Vísir - 28.06.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 28.06.1968, Blaðsíða 8
I 8 VÍSIR Otgefandi : Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar : Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjóm : Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda hf. Afvopnunartilboð NATO þorsteinn Thorarensen, utanríkismálasérfræðingur Vísis, skrifaði í blaðið í gær grein um NATO-fund- inn, sem haldinn var í Reykjavík í vikunni. Vekur Þorsteinn í greininni m. a. athygli á afvopnunartil- boðinu, sem samþykkt var á fundinum, og segir: „Það hefur löngum legið orð á því, að árangur af slíkum alþjóðaráðstefnum sé sáralítill. Þetta séu venjulega kjaftaþing, sem komist sjaldan að neinum raunhæfum niðurstöðum eða geti fitjað upp á merki- legum nýmælum. Eftir því, sem mér hefur til eyrna borizt, þykir það nokkrum tíðindum sæta með þessa ráðstefnu, að á henni hefur komið fram allmikið nýmæli og frumkvæði, sem er í því fólgið, að Atlantshafsbanda- lagið hefur nú ákveðið að bjóða Rússum eða Varsjár- bandalaginu afvopnun, sem ætti c.ð hefjast fyrst á takmörkuðum svæðum í Mið-Evrópu og síðar á stærri svæðum, ef vel gengi. Þessi hugmynd er nú talin hafa verið aðalviðfangsefni ráðstefnunnar. Hún er í fyrstu kannski aðeins hugmynd og nú á að setja kraft í að útfæra hana í smáatriðum og gera Rússum tilboð. Auðvitað byggist þessi hugmynd fyrst og fremst á þeirri þróun, sem orðið hefur á undanförnum ár- um, þar sem dregið hefur úr spennunni og frjálsrseð- isöldur hafa meðal annars gengið yfir kommúnista- ríkin í Austur-Evrópu.“ „Það væri ekki lítils virði, ef þessi nýja hugmynd á ráðstefnunni í Reykjavík gæti orðið til þess að koma á friði eða að minnsta kosti betra samkomu- lagi milli austurs og vesturs. Það ,væri ekki lítill heiður fyrir okkur og land okkar, ef þessi samkoma yrði í minningunni eins konar friðarráðstefna og nafn Reykjavíkur við hana tengt. Ég býst auðvitað við, að slíkt sé að gera sér gylli- vonir, og enn muni líða nokkur tími, þar til séð verður, hver viðbrögð Rússa verða. En þetta ætti þó að vekja okkur til nokkurrar umhugsunar, hvers eðlis slíkar ráðstéfnur eru. Þær eru lýðræðislegur vettvangur fyrir skoðanaskipti milli þjóða, og geta merkisviðburðir upp af þeim sprottið, þótt síðar verði. Þetta ætti um leið að sýna okkur, hve fávísleg eru þau mótmæli, sem komið hafa fram varðandi þetta ráðstefnuhald, sérstaklega þau mótmæli, sem voru byggð á því, að ráðstefnan gæti orðið Háskóla íslands til einhverrar vansæmdar. Þvert á móti er það skólanum sem stofnun til mikils heiðurs að lána hús sitt til afnota fyrir ráðstefnu, sem hefur komið rram með merkilega hugmynd í friðarátt í heimin- um.