Vísir - 26.06.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 26.06.1968, Blaðsíða 9
VÍSIR . Miðvikudagur 26. júní 1968. Hver er vilji þjóðarinnar? — Yfirlit yfir tíu fyrstu skoðanakannanir Vísis Tjaö er ekki hlaupið að því aö segja nákvæmlega fyrir um afstöðu almennings til ákveö- inna mála, því að almennings- álitið er oft óutreiknanlegt eins og veðrið. Og á skömmum tíma skipast veöur í lofti rétt eins og afstaöa fólks getur breytzt í einni sjónhending. Mörgum stjórnmálamannin- um hefur leiðzt þessi óútreikn- anleiki fólks, og einhver kallaði almenning því virðulega nafni „ófreskjan með mörgu hausana" Það skal tekið fram að það var ekki íslenzkur stjórnmálamað- ur. Alltaf hafa menn engu að síður reynt að sjá fyrir hið óorðna. Fyrr á tíð settu menn traust sitt á afstöðu himin- tungla, innyflaspár og svo fram vegis, en nú er einkum reynt að styöjast við vísindalegri að- ferðir eins og skoöanakannan- ir, þótt atvinnuleysi sé ekki beinlínis ríkjandi hjá spákonum og loddurum. Ýmsar stofnanir, sem fram- kvæma skoðanakannanir, eru nú orönar viöurkenndar stofn- anir víða um heim, og menn byggja mjög á niðurstöðum þeirra, þótt stundum hafi borið við að þær væru fjarri sanni. Reglan er samt sú, að skoðana- kannanir, þegar þær eru vand- lega unnar, eru oftast nokkuö nærri lagi. A/'ið framkvæmd skoðanakann- ana er margt, sem hafa verður hugfast til þessaö niö- urstaða náist, sem eitthvað er á að byggja. Við almenna skoð- anakönnun er grundvallarhug- myndin sú, að geröur sé nokk- urs konar þverskurður af þjóð- félaginu, þannig að rétt hlut- fall haldist meðal hinna ýmsu, stétta, aldursskeiða og eölilegt hlutfall sé milli karla og kvenna. Til þess arna er gert visst úrtak, sem síöan er leitað til með spurningarnar. Þetta úrtak á eiginlega að vera eins og „þjóðfélagiö í hnotskurn", og skoðanir þess eiga að endur- spegla skoðanir heillar ^jóðar. Vísir hefur nú framkvæmt 10 skoöanakannanir um ýmis mál og birt niðurstööurnar. Þessar niðurstöður hafa vakið mikla athygli, -og þess végna er æskilegt að rifja þær upp. Fyrsta skoðanakönnunin var birt 12. janúar síðastliðinn, en það var áður en menn vissu. hverjir yröu í forsetaframboöi. Spurningin, sem þá var lögð fyrir ménn hljóöaði svo: „Hver viljið b£r að taki við embætti forseta íslands í sumar?" Það kom á daginn, aö meirihluti fólks, eða 57%, hafði ekkert um máliö hugsað og vildi ekki taka afstööu til þess, en þeit sem höfðu velt málinu fyrir sér. tilnefndu níu þjóðkunna menn sem æskilega frambjóðendur þar á meðal bæði dr. Gunnar Thoroddsen og dr. Kristján Eldjárn. Ciöan fyrsta skoöanakönnun in var birt hafa orðið mikl- ar ' reytingar á framkvæmd Skoðanakönnunar Vísis. Áöur náöi hún aðeins ti' íbúa Reykja- víkursvæðisins, sfðan var Akur- eyri bætt við. og nú er svo komið, að hún endurspeglar skoðanir allrar þjóðarinnar. hún nær til allra sýslna og landshluta. Fyrir hægri-breytinguna geröi Vísir tvívegis könnun meðal fólks í fylgi hennar. t fyrra skiptið var það um svipaö leyti og rætt var á þingi um hvort rétt væri að fresta breytingunni en í siðara skint:ð var spurt skömmu fvrit H-dag. þegar fyrirsiáanlegt var. að ekki vrð' hvikað frá fyrir hugaðri breytingu Á þessum tíma höfðu skoö- anir fólks breytzt allmikið. ou hægri-umferðin virtist eiga minna fylgi að fagna eftir þvl sem H-dagur nálgaðist. "'r fer á eftir listi yfir niu skoðanakannanir. sem Vísir het ur t, og eiga töflurnar að akýra sig sjálfar. Vert er að vekja athygli á þvf. að síöasta könnunin um afstöðu manna til Atlantshafsbandalagsins nær til allrar þjóðarinnar í heild. 