Vísir - 28.06.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 28.06.1968, Blaðsíða 12
12 ( V í SIR . Föstudagur 28. júní 1968. ANNE LORRAINE , — Þá verðum við að fresta þessu sagöi hann stutt. — Afsakið þér að i ég var aö gera yður ónæði. Ég... I Hann ætlaöi að fara, en hætti við það. — Er yður verr við að ég 'staldri við hérna og hlusti á yður i tala við sjúklinginn yðar? — Það er velkomið, sagði hún vingjarnlega. — Hún er á gelgju- /skeiöi og er kvíðafull og þunglynd. Hún er máttlaus I hægra fæti, en ' við getum ekki fundið neina Iíkam- / lega ástæöu tií þess. Ég átta mig /ekki fyllilega á þessu, þvl að ég ^get ekki séð neina sérstaka ástæðu til þessara þunglyndiskasta sem ' hún fær, jafnvel þó að hún sé á /þessum aldri. Hana langar ekkert til að lifa — en samt segir hún okk ur að hún eigi góðan mann, ástúð- leg börn og nóg fyrir sig að ; leggja. Hann fór með henni að rúminu og settist og horfði á konuna £ rúm inu. Hann hlustaði á meö athygli meðan Mary var að tala við hana. Þegar þau urðu samferða út skömmu síðar leit hann við og brosti hlýlega til hennar. —Hittið þér mig á laugardaginn, sagði hann biðjandi/ — Mér finnst meðferð yðar á þessu tilfelli fram- úrskarandi góð, Það er auðséð að þér notið sömu aðferðina og ÉG geri, og mér finnst á mér, að við gætum hjálpað hvort öðru taisvert mikið. Sleppið þér þessari hátíö — það verður nóg af hátíðum síðar. Þær skipta engu máli, en verkefn- ið okkar miklu máli. — Nei, þær skipta engu máli, sagði hún með semingi. — Und- ir venjulegum kringumstæðum hefði mig gilt einu þó að ég væri ekki, en vinur minn — ég meina, ég hef lofað að koma, og nú er of seint að kippa að sér hendinni. En ég segi yður það alveg satt, að mig langar til að hjálpa yður. Hann varp öndinni, yppti öxlum og sneri sér frá henni. — Gleymið þessu, sagði hann. — Það var heimska af mér að halda að kona mundi neita sér um samkvæmi til þess að rökræöa við mig. Hún fór á eftir honum fram gang inn og röddin var hvöss þegar hún nefndi nafnið hans. — Áður en þér farið, Carey læknir, langar mig til að spyrja yður að dá- litlu. Leggið þér það í vana yðar að vera svona hortugur við alla, sem ekki gegna því sem þér ætlazt til, að þeir geri? Ég hef sagt yður, að ég hef mikinn áhuga á starfi yðar, og ég skil ekki, að það skipti nokkru máli aö ég er kvenmaður. Ég held að ég megi ÝMISLEGT ÝMISLEGT Tökum aö okkur bvers konai múrbroi og sprengivinnu I húsgrunnum og ræs um. Leigjum út loftpressur og víbra sleða. Vélaleiga Steindórs Sighvats sonat Álfabrekku við Suöurlands braut. simi 10435. GÍSLl JÓNSSON Akurgeröi 31 Slmi 35199 Fjölhæf jarðvinnsiuvél, annast lóðastandsetningar, greí hús- grunna, holræsi o. fl. TtKUR ALLS KONAR KLÆÐNINGAR FLJÓT ÓG^VÖNpUO VINNA ÚRVAL AF ÁKLÆÐUM LAUGAVEG 62 - SlMI 10025 HEIMASlMI 83634 segja, að ég legg eins mikla rækt við starf mitt hérna I sjúkrahús- inu og nokkur karlmannanna — ef ekki meiri. Ef þér trúið mér ekki þá skuluð þér spyrja hvern af læknunum sem vera skal, hvers vegna þeim finnst ég