Vísir - 27.06.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 27.06.1968, Blaðsíða 5
VlSIR . Fimmtudagur 27. júní 1968. L^-F' ¦ í-notóií^H ¦ mr Hér sjáum við nokkrar tegundir af pappaglösum, diskum, skálum og bollum, sem fást f Silla og Valda í Austurstræti. Á myndinni eru einnig plasthnífapör fyrir útilegur og alú- og míndiskar. Pappadiskar í útileguna Tjrátt fyrir kuldatíð eru margir Islendingar farnir að hugsa til sumarleyfa úti á landsbyggð- inni í tjöldum eöa sumarbústöö- um. Tjaldferðir eru mjög vinsælar bæði meðal yngra og eldra fólks og þó að áður fyrr hafi fólki þótt nægjanlegt að dveljast í tjaldi eina og eina nótt í senn þá hefur hinn margbreytilegi og þægilegi ferðaútbúnaður, sem nú er kom- inn á markaðinn, gert það að verk um að fólk getur nú dvalizt í tjöldum vikum saman og búið við beztu þægindi. Helztu vandræöin í sambandi við slíkar útilegur eru jafnan í sambandi við matartilbúninginn fyrst og fremst að halda matn um óskemmdum og hins vegar að hreinsa matarílátin, þar sem uppþvottur úr köldu vatni er jafnan óþrifalegur og seinlegur. Fyrra atriöið verður að sjálf- sögðu ekki leyst til hlítar fyrr en hægt verður að koma upp ís- skáp í tjaldinu, en niðursuðumat ur og ýmiss konar umbúöir og ílát sem gerð eru sérstaklega til að geyma mat í til lengdar, hafa þó gert það að verkum að þetta þarf ekki lengur aö vera til telj andi óþæginda. Hitt atriöiö aftur á móti, varðandi uppþvottinn hefur ver iö leyst á þann hátt, að í staö þess að nota þunga og óþægi- lega gler- eða postulínsdiska með tilheyrandi stáihnífapörum er nú hægt að fá þægilega pappa- eða plastdiska og hlið- stæð hnífapör, sem í flestum til fellum er aðeins notaö einu sinni og síðan hent. Með þessu móti er ekki aðeins hægt að losna við kámuga og fyrirferöar mikla matardiska, heldur hrein- lega losna við allan uppþvott. Hnífapörin má hins vegar nota oftar en einu sinni, en þau eru úr hörðu plasti, sem mjög auð- velt er að þvo, jafnvel þó að heitt vatn sé ekki fyrir hendi. Margar íslenzkar matvöru og pappírsvöruverzlanir hafa til sölu þessa pappadiska, bolla, glös og skálar í óteljandi gerð- um. Bæði er hægt að fá stóra pakka af einlitum diskum sem kosta 70—80 krónur og einnig er hægt að fá skrautlega og fall ega diska f minni pökkum sem eru hlutfallslega nokkru dýrari. Glös meö litlu handfangi fást, einnig og eru þau sérstaklega gerð fyrir heita drykki og húð- uð með plasti. Litlar skálar (10 stk. í pakka) sem eru mjög hent ugar fyrir salöt, ís, ávexti o.fl. kosta um 25 krónur pakkinn. 15 stykki I pakka af stórum disk um hólfuðum niður fyrir mis- munandi mat, kosta um 75 krön ur. Glösin eru þó ef til vill vin- sælust af öllum þessum pappirs ílátum, því aö þau eru mikið notuö á heimilum, t.d. fyrir börn. Ef þiö þurfiö aö halda barnaafmæli á næstunni, þá er tilvalið að kaupa mislit pappa- glös, því að þá er engin hætta á að börnin brjóti glösin. Alumínílát eru líka mjög æskileg bæði í heimahúsum og í Utilegum því að þau halda matnum mjög vel köldum. Alu- míndiskar eru fáanlegir en þeir eru fremur dýrir, þó að vfsu megi nota þá oftar en einu sinni. Ef þið eruö á leið f útilegu áð ur en langt um líður, þá ættuð þið að athuga hvort ekki væri ráð að skilja alla þungu diskana og hnífapðrin eftir heima og losna algerlega við uppþvott inn með þvf að nota létta pappa eða plastdiska. Húsfreyjaií skrifar um kvenfélög í nútíma 1 nýútkomnu blaði Kvenfélaga sambands íslands, Húsfreyjunni er m. a. viðtal við Freyju Nor- dahl, Svövu Jakobsd., rithöfund og Hallveigu Arnalds, kennara um það hvort kvenfélög eigi rétt á sér í nútímaþjóðfélagi. Þá er f blaðinu grein nr. 4 um ís- lenzka þjóöbúninga, mannrétt- g] indaþáttur, heimilisþáttur, grein um hlutverk mæðra, rúmfatnað og einnig er sagt frá Kvenna- samtökunum f Kópavogi. Leið- beiningastöð húsmæðra og ýmsu öðru. Ritstjóri blaðsins er Sigrfður Thorlacius og er verð blaðsins í lausasölu 35 krónur. VELJUM ÍSLENZKT(þj)íSLENZKAN IÐNAÐ Umbúðasamkeppni Iðnkynningin 1968 (Félag íslenzkra iðnrek- enda og Landssamband iðnaðarmanna) býður til fyrstu íslenzku umbúðasamkeppninnar. Samkeppnin er fyrir allar gerðir umbúða, jafnt flutningaumbúðir og sýninga- og neyt- endaumbúðir. Þátttökuskilmálar eru sem hér segir: 1. Sérhver íslenzkur umbúðanotandi, um- búðaframleiðandi eða sérhver sá, sem hef- ur með höndum gerð eða hönnun umbúða, getur orðið þátttakandi, en þó verður í öll- um tilvikum að afla leyfis annarra við- komandi aðila. Þær umbúðir, sem þátt taka í samkeppninni, verða að vera hann- aðar eða framleiddar á Islandi og hafa komið á markað hér eða erlendis. 2. Allar umbúðir, sem sendar eru til umsagn- ar, skal afhenda burðargjaldsfrítt í þrem- ur eintökum, — og skulu, ef unnt er, tvö þeirra vera með innihaldi en eitt án inni- halds. Fyrir sérstakar gerðir umbúða er hægt að veita undanþágu frá þessari reglu. Umbúðirnar ásamt upplýsingum samkvæmt lið 3 skal senda til Iðnkynning- arinnar, Lækjargötu 12, IV. hæð, Reykja- vík, fyrir 1. september 196C. 3. Eftirfarandi upplýsingar skulu fylgja: a) Nafn og heimilisfang þátttakenda. b) Umbúðarframleiðandann. c) Umbúðanot- andann. d) Þann, sem séð hefur um hönnun. Gjald fyrir tilkynningu hverrar umbúðarteg- undar (eða umbúðarseríu, sem óskast dæmd sem heild) er kr. 500.00, sem sendar skulu í ávísun með þátttökutilkynningu. Þeir sem hug hafa á þátttöku geta fengið ein- tak af reglum dómnefndar í skrifstofum Landssambands iðnaðarmanna og Félags ís- lenzkra iðnrekenda, Iðnaðarbankahúsinu, Reykjavík. IÐNKYNNINGIN 1968 Knattspyrnudómarar Almennur fundur verður haldinn í Tjarnar- búð, uppi, föstudaginn 26. júní kl. 20.30. STJÓRN K.D.R.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.