Vísir - 29.06.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 29.06.1968, Blaðsíða 4
ÞÝZK HJÚKRUNARKONA í HÖNDUM SKÆRULIÐA VIET-CONG Tíminn sniglast áfram hjá móö- ur einni, í Wuppertal í Vestu*- Þýzkalandi. Klara Kuhnen, 56 ára, hefur frá þvi í marzmánuði beðið frétta um dóttur sína, Ron Ely æfir jujitsu-bragð ásamt einni ákafri „Jane“. TARZAGð heillar Hollywoodstjörnur Átta stjörnuefni (sex bandarísk ar, ein hollenzk og ein frá ísrael) komust að raun um, að Tarzan apabróðir er heljarmikill „sjarm- ur“, þegar þær hittu hann í Acapulco í Mexíkó. Hinn óviðjafn anlegi Tarzan sveiflaði sér létti- lega á milli trjánna, frammi fyrir ógrynni sjónvarpsvéla. Ron Ely, nýjasta útgáfa Tarzans, er dag- farsprúður, en vöðvamikill. Hann tók stúlkunum opnum örmum og bað þær góðfúslega að keppa sín í milli um tækifærið til að fá hlutverk Jane, konu Tarzans, í sjónvarpsþætti. Þetta er útsláttar- keppni. gera eitthvað. Ekki getum við horft á það aögerðalausar, að all- ir verði mvrtir." Yfirhjúkrunar- konan reyndi árangurslaust að róa hana: „Það verður enn þörf fyrir okkur, og við megum ekki leggja okkur í hættu að tilefnis- lausu. Hafið það í huga, að hinir særöu munu þarfnast okkar á- fram eftir að árásinni linnir. Við getum aðeins beðið átekta.“ Allt í einu hrópaði ung stúlka er skæruliðar Viet Cong námu brott úr sjúkrahúsi í Vietnam, þar sem hún var hjúkrunarkona. Á hverium morgni bíður móðirin með óþreyju eftir bréfberanum. „Skyldi nú loksins koma bréf frá Renate, sem ávalit var vön að skrifa reglulega?" Klara hugg- ar sig með því, að skæruiiðarnir hafi bannað henni að skrifa. Öðru hverju skoðar hún mvnd af dóttur sinni, þar sem hún bros ir vinalega. Myndin róar hana, og blæs henni í brjóst von um, að Renate sé að Múkra særðum skæruliðum í fruS^ógum Suður Vietnam, þess hrjáða ríkis. Þetta gaf henni styrk, er fréttir bárust um, að 3 þýzkir læknar og kona læknis í Hué hefðu verið myrt á hinn hryllilegasta hátt. Klara var ekki svona hugrökk í fyrstu. Er henni bárust fréttir um hvarf- ið, fékk hún taugaáfall og slag. Þá fannst henni, að dóttirin væri látin og hefði verið myrt. Þegar henni batnaði, fór hún að hugsa sér, að Renate hefði veitt góðum málstað lið alla ævi, og enginn hefði ástæðu til að vinna henni mein. Hún las bréfin frá Renate, unz hún kunni þau utan bókar. „Hér er svo mikil armæöa og hörmung", skrifaði hún. „Oft leysum við, hjúkrunarkonurnar, af höndum verkefni, sem læknar , einir vinna heima í Þýzkalandi, þar sem hérna er mikill skortur lækna.“ Af síðasta bréfinu má glöggt sjá þá hættu, sem vofði yfir henni, enda var það ritað ’ „ fáum' dögum áöur en hún hvarf. ' sBÍ gær hlaut ég eldskírnina. Viet Cong réðist á Kon Tum. Það var hræðilegt. Margir dánir. Ég faldi mig í litlu íbúðinni minni, undir rúmi. Ég gat ekki komizt til sjúkrahússins, þar sem skothríðin dundi yfir alls staðar. Eina von mín er, að skæruliðarnir virði sjúkrahúsið okkar.“ Það gerðu þeir reyndar alls ekki. Klukkan þrjú að nóttu réðust þeir á ka- þólska spítalann. Þeir skutu af handahófi á sjúklingana, köstuðu handsprengjum inn í skurðstof- una og gjöreyðilögöu rannsókn- arstofurnar. í sjúkrahú.sinu mátti heyra stunur hinna særöu og hræðsluóp kvenna og barna. Þeg- ar skæruliðarnir gerðu árás sína, faldist Renate ásamt yfirhjúkrun- arkonunni Patricia Smith og öðr- um hjúkrunarkonum í útbygg- ingu. Þar voru þær öruggar. Hróp hinna særðu bárust til þeirra. Aðgerðarleysiö kom illa við Renate. Hvað