Vísir - 26.06.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 26.06.1968, Blaðsíða 8
3 £3231 V f SIR . Miðvikudagur 26. júní 1968. VISIR Otgefandi: Reykjaprent hl. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson • Ritstjóri: Jónas Kristjánsson AÖstoöarritstjóri: AxeJ Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Simi 11660 Rítstjórn : Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 115.00 a mánuöi innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmíðja Visis — Edda hf. Þátttakan í NATO Ráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins í Reykja- vík í gær og fyrradag hefur verið íslendingum gagn- legur á ýmsan hátt. Bandalagið var mjög tíðrætt manna á meðal, bæði fyrir fundinn og meðan hann stóð yfir. Menn hafa fengið tækifæri til að rifja upp sögu NATO og fræðast um tilgang og eðli bandalags- ins. Þessi kynning skiptir miklu einmitt nú, því að senn dregur að því, að ísland þurfi að taka ákvörðun um framhald á þátttöku í bandalaginu. Atlantshafsbandalagið er að sjálfsögðu ekki full- komið frekar en önnur bandalög. í bandalögum þarf jafnan að samræma ólík sjónarmio. Sumir eru ekki ánægðir með allt í bandalaginu og mundu t. d. óska, að í því væru aðeins eindregin lýðræðisríki. En í stór- um dráttum eru flestir íslendingar ánægðir með bandalagið og vilja áframhaldandi aðild að því. Skoðanakönnun Vísis, sem birt var á mánudaginn, leiddi í Ijós, áð um 19% manna á kosningaaldri eru andvígir áframhaldandi aðild að NATO, 51% fylgjandi aðild og 30% óákveðnir eða ókunnugir málinu. Þessi úrslit koma raunar fáum á óvart. Andstæðingar bandalagsins virðast vera í svipuðu hlutfalli með þjóðinni og þeir eru á Alþingi. Ætti því afstaða þing- manna að gefa tiltölulega góða mynd af þjóðarvilj- anum í þessu efni. " Þótt andstæðingar NATO séu.í miklum minnihluta, hafa þeir Ipngi verið háværir og haft lag á að láta á sér bera. Áætlun þeirra var að nota ráðherrafund bandalagsins til að láta líta svo út sem þjó^in væri andvíg NATO. Nú er ljóst, að sú ráðagerð hefur mis- tekizt með öllu, þótt blöð og útvarp hafi skýrt ýtar- legar en áður frá aðgerðum þeirra. Svipur Kef lavíkurgöngunnar var hinn sami og áður. Þar voru sömu andlitin og jafnan áður og þátttakan engu meiri. Þá hafa mótmælaaðgerðir NATO-and- stæðinga við fundarstaði ráðherranna verið einstak- lega fámennar og áhrifalitlar. Þrátt fyrir langæjar brýningar og dreifimiðaútgáfu mættu aðeins 100 mót- mælendur við Háskólabíó, þegar ráðherrafundurinn var settur. Og alla samúð missti hópurinn, þegar hann sveik samkomulag við lögregluna og ruddist upp á tröppur Háskólans. Enda runnu allar aðgerðir eftir það út í sandinn. Ekkert varð úr Vatnsmýrarráð- stefnu þeirri, sem boðuð hafði verið og sömuleiðis varð ekkert af Grikklandsfundinum í Hljómskála- garðinum, hvort tveggja vegna þátttökuleysis. Kommúnistar eru því sérlega daufir í dálkinn þessa stundina. Brölt þeirra hefur aðeins orðið til að fylkja þjóðinni um þá stefnu að háfa áfram varnasamvinnu við aðrar vestrænar þjóðir. Meðreiðarsveinar komm- únista eru nú sem óðast að sjá að sér og hugsa um málin af meiri skynsemi en áður. Eftir atburði undan- farinna daga má slá.