Vísir - 01.07.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 01.07.1968, Blaðsíða 16
FYRSTU TÖLURNAR BUNDU ENDA Á SPENNANDI KOSNINGANÓTT Mánudagur 1. júlí !%8. ------------------- 7». . Fyllirí og uppsteit á Kópuvogshdlsi Þrisvar var lögreglan í Kópavogi kvödd að naetursölunni á Kópavogs hálsi um helgina, vegna ölvunar og óláta nokkurra næturhrafna. Bæði stafaði borgurum ónæði af þessu fólki og svo lágu húsakynni nætursölunnar undir skemmdum af ágangi þess. Voru brotnar rúður í nætursölunni og einhverjar rysk- ingar urðu, þó engin alvarleg átök, en lögreglan fjarlægði verstu óláta- seggina. Það varð margur að endurskoða kosninga- spá sína, þegar fyrstu tölurnar bárust frá taln- ingu atkvæða í Reykja- vík, laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. — Þessar fyrstu tölur og hinar næstu, sem bárust, gerðu raunar að engu þá spennu, sem menn höfðu vænzt. þessa kosninga- nótt. Sjálfsagt hafa því færri en ella lagt á sig vöku til þess að fylgjast með talningunni. Fyrstú fréttirnar úr tveim fjölmennustu kjördæmunum, Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmi gáfu mjög ótvíræða vís- bendingu um úrslitin og þeir, sem vöktu fram yfir sólarupp- rás um klukkan þrjú, voru ekki í neinum vafa um hver yrði næsti forseti íslands. Klukkan ellefu, þegar kjör- fundi lauk í Reykjavík, höföu starfsmenn yfirkjörstjórnar set- ið drjúga stund við talningu innan viö innsiglaðar dyr í íþróttasal Austurbæjarskólans. Þegar fyrstu tölurnar bárust var því búið að telja rösklega helming greiddra atkvæða i Reykjavík. Hér var því um til- tölulega áreiðanlega vísbend- ingu aö ræða, enda kom fljótt á daginn að fyrstu tölurnar voru engin tilviljun, þvert á móti virtist bilið breikka hlutfalls- lega, eftir því sem á leið taln- inguna. Almennt var búizt við, að úr- slitin yrðu mjög tvísýn í Reykja vík og fleiri voru á þeirri skoð- un, að Gunnar Thoroddsen ætti þar öllu meira fylgi en Kristján Eldjárn — þar á meðal margir stuöningsmenn Kristjáns. — Um úrslitin í Reykjaneskjör- dæmi þótti flestum erfitt að spá og fáir spáðu þar miklum at- kvæðamun, en f þessum tveim- ur kjördæmum er meira en helmingur allra kjósenda á landinu. Það var því við því búizt að vitað yrði, hvemig landið lægi, þegar búið væri að telja atkvæði úr þessum kjör- dæmum og margir hafa áreið- anlega hugsað sér að vaka eftir úrslitum þaðan. Og urslitin urðu þeim mun óvænni, þar sem hér var búizt við mikilli tvísýnu. Um það leyti sem talningu lauk í Reykjaneskjördæmi á sjötta tímanum í nótt, tóku tölur að berast frá Hvolsvelli, en þar eru atkvæöi úr Suður- landskjördæmi talin. Seinasti kjörkassinn kom þangaö frá Vestmannaeyjum með þyrlu á fjórða tímanum, en tvfsýnt var »-»- 10. sfða Þeir voru lokaðir inni í íþróttasal Austurbæjarskólans og hurðir innsigiaðar, unz kjörfundi lauk klukkan ellefu, en talning f Reykjavík hófst um miðjan dag og var rúmlega hálfnuð, þegar þessi mynd var tekin seint í gærkvöldi. Flateyinga seinka fram yfir hádegi I Lögðu sig i sjávarháska til oð koma atkvæðum í land Atkvæði talningu Formaöur yfirkjörstjórnar á Norðurlandi eystra i viðtali við Vísl: „Það tafðist meir en gert var rað fyrir að fá atkvæðin frá Gríms- en sérstakan bát þurfti að Eíni kjósandinn knmst ekki ó kjörstnð Fámennasta kjördelld á landinu við þessar kosningar er i Loðmund- arfirði, eystra, en þar eru aðeins tveir á kjörskrá og er raunar aö eins annar þeirra