Vísir - 01.07.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 01.07.1968, Blaðsíða 7
VÍSIR . Mánudagur 1. júli 1968. 7 morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd Mendes-France tapaði þingsæti sínu ■ í nótt var það fyrir- sjáanlegt, aö Gaullistar hafa unnið mikinn sigur í síðari hluta frönsku þing- kosninganna, sem fóru fram í gær. Þeir hafa þar með tryggt sér að minnsta kosti 357 af hinum 487 þingsætum, þar sem telja má, að Georges Pompidou forsætisráðherra ráði nú 293 þingsætum, en einnig hafa stuðningsmenn stjórn arinnar í óháða lýðveldis- flokknum unnið mikinn sigur. Foringi þess flokks er Valery Giscard d’Esta- ing fyrrum fjármálaráð- herra, og hafa stuðnings- menn hans unnið um 64 þingsæti. • Bæði kommúnistar og vinstri- sambandið hafa tapaö um helmingi þingsæta sinna. Þessi kosningaúrslit þýða, að valdahlut- föll Gaullistanna og andstæðinga þeirra i þjóöþinginu veröa nú um þrír á móti einum. Kosningarnar voru mikill ósigur fyrir stjórnmálamanninn Mendes- France, sem hafði stutt stúdenta og verkfallsmenn í nýafstöönum ó- eirðum. 1 kjördæmi sínu tapaöi hann fyrir Gaullistanum Jean- Marcel Jeanneney. Um miðnætti höfðu vinstrisam- bandsmenn fengið 57 þingmenn kjörna og tapað 61 þingsæti. Kommúnistar höfðu tryggt sér 32 þingsæti og tapaö 35. Miðflokkur Jacques Deuhamels hafði fengið 27 þingmenn og tapað 14 sætum. Aðr- ir höföu fengið átta þingmenn og tapað einu sæti. er hagsýnni: fi ntnður#/, sagði j iiHuntphrey í sjón-j varpsviðtali Neitabi oð láta uppi ;l ■* fyrirætlanir varðandi ;j í; varaforsetaefni Hubert H. Humphrey varafor-\ íjseti neitaði að nefna nokkurt«J Janafn, þegar hann var spuröurV "Jað því í sjónvarpsviötali í Wash"J í'ington í gær, hvern hann mundi.; ^velja sem varaforsetaefni sitt,J. .;ef hann hlyti útnefningu á.J flokksþingi demókrata i Chicago:« >“24. ágúst n. k. Humphrey vildi hvorki úti-.J S'oka McCarthy eða EdwardJ. i jKennedy, en þegar hann var.J f»spurður um hvort hann mundi:* >!velja annan hvorn þeirra, sagöi\ l’bann, að þróun mála gæti orðið.J ;asú, að nauðsynlegt yrði að veljaj. annan þeirra. % ;= „Ég er hagsýnn maður,“ sagðií" <hann. ‘I De Gaulle og Mendes-France. De Gaulle hefur nú unnið mesta kosning asigur í franskri stjórnmálasögu. Mendes-France bauð honum birginn og tapaöi þingsæti sínu. Nýtt stjórnarskráruppkast í Grikk- landi mun skerða valdsvið kon- ungsins m|ög ■ HSð nýja stjórnarskráruppkast, sem birt verður í Aþenu í þessari viku, mun hafa í för með sér mikla skerðingu á valdsviði og áhrifum gríska konungsins og breyta þeim á þann hátt, sem tíðkast í Bretlandi og öðrum vestrænum löndum. Þetta er haft eftir heimildarmönnum í Aþenu. ■ Samkvæmt gömlu stjórnarskránni höfðu grískir konungar rétt til að tilnefna forsætisráðherra og Ieysa upp þjóðþingið, og í stjórnarkreppum hafa konungar oft gegnt mikiivægu hlutverki. Rússar neyða bandaríska herflutningavél til oð lenda í nótt neyddu Sovétmenn banda- ríska flugvél til að lenda á Iturup á Kúríleyjum. Vélin er af gerð- inni DC-8 og flutti 214 bandaríska hermenn frá Tacoma í Washing- tonfylki til Yokota í Japan. Varnamálaráðuneytiö bandaríska 10. síða Stjórnarskráruppkastið, sem mið- ar að því aö festa herforingja- stjórnina enn meira í sessi, snýst að miklu leyti um, að komið veröi á þjóðnefnd, sem tekur mikilvæg- ar ákvaröanir fyrir konunginn. Meölimir nefndarinnar eiga að vera þjóðkunnir menn, og áður en konungurinn tekur ákvarðanir á hann aö ráöfæra sig við nefndina. í stjómarskránni frá 1952 er gert ráö fyrir nefnd, sem vera á kon- unginum til fulltingis, þótt honum sé ekki skylt að ráðfæra sig við hana. Núverandi konungur Grikklands, Konstantín, hefur veriö í útlegð í Róm síðan í desember í fyrra, en þá reyndi hann að hrifsa völdin úr höndum herforingjaklíkunnar, sem gerði byltingu í aprílmánuði. kjarnavopna andirritaðnr — Johason mun koma fram með afvopnunarfillögur Talið er, að Johnson Banda- rfkjaforseti ht.fi á prjónunum fyrirætlanir um að draga úr her afla lands sius til þess að hvetja Sovétríkin til þátttöku í að stöðva kjarnorkuvopnakapp- hlaupiö. Johnson skýrði frá því á laug ardag, að hann mundi halda mikilvæga ræðu um afvopnunar vandamálið, þegar undirritun sáttmálans um bann við frekari útbreiðslu kjarnorkuvopna fer fram núna á mánudagsmorgun. Menn hafa velt vöngum yfir því, hvort cinhliða bandarísk af- vopnun . standi fyrir dyrum, og það varð til að styrkja þá trú, þegar Humphrey varaforseti sagði: í gær í sjónvarpsviðtali, að Johnson forseti mundi koma með mikilvæga yfirlýsingu, sem hafa mundi milda þýðingu fyrir eftirlit með vopnum. Sáttmálinn um bann við.frek ari útbreiðslu kjarnorkuvopna verður undirritaður núna á mánudagsmorgun i Washington, Moskvu og London. í Washing- ton munu Bandaríkin og um 45 önnur lönd undirrita sáttmál- ann. í Moskvu munu fulltrúar Bandaríkjanna og Bretlands und irrita sáttmálann, auk fulltrúa Sovétstjórnarinnar og fulltrúa margra annarra landa, sem kom ið hafa til Moskvu í þessum er- indagjörðum. Meðal þeirra er tékkneski utanríkisráðherrann Jiri Hajek. Talsmaður sovézka utanríkis- ráðuneytisins sagöi í gærkvöldi, að gert sé ráð fyrir, að margir fleiri utanríkisráðherrar komi, en ekki gat hann sagt fyrir um, hversu mr.rgir þeir yrðu eöa frá hvaða löndum. Sagt er, að í stjórnarskrárupp- kastinu sé gert ráð fyrir því, að konungurinn sé yfirmaður alls herafla landsins — en aðeins að nafninu til. Líklegt er talið að stjórnarskráruppkastið komi fyrir almenningssjónir í miðri þessari viku, en þjóöaratkvæðagreiösla um þaö fari fram í septembermánuöi. Lyndon B. Johnson forseti Banda- ríkjanna — kemur hann í dag fram með nýjar tillögur um afvopmm?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.