“ V1 S I R . Föstudagur 28. júní 1968. Ottó Schopka: AFKOMA IÐNAÐARINS Xpyrir skömmu var Iögð fram skatta- og útsvarsskrá fyr- ir Reykjavík, þar sem greint er frá álagningu opinberra gjalda á tekjur ársins 1967. Úr þessari skrá má lesa ýmsan fróöleik, m. a. um afkomu atvinnuveg- anna, og með samanburði við álagningu fyrra árs má gera sér nokkra grein fyrir þrðun- inni í afkomu einstakra greina. Árið 1967 var flestum fyrir- tækjum og atvinnurekendum erfitt. Þetta endurspeglast Ijós- lega í heildarupphæð álagðra opinberra gjalda á félög, en sam anlögð tekjuútsvör þeirra lækk- uðu um nálega 30%, úr 80 millj. kr. í fyrra f 55 millj. kr. í ár. Heildarupphæð tekjuskatta fé- laga lækkar sennilega í sama mæli. Á hinn bóginn hækka eignaskattar og eignaútsvör verulega. Ekki stafar það þó af því að atvinnureksturinn hafi aukið eignir sínar svo verulega frá fyrra ári, heldur er nú not- að hærra mat en áður við ákvörö un skattskyidra eigna. Er nú miðaö viö nífalt fasteignamat en áður var miðaö við 3—6 falt fasteignamat. I þessari breytingu felst veru lega aukin skattabyröi, sem Ieggst með fullum þunga á at- vinnureksturinn á tímum þegar afkoma hans er með lakasta móti. Ósennilegt er, að atvinnu- reksturinn geti staðiö undir þess ari auknu skattabyrði, eins og ástandið er í dag, og mun hún því óhjákvæmilega koma fram f hærra verðlagi, a. m. k. hjá þeim atvinnugreinum, sem hafa möguleika á þvl og að svo miklu leyti sem verðlagseftirlitið kem- ur ekki í veg fyrir það. Aðrar atvinnugreinar, einkum þær sem eiga í erlendri sam- keppni eöa selja afurðir sfnar á erlendum mörkuðum, hafa ekki sömu möguleika og verða þvl að bera skattahækkunina að mestu sjálf. Afkoma fyrirtækja í þessum greinum hefur hins veg ar verið fremur bágborin að undanfö.rnu, þótt gengisbreyting in í nóvember sl. hafi eitthvaö bætt þar um, og má’ búast við að þessi skattabækkun valdi þeim einhverjum erfiðleikum. Lauslegur samanburður á rekstrarafkomu einstakra iðn- greina gefur vísbendingu um, að það er víðar en I sjávarút- vegi, landbúnaði og fiskiðnaði, sem tryggja þarf raunhæfan rekstrargrundvöll. Augljóst er, að afkoma þeirra iðngreina, sem eiga I erlendri samkeppni, hefur yfirleitt ver- ið lök á árinu og versnað frá áripu áður. Veldur þar mestu, að vegna erlendrar samkeppni var óhægt að hækka verðlag inn lendrar framleiðslu, enda þótt nokkrar kostnaðarhækkanir hefðu gert þaö nauðsynleot, oe dró það að sjálfsögðu úr af rakstri þessara iðngreina. Hin hagstæðu áhrif gengisbreyting- arinnar koma ekki tram 1 ar komunni á árinu 1967, þar sem þeirra var lítt eða ekki tekið að gæta fyrir áramót. Sumar iðngreinar, sem við eðlileg skilyrðl ættu að geta skilað viðunandi hagnaði, voru reknar með hreinu tapi, sem má að sumu leyti rekja til strangra verðlagsákvæða. Athyglisvert er t. d., að rekstur prentsmiðja hefur yfirleitt ekki verið arð- samur, því síður rekstur vél- smiðja, sama máli gegnir um brauðgerðarhús og loks hafa rakarameistarar lýst yfir áhyggj um um framttð iðngreinar sinn- ar vegna lélegra afkomuhorfa, sem fæla unga menn frá þvl að læra iðnina og starfa við hana. Allt stafar þetta að meira eða minna leyti af fráleitri afstöðu verðlagsyfirvalda, sem virðast starfa eftir reglum, sem eru byggðar á misskilningi, eða skiln ingsleysi á nauðsyn þessara og ýmissa annarra atvinnugreina Ekki eru horfur á, að um neinn stórfelldan bata I afkomu iönaðarins verði að ræða á þessu ári þótt líkur séu á, að afkom an verði þó yfirleitt nokkru betri en I fyrra. Alls konar kvað ir hlaðast á hverju ári á at- vinnureksturinn og lítið eða ekk ert kemur á móti. Þótt þessir