Vísir - 01.07.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 01.07.1968, Blaðsíða 3
Nunnurnar á Lnndakoti kusu í Miðbæjarskólanum. . .5, Yfirkjörstjórnin í Reykjavik kemur tii aðseturs síns í Austurbæjarskólanum. Á myndinni sjáum við m. a. Pál Líndal, formann yfirkjörstjórnar í Reykjavík, Sigurð M. Þorsteinsson, aöstoðaryfirlögregiu- þjón, Jón G. Tómasson, skrifstofustjóra borgarstjóra og fleiri. Forsetaefnin, dr. Gunnar Thoroddsen og dr. Kristján Eldjám, koma til kjörstaða ásamt konum sinum. Dr. Gunnar kom tii kjörstaöar kl. 9 og kaus í Melaskólanum. — Dr. Kristján kom til kjörstaðar um hálftíma síðar, en hann kaus í Miðbæjarskólanum. FORSETA- öiV «£fil2S KOSNINGAR í Myndsjánni í dag birtum við að sjálfsögðu nokkrar svip- myndir frá kjördegi í Reykjavík. Veöur var ágætt í Reykjavík, að vísu nokkur gola, en rigning- arlaust og hlýtt. Því miður er ekki sömu sögu að segja víða af landinu, þar sem sums stað- ' ............................................. ar gekk á með rigningu og slag- viðri. Meðal þeirra fyrstu, sem kusu í Reykjavík, var dr. Gunnar Thoroddsen, sem kaus í Mela- skóla. Kom hann ásamt fjöl- skyldu sinni rétt fyrir kl. 9 í gærmorgun tii kjörstaöar. Dr. Kristján Eldjárn kom til kjör- staðar um hálf tíu leytið, en hann kaus i Miðbæjarskólanum. Að venju haföi myndazt nokk- ur mannfjöldi, er hinar 9 kjör- deildir borgarinnar voru opnað- ar kl. 9, en kiörsókn var víðast fremur dræm framan af morgni, en jókst er á daginn ieiö. Auk hinna níu kiördeilda, voru kjör- deildir á vistheimilinu Hrafnistu og Elliheimilinu Grund. Var á- hugi fólksins þar mikiii á kosn- ingunum, Allt bað umstang, sem kosn- ingum fylgir, var f heiðri haft í gær, eins og vera bar. Smölun var f fullum gangi, og bifreiðir stuðningsmanna fluttu fólk að og frá kjörstað. Á kosn- ingaskrifstofum forsetaefnanna um allt land, var mikið um að vera, og allir voru fullir bjart- sýni á úrslitin, áöur en töiur fóru að berast. Og er leið nálægt lokun kjörstaðanna kom fólk á hlaupum til að kiósa, sumt hafði ekki getað komið fyrr vegna vinnu, en sumt hafði ekki feng- izt til að kjósa fyrr en á síð- ustu stundu. Og nokkrir urðu of seinir til kjörstaðar, og komu að læstum dyrum. Blómasölukonur voru iðnar viö sölu merkja og blóma. Hér sjáum við eina þeirra að verki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.