jafn hundleið inleg og þeim finnst ég vera. Hann starði forviða á hana. — En — en þetta er hlægilegt, sagði hann. — Ég hef aldrei gefið í skyn að ég haldi aö þér séuð lé- legri læknir fyrir það að þér eruð kvenmaður, og yður skjátlast ef þér haldið að ég sé á þeirri skoð- un. Marland læknir. En hvað það snertir, sem þér sögðuð um skoð un hinna læknanna á yður, þá segi ég yður hreinskilnislega að ég trúi /yður ekki. — Spyrjið þér þá! sagði hún. — Þér munuð komast að raun um að það er satt. Afsakið þér, — en nú verð ég að fara Hún fór og lét sem hún heyrði ekki að hann kallaði til hennar. Hún var skjálfhent og máttlaus í hnjánum, en tókst þó að ganga ró- lega fram ganginn. En undireins og hún var komin úr augsýn hans stanzaði hún við einn gluggann og hvíldi sig. — Þessi andstyggilegi dóni, taut aði hún fokreið. — Hvernig dirfist hann ....! Hvers vegna leyfði hann sér aö telja sjálfsagt — hvernig dirfðist yfirleitt NOKKUR að telja sjálfsagt að ég gæti ekki skemmt mér þó að ég sé læknir? Ég SKAL fara á þessa hátíð, og enginn — ekki einu sinni þessi mikli Simon Carley — skal aftra mér frá því! TRUFLANDI EFTIRVÆNTING. Tvær hjúkrunarkonur gengu fram hjá Mary í ganginum og litu forvitnislega til hennar. — Hvað gengur að henni? spurði. önnur þeirra þegar þær voru komn ar úr hljóðmáli. — Mér sýndist hún svo æst. Hin skríkti. — Veiztu hvað ég heyröi nýlega? spurði hún hvfsl- andi. — Einhver sagði mér að hún ætlaði að koma á hátíðina. Þetta er dagsatt. Geturöu hugsað þér að ungur maður þori aö bjóða henni í dans? — Ætli hún komi ekki í hvíta sloppnum og með hlustunartækið sem hálsfesti, sagöi sú fyrri. — Og ef einhver dansar viö hana skemmtir hún honum líklega með því að tala um blóðþrýsting og kransæðastíflu. Mary gekk áfram, út um aðal- dyrnar og út I garöinn. Þegar hún gekk fram hjá bekknum, sem hún hafði hitt Tony Specklan við, stanzaði hún og hristi höfuðið. — Ég haga mér eins og flón, ságði hún upphátt við sjálfa sig — Ó, Tony — ætli þú skiljir hve mikiö flón ég er? Því nær sem leið að hátíöinni, því staðráðnari varö Mary I því að sýna sjálfri sér og stéttar- bræðrunum, að hún væri ekki eins mikil hornhögld og þeir vildu vera láta. Hvenær sem hún leit á kjól- inn £ klæðaskápnum fylltist hún ólgu og eftirvæntingu. Hún reyndi aö bæla þessa tilfinningu, en það stoðaði ekki hót. — Ég verð fegin þegar þessi hátið er afstaðin, sagöi hún eitt kvöldið þegar hún var heima hjá föður sínum. — Hún verkar trufl- andi á mig. Hún sagði þetta áður en hún hafði gert sér grein fyrir hvaöa áhrif orö in mundu hafa á föður hennar. Hann staröi lengi á hana áður en hann spurði hvað hún ætti við. — Hátíð - hvaöa hátiö? Þú ætlar þó varla að fara að kasta tímanum á glæ f glaum, Mary? Það væri ekki þér líkt. — Ég ætla nú að gera það samt, pabbi, sagði hún og þóttist vera að reyna að erta hann, og vonaði að sæi ekki á andlitinu á henni, að hún hafði vonda samvizku. — Ég tók boðinu af þvl að mér datt i hug, að þaö væri kannski rétt að ég léti sjá mig við svona