Vísir - 02.07.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 02.07.1968, Blaðsíða 16
ÁFENGISNEYZLAN 1967: RÚMLEGA 2,3 LÍTRAR AFHREINUM VÍNANDA Á HVERT MANNSBARN VÍSIR Þriðjudagur 2. júlí 1968. -/ Finnsku kórnrnir sendn þnkknr- kveðjur Við erum komin heilu og höldnu heim úr söngförinni til ykkar dá- samlega lands, og þaðan eigum við ögleymanlegar minningar um gest- rísrii, hlýju og vinsamlegt viðmót. All't söngfólk okkar sendir hlýjar kveðjur og þökk til Landssambands blándaðra kóra og Kirkjukóra ís- lands og sérstakar þakkir til Hrefnu Tynes og Hallgríms Bene- dik'tssonar fyrir feikilega skipulags- vinnu, sem innt var af hendi vegna söhgskemmtana kóranna tveggja. Alúð^irkveðjur til hins fjarlæga Is- lands. ■ Löngum hefur verið sagt, að íslendingum þætti gott í staupinu, en sömuleiðis hef- ur einnig verið taiið, að þeir drykkju helzt ekkert nema svartadauöa og sénever. ■ Skýrslur frá Áfengis- og tóbaksverziun ríkisins frá ár- inu 1967 gefa þó annað til kynna. Til dæmis sötraöi þjóðin það árið 11380 lítra af kampavíni og 31567 lítra af fínasta konjaki. Mest var þó reyndar drukkið af hollenzku einiberjabrennivíni, sem þekktara er undir nafninu sénever — eða samtals 233529 lítrar. Innlendar brennivínsteg- undir þurftu heldur ekki að ryk- falla, því að af þeim seldust samtals 207100 pottar. Af viskíi runnu út 177975 lítrar, af vodka 137392 lítrar, af rommi 94705 lítrar, af líkjörum 57293 lítrar, af gini' 32409 og af konjaki 31567 lítrar. Þaö er enn til marks um góðan vínsmekk þjóö arinnar, að enn meira var drukk ið af góðu konjaki heldur ódýru brandíi, sem enginn þarf að fúlsa viö. Af sterkum vínum seld ust fjölmargar tegundir í viðbót við þær, sem þegar hafa verið taldar, en þær seldust í minna magni, þótt það magn hafi ekki verið sérstaklega lítiö. Af heitum vínum seldust sam tals 179049 lítrar, og var ver- mouth þar vinsælasta tegundin, seldir 52675 lítrar. Borðvín voru líka drukkin, og þar var rauövínið vinsælast, 67236 lítrar. Samtals seldust á landinu 1336677 lítrar af áfengi, sem samsvara 468747 Iítrum af hreinu alkóhóli. Neyzla á mann var 2,3802 lítrar. Þarna er þó að sjálfsögðu ó- talið þaö magn áfengis, sem kem ur inn í landið án atbeina ÁTVR, með áhöfnum skipa og flugvéla, ferðamönnum — og það magn, sem smyglað er til landsins, ef um slíkt er að ræða á annað borð. 40 þúsund hufa séð Kjarvals- sýninguna Vegna hinnar miklu aðsóknar á Kjarvalssýninguna hefur verið á- kveðið að framlengja hana til 10. júlí. Um 40 þúsund manns hafa nú þegar séð sýninguna, og sýningar- skrá, sem jafnframt giidir sem happ drættismiöi, verið seid fyrir 121 þúsund kr. Aðsóknin á sýninguna varð svo mikil s.l. sunnudag, að margoft varö aö loka „skálanum" og hleypa fólkinu inn í smáhópum. — Talið er, að um 8—10 þúsund manns hafi séð sýninguna þann daginn. mstraum flugvélin frá Reykjavík hefur lent á Akureyrarflugvelli. Karl Jörundsson sagði, að á Ak- ureyri væri góð aöstaða til að taka við feröamönnum og stytta þeim stundir. I bænum eru á að gizka 3 til 400 hótelrúm. Þar eru söfn margs konar, svo og auðvitað Lystigarðurinn, svo að engum ætti að burfa að leiöast. i Þjófarnir sólgnir í mat- væli og drykki Þjófar á Suðumesjum virðast ÍHa haldnir í mat og drykk, jví það eru þær vörutegundir, sem þeir virðast ásælast helzt. ■Einhver brauzt inn í íbúð am- erískra hjóna í Ytri-Njarðvík