eftir annað stamaöi hún: „Við verðum að á sjúkrastofunni hástöfum 4 hjálp. Við það hljóp Renate Ut úr felustaðnum, án þess þó að geta orðið að nokkru liði. Viet Cong- menn náðu henni á vald sítt. Samkvæmt frásögn Patriciu drógu tveir þeirra hana meö sér, er þeir loks yfirgáfu húsið. Stúlk an reyndi að verjast eftir megni, Þau hurfu Ut í myrkrið, og upp frá því hafa engar spurnir borizi um hana. Börn eru hænd að Renate Kuhnen. Þjáningaróp ungrar stúlku urðu til þess, að hún yfirgaf felustað sinn og féll í hendur Viet Cong. Land hinna mörgu nefnda. Það eru margar nefndir, sem starfa meðal okkar eða þær eiga að minnsta kosti aö starfa, þó þær skili ekki allar ætlunarverki sínu, að því að álitið er. Hins vegar starfa margar nefndir vel enda hafa mörg hinna brýnustu mála verið látin í nefnd, og má í því sambandi nefna, kalnefnd, hafísnefnd og ekki sízt hinar merku verölagsnefndir eöa verð Iagsráð, en ráð mun vist eiga að vera öllu virðulegra en nefnd. En því minnist ég á nefndir, að ég legg til að sett yrði á laggirnar nefnd, sem tæki sér- sfAklega til athugunar rekstur I hinum ýmsu greinum atvinnu- lífsins. Vinnudeilur og verkföll eru fastir liðir í öllu okkar at- vinnulífi, og er það náléga ör- uggt hverju sinni þegar atvinnu- rekendur og Iaunþegar deila, að þá eru skoðanir mjög skiptar um greiðsluþol atvinnugrein- anna, og þaö of algengt, að glöggar upplýsingar skortir, þeg ar að samningaborði er komið, og getur hvorugur aðili bætt þar úr nema með mikilli fyrirhöfn, Gagnasöfnun er tafsöm og oft óframkvæmanleg á stuttum tíma, en alls konar kröfugerðir og áætlanir sem lagðar eru fram af deiluaðilum eru oft villandi, svo að alls ekki er á þeim byggj andi. þol og þarfir beggja aðila, og ennfremur • samanburðarupplýs- ingar varðandi aðrar stéttir og starfsgreinar. Slík nefnd, sem er eins konar rannsóknamefnd á högum og þörfum, gæti þá einnig gefið Xi&tUb&íGöúi og á meðan bíður viðkom- andi starfsstétt atvinnulaus til mikils skaöa fyrir alla aöila. Of algengt er, að atvinnurekend- ur og þeir, sem að verkföllum og samningum standa, hafa of litlar upplýsingar um þá starfs grein, sem deilt er um, og þar með of litla þekkingu. Þessi nefnd sem hér er lagt til að sett yrði á stofn hefði það •’tverk að safna upplýsingum um helztu atvinnugrelnar og rannsaka greiðsluþol og afkomu möguleika. Þegar svo deilur ber upp, eins og t.d. i sjávarútveg- inum, þá gæti slík nefnd gefið ýmsar upplýsingar um greiðslu nytsamar upplýsingar um þarfir atvinnuveganna. Til dæmis eru uppi háværar kröfur um aukið fjármagn til handa framleiðslu atvinnuvegunum. Það gæti þvi veriö rannsóknarefni, hvernig hinar raunverulegu þarfir eru, hvort þær eru í samræmi við kröfurnar Það hlýtur að vera æskilegt að framleiðsluatvinnu- vegirnir geti gengið snuðrulaust, því stöðvun framleiðslunnar hlýtur aðeins að skapa enn meiri kreppu. Vandamál eru óhjákvæmileg, en oft virðist sem úrræði vanti til úrbóta hverju sinni, og er látið skeika sköpuðu, hvort ým- is fyrirtæki hrynji í rústir vegna „óviðráðan!egra“ orsaka. Rekstrarrannsóknir eru því nauðsynlegar til að kanna raun verulegt ástand, svo að fyrir liggi meiri upplýsingar til úr vinnslu úrræða. Vinnudeilur og þref valda miklum skaöa, og leysast oft ekki vegna tor- tryggni og vöntunar á upplýs- ingum, sem málsaöriar trcy-sta. Slík rannsóknarnefnd mundi þvi ekki eiga ómerkara starfs- svið en fjöldi þeirra sem fyrir eru. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.