Vísir - 01.07.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 01.07.1968, Blaðsíða 4
hvítu brjósti De Kat — „villikötturinn“ —• hælist um. Þaö átti að greiöa* 150 þús. pund fyrir björgun hans.J • Franski siglingakappinn, Jón • „villiköttur", 27 ára, hæddist aö* brezkum yfirvöldum, sem ætluðuj sér aö greiða 150 þúsund pund» fyrir björgun hans úr Atlants-J hafinu. I stað þess skaut honumj upp á Jótlandi. Joan de Kat hafði • meiri áhuga á fé því, er franskaj blaðið „Le Figaro" greiðir honum • fyrir birtingu frásagnar hans um» „skipreikann". J Frakkinn tók þátt í kappsigl- • ingu á einsmannsbátum, semj brezka blaðið „Observer“ gekkstj fyrir. Hans var saknað. Hann« hafði með sér feröaútvarpstæki “ og heyrði í því, að hann væri t týndur. Síðar barjst/rétt um það, l að ensk flugvél hefði fundið bát- *' inn. „Það var mér'mikill léttir,“e sagði kappinn síðar. Blaða- og ■ sjónvarpsmenn voru sammála um » að hann hefði hagað sér eins og ’ „heimskur strákhvolpur". • >f ! c Stúlka nokkur frá Japan,« Tamiko Takemata, leitar nú meðjj logandi ljósi á Norðurlöndum að» „hæfileikafólki". Hún hefur þeg-* ar fundið sex Svía, sem hafa ver-* ið sendir til Japans, og hyggst hafa uppi á jafn mörgum Norö- mönnum. Fólki þessu er ætlað að koma fram í sjónvarpi í Japan til að sýna þeim gulu „.hvernig annaö : fólk er“. Þessi dagskrá er nú hin vinsælasta í Japan. Næst hyggst ® Tamiko halda til Danmerkur, enj ekki er vitað, hvort hún heim-o sækir Island í framhaldi af þvílj Svart Clive Haupt er nú látinn, en hluti hans lifir enn. Því að kona hans, Dorothy, og móðir, Muriel, gáfu hjarta hans, svo að annar maður gæti lifað. Það var dr. Philip Blaiberg, sem mikið hefur verið í fréttunum. Hjartaflutning- urinn vakti heimsathygli, en hann var geröur af hinum þekkta skurð lækni dr. Christian Barnard og aðstoðarmönnum hans. Þaö var einkum tvennt, sem athyglisverð- ast þótti viö þessa sögu. í fyrsta lagi var um að ræða spurning- una um framþróun læknavísind- anna, samtvinnaða baráttu um líf og dauða. í öðru lagi var hjarta svertingja flutt í líkama hvíts manns. hjarta í Dorothy Haupt er nú ekkja. Hjónaband hennar og Clive stóð aðeins eitt ár. Hún segist álíta að eiginmaður hennar lifi áfram í öðrum manni. En hún er einmana engu aö síður. Vinir hennar sjá ekki, aö hún þjáist. Hún býr hjá fjölskyldu sinni. Hún er efnalítil. Faðir hennar, Isaac Schneider, stundar bvggingavinnu og kemur heim með sex dali á viku, eftir að hann hefur greitt af húsinu. Móðirin, Annie, lítur eftir barna- börnunum, sem hin sex eldri börn hennar hafa eignazt. Dorothy er sú sjöunda í röðinni og yngst. Á hverju laugardagskvöldi fer hún út í kirkjugarðinn viö Wolte- made og lagar til umhverfis leiöi eiginmanns síns, raðar blómum. Móðir hennar, faðir og bróðir fara með henni, en þau geta ekki dvalizt þar lengi vegna hinn ar þungu sorgar í brjóstum þeirra. Dorothy segist aldrei ætla að giftast aftur, en hún viti, að Clive yrði óhamingjusamur, ef hún hugsaði of mikið um hann og legðist í volæði. Clive og Dorothy hittust fyrst, er þau unnu í sömu verksmiðju í Parow. Þau voru 21 árs að aldri og þekktust í tvö ár, áður en hann bað hana að giftast sér. Hún segist aldrei hafa vitað mikið um Clive. Til dæmis vissi hún aldrei neitt um skólagöngu hans. Hún elskaöi hann, og það var hið eina, sem skipti hana nokkru. Hinn 23. september 1967 gengu þau í hjónaband. Þau hugðust eignast fjölda barna, strax og þau heföu efni á að koma sér upp eigin heimili. Clive vann því af mikilli elju, 12 klukkustundir á sólarhring, og tók sér aðeins frí þriðju hverja helgi. Hann starf aði sem vélfræðingur viö spuna- verksmiðju. Þau hjónin eyddu miklum tíma í herbergi sínu, svo aö þau gætu veriö ein. Stundum léku þau sér eins og börn. Einnig fóru þau í skemmtigöngu um þjóðveginn eöa í bíó til aö sjá eftirlætisleikara sinn, Sean Connery sem James Bond. Þau gáfu sig lítið að öðrum ættingjum og fóru aldrei að skemmta sér með öðrum hjónum. Þann litla tíma, sem þau áttu frá vinnu vildu þau eiga ein. Clive þótti gaman að spilum og leikjum, skoðaði myndabækur og. las bækur um hafið. Ein helzta