Vísir - 27.06.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 27.06.1968, Blaðsíða 9
V1SIR . Fimmtudagur 27. júní 1968. 9 J nokkra daga hefur Reykja- vík verið í heimsfréttunum, nafn hennar verið á forsíðum stórblaðanna úti um víða ver- öld í London, París, New York og jafnvel austur í Tokyo. Ástæðan fyrir þessu er eins og allir vita, að alþjóðleg ráð- stefna hefur verið haldin hér. Fyrsta raunverulega samkoman sem því nafni getur kallazt hér á landi með allri þeirri ös og látum og heimsborgaralegum brag, sem þvx fylgir. Og síðast en ekki sfzt með heimsókn allrar heimspressunnar hingað, tugum af heimskunnum blaða- mönnum, sem mynda eins kon- ar tauga og talfæri ráðstefn- unnar út um allar trissur. Sjálfir verðum við eins og hálfgerðir áhorfendur að þessu furðufyrirbæri f okkar landi og getum undrazt margt. Okkur Þorsteinn Thorarensen: OKKAR fellur það kannski ekki allt vel eins og ýmis þau einkenni diplomatísks hégómleika sem venja er að mynda í kringum samkomur, eins og fáránlegar raöir af svörtum lúxusbílum, sem er erfðaföst aðferð diplo- mata til að skapa sér hégóma- viröingu og sama hlutverki gegna að nokkru leyti raðir varðmanna og alls kyns undir- tyllufulltrúa, sem hafa meðal annars það hlutverk, að hindra að almenningur geti átt greiðan aðgang að hinum háttsettu herrum. Allt er þetta f okkar augum hjákátlegt og væri nær fyrir þessa diplomata að reyna að koma niöur á jörðina og um- gangast almenning eins og þeir væru venjulegt fólk. En svona er venjan einu sinni og er varla að nokkur þori að brjóta hana, nema þá helzt hollenzki utan- ríkisráðherrann Luns, sem er alveg sérlega geðugur og frjáls- lyndur maður. Þóttu það til dæmis nokkur tfðindi þegar hann notaði sunnudaginn á und- an ráðstefnunni til að fara í skemmtiferð suður til Krýsuvík- ur og tók sér þar sæti í venju- legum langferðabíl innan um almúgann. Hann er jafnframt sá ráðherranna, sem geröi lang mest aö því að ganga um göt- urnar og skoða sig um. JKað hefur löngum legið orð á því, að árangur af slíkum alþjóðaráðstefnum sé oftast sáralítill. Þetta séu venjulega kjaftaþing, sem komist sjaldan að neinum raunhæfum niður- stöðum eða geti fitjað upp á merkilegum nýmælum. Eftir því sem mér hefur til eyrna borizt þykir það nokkrum tíðindum sæta með þessa ráð- stefnu, að á henni hefur komiö fram allmikið nýmæli og frum- kvæði, sem er í þvf fólgið, aö Atlantshafsbandalagið hefur nú ákveðið að bjóöa Rússum eða Varsjárbandalaginu afvopnun, sem ætti að hefjast fyrst á takmörkuðum ‘svæðum í Mið- Evrónu og síðar á stærri svæð- um ef vel gengi. Þessi hugmynd er nú talin hafa veriö aðalviö- fangsefni ráðstefnunnar, hún er í fyrstu kannski aðeins hug- mynd og nú á að setja kraft í að útfæra hana í smáatriðum og gera Rússum tilboð. Auðvitað byggist þessi hug- mynd fyrst og fremst á þeirri þróun sem orðið hefur á undan- förnum árum, þar sem dregiö hefur úr spennunni og frjáls- ræðisöldur hafa meðal annars gengið yfir kommúnistaríkin í Austur-Evrópu. Að vísu skýtur þar dálítiö skökku viö f aðgerðum Austur- Þjóöverja síðustu dagana, með þeirri vegabréfaþvingun sem þeir eru að setja á Berlín. Létu ráðherrarnir á ráðstefnunni í ljósi miklar áhyggjur út af þeim atburðum sem fara svo á móti straumi í áttina til spennu og ofbeldis. En þar verður að athuga, að menn grunar, aö þaö sé fyrst og fremst hinn gamli stalinisti Ulbricht, sem þar er að verki og honum lfkt, að reyna að gera sitt til að spilla sem mest fyrir sátta og friðarumleitunum. Það væri ekki lítils virði ef þessi nýja hugmynd á ráð- stefnunni í Reykjavík gæti orö- ið til þess að koma á friði eða að minnsta kosti betra sam- komulagi milli austurs og vest- urs. Það væri ekki lítill heiöur fyrir okkur og land okkar, ef þessi samkoma yröi í minning- unni eins konar friðarráðstefna og nafn Reykjavíkur við hana tengt. Ég býst auðvitað við, að slíkt