búsettur i Loð- mundarfirði. I'að er Kristinn bóndi Halldórsson. Af skiljaniegum á- stæðum var ekki hægt að starf- rækja 1-jördeild í Loðmundarfirði, en Kristinn átti að fá að kjósa á Seyðisfirði. Af því varð þó ekki. Þar var þó ekki um að kenna vilja- leysi kjósandans, hcldur var veðri um að kenna. Sjóveöur var slæmt bar eystra og komst bátur ekki út í Loðmundarfjörð til þess að sækja Krlstin á kjörstað af beim sökum, en sjóleiðin er eina færa leiöin i fjörðinn á þessum tíma. senda eftir þeim. í Grímsey kusu allir nema tvö gamalmenni. Það kom í ljós þegar atkvæöin frá Húsavík komu í morgun, aö mis- tök höfðu orðiö hjá undirkjörstjórn í Flatey, bar sem farizt hafði fyrir hjá henni að senda kjörgögn til | Húsavíkur. Um kl. 9 í morgun • var báturinn frá Grímsey staddur i út af Flatey og var reynt aö hafa samband viö hann til þess að hann sækti atkvæðaseðlana til Flateyjar. Þegar þetta er skrifað var ekki vitað hvernig fór, en vonazt var til aö öll kjörgögn yrðu komin í Steypubíll sleit rafmagnslínu Rafmagnslaust varð í þrem hús um við Múlakamp, þegar steypu- bíll sleit surdur rafmagnslínu hjá húsi nr. 104 A í gærdag. Það er engin nýlunda, að vinnutæki slíti sundur rafmagns- og símalínur. Slíkt gerist nær vikulega, en venju legast eru þaö iarðýtur eða skurð gröfur, sem spiöllunum valda, eins og f fyrradag, en þá sleit jarðýta sundur rafmagnsstreng í Vorsabæ. •Oddeyrarskóla um hádegi og gæti talning hafizt þá. Engu munaði að atkvæðin úr Breiðafjarðareyjum kæm- ust ekki til skiia. Tíu tonna bátur frá Hvallátrum var fenginn til þess að fara með atkvæðakassana frá kjördeild um í Flatey og Hvallátrum yf r á Stað á Barðaströnd, en í gærkvöldi var haugabrim á Breiðafirði og illfært. — Þetta var mjög harðsótt og ekki farandi, þótt þeir létu sig hafa það, sagði Gísli Jóhannesson, hrepp stjóri í Skáleyjum við Vísi i morg- un, en allt gekk samt slvsalaust 10. sfða Traktorínn bjargaði at- kvæðum A-Skaftfellinga ■ Ekki komust öll atkvæði fyrirhafnarlaust til skila f þessum kosningum. Einna mestir hrakningar munu þó hafa verið á atkvæðakössum Austur-Skaftfellinga, en at- kvæðaflutningar úr A-Skafta- fellssýslu töfðust í 2 - 3 tíma vegna vegartálma. Grenjandi rigning var í gær á Austur- landi og vegir víða illa farnir. Lögreglubíllinn á Hornafirði fór um sýsluna og smalaði saman kjörkössunum í gær- kvöldi allt vestan úr Öræfum og hélt með þau áleiðis til Sevðisfjarðar í nótt. Vísir átti í morgun tal af Elíasi Jónssyni, lögregluþjóni á Hornafirði, sem annaöist þessa atkvæðaflutninga. og sagði hann að ferðin hefði verið nokkuð torsótt, þar sem veginum hafði skolaö burtu á tveim stöðum f Álftafirðinum. Þó tók út yfir við Ós í Breiðdal, en þar hafði á grafið sér farveg í gegnum veginn og sópað honum burtu á kafla. Varð Elías að ganga að Eyjum f Breiðdnl, sem er næsti bær og var það um 5 km leið. — Með honum i bílnum var Páll Þorsteinsson, alþingismaður og sat hann yfir kjörkössunum á meðan Elías sótti hjálp. Kom traktor frá Eyjum síðan til hjálpar og dró átkvæði Skaft- fellinga yfir slörkin og lagaði veginn þannig. að hægt yrði að flytja þau áfram til Seyðisfjarð- ar. T jfin varð þó ekki nema tveir til þrír tímar af þessum sökum og voru þeir Elías komn ir með atkvæðin til Seyöisfjarð- ar rétt fyrir klukkan níu, þar sem yfirkjörstjórnin hófst óðara handa að glugga í kjörgögnin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.