dægrastytting hans var að sitja á ströndinni og horfa út á haf- ið. Dorothy segir, að allir spyrji sig þess, hvað gerzt hafi hinn ör- lagaríka nýársdag. Það var mánu- dagsmorgunn og þau hjónin fóru niður að ströndinni. Þau höfðu ekki getað verið saman um helgi í langan tíma. Þau snæddu morg- unverð á ströndinni, þar sem járn brautarteinar liggia þvert yfir hana. Það var skýiað og ekki of heitt. Allt í einu reis Clive á fætur og fór að leika knatt- spyrnu með nokkrum mönnum, sem bau bekktu ekki. Hann var lengi fjarverandi, og kom aftur örmagna. Hann datt niður og froða lak úr munnvikunum. — Dorothy kallaði til hans, en hann svaraði ekki. Hann hafði misst meövitund. Hún bað fólk, sem hún þekkti ekki, að flytja þau á sjúkrahús. skömmu síðar var Clive látinn. Nú vill ekkjan helzt flytja til Ameríku og byrja nýtt líf. Dag- blað eitt í Jóhannesarburg hef- ur boöizt til að kosta ferðina. Þannig er í stuttu máli sagan um Clive og Dorothy. Hið snögg- lega fráfall hans varð til þess að gefa öðrum manni lengra líf, og ef til vill styðja við bakið á beldökkum mönnum í Suður- Afríku, bar sem sú staðreynd, að Clive var svertingi, hefur valdið, samúð um allt landið. Frú Dorothy Haupt er nú álein, jafnvel meðal vina sinna. Ekkja, efti> að hafa verið gift í ár. Clive Haupt. Hjarta hans slær nú f brjósti annars manns. Hér sést hann hvílast á baðstönd, nokkrum dögum áður en hann lét líf sitt. Máttur samtakanna Vinnudeilur og alls kyns verð lagsstríö eru orðin óhugnanlega snar þáttur í atvinnulifinu. Verk föll eru nálega árlegur viöburö- ur hjá hverri stétt og þykir sumum sjálfsagt að fara í verk- föll, eins og til dæmis sjómenn, sem nú fóru í verkfall, án þess aö fyrir lægi síldarverð. Og svo gerist enn tíðar, að atvinnurek- endur telji sig ekki geta starf- rækt fyrirtæki sín, upp á þau býti, sem þeir hafa. Einmitt nú hafa íslenzkir útvegsmenn samþykkt að senda ekki skip sín til veiða þar sem grund- völlur sé ekki fyrir hendi til að láta útgerð bera sig, að þeir telja. Oft hefur verið gagnrýnt það fyrirkomulag, aö fámennir stétt- arfélagsfundir hafi getað sam- þykkt verkföll fyrir hönd fjöld- ans, en stundum hefur verið En hvernig haga atvinnurck- ir efazt, en það mætti álíta að talið að fundir, þar sem hafa verið mættir aðeins um 10— 15% af viðkomandi stétt hafi boðað verkfall. Þetta nær auð- vitað engri átt og þarf að endur sér í hliðstæðum áðg'érð- um? Til íhugunar um slikt er nærtækt að virða fyrir sér frétt um fund útvegsmanna, en þeir samþykktu rekstrarstöðvun á ekki fylgdi hugur máli, þegar stöðvup síldveiðiflotans er sam- þykkt með 75 atkvæðúm, en 11 sátu hjá. 8 voru farnir af fundi, begar tillaga um stöðv breyta. Verkföll eru svo af- drifaríkar aögerðir, aö ekki á að heimila baö ákvörðun fá- einna að samþykkja fyrir fjöld- ann. Ef verkföll eru börf, þá ætti fjöldinn ekki að telja eftir ér að mæta til fundar til að taka þátt í ákvörðunum um hag sinn og kjör. síldveiðiskipum, þar til viðun- andi kjör fást. Af eigendum á þriðja hundrað síldveiðiskipa virðist sem ekki helmingur fé- lagsmanna hafi verið rnættur, þrátt fyrir það, að rekstrar- ástand sí'.dveiðiflotans er talið svo bágborið, að ekki verði við únað. Um örðugleikana hafa eng un var borin upp, svo að þeir virðast hafa haft þýðingarmeiri mál um að sinna. Auðvitað steðja vandamál að sjávarútvegi íslendinga, en út- vegsmenn virðast ekki áfjáðir í að sannfæra landsmenn um nauðsyn á úrbótum með því að fjölmenna á þá fundi, þar sem taka á afdrifaríkar ákvarðanir. Og auðvitað eru þrír síldar- bátar þegar á veiðum þrátt fyr- ir það að grundvöllur er ekki talinn fyrir hendi. Hverju á fólk að trúa? Það virðist tilfinnanlega vanta löggjöf, sem krefst þess að verk fall sé boðað af helmingi við- komandi stéttar. Á sama hátt ætti að gera þá kröfu til at- vinnurekenda að helmingur standi að baki afdrifaríkum á- kvörðunum, eins og rekstrar- stöðvun sildveiðiskipa. Auðvitað þurfa útgerðarmenn að hafa rekstrargrundvöll, en að baki sameiginlegra aðgerða til að knýja fram kröfur, þarf aö standa skýlaus meirihluti. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.