sé aö gera sér gyllivonir. og enn nun líða nokkur tími, þar til séð verður hver við- brögð Rússa verða. En þetta ætti þó að vekja okkur til nokkurrar umhugsunar, hvers eðlis slíkar ráðstefnur eru, þær eru lýöræðislegur vettvangur fyrir skoöanaskipti milli þjóða og geta merkisviðburöir upp af þeim sprottiö þó síðar veröi. Tjetta ætti um leið að sýna okkur hve fávísleg eru þau mótmæli, sem komiö hafa fram varðandi þetta ráðstefnuhald, sérstaklega þau mótmæli sem voru byggð á því, að ráðstefnan gæti orðið Háskóla íslands til einhverrar vansæmdar. Þvert á móti er það skólanum sem stofnun til mikils heiðurs að lána hús sitt til afnota fyrir ráðstefnu sem hefur komið fram með merkilega hugmynd í friðarátt í heiminum. Hin rö’.xin eru tæpast nokk- urs virði heldur, að ráðstefnu- haldið hafi orðið til að raska stórkostlega starfsemi skólans. Það er fyrirfram kunnugt, að sú starfsemi er aldrei mikil á þessum tima árs. Þar heföi vart heyrzt nokkur fótatak á göng- um eftir aö prófum var lokiö. Virðist mér að þau mótmæli séu aöeins smásálarlegt nöldur, nema annað komi til. Það var til dæmis varla við öðru að bú ast en að urgaði í mönnum eins og Jakobi Benediktssyni. Við þekkjum orðiö merki menntahrokans, sem sérstak- lega virðist svo rótgróinn hjá ýmsum íhaldssömum málfræö- ingum. Og við þekkjum and- ann frá gömlu kommúnistaklík- unni úti í Kaupmannahöfn þessum íhaldssömu gömlu stal inistum. Þetta eru þau tvenn lífsviðhorf með vorri þjóð, sem eru hvaö ógeðfelldust, — og þá ekki von að vel fari, þegar þetta tvennt kemur saman. Ég vildi líka minna á það í þessu sambandi, aö þess eru fræg fordæmi í sögu okkar, að rými í skólum sé notað til sam kunduhalds. Má minna á það, að sjálft Alþingi íslands hafði inni f gamla menntaskólan- um við Lækjargötu í meir en 30 ár, áður en það eignaöist eigin byggingu. Sumir myndu segja að sá samanburður væri ekki réttilegur, en þvi er þá til að svara, að í hugum þorra ís- lendinga hefur Atlantshafs- bandalagið verið merkileg og kær stofnun sem hefur tryggt landi okkar frelsi og öryggi meðan válegir stormar geisuðu. Og þaö hefur um leið orðið styrkasta stoð fyrir frið í ver- öldinni. Tjað er almennt og ótvírætt álit allra, sem nálægt þess- ari ráðstefnu komu, að fram- kvæmd hennar hér hafi verið til hreinnar fyrirmyndar og aö mörgu leyti farið fram úr þvi sem tíðkast á venjulegum fund- arstöðum í stórborgum. Þetta er ekki lítið upp f sig tekið. en ég hef gengið úr skugga um að þaö er rétt. Það kemur ekki hér málinu við, hverjir einstakl ingar hafa hér að unnið. aðal- atriðið er, að öll framkvæmdin hefur orðið okkur sem þjóð til sóma. Ef til vill hafa sumir fulltrúar stórþjóðanna haldiö hingað með vantrú á að nokkurt vit gæti orðið f fundarhaldi, sem slík smáþjóð ætti aö standa fyrir. En þaö varð öðru vfsi en þá grunaði og héðan fara þeir með aðdáun vegna alls viður- gerningsins. Þar fellur varla nokkur blettur á. Margt kemur hér til, veörið var óvenjulega gott allan tfmann, og það er þessum mönnum komnum úr hitastækju suðlægra landa eins og munaður að anda aö sér hreinum og ferskum vindblæn- um hér. Þá kom það í ljós, aö húsnæðiö f Háskólanum var sér lega hentugt og til dæmis var stærð hátíðasalarins eins og sniðin fyrir það mikla hring- borö, sem þarf að vera á NATO- ráðstefnum. Enn má nefna hreinleika aöalgistihússins, Hót el Sögu og það veröur að segj- ast aö þar hefur okkar bless- aöa bændastétt unnið þjóðinni mikinn sóma með því að ráöast í þá nauðsynlegu byggingu. NATO-fundurinn hefur orðiö nokkurs konar frumsýning fyrir okkur, að því leyti, að þetta er fyrsta alþjóðaráðstefnan Hann hefur orðið til þess að opna augu áhrifamikilla manna um það, að Reykjavík er fullkomlega samkeppnisfær um að halda slíkar ráðstefnur, ekki siður en til dæmis borgir Svisslands. Það skyldi því ekki undra mig þó aö fleiri færu á eftir. Svo virðist sem viö