því föstu, að ísland muni áfram taka þátt í Atlantshafsbandalaginu. Ríkisstjórinn, Zoetakis hershöfðingi (t. v.) tekur í höndina á Papadopoulosi eftir að hin nýja ríkisstjórn hafði unnið embættiseið. Hinir nýju ráðherrar standa umhverfis. Papadopoulos veitir nýju blóði í stjórn sína Hann virðist algerlega einvaldur / Grikklandi \ föstudagsmorgun sendi George Padadopoulo^, fpr- sætisráðherra Grilítíánds út yf- irlýsingu, sem kom, allmjög á'^ óvart. Yfirlýsingin fjallaöi um, að sex af ráðherrunum í stjórn hans hefði verið vikið frá og í stað þeirra teknir í ríkisstjórn- ina háskólaprófessorar og hag- fræðisérfræðingar. Á ríkisstjórnarfundi fyrr um daginn bað Papadopoulos ráð- herrana aö veita sér leyfi til að framkvæma vissar breytingar á stjórninni og „veita í hana blóði hinnar yngri kynslóðar", eins og hann orðaði það. Hann þakkaði ráðherrunum fyrir þau störf, sem þeir hafa leyst af hendi og fyrir „sam- stöðu þeirra með byltingunni". Tveimur klukkustundum síðar var hinn nýi ráðherralisti lagð- ur fram. Hinir nýju ráðherrar og ráðu- neytisstjórar þeirra óku slöan í bifreiðum til Maximos-bygg- ingarinnar, þar sem núverandi ríkisstjóri, George Zoetakis hershöfðingi, hefur bækistöðvar sínar, en þar áttu nýju ráðherr- arnir að vinna embættiseið sinn fyrir erkibiskupi. RÁÐHERRALISTINN. Stjórnarleiðtoginn er ennþá George Papadopoulos, sem er forsætisráðherra og hefur sér til fulltingis tvo aðstoðarfor- sætisráðherra. Stylianós Pata- kos er annar aðstoðarforsætis- ráöherrann, og hann gegnir ennfremur stööu innanríkisráð- herra. Dimitrios Patilis hers- höfðingi er hinn aöstoðarutan- ríkisráðherrann. Patilis hershöföingi, sem áður var ráðherra í málefnum Norð- ur-Grikklands, kom fram í sviðs ljósið 13. desember í fyrra, þeg- ar Konstantín konungur gerði gagnbyltingartilraun áína. Hann tók við yfirstjórn grískrar her-1 deildar, sem staðsett var i Saloniki, og tókst með því að „bjarga" ástandinu. Panayiotis Pipinellis veröur áfram utanríkisráðherra. Hann sótti ráÖheBrafund.A-tlantshafs- bandalagsing f ReýkJaVIk*°Þeg- ar breýtingárnar • voru geröar á ríkisstjórninni gengu sögu sagnir um þaö fjöllunum hærra, að hann hefði veriö handtekinn. Piþinellis á aðalheiöurinn af því, að hægt var aö komast hjá vopnaviðskiptum við Tyrki á síöasta ári; meðan Kýpuröeirð- irnar stóðu yfir. Pipinellis hefur alla tíð leikiö mikilvægt hlutverk í grísku herforingjastjórninni, þar sem hann er milliliöur milli Papa- dopoulosar forsæfisráðherra og • Konstantíns konungs, sem enn- þá býr I útlegð í Róm, eftir hina , misheppnuðu gagnbyltingartil- raun sína. Nicolas Makarezos ofursti er þriðji • mikilvægasti maöurinn í þessu „triumvirati" innan grísku stjórnarinnar, en hann gegnir embætti samvinnumálaráðherra. Spyridon Lizardos, aöstoðar- ríkisritari, í gömlu stjórninni, hefur verið útnefndur sam- göngumálaráðherra. Hann kem- ur í staðinn fyrir PaulTotomis, sem tók þátt í herforingjabylt- ingunni. Konstantin Vovolinis tekur við embætti blaðafulltrúa for- sætisráðherra, en hann leysir af hólmi Michael Sideratos. Ioannis Triantafyllpoulos, sem er háskólaprðfessór, kem- ur í stað Konstantíns Kalam- bokias sem dómsmálaráðherra.' Kalambokias hefur aftur á móti tekið við stööu opinbers ákær- anda. Aðaltilgangurinn með þessum mannaskiptum, er álitinn vera sá, aö Papadopoulos sé að sýna það svart á hvítu, að hann sé algerlega einráöur innan . ríkis- stjórnarinnar, ég þurfi ekki aö taka tillit til þess vilja ráð- herra sinna, að stjórnarmeölim- ir séu valdir úr hópi hershöfð- ingja, þar sem enginn hinna nýju stjórnarmanna hefur liös- foringjatign. í yfirlýsingu vegna stjórnar- skiptanna sagði Papadopoulos, að hann hefði beðiö alla ráð- ' herra sína að leggja fram lausn- arbeiöni, þar sem hann hefði hug á að framkvæma víðtækar stjórnarumbætur á þann hátt að taka inn í ríkisstjórnina hina helztu hæfileikamehn, einkum af yngri kynslóðinni til aö vinna að því aö framkvæma hugsjónir byltingarinnar. Pipinellis utanríkisráðherra Grikklands í hópi fslenzkra frétta- manna i Reykjavík. Hina

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.