Vísir - 29.06.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 29.06.1968, Blaðsíða 8
3 V1SIR . Laugardagur 29. júni 1968. VISIR Útgeiandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Simi 11660 Ritstjórn : Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í Iausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda hf. Þjóðkjör á morgun \ morgun velur þjóðin þriðja forseta íslenzka lýð- veldisins. Búast má við, að þátttaka í kosningunum verði mikil og almenn. Áhugi fólks er lifandi, eins og kemur fram í samræðum manna og á framboðsfund- unum, sem undantekningarlaust hafa verið fjölsóttir. Svo mikil óvissa ríkir um úrslit kosninganna, að marg- ir reyndir kosningaspámenn treysta sér ekki til að spá í þetta sinn. Þorri manna gengur til þessara kosninga af alvöru og ábyrgðartilfinningu. í vetur var stundum talað um, að embætti forseta skipti frekar litlu máli. Nú heyr- ást slíkar raddir sjaldnar, enda hafa menn haft góða aðstöðu til að sannfærast um hið gagnstæða, — svo mikið hefur verið ritað og rætt um það efni. Þessar umræður eru mikilvægar. Forsetaembættið er ekki svo áberandi í sviðsljósi daglega lífsins, að auðvelt sé að meta til fulls, hve mikilvægt það er. Kosninga- umræðurnar hafa leitt í Ijós margvísleg og mikilvæg verkefni forseta þjóðarinnar. Hann er sameiningartákn þjóðarinnar og sátta- semjari milli stjórnmálamanna. Hann er fulltrúi þjóð- arinnar gagnvart erlendum ríkjum. — og það hlut- verk vex með auknum samskiptum íslendinga við aðrar þjóðir. Og ef til vill er svo mikilvægast, að hann hefur forustu um stjórnarmyndanir til lausnar stjórnarkreppum, þegar Alþingi tekst ekki að mynda meirihluta um ríkisstjórn. Á þann hátt er hann vörð- ur og verndari þess þjóðskipulags, sem við höfum valið okkur. Þess vegna er mikilvægt að vanda val forsetans og meta vandlega reynslu og hæfileika, skoðanir og framkomu forsetaefnanna. Menn eru að sjálfsögðu ekki á eitt sáttir um matið á því, hvað forsetaefnin hafi til brunns að bera á þessum sviðum. En sá, sem vandar mat sitt í kjörklefanum, hefur hreina sam- vizku og hefur gert skyldu sína sem borgari í frjálsu landi. Og þorri manna finnur til þessarar ábyrgðar. Ef menn hins vegar miða val sitt ekki við reynslu og hæfileika, skoðanir og framkomu, og láta annarleg sjónarmið ráða vali sínu, bregðast þeir borgaralegri skyldu sinni. En fáir munu fara þessa leiðina, sem betur fer. Því má ætla, að niðurstaðan sýni skynsam- legan vilja þjóðarinnar. Vsnandi verður veðrið gott á morgun, svo að sam- gónguerfiðleikar spilli ekki kjörsókn, né seinki taln- rngu. Þegar úrslitin verða kunn, mun slakna á hinni miklu spennu, sem ríkt hefur í þjóðfélap’nu að undnr t'örnu vegna kosninganna. Þá verður hinn nýi þjóð- höfðingi kominn í ljós og hið nýja umabil óumflýjan- lega hafið. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun dtlö ■ Síðari umferð kosning- anna til franska þjóðþingsins fer fram á morgun. Eins og menn rekur minni til, unnu Gaullistar, flokkur de Gaulles forseta, mikinn sigur í fyrri umferð frönsku þingkosning- anna, um síðustu helgi. Hlaut flokkurinn þá 152 þingsæti af þeim 166 þingsætum, sem þá unnust, en alls eru þing- menn í þjóðþinginu franska 487. Eftir er því að úthluta 315 þingsætum. Samkvæmt skoðanakönnun- um, sem geröar voru í Frakk- landi í gær, föstudag, benda lík- ur til, að Gaullistar muni fá um 50 sæta meirihluta í franska þjóðþinginu, en Gaullistar höfðu minnihluta fyrir kosningamar. Voru þeir háðir miðflokkasam- bandinu við allar atkvæöagreiðsl ur, sem fóru fram í þinginu. Samkvæmt niöurstööum fyrr- greindrar skoðanakönnunar, er talið líklegt, að Gaullistar fái a. m. k. 15 sæti til viöbótar þeim 152 sætum, sem þeir hlutu s.l. sunnudag. Ekki er gert ráð fyrir, að