada, en einmitt þaö atriði var aðalinntakið f kosningabaráttu hans. Trudeau vinnur einnig að því að finna Iausn á erjunum viö frönskumælandi Kanadamenn í Quebec, en hann hefur þó tekið skýrt fram að sambandsstjórnin muni ekki láta í einu og öllu aö vilja ríkisstjórnarinnar í Quebec í deilumálinu. í Ontario fengu frjálslyndir 14 þingsætum meira en árið 1965, svo að nú hafa þeir þar 65 af 88 þing- sætum. í Quebec varð lokaniðurstað an sú, aö frjálslyndir fengu 54 þing Pierre Elliott Trudeau virðist hafa unnið mikinn sigur í kanadisku kosn- ingunum. sæti af 74, en „creditistar“ juku fylgi sitt þar úr átta f fimmtán þingsæti. I Manitoba, Alberta og Saskatc- hewan unnu frjálslyndir átta þing- sæti af íhaldsmönnum og munu án efa bæta aðstöðu sína í Brezku Columbia, sem er síöasta ríkið þar sem lokaniöurstöður fást. Hinn nýi flokkur sósíaldemokrata vann á í Saskatchewan, en tapaöi í Ontarío, og í heild þefur fylgi hans lítið breytzt. Lincoln Alexander er fyrsti negr- inn, sem tekur sæti á þjóðþingi Kanada. Hann var kjörinn þingmað ur fyrir íhaldsflokkinn. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Því er spáð nieð hliðsjón af þeim tölum, sem nú liggja fyrir í kanad- ísku kosningunum, að frjálslyndir | munl fá um 40 þingsæti í hreinan . meirihluta. Annars er spáin þessi: I (Tölurnar frá 1965 í sviga). j Frjálslyndir 152 (129) | Ihaldsflokkur 72 (99) Sósíaldemókratar 23 (21) „Creditistar" 15 (8) j Þjóðfélagsflokkurinn 1 (5) Óháðir 1 (2) „RAUÐI DANNI" vill kollvarpa stjórn Ulbrichts A-þýzkalandi i Stúdentaleiðtoginn Daniel Cohn-Bendit eða ,,Rauði Danni“ gerir víðreist. Um þessar mundir er hann f Berlín, þar sem hann flutti ræðu við Humboldt-háskól ann f Austur-Berlín. Hann hvatti til þess að stofn- uð yrði f Austur-Þýzkalandi and spymuhreyfing til að steypa af stóli stjórn Walters Ulbrichts, sem hann sagði, áð væri skrif- finnskuveldi. Cohn-Bendit hafði meiri áhuga á því, að sameina öll vinstri öfl í Austur-Þýzkalandi heldur en að hvetja stúdentana við Humboldt-háskólann til að gera menningarbyitingu. Daniel Cohn-Bendit — ferðast um og flytur æsingaræður. Tékkneskir stúdentar setja fram kröfur um úrbætur — Kommúnistaleiðtogar þar taka máli þeirra vel Tékkneskir stúdentar vilja fá rík- isstyrki sína aukna um 40% og fá meiri áhrif á dagiegan rekstur há- skólanna, eftir því sem frá var skýrt í Prag. Sagt er, að kröfur stúdentanna hafi fengið góðar undirtektir hjá málsmetandi mönnum, og þeir telji kröfur stúdenta vera sanngjarnar. Einnig segir tékkneska fréttastof- an, að margar aörar breytingar sé verið aö gera til bóta á kjörum stúdenta. í október í fyrra kom til harðra átaka milli stúdenta og lögregluliðs. Þau átök voru álitin fyrsta merki þess, að dagar Novotnys fyrrum forseta væru taldir. Hinir nýju kommúnistaleiðtogar i Tékkóslóvakfu undir forystu Al- exanders Dubcek virðast hafa unn- ið sér mikið fylgi meðal æskufólks, bótt óánægju gæti stöðugt vegna þess, að reynt er að þvinga stúd- enta til aö hafa tengsl við æsku- lýðssamtök kommúnista. Giovanni Leone ntyndar ntinni- hlutastjórn á Ítalíu Italski öldungadeildarþingmaður- inn Giovanni Leone hefur tilkynnt Saragat forseta Ítalíu, að hann heföi myndað minnihlutastjórn kristi- legra demókrata. Hin nýja stjóm mun væntanlega sitja að völdum þangað til f október. Sósíalistaflokkurinn mun halda ársfund sinn þá, og búizt er við að flokkurinn taki afstööu til þess, hvernig þeir vilja haga þátttöku sinni f ríkisstjóminni, sem þar með mundi öðlast þingmeirihluta. WASHINGTON. — Ríkislögreglu- menn og sérþjálfaðir lögreglumenn voru við öllu búnir f Washington í gær, því aö þar ríkir nú nokkur spenna vegna óeirðanna á mánu- dag og handtöku negraleiðtogans séra Ralphs Abernathys. Þeir sem handteknir hafa verið verða ákærð- ir fyrir að hafa virt aö vettugi fundabann, og fyrir mótmælaaðgerð ir fyrir utan þinghúsiö á Capitol- hæð. SAIGON. Þrjár bandarískar þyrl- ur með ameríska og thailenzka her- menn innanborðs rákust á í loft- inu í gær yfir Suður-Víetnam, og allir þeir 29, sem í flugvélunum voru, fórust. Sett hefur verið af stað rannsókn til aö grafast fyrir um orsakir siyssins, sem varð á þann hátt, að tvær þyrlur lentu í árekstrinum, og varð af þvf svo mikil sprenging, að flugmaðurinn á þriðju þyrlunni missti stjórn á henni og hún hrapaöi til jarðar. BRUSSEL. Franska stjómin til- kynnti f gær Evrópunefndinni í Brussel um ýmsar ráðstafanir, sem hún hyggst gera til að finna lausn á efnahagserfiöleikum Frakklands eftir hin langvarandi verkföll í land inu og launahækkanirnar, sem af þeim leiða. MOSKVA. Sendinefnd frá norska stórþinginu er nú i heimsókn í Sovétríkjunum. Sendinefndin mun verða í Rússlandi í vikutíma og heimsækja borgirnar Leningrad. Volgograd og fleiri borgir við Svartahaf. t MONTREAL. Samtals varö að flytja 135 manns í sjúkrahús og 250 voru handteknir í miklum á- tökum milli frönskumælandi að- skilnaðarsinna frá Quebec og lög- regluliðs f gær. Til átakanna kom vegna kröfugöngu, sem farin var f tilefni kanadísku kosninganna. — Trudeau forsætisráöherra var við- staddur þessa göngu, og létu að- skilnaðarmenn ófriðlega við hann, og köstuðu að honum tómum flösk- um og þess háttar. Trudeau vék sér undan skeytunum og hélt ótrauð- ur áfram ræðu sinni. Bardagar við skæru/iða skammt frá Saigon Suöur-víetnamskir fótgönguliðar felldu f gær 32 skæruliða f Vfet- cong í bardaga um 25 km norður af Saigon. Stjórnarhermennirnir náðu vopna og skotfærabirgðum af Vietcongliö inu, sem hörfaöi undan á flótta. Hinar stóru sprengjuflugvélar Bandaríkjamanna,, B-52 vélarnar héldu í gær uppi stööugum sprengju árásum á bækistöðvar skæruliða umhverfis Saigon. ír'Tak-tíS*S

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.