heföum jafn- vel möguleika á því að hafa hér stórveldafund, með slíkum köllum eins og Kosygin og John son. Ekki veit ég hversu æski Iegt það væri, en það væri þó kannski tilvinnandi að við gæt um hjálpað upp á heimsfriöinn. Skyldu þeir ð efstu hæðinni í Háskólanum þá mótmæla ef það væri nú fyrir hann Kosygin. jþað er svo fjarri því, að mót- mælaaögeröirnar gegn ráö stefnunni hafi orðið til að spilla fyrir henni, að ég heyrði miklu oftast undrun hinna erlendu gesta, sérstaklega í blaöamanna hópi, (en þar eru margir all róttækir vinstrinienn) yfir þvi, hve veik og vanmáttug þessi mótmæli öll voru. Sumir þess ara blaðamanna eru komnir beint frá Parfs og Bonn, þar sem ólæti hafa verið hvað mest og létu þeir þau orð falla, kannski í hálfkæringi, að það væru nú aumu „byltingar- mennirnir" þessir islenzku r'.ommúnistar. Þeir virtustfáþaö álit, þegar þeir sáu þessar fáu hræður standa fyrir utan Há- skólabíc að fslendingar hlytu að vera einstök þjóð í heim- inum og hægri sinnuð, að ekki skyldu fleiri koma saman. Enn Wr-> 13 síða Lesendum er friálst að láta í Ijósi skoðanir sínar í þessum dálki. En eitt skilyrði fyrir þessu Ló, —bað er að skrifa STUTT. Sendið bréf yðar til blaðsins. Utanáskriftin er: Dag- blaðið Vísir — Lesendur skrifa, Laugavegi 178, Reykjavík, eða hringið oh Iátið heyra frá yður það sem vöur kann að liggja á hjarta. TAUGASPENNA í LOFTINU A.H. skrifar:..flestir hafa orð ið varir við þá taugaspennu, sem liggur í loftinu. Á mínum vinnustað er karpað dag eftir dag og stundum yfirgefa menn vinnustaðinn ekki fyrr en löngu eftir að vinnu er lokið. Auð- vitað er rifizt um forsetaefnin, og sýnist sitt hverjum. Viö megum hins vegar gæta okkar. Kosningabaráttan má ekki spilla friðnum milli manna en vissu- lega getur verið hætta á slíku. Nú eru kosningarnar framundan og ég verð að segja að ég er feg- inn, þegar þær eru afstaönar, þá getur fólk andað léttar, — eða hvað? 1S1 KOSNINGANÓTTIN Kjósendur hafa margir hverjir skrifað og hringt vegna „ráns- ins á kosninganóttinni“ sem rætt hefur verið um í blöðum og manna á meðal að undan- förnu. „Kjósandi“ skrifar m.a.: .. .ég held aö ég mæli fyrir munn margra kjósenda (og raun ar flestra), þegar ég skora á við komandi aðila að flýta talningu í stað þess að seinka henni. Það er nefnilega svo með flesta að þeir bíða f ofvæni eftir kosninga tölunum, og einhvern veginn hefur þessi kosninganótt oröið merkur atburður í lífi okkar; viö viljum bíða fram eftir nóttu og fylgjast meö, hvers vegna á nú aö svipta okkur þessari á- nægju? 1^1 HVAR ER LÖGREGLAN? „Öðru vísi mér áöur brá“, skrifar Ökuþór. „Um og eftir H-daginn varð vart ekiö um borgina án þess að sjá glitta í hvítu kollana lögreglunnar. En hvar eru þeir nú blessaðir? Þeir eru a.m.k. viös fjarri þeim öku níðingum sem nú „eiga“ göturn ar og aka á allt að 80 km. fram hjá hraðaskiltunum, sem minna svo sakleysislega á 35 km há- marftshraðann. Mér finnst að lögreglan ætti aö vera snjallari en svo aö leyfa slík lögbrot. Geti hún ekki annaö löggæzl- unni sem skyldi ætti lögreglan sjálf að hækka hámarkshraðann því að allir vita að enginn ekur lengur á 35 km hraða. Síðast > gær óku tveir lögreglumenn í fullum skrúöa fram hjá mér á einkabíl, hraðinn hjá mér 45 km en mun meiri hjá þeim. IS! SÍLDIN BÍÐUR „Það er landráðum næst aö mínum dómi", segir sjómaður í löngu bréfi, sem hér er stytt mikið, „að ekki skuli lögð meiri áherzla á samninga við sjómenn um kaup og kjör á síldarvertíð- inni, svo og að semja um verð á síld í sumar. Hvers vegna lærum við aldrei neitt? Getum við ekki komið okkur saman áður en si’din fer að vaða. Nú eru fréttir komnar af mikilli síld. oa auövitaö eru Rússar oa Norðmenn famtr að gramsa ' öllu saman, en fiskveiðiþjóðin, hvar er hún? Við sitjum við samningaborðið og flotinn í höfn Þetta nær engri átt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.