de Gaulle þurfi að hafa þungar áhyggjur vegna kosninganna á morgun. Búizt við sigri gaullista / ir'ónsku þingkosningunum á morgun Gaullistar hafa lagt mikla á- herzlu á hættu þá, sem sam- fara væri valdatöku kommún- ista í Frakklandi. Virðist sá á- róður þeirra í kosningaundirbún ingnum hafa gefiö góða raun, því að vinstri samband Mitter- ands og kommúnistar hafa stór- tapað fylgi. Forsætisráðherra Frakka, Ge- orges Pompidou, hefur þó varað við of mikilli bjartsýni, en hann talar í franska sjónvarpið í kvöld (föstudag). De Gaulle sjálf ur mun síöan reka smiöshöggiö á kosningaundirbúninginn, er hann flytur sjónvarpsræðu f dag. mnm \7'estur-Þjóöverjar héldu sterkt alþjóðlegt skákmót, dagana 9. —21. maí s.l. Sex stórmeist arar og fi..im alþjóðlegir meist- arar ásamt fimm efnilegum þýzkum skákmönnum tóku þátt í m-tinu. Úrslit mótsins urðu allóvænt, en Hiibner Þýzkalandi varð efstur með 11 vinninga af 15 mögulegum. í 2. sæti varð stórmeistarinn Tringov, Búlgar- íu með 10V£ vinning. Landi hans Kolarov varð 3. meö 9 vinn- inga, þá Parma, Júgóslavíu. O’ Kelly Belgíu, Hecht Þýzkalandi og Pomar Spáni með 8y2 vinn- ing. Á móti þessu þurfti 11 vinn inga til að ná stórmeistaragráöu en 8 vinninga til alþjóðlegs skák ..æistaratitils. Einvígið Tal — Kortsnoj átti að hefjast 25. júní, en er þetta er ritað hafa engar fréttir borizt frá viðureigninni. Svo sem kunnugt er sigraöi Larsen Ungverjann Portisch naumlega í einvígi þeirra. Fyr ir 10. og síðustu skákina voru keppendur jafnir og varð þvi um hreina úrslitaskák að ræöa. Portisch, sem hafði misst af vinning f 9. skákinni virtist nokkuð miöur sín, en Larsen tefldi af sínum venjulega sigur vilja og krafti. Hér kemur þá 10. einvígisskákin: Hvítt: B. Larsen. Svart: L. Portisch Vínartafl. 1. e4 e5 2. Rc3 Larsen fylgir ógjarnan þekkt- um leiöum f byrjanavali sfnu. Hér velur hann hið Iftt teflda Vínartafl, fremur en spánska leikinn sem er flestum byrjun- um meira rannsakaöur. 2.....Rc6 Margir telja 2... Rf6 betri leik Eftir 3. Bc4 Rxe! 5. Dh5 Rd6 5. Dxeí De7 6. DxDt BxD 7. Bb3 Rf5 8. Rf3 c6 9. 0—0 d5 og svartur hefur ágæta stööu. Portisch kýs tvíeggjað fram- hald og Larsen nær fljótlega frumkvæðinu. 3.Bc4 Rf6 4. d3 Ra5 Venjulega er hér leikið 4 Bb4 5. Rge2 d5 og svartur nær að jafna taflið. 5. Rge2 RxB 6. dxR Be7 7. 0—0 d6 8. b3 0-0 9. Rg3 c6 10. Bb2 Da5? 11. Del! Dc7 Ef 11. ... Be6 12. Rd5 Dd8 13. RxBf DxR og hvítur nær pressu á hiö bakstæða d peö svarts. 12. a4 Be6 13. Hdl a6 14. De2 Bg4 15. f3 Bd7 Svartur hefur í hyggju aö sprengja upp með b5 en Larsen gefur aldrei tækifæri til þess. 16. Khl Hab8 17. Rf5! BxR 18. exB Hfe8 19. Hd2 Hbd8 20. Hfdl Rh5 21. Ba3 Rf4 22. Df2 Da5? Nauðsynlegt var að hafa drottninguna til aðstoðar i vörn inni. Nú nær hvítur óstöðvandi sókri. 23. Re4 d5 Nú var bezt aö leika 23.... Dc7, en það væri sama og við urkenna 22. ... Da5 sem hrein- an afleik. 24. BxB HxB 25. Dh4 Hed7 26. g3 Re2 Ef 26.... dxR 27. DxHt DxD 28. HxH DxH 29. HxD og hvít ur vinnur létt. 27. f6 Db4 28. Dg4 Gefiö. Ef 28. .. . g6 29. HxR dxR 30. HxH eða 28. . Df8 29. fxg Dxg 30. Rf6t Jóhann Sigurjónsson Nýr aðstoðarskátahöfðingi var kjörinn i stað frú Hrefnu Tynes á skátaþinginu 1968 á Isafirði, t-n hún iét af starfi að eigin ósk eftir 20 ára íarsæl störf fyrir skátahreyfinguna. Frú Borghildur Fenger var kjörin í stað hennar, en hún hefur átt sæti i stjórn BÍS og skátaráði um 10 ára skeið. — Aðrir i stjórn voru endurkjörnir, en þeir eru auk skátahöfðingja, Jónasar B. Jónssonar, Páll Gíslason, að- stoðarskátahöfðingi, Auður Stefánsdóttir, ritari, og Guðjón Eyjólfsson, gjaldkeri. Anna Kristjánsdótt ir lét af störfum framkvæmdastjóra en við þeim tók Sigmar S: urösson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.