Vísir - 03.07.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 03.07.1968, Blaðsíða 1
' *•»»»«¦*«?*»¦*. ¦festí»»ífr*.^)> 5$. árg. - Miðyikndagur 3. jújf 1968. - 144. tbl. ENN EITT TAPIÐ ¦ Enn einu sinni urðu íslendingar að þola tap í knatt- spyrnulandsleik. 1 þetta sinn voru það v-þýzkir áhugamenn, sem að vísu eru engir áhugamenn á íslenzkan mælikvarða, sem unnu íslendingana, 3—1. íslenzka liðið sýndi ágætan leik þar til um miðjan síoari hálfleik, er Þjóðverjarnir jöfnuðu leikinn, 1 — 1. Hermann Gunnarsson hafði skorað eina mark íslands á sfðustu mínútu fyrri hálfleiks. Segja má, að ísl. liðið hafi verið betri aðilinn fyrri hálfleik, en Þjððverjarnir réðu öllu um gang leiksins í síðari hálfleiknum. ¦ Á myndinni sjáum við hinn ágæta markvörð, Schiitz, slá knöttinn frá markinu, en Matthias Hallgrímsson (lengst fil vinstri), er við öllu búinn. Sjá nánar um leikinn á íþróttasíðu blaðsins f dag. STJÓRNARSLIT ERU EKKI Á DAGSKRÁ sagði Emil Jónsson við Visi i morgun ¦ Stjórnarslit eru ekki á dagskrá, að því er' Emil Jóns- son sagði Vísi í morgun. All- miklar bollaleggingar urðu manna á meðal í gær vegna forystugreinar Alþýðublaðs- ins í gær, en þar stóð m. a.: „Kann svo að i'ara, að meira reyni á hinn nýja forseta á næstu vikum en margan hef- ur grunað". Settu margir þessi orð blaðsins f samband við, að Alþýðuflokkurinn hefði í hyggju að slfta stjórn- arsamstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn. M. a. eru skrif um það í Tímanum og Þjððviljan- um í morgun. Emil Jónsson, uiánrfkisráð- herra sagði vegna skrifa þess- ara í viðtali við Vfsi f morgun: „Hér hlýtur að vera um mis- skilning að ræða. Mér er ekki kunnugt um tilefni til slíkrar túikunar. Vera má að fyrir höf- undi leiðarans vaki, að ef til vill geti komiö til kasta forset- ans f haust vegna stjórnar- kreppu, sem gæti hugsanlega myndazt vegna erfiðleikanna". Martröð fyrir fólkið - Öllum búpeningnum lógað — Talað við Ágúst Þorleifsson dýralækni i Eyjafirði Landlæknir og yfirdýralæknir hafa lagt til við viðkomandi ráðu- neyti að niðurskurður búpenings verði hafinn á Rútsstöðum í Eyja- firði og nýbýlinu Akri frá Rúts- I stöðum, þar sem taugaveikibróð- irinn kom upp í búpeningi bónda. Talaði Vísir við Ágúst Þorleifs- son dýralækni' á Akureyri í morg- un. Sagði Agúst, að lagt hefði veriö til að öllum búpeningi á báðum bæjum yrði lógað. Á bæjunum báð- um eru um 30 kýr fyrir utan 7, sem þegar eru dauðar af völdum pestarinnar. Auk þess er hænsna- rækt á báðum býlunum eða um 200 hænur. Auk þess má búast við að tveim hestum og tveim { hundum verði einnig lógað. Gerði Ágúst ráð fyrir því, að úrskurður ráðuneytanna kæmi á j morgun eða næsta dag og yrði þá ! hafizt handa. | — Það er bezt fyrir fólkið aö c Carthy hótar að styðja Rockefeller Eugen McCarthy, sem heldur ó- trauður áfram baráttu sinni til þess að verða fyrir valinu sem forseta- efni demokrata, lét þess getið um síðastliðna helgi er ýmsir helztu ríkisstjórar, er fylgja demokrata- flokknum að málum, sátu á ráð- stefnu, að hann kynni að styðja Nelson Rockefeller, svo fremi að hann gæti fallizt á stefnu hans í utanríkis- og innanríkismálum. Þessi ummæli voru vitanlega skilin á þann veg, að í þeim fæl- ist hótun um að styðja Nelson Rockefeller, ef Hubert Humphrey með flokksvélina að baki sér yröi valinn forsetaefni flokksins, en Humphrey vinnur stöðugt af kappi að því að tryggja aðstöðu sina meðal ráðandi manna í flokknum í hinum ýmsu rikjum, og m. a. hefir hann leynt og ljóst unnið að því, aö tryggja sér eins mikið kjbr mannafylgi og frekast er unnt fyr- irfram, en geta má þess, að kjör- menn demokrata í Kaliforníu, þar sem Robert Kennedy sigraði vilja ekki binda sig fyrir flokksþingið. Einn af fyrrnefndum ríkisstjór- um demokrata sagði út af ummæl- um McCarthys, að þau gætu reynzt „góður nagli í hans eigin pólitísku líkkistu" — en ýmsir benda á, að Nelson Rockefeller studdur af McCarthy myndi