Vísir - 01.07.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 01.07.1968, Blaðsíða 5
5 VlSIR . Mánudagur L jölí 1968. _ • ■ . ■’•»■--■ • II nW———IITT TTndanfarin sex ár hefur mitt- ið nær undantekningarlaust verið hulið víðum kjólum,, en nú hefur skyndilega breytt um og er nú ekki nó'g meö að flest- ir nýjustu tízkukjólarnir séu þröngir í mittinu, þeir eru flestir meö beltum sem undirstrika al- veg sérstaklega mittislínuna. Hér áöur fyrr þótti engin kona fallega vaxin, nema hún hefði grannt og fallegt mitti, en undanfarin ár hefur ótrúlega lítil áherzla verið lögð á þetta atriöi, enda drengjavöxturinn þótt hvað fallegastur. Grannar mjaðmir, lítil brjóst og langir og grannir útlimir eru helztu einkenni flestra tízkusýninga- stúlkna, og eiginlega eru þær margar hverjar ótrúlega breiðar í mittið miðað við hversu grann- ar mjaðmirnar eru. Með tilkomu bikinitízkunnar hefur þetta að vísu fariö aö breytast smátt og smátt, þvi að eins og allir vita útheimta bik- inibaðföt fyrst og fremst fallega mittislín’i. í kjölfar bikinibað- fatanna, fylgdu svo alls kyns strandföt og sumarkjólar, með teygju eða belti i mittinu. Nú er svo komið að nær allir nýjustu tízkukjólarnir, pilsin, dragtirnar og buxurnar, sem tízkuverzlanir hafa upp á að bjóða núna, útheimta fyrst og fremst grannt mitti. Nú er ekki lengur svo þýðingarmikið aö mjaðmirnar séu eins og á drengjum, þar sem vlð, stutt pils einkenna flesta þessa kjóla, en í staðinn verður mittið að vera grannt. En hyernig eigum við að fá grannt mitti? — Unglingsstúlkur hafa yfirleitt ekki mjög grannt mitti miðaö viö mjaðmirnar, en þegar stúlkur eru orðnar um tuttugu ára er vöxturinn venju- lega fullþroskaður. Hins vegar er það óumflýjanleg staðreynd, að margar stúlkur eru þannig byggðar, að þrátt fyrir að þær séu mjög grannar, verður mitt- islínan aldrei reglulega falleg, og stafar þaö fyrst og fremst áf mismunandi líkamsbyggingu, þar eð neðsti hluti brjóstkass- ans er mismunandi breiður. En þrátt fyrir það má grenna mittið um allt að 6—8 cm með því aö gera daglega góðar æfingar. Þegar talað er um aö gera æfingar til að grenna mittið, ber fyrst að athuga hvernig „holn- ingin“ er. Langflestar stúlkur hangan saman f mittinu t og breikka mittið þannig um 5—8 cm. Með því aö rétta vel úr bakinu og lyfta efri hluta lík- amans upp með vöðvunum í mittinu, má grenna mittið veru- lega og auk þess hækka f loft- inu um nokkra sentimetra. Gætið þess samt að láta axlim- ar alltaf toga niður á við og stífna ekki þó að þið réttið úr ykkur. Bezta æfingin fyrir mittið er mjög auöveld fljótt á litið en það er ekkert gagn að henni ef hún er ekki gerð rétt. Ef þið gerið þessa æfingu rétt nokkr- um sinnum á dag. 'þá munið þið finna greinilega mun á mittinu, jafnvel strax eftir nokkra daga. Standiö gleitt, örlítið útskeif- ar. Teygið vinstri höndina niður á hægri tána og Iátið hægri I hendina visa beint upp, endur- takið þetta til skiptis nokkrum sinnum. Standið beinar og lyftið ykkur vel upp i mittinu, svo að maginn og bakið sé eins flatt og hægt er, efri hluti líkamans á að vera aðeins framar en mag- inn þannig, að bið hallið ykkur 1 eiginlega aðeins fram frá mitt- ^ inu. Teygið hendurnar upp en | látið axlirnar ekki lyftast með, / snúið ykkúr til skiptis til hægri 1 og vinstri eins langt og þið j getið. Setjið hendurnar síðan i beint út og sveiflið ykkur til / hægri og vinstri fast og ákveð- J ið, og veriö eins „afslappar" og j hægt er, án bess að síga saman í í mittinu. Að lokum hallið þið ? vkkur beint niður til hliðanna I til hægri og vinstri með hend- j urnar beint ut. t potudagar Priðjudagar eru SAS dagar Ápriðjudögumeru Verið vandlát Veljið SAS Ferð yðar með hinum stóra og nýtfzkulegu þotum SAS cr ævintýri líkust. Þjónusta hins þrautreynda flugliðs verður ógleymanleg. SAS flýgur án viðkomu tíl Kaupmannahafhar, en þar biður yðar hið óviðja&anlega Tfvolí, ótal skemmtistaðir og aragrúi verzlana. Óglejnnanlegir dagar i borginni við Sundið. Þaðan getíð þér flogið til allra heimsálfa með SAS. Fyrsta Íaiíými - Fcxð rvm anna farrými Þr. SAS/DC 8 -þota Þr. aC 15,30 an. 19,20 | Reyltfavik | ÍKaupmannah. | an. 14,30 a£ 12,20 Staðlaðar TÍELSA og JP INNRETTINGAR □ STAÐLAÐAR eldhúsinnréttingar henta í öll eldhús. □ Með stórinnkaupum og vinnuhagraeðingu getið þér nú fengið eldhúsinnréttingar með öllum raftáekjum við ótrúlega lágu verði. Kynnið vður það nýjasta. — Hagkvæmir greiðsluskilmálar Söluumboð fyrir Jón Pétursson húsgagna framleiðanda og Tielsa. ODDUR H.F. umboðs- og fieildverziun Kirkjuhvoli sími 21718 Fullkomið sýningareldhús Kirkjuhvoli

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.