tækifæri einstöku sinnum. Faðir hennar pírði augun. — Það er undir því komið hverjum þú kynnist, sagði hann varfærnislega. — Vitanlega geri ég mér ljóst aö samkvæmilsíf i hófi getur veriö þarflegt, þegar maður þarf að vinna sér gengi í ævistarfinu, þó að það skipti litlu máli f þfnu starfi. Heldurðu til dæmis að Simon Carey fari á þessa skemmt un? i — Nei. ! Hann heyrði, aö rómur hennar var hvass, en sagði ekkert. Hún hélt áfram og roðnaði. Þetta er ekki eins og þú heldur, pabbi. Ég er ekki að fara þangað í þeirri von að hitta einhvern sérstakan. En ef BIFREIÐAEIGENDUR ATHUGIÐ! Bónstöð, bifreiðaþjónusta LAUGAVEGI118 (ekið inn frá Rauðarárstíg). Veitir yður aðstöðu til að þvo og bóna bif- reið yðar, einnig tökum við að okkur þvott, hreinsun á sætum, toppum, hurðarspjöldum (leðurlíki). Bónum og ryksugum. SÍMI 21145. maður tekur aldrei þátt í neinni skemmtun fær maöur það orð á sig að maöur sé stórbokki. — Ég hélt ekki að bú værir í SL Pétursspítalanum til þess að sýna þig á skemmtunum þar, sagði hann. — Ég hélt að þú værir þar til þess aö vinna. En ég gleymdi að þú ert kvenmaður. Það er varla von að kvenfólk sökkvi sér niður í starfiö, eins vel og karlmenn geta gert. Ef ég hefði haft svolítið brot af möguleikunum sem þú hefur ... — Afsakaðu pabbi. Hún stóð þrevtulega upp og óskaði allt í einu að hún heföi aldrei tekið boðinu á hátíöina. — Ég er í rauninni alveg sammála þér, og mig hefur aldrei langað að koma á þessar hátiðir áður. En ef satt skal segja er mér farið að leiöast að vera hornreka í sjúkrahúsinu. Faðir hennar sneri sér undan og var auðsjáanlega vonsvikinn. — Fyrirgeföu mér, sagði hann. — Ég er gamall þrákálfur. Það er bara þetta, að ... Hann yppti öxl- um — Nei, gleymdu því, væna mín. Farðu á hátíöina og skemmtu þér vel — þú átt það sannariega skilið. Segðu mér eitthvað fleira um hana — og meira um Carey. G“'?N.tówOSSTl>ftT> 13 er1 SÍMI GÓLFTEPPALAGNIR GÖLFTEPPAHREINSUN HÚSGAGNAHREINSUN Söluumboð f/rir: >—r TEPPAHREINSUNIN Bolholti 6 . Simar 35607, 36783 VEFARINN H.F. Nýja bílaþjónustan Lækkið viðgerðarkostnaðinn — með þvi að vinna sjálfir að viðgerð bifreiðarinnar. — Fag- menn veita aðstoð ef óskað er. Rúmgóð húsakynni, aðstaða til þvotta. Nýjo bílaþjónustan Hafnarbraut 17. — Simi 42530. Opið frá kl. 9—23. FÉLAGSLÍF Knattsnvmvdend Víldngs. T A R Z A N Jane er á lífi, ég veit þaS. En hvar á „Fornaldarhræfuglar — aö ráðast á ég að leita næst, ég get ekki farið aftur einhvern — Jane?“ niður í neðanjarðarána... i— og það þýðir — Æfingatafla frá 20. mai tfl 30. s?nt. 1968: I fL Tg meistaraflokkun Mánud op þriðjud. kl. 7,30—9. Tiiðvikud ob fimmtud. 9—10.15. 2. .lokkun Mánud op '-riðjnd. 9—10,15. Miðvikud op fimmtud. 7,30—9 3. flokkun Mánud 9,—10.15, þriðjud. 7.30- 9 og fimmtud. 9—10,15. 4. flokkur: Mánud og briðjud 7—8. Mið- vikud. op fimmtud 8—9. 5. Tokkur A. og B4 Mánud op þriðjud. 6—7. Mið- vikud op fimmtud 6,15—7.15. 5. flokkur C og Þriöjud. og fimmtud. 5,30—6.30 Stjómin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.