Vísir - 28.06.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 28.06.1968, Blaðsíða 16
Kuldarnir að undanförnu hafa dregið mjög úr grassprettu, svo að tún eru víðast hvar vestan lands norðan og austan ekki full SDrottin fyrr en í júlí, eða mán- 'iði seinna en venjulega. Kal- skemmdir eru gífurlegar sums staðar og kemur það einkum hart niður á bæjum norðanlands og austan, sem verða nú fyrir verulegum kalskemmdum þriðja árið í röð. — Telja margir bænd ur á kuldasvæðinu að skera verði niður talsvert af kvikfjár- stofninum til þess að framfleyta skepnunum í vetur á þeim litlu fóðrum, sem fást af túnum í sumar. — Þó að ástandið sé verst nyrðra og eystra, hefur bor ið á kali í túnum um Vestur- land víða og tún eru þar sein- sprottin vegna kuldanna. Vísir átti í morgun stutt samtal »»-> 10. síöa Laugardagslokun bankanna skapar vandamál: Hvergi hægt að fá skipt launaávísun! í fréttabréfi frá Kaupmannasam- tökum Islands er kvartað yfir þvi fyrirkomulagi, að bankarnir eru lokaðir á laugardögum, en margir fá Iaun sín greidd á föstudagseftir- miðdögum með ávísun. Þegar við- skiptavinir framvisa ávísunum í verzlunum til greiðslu á vöruút- tekt, sem ekki er nema hluti ávís- unarupphæðarinnar, lenda verzlan- ir í vandræðum með skiptimynt. Kaupmannasamtökin beina þeim tilmælum til fólks, að það innleysi umræddar ávísanir í bönkum og sparisjóðum á föstudögum, og vek- ur athygli á, að algengt er, að neningastofnanir hafi opið til kl. 7 á föstudögum. Þá séu og mikil brögð að því, að sumir fylli ávísanaeyðublöðin ekki út af nægilegri nákvæmni og framsal ávísana sé ekki rétt. Til að skapa meiri festu og öryggi * ávísananotkun, hafa Kaupmanna- samtökin látið útbúa sérstaka til- kynningu til notkunar í verzlunum, og ei ætlazt til, að hún sé staðsett á áberandi stað við peningakassa eða annars staöar, þar sem greiðsla vöruúttektar fer fram. Er þar ósk- að eftir því við viðskiptavini, að þeir, við útgáfu ávísana, framvísi nafnskírteinuin eða öðrum skilríkj- um, ef þess er óskað. Engar breytingar væntanlcg ar á hraðatakmörkuninni Þessir tveir voru stöðvaðir á Laugavegi í gærdag með örstuttu millibili. ■ 900 ökumenn hafa veriö teknir fyrir of hraðan akstur í Reykjavík og nágrenni þess ar fyrstu fjórar vikur H-um- ferðarinnar, en samt er það greinilegt á umferðinni, að hraði vélknúinna ökutækja hefur aukizt enn, einkum síð ustu dagana. Lögreglan hefur haldið uppi mjög ströngu eftirliti með því, að hraðatakmörkunum væri hlýtt, en með hverjum deginum, sem líður, verður það verk erf- ara. Komið er í ljós, að umferðar- slys hafa orðið færri síðan H- breytingin varð, en gera hefði mátt ráð fvrir annars. Hafa menn einkum þakkað það, hve ökuhraðanum hefur veriö hald- ið niðri, n.eðan ökumenn höföu ekki náð fullkomnu öryggi í hin um nýju akstursreglum. Enn í dag eru nokkur brögð að því, að ökumenn gleymi sér i akstrinum. Sumum verður fyrst á aö líta til hægri hand- ar, þegar þeir aka inn á tví- stefnuakstursgötu, 1 stað þess að líta til vinstri, þar sem um- ferð úr þeirri áttinni er nær 10. síöa Bjargvætturinn datt og brenndi sig • Svo slysalega vildi til f cldhúsi Kjörbarsins i Lækjargötu í gærdag, að þar kviknaði í feiti í stórum potti, sem notaður var til þess að matreiða „franskar kartöflur.“ Þegar fregnin barst fram í veit- ingasalinn, brá einn viðskiptavin- anna skjótt við — sá var reyndar áberandi ölvaður — og hugðist bjarga viö málunum. Þreif hann pottinn og ætlaði með hann út fyrir, en varð þá fótaskortur og datt með Iogandi pottinn í höndun- um. Brenndist hann á handlegg og var fluttur á slvsavarðstofuna, en í ljós kom, að hann hafði þó slopp- iö tiltöluiega vel. Gjaldeyrisstaðan versnaði um 200 milljónir í maí Samkvæmt fréttatilkynningu Hagstofunnar hefur vöruskipta- jöfnuðurinn í maímánuði verið óhagstæður um tæpar 163 millj- ónir kr. en var á sama tíma í fyrra óhagstæður um 288 millj. Úíflutningur nam nú um 461 millj., en 374 millj. í fyrra og hefur því aukizt að verðmæti um tæpar 90 millj. Innflutningur nam nú í maí 625 millj., en 603 í fyrra á sama tíma. Hann hefur því ekki vaxið að verð- mæti að sama skapi og útflutning- urinn. Kemur þar væntanlega til 10. síða Bændur verða aðfækka skepnum í haust Stundarfjórðungi fyrir kl. 9 í gærkveldi mátti sjá samfeilda Gífurleg umferi uð Iþróttuhölliimi i gærkveldi — 7-8000 manns á kosnlngafundi jbar — Stærsfi fundur innanhúss á landinu til þessa ■ Stuðningsmenn dr. Gunnars Thoroddsens við forseta- kosningarnar á sunnudaginn efndu til kosningafundar í Laug- ardalshöllinni, stærsta samkomusal landsins, í gærkvöldi. Mun láta nærri, að 7 — 8 þús. manns hafi verið á fundinum, og mun hann vera fjölmennasti kosningafundur, sem hér hef- ur verið haldinn fyrr og síðar. Á tímabili fyrir og eftir fund- inn var umferð í nálægum götum gífurleg, en umferðarlög- regluþjónar voru á víð og dreif við umferðarstjórn. Að sögn lögreglumanns gætti hinnar miklu umferðar að íþróttahöll- inni alla leið vestur á Miklatorg. röð bifreiöa á Suðurlandsbraut, allt frá mótum Reykjavegar niður fyrir Nóatún, og svo langt inn eftir götunni. Fundurinn hófst kl. 9 í gær- kveldi, og þegar kl. um hálfníu var aðalsalur hússins þétt set- inn og margir stóðu og áhorf- endastæöi hallarinnar fylltust skömmu síðar. Margt fólk fylgdist með því, sem fram fór með aðstoð gjallarhorna og sjónvarpstækja í göngum og hliðarsölum, og margir urðu frá að hverfa, þar sem engin sæti var að fá eftir kl. 8.40. Á fundinum voru flutt 10 stutt ávörp, en í fundarlok flutti forsetaefni, dr. Gunnar Thoroddsen ávarp, og að því loknu voru þau hjónin, frú Vala og Gunnar Thoroddsen, hyllt af fundargestum. Á laugardaginn kemur kl. 15 efna stuðningsmenn dr. Krist- jáns Eldjárns til kjósendafund- ar í íþróttahöllinni. Verða þar flutt 11 ávörp, og síðan mun dr. Kristján Eldjárn flytja á- varp. Séð yfir mannfjöldann í Laug ardalshöllinni í gærkvöldi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.