pinklar séu flestir smáir og láti lítið yfir sér, eru þeir þó allir orðnir ærin byrði fyrir margan sjálfstæðan atvinnurekanda og þykir sumum nóg um. Samkeppnisaðstöðu innlends iðnaðar er hætta búin, ef enda- Iaust er hlaðið á hann auknum álögum. Það er þvi áreiðanlega orðið tímabært að endurskoða afstöðuna til þessara mála. Erik Heirung, forstjóri Fred. Olsen & Co., Osló: Hagræðing í strandsiglingum og Norðursjávarsiglingum Vinir á íslandi hafa vakið at- hygli okkar á viðtali við Guð- jón Teitsson, sem fjallar um starf undirritaðs og kapt. Mark- ussens fyrir Skipaútgerð ríkis- ins á árunum 1960 og 1963. Án þess að ræða gæði þess ráðgjafarstarfs, sem var af hendi leyst, vil ég aðeins stað- hæfa að grundvallaratriði þeirra tiliagna sem gerðar voru, eru hin sömu grundvallaratriði og seinna var beitt með miklum ár angri við hagræðingu á strand flutningum í Noregi. Það kann einnig að vera þekkt á íslandi að rekstur strandflutninga, sem áður átti I miklum erfiðleikum, er nú orðinn arðbær rekstur. Þegar hr. Teitsson segir að I Noregi hafi fengizt stæm reynsla síðustu 10 árin af nýj- ustu gerðum palla- og slðuhurða skipa, þá er það beinlínis rangt. í þessu sambandi vil ég einn ig benda á, að fulltrúar frá ís- landi voru kynntir hjá Vesten- fjeldskes Ruteselskap, en skip þeirra „Verma“ hefur stórlega opnað mönnum sýn (har vært den store öyeápner), ekki aðeins hjá norskum strandferöaútgerð- um en einnig hjá skipaútgerðum um allan heim. Það er hryggilegt að mönnum skuli sýnast aðstæður á Islandi svo „sérstakar", að þeim sé ekki fært að notfæra sér kosti nýj- ustu skipatækni. Útgerðarfélag það, sem ég veiti forstöðu lét byggja 10 ný skip á árunum 1966/67, og voru þau öll byggð fyrir notkun palla og með síðuhurðum. Á sama tíma var yfir 10 skipum breytt I sömu átt. Þessi skip eru bæði I Norðursjávarsiglingum og út- hafssiglingum. Þekktur austur-þýzkur leik- stjóri, Wolfgang Pintzka er staddur hér á landi um þessar mundir, en hann hefur verið ráö inn til að setja upp leikrit Bert olts Brechts, „Puntila og Matti vinnumaður hans“, I Þjóðleik- húsinu næsta haust. Pintzka vann með Brecht I hinu fræga leikhúsi hans, Berlin er Ensemble. I 10 ár, en starfar nú við eitt fremsta leikhús I Austur-Þýzkalandi, Volksbiihne. Að lokum má nefna að þeir, sem fást við skipaflutninga í heiminum, eru nú I höfuðatrið- um sammála um að þar sem það borgar sig ekki að nota stóra flutningakassa (contain- ers), þá sé palla/slðuhurðahug- myndin sú rétta. Sú gamaldags aðferð að hlaöa vöru lausri f lest, er endanlega og örugglega horfin úr sjónvldd. Með honum kemur I haust leik- tjalda og listmálarinn, Manfred Grund og gerir hann leikmynd og búninga við þessa sýningu Þjóðleikhússins. Ekki hefur ver- ið gengið endanlega frá hlut- verkaskiþan I sýninguna, en á- kveðið er að Puntila sjálfan leiki Róbert Amfinnssoa Er- lingur Gíslason leikur Matta og Evu dóttur Pimtila leikur Krist bjðrg Kjeld. Gert er ráð fyrir að leikritið verði frumsýnt f októ- berbyrjun. Þekktur Brecht-leikstjóri til Þjóðleikhússins — setur upp Puntila eftir Brecht næsta haust

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.