Vísir - 29.06.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 29.06.1968, Blaðsíða 1
V. 1 ¦ ^éP' ¦ L. Ev t. »«.»¦, iiiv 'JMi . •¦:" ¦•tfttVP ¦'-¦¦¦ 'aT7f~ A morgun kýs þjóðin sér nýjan þjóðhöfðingja Kjörstaðir opna kl. 9 i tyrramálib —4600 hafa greitt atkvæði utan kjörstabar i Reykjavik — Alls um 115 pús. á kjörskrá á 'óllu landinu, þar af rúm 48 þús. i Reykjavik KOSNINGAR til embættis forseta íslands fara fram á morgun. Kl. 9 í fyrramálið verða kjörstaðir opnaðir um allt land, en þeim verður lokað kl. 23.00 um kvöldið. Á kjörskrá við þessar kosningar eru tæplega 115 þús. manns, eða tæpum 8 þús. fleiri en við síðustu Alþingiskosningar. Fjölmennasta kjördæmið er Reykjavík, en þar eru á kjörskrá 48.577, í Reykjaneskjördæmi eru 18475 á kjörskrá, en í Norðurlandskjördæmi eystra, sem er þriðja fjölmennasta kjördæmið, eru 12449 á kjörskrá. föngum. Formaður yfirkjör- stjórnar í Norðurlandskjördæmi vestra, Elías Elíasson, sagði Vísi í viötali í gær, að vonazt væri til að talning atkvæöa hæfist um nóttina, og myndu þeir gera allt það, sem í þeirra valdi stæði til að flýta talningunni. Veðurhorfur á sunnudaginn eru þannig samkvæmt upplýs- ingum Veðurstofunnar í gær: Austlæg átt, bjartviðri og hlýrra norðanlands og vestan, sums staðar rigning sunnan lands. Á bls. 2 í blaðinu í dag er fjallað nánar um kosningarnar m.a. er þar „Kosningahandbók VÍSIS", þar sem mjög handhægt eyðublað er, sem unnt er að fylla út í atkvæðatölur, er þær berast. Á bls. þrjú eru sfðan ævi ágrip forsetaefnanna beggja á- samt myndum. í Suðurlandskjördæmi er 9991 á kjörskrá, 7352 í Vesturlands- kjördæmi, 6453 I Austurlands- kjördæmi 5900 1 Norðurlands kjördæmi vestra og 5760 í Vest fjarðakjördæmi. Tölur þessar eru allar áætlaöar, þar sem ekki er enn lokiö aö fjalla um kærur. Utankjörstaðakosning er fyr- ir nokkru hafin, og kl. 18 í gær höfðu um 4600 greitt atkvæði í Reykjavík. Utankjörstaðakosn- ing fer fram í dag í Melaskól- anum, á tímabilunum kl. 10-12. fyrir hádegi, kl. 14—18 e.h. og síðan kl. 20-22 um kvöldið. Eins og áður hefur verið bent á, eru iíkur á þvf, aö úrslit kosn- inganna verði kunn fyrir hádegi á mánudag, því að formönnum yfirkjörstjórna bér saman um aö hraða talningu atkvæða eftir Sííustu setningarnar féllu niður í útvarpi Gunnars Thoroddsens á öldum ljósvakans í gærkvöldi f hljóð- varpinu. — mistbk fæknimanna ollu þessu Það vakti athygli þeirra, sem hlustuðu á ræður forsetaefnanna í gærkvöldi, að nokkrar síðustu setningar Gunnars Thoroddsens vantaði inn f útvarpssendinguna. Ástæðan fyrir þessu voru mis- tök tæknimanns eða manna hjá sjónvarpi og hljóðvarpi. Ávörp- in voru tekin upp hjá sjónvarp- inu í gærdag og var hljóðvarpað frá sjónvarpsdeildinni við Lauga veg, en tæknimaður sjónvarps átti að gefa til kynna með hljóð- merki hvenær þætti Gunnars Iauk. Þetta merki gaf sjönvarpsmað urinn of snemma. Þess vegna vantaði aftan $ lokaorð dr. Efni um forsetakjör í blaðinu í dag: Bls. 2 Bjartsýni í herbúðum forsetaefna. Kosningatafla Vísis fyrir þá, sem fylgjast með talningunni. Bls. 3 Æviatriði forsetaefna ásamt myndum af þeim og konum þeirra. Bls. 7 Bcssastaðir. Landsliðsmenn kusu utan kjörstaðar ¦ Nývaldir landsliðsmenn í knattspyrnu ætla ekki að eyða helginni í höfuðborginni, en verða við æfingar að Laugar- vatni. Tiu leikmannanna hafa kosningarétt, en þann ellefta vantaði 4 daga upp á að hann væri kjörgengur, en það er Elm- ar Geirsson, hinn ungi fram- herji í liðinu. Fjórtán úr hópnum tóku sig sam an í gærdag og mættu til utankjör- staðakosningar I Melaskólanum þar sem atkvæði þeirra voru inn- sigluð eftir þeim reglum sem um þessi atkvæði gilda. Á eindálka myndinni er hinn ungi markvörður Þorbergur Atla- son að setja atkvæði sitt í kassann en á hinni myndinni eru lands- liösmennirnir, sem eru Þorbergur Atlason, Ársæll Kjartansson, Reyn ir Jónsson og Hermann Gunnars- son. Utankjörsíaöa* kösning ^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.