fyrir helgi með því að stinga upp opnanlegan glugga og skríöa jar inn. Hafði sá á brott með sér úr íbúðinni niðursuðuvörur og matvæii önnur, en iét önnur verðmæti óhreyfð. Einnig var brotizt inn í fjöl- jýlishús í Ytri-Njarðvik og stol- ið þaðan áfengisflösku, en sá jjófur sá einnig fyrir þörf and- ans meö því að hafa á brott með sér stórt segulbandstæki Hvorugur þjófanna hefur náöst ennþá, en iögreglan vinn- ur að því að upplýsa málin. Sjómaður stofnar fyrsta „diskó tekið'' utan Reykjavíkur þjófum í Hafnarfirði O Ætlunin er að héfja rekstur diskóteks" á Ferstiklu á Hval- 'iarðarströnd. Eru það þrír ungir .in, sem að því standa. Forstjóri einn eigendanna er Halldór ilVlíusson, sem áður hefur, ásamt öðrum, rekið matstofuna Dóri og Tliigir í Hafnarfirði. „Diskótekið" verður i efri skálanum á Ferstiklu, og rúmar það um 100—200 manns. Þar er ekki vínveitingaleyfi, nema um sérstakar hópferðir sé að ræða, þar sem þetta er ekki hót^l. 3—4 kvöld f viku eru fyrirhugaðar skemmtanir, svo sem foreldrakvöld og almennir dansleikir. Hijómsveit verður_ ekki, heldur veröur leikið af hljómplötum, eins og nafnið gef ur til kynna. Matur er girnilegur, kiúklingar og svínasteikur daglega, en annars nánast hvað sem er, eftir pöntun. Samráð ’ veröur haft viö æskulýðsráð héraðsins. For- stjórinn hafði áður veriö 16 ár við sjómennsku, en hyggst nú leita á önnur mið. • Innbrot hafa verið ailtíð í Hafn arfirði að undanförnu, en sjaldnast hafa þiófarnir boriö mikið úr být- um aðeins nokkur hundruð krónur í hvert sinn. Mestu var stolið aðfaranótt 26. júní, þegar brotizt var inn á 3 stöðum í Hafnarfirði. Þá var faríð inn í fvrirtækið Rafgeyma og sprengdur upp peningakassi, en f honum voru geymdar ca. 1800 kr. Einnig var brotizt inn í næsta hús við hiiðina, þar sem er húsgagna- vinnustofa, en þar lágu engin ve*-* mæti á lausu. Þessa sömu nótt komst 'piofur inn í skrifstot'ur bifreiðaverkstæóis að Dalhrauni 4 og stal þaðan ávfs- unum, útgefnum á nöfn og árituð- um, en ein þeirra hljóðaði upp á 16 þúsund krónur. Hinar voru ekki eins háar. Lögregian hefur ekki enn haft hendur í hári þessara þjófa, en vinnur að rannsókn þessara þjófn- aða. ) j Nýkförlnn forseti j íslands hylltur i í gærkvöldi um níu-leytið fjöl- \ menntu Reykvíkingar að Þjóð- V minjasafnsbyggingunni til að } hylla hinn nýkjörna forseta, dr. i Kristján Eldjám og konu hans, ) frú Halldóru. Hjónin komu út ^ á tröppur hússins, og Ragnar ( Jónsson í Smára ávarpaði þau. ' Kristján Eldjárn flutti síðan 1 \ ræðustúf. Lúðrasveit lék, og hinn mikli mannfjöldi fagnaði Íhjónunum ákaft. Meðan á þessu stóð var öll umferð um Hring- braut stöðvuð. Þar hefur verið dauflegt til þessa vegna veðurs „Ferðamannastraumurinn til Ak- ureyrar er að aukast. Veöriö er að skána, og þá lætur ferðafólkið ekki standa á sér,“ sagði Karl Jör- undsson á ferðaskrifstofunni Sögu í viðtali við Vísi í morgun. Að undanfömu hefur verið frem- ur lítið um ferðamenn á Akureyri, en nú lítur út fyrir, að fjöldi þeirra fari vaxandi. í morgun var hið fegursta veður þar nyrðra, sól- skin og blíða. Allmargir ferðamenn komu með rútu til bæjarins í gær, bæði til aö skoða sig um á Akur- eyri og í nærliggjandi héruðum. Margir fara til Mývatns og dvelja gjarnan í gistihúsunum bar. Þangað eru ferðir daglega eftir að Litlar eftirtekjur hjá

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.