29. janúar Teljið þér rétt, að' minkaeldi verði leyft hér á landi? Svör alls. 181, 91 kona og 90 karlar Með........ 48 eða 27% Móti........ 105 eða 58%, Veit ekki .... 28 eða 15% Með prósentutölu þeirra, er afstöðu tóku í málinu, lítur taflan svona út: Með ................ 31% Móti............... 69% tíllöjj í&bí 5. febrúar Teljið |jér rétt, að taka upp hægri umferð í vor? Svör alls 181, 91 kona og 90 karlar Með........ 81 eða 45% Móti........ 92 eða 51% Veitekki .... 8 eða 4% Með prósentutölu þeirra, er afstöðu tóku í málinu, líturtaflan svona út: Með .................47% Móti................ 53% 13. maí Eruð þér hlynnt(ur) hægri. breytingunni? Svör alls 163, 81 karl og 82 konur Með .. %..... 50 eða 31% Móti ........ 89 eða 54% Veivekki .... 24 eða 15% Með prósentutölu þeirra, er afstöðu tóku í málinu, lítur taflan svona út: Með................35% Móti................ 65% 12. febrúar Teljið þér rétt, að leyfa sölu á áfengu öli hérlendis? Svör alls 181, 91 kona og 90 karlar Meö ...... 84 eða 46*72% Móti ...... 84 eða 46%% Veit ekki .. 13 eða 7% Með prósentutölu þeirra, er af stöðu tóku í málinu, lítur taflan svona út: Með................ 50% Móti............n... 50% 26. febrúar Teljið þér rétt, að leyfðar séu sjón- varpssendingar frá Keflav.flugv. jafn- hliða sendingum ísl. sjónvarpsins? Svör alls 180, 82 karlar og 98 konur Mðti takmörkun 107 eða 59%% Með takmörkun 47 eða 26% Óákveðnir 26 eða 14%% Með prósentutölu þeirra, er afstöðu tóku í málinu, lítur taflan svona út: Með takmörkun ........ 31% Mðti takmörkuiT ........ 69% 21. maí L Viljið þér láta leggja landsprófið niður, breyta því eða halda því ? Svör alls 163, 81 karl og 82 konur . Halda ðbreyttu .. 29 eða 18% Breyta.......... 77 eða 47% Leggja niður----- 9 eða 6% Óákveðnir ...... 48 eða 29% Með prósentutölu þeirra, er afstöðu tóku í málinu, lítur taflan svona út: Halda ðbreyttu ... ....... 25% Breyta ......... ....... 67% Leggja niður..... ....... 8% 10. júní Viljið þér, að íslendingar gerist aðilar að Fríverzlunarbanda- laginu, EFTA? Svör alls 163, 81 karl og 82 konur Með aðild . 53 eða 32% Móti aðild .. 13 eða 8% Öákveðnir .. 97 eða 60% i Með prósentutölu þeirra, er af stöðu tóku í málinu, lítur taflan svona út: Með aðild.......... 80% Móti aðild.......... 20% 18. júní Eruð þér hlynnt(ur) því, að tekin verði upp þegnskylduvinna hér á landi? Svör alls 163, 81 karl og 82 konur Með ........ 77 eða 47% Móti........ 47 eða 29% Óákveðnir .39 eða 24% Með prósentutölu þeirra, er afstöðu tóku í málinu, lítur taflan svona út: Með .............:.. 62% Móti................38% 24. júní Eruð þér fylgjandi iiví, að íslend- ingar segi sig úr Atlantshafsbanda- laginu á næsta ári? Með aðild.......... 51% Móti aðild.......... 19% Óákveðnir.......... 30% Með prósentutölu þeirra, er afstöðu tóku í málinu, lítur taflan svona út: Með aðiíd.......... 73% MðU aðild.......... 27%

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.