hafa sterka að- stöðu í kosningum. LEYST Fyrsta sumarsíldin kom á land um hádegið. Síldarflotinn heldur út í kvöld og nótt. Síldarverðið ákveðið í morgun SÍLDVEIÐIDEILAN LEYSTIST í nótt eftir tólf tíma samn- lngaviðræður. Útgerðarmenn og sjómenn hafa setið á löngum fundum með sáttasemjara ríkisins að undanförau, en samn- ingar tókust Ioks í morgun um klukkan sjö. - Yfirnefnd verð- lagsráðs, sem skipuð er fulltrúum útgerðarmanna, sjómanna, fulltrúum síldarkaupenda og oddamanni rfkisstjórnarinnar, kom saman í morgun ,< lukkan tíu til þess að fjalla um sfldar- verðið og náðist samkomulag um það. Yfirlýsing frá yfir- nefnd er væntanleg í dag. Búast má við að hreyfing kom ist á síldveiðiflotann strax næstu daga, en skipin hafa flest legið í höfn vikum saman. Skip- in eru flest tilbúin til veiða og hafa aðeins beðiö eftir að deil- an leystist. — Hins vegar hefur gengið erfiðlega aö manna flot- ann. Búizt er við fundi í sjómanna- félaginu í kvöld og munu samn- ingarnir veröa bornir undir at- kvæöi á þeim fundi, en Jón Sig- urðsson, formaður félagsins vildi ekkert um samningana segja í morgun að svo stöddu. Sex skip eru komin til veiða austur i haf og hafa fjögur þeirra þegar fengiö afla, eitt skipanna, Guðbjörg, landaði f Færeyjum í morgun, og Hilmir átti að koma til Stöðvarfjarðar laust fyrir tólf í morgun með . 450 tonn og er þaö fyrsta síldin, sem berst á land fyrir austan í sumar. Sagði Guðmundur Björnsson framkvæmdastjóri á Stöðvar- firði í viðtali viö Vísi í morgun, að þegar yrði byrjað að bræða þessa síld í verksmiöjunni á Stöðvarfiröi. Hér væri um fall- ega og feita síld að ræða, sem væri söltunarhæf, ef hún kæm- ist ný í tunnurnar. Guðmundur var bjartsýnn á síldveiðihorfurnar og sagðist vonast til þess að fá næga síld til Stöðvarfjarðar í sumar. hafizt verði handa sem allra fyrst. Það er hreinasta martröð fyrir fólkið að hafa kýrnar inni á fóðr- um og þurfa að hella niður allri mjólkinni. Nú þegar hafa kýrnar verið hafðar inni f hálfan mánua- Það er ekki hægt að bjóða fólkinu upp á meira, þegar auðsýnt er að allt starf þess er unnið fyrir gýg. Ágúst sagði ennfremur, að hann mundi hafa yfirumsjón með drápi búpenings og myndi fá 5—6 menn með sér til verksins. Ennfremur yrðu fengnar jarðýtur til þess að grafa eina allsherjar stóra gröf fyrir búpeninginn. Nú eru þau þrjú, sem fengu veikina að hress- ast, en eru ennþá á sjúkrahúsinu á Akureyri. Voru það fjósameist- ari, móðir bændanna á Rútsstöð- um og ungur sonur bóndans á Akri. Þór Hjaltason, bóndinn á Akri sagði Vísi í morgun, að heimilis- fólkið væri fegið því að ákvörðun hefði verið tekin í málinu og Ióg- un búpeningsins færi fram. „Við erum fegin þvl og vonum, að það verði sem allra fyrst." Þeir bræður á Rútsstöðum munu m-¥- 10. sfða Hamingjuóskirnar streyma til heimilis hinna nýkjörnu forsetahjóno Viðtal Visis við frú Halldóru Eldjárn Síóan það varð liöst, aö dr. Kristján Eldlárn hafði borið sigur úr býtum i forsetakosningunum, hefur að sjálfsögðu verið mikið á seyði á heimili hans. Vísir hafðl í morgun tal af frú Halldóru Eldiárn, og spurðl hana eftir þvf, hvort ekki hefði verið í mörgu að snúast undangengna daga. Frú HalWóra sagði, að heilla- óskaskeyti hefðu borizt f hundr- aöa ef ekki þúsundatali. Gestágang- ur hefur að sjálfsögðu verið gífur- legur, og síminn hefur ekki linnt á látunum. Fólk' sem ekki er persónulega kunnugt þeim hjónum hefur hringt og borið fram ham- ingjuóskir sínar. Blóm hafa streymt að, og yfirleitt hafa þeim hjðnum borizt hamingjuóskir af öllu tagi. Frú Halldóra sagði, að þau hjón- in hefðu í hyggju að taka sér ein- hverja hvíld á næstu dögum, en hún kvaðst samt ekki geta sagt um, hvort þau mundu fara eitthvað út úr borginni eða vera hér kyrr. Að lokum kvaðst frú Halldóra vilja þakka öllum þeim fjölmörgu, sem hafa sent þeim hamingjuðskir eða vottað þeim ánægju sfna á ann- an hátt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.