Vísir - 03.07.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 03.07.1968, Blaðsíða 5
V1S IR . Miðvikudagur 3. júlí 1968. 1 I Nú er tími borðblómanna „t'yrst blómin á borðið síðan ■*" matinn“, segir gamail danskur málsháttur. Eins og við vitum allar hafa Danir haft orð á sér sem einstakir smekkmenn um allt er víkur að húsbúnaði, eru sælkerar hinir mestu og kunna að búa til mat á afar lystugan hátt. Danskar húsmæö ur eru einnig þekktar fyrir smekkvísi sfna í framreiðsiu matar. Nú er tími ferðalaga og blóm anna ekki sízt. Margir leggja leið sína til Danmerkur og marg ar íslenzkar húsmæður sjá þar ýmislegt skemmtilegt og fróð- legt, sem viðkemur veizluhaldi. Annað mál er að e. t. v. leggja þær ekki í þaö að afla sér upp- lýsinga um hvernig hinn eöa þessi rétturinn er búinn til eða hvernig húsmóðirin á heimilinu, sem þær heimsóttu hafi farið að því að útbúa borðið á svo skemmtilegan hátt eða hvaða ráð hún notaði til að allt tækist sem bezt hjá henni. Stundum er þó hægt aö koma aðalréttinn. Við steik er afar- fallegt að velja fallegar rauðar rósi’-, en leggur þeirra er klippt- ur það stutt að rósirnar fljóti á fallega kopardiskinum, sem valinn hefur verið. Blá blóm fara afar vel við fiskrétti. Má þá nota stjúpmæðurnar okkar, sem viö getum ræktað úti í garö inum en einnig má hafa rauðar nellikur til að skreyta meö. Lambasteik eöa kjúklingar, með þeim má nota þau blóm, sem á boðstólum eru á sumrin en á vorin eru páskaliljur tilvald- ar til skreytinga með þeim rétt- um. Steikur á haustin, þá er kom inn tími ávaxtanna og mætti búa til ávaxtapíramíta á miðju borðsins úr appelsínum, eplum, perum og sítrónum og skreyta hann efst, með vínberjaklasa. Danska húsmóöirin tæmir stundum grænmetisgeymsíu sína viö boröskreytinguna. Hægt er að skreyta boröið með rauðum, þroskuðum tómötum, hvítkáli og rauðkáli, sem sett er í litríkan haug ásamt gúrk- um, steinselju, grænum og rauö um piparávöxtum (græni pipar- ávöxturinn er kominn í búðir hér), sem blandað er milli græn- metisins ásamt salatblöðum. Við þessa borðskreytingu geta ís- lenzku húsmæðurnar notað hug myndaflugið óspart, einnig þarf •hún ekki að vera kostnaðarsöm, því borðskreytinguna má svo nota í rétti dagana á eftir. Til þess að lífga ofurlítið upp á má nota sítrónur til að fá gula litinn. Einnig holar danska hús- móðirin innan kartöflur og not- ar þær sem kertastjaka, sem hún setur sinn hvorum megin borðskreytingarinnar eða felur meðal grænmetisins. Dönsk húsráð heim meö nokkra fróðleiksmola og í dag ætlum viö að rabba um blöm og mat og höfum svo nokkur dönsk húsráð í pokahorninu. Hin dugiega danska húsmóðir kýs blóm á borðið með það fyr- ir augum að þau fari vel við Skeriö þrjá skurði hvorum megin í fiskinn fyrir glóðar- steikingu til þess að koma í veg fyrir að hann svigni við steikinguna. Ef súpan er of sölt bætið við hráum kartöflusneiðum. Sjóðið í nokkrar mínútur og færið kartöflusneiðarnar upp úr. End- úrtakiö, unz súpan eða jafning- urinn er orðinn mátulegur. Setjið þunnar gúrkusneiðar í skál meö einum bolla af ediki og einum bolla af vatni og kryddiö með svörtum pipar og sykri eftir smekk. Kæliö f ísskápnum og berið með nærri öllum köldum réttum og smurðu brauði. Grátið ekki — segir í gömlum dönskum nálshætti — þegar þið sneiðið niður lauk Hafið brauðmola milli tannanna og andið 1 gegnum munninn. Ef gaffli er stungið f laukinn áöur en hann er matreiddur á hann að halda lagi og ekki detta í sundur. Ef rjóminn þeytist ekki, á fyrst að kæia hann vel þá má bæta við kældri eggjahvítu og þeyta hann aftur. Kalt te er ágætis áburðar- vatn á pottaplöntur. Vætið alltaf eggjaskurnina áður en eggið er sett í vatniö til suðu — til þess að koma í veg fyrir að það springi. Sprungið egg er enn hægt að sjóða ef nuddað er röku salti á sprunguna áður en eggiö er sett í sjóöandi vatnið. TiLKYNNING Framkvæmdanefnd stuöningsmanna Krist- jáns Eldjáms hefur opna skrifstofu fyrst um sinn í Garðastræti 17 2. hæð, sími 83800. Þeir sem erindi eiga við nefndina vinsam- legast snúi sér þangað. Snyrtistofan Iris er flutt af Skólavörðustíg 3 a á HVERFISGÖTU 42 (áður Snyrtistofa Sigrúnar). Sími 13645. Ath. breyttan síma. Vinningurinn er ósótfur Mercedes Benz bifreiðin kom á nr. 15940. Dregið var aðeins úr seldum miðum, þann 16. júní s.l. HAPPDRÆTTI REYKJAVÍKURDEILDAR RAUÐA KROSS ÍSLANDS Sumarnámskeið Síðara sumarnámskeið Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur verður haldið tímabilið 8. júlí til 2. ágúst og er ætlað börnum á aldrinum 10 til 13 ára. Þátttakendur fá tilsögn í íþróttum, föndri, hjálp í viðlögum, bókmenntum o.fl. Kynning- arferðir verða og farnar um borgina og ná- grenni. Innritun á námskeiðið fer fram á Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur í dag, 3. júlí, kl. 10-12 og 2-4. Þar verða og veittar nánari upplýsing- ar. Þátttökugjald er kr. 550,00 fyrir tímabilið og greiðist við innritun. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur FILMUR QG VELAR 5.F. FRAMIÖLLUN- 99 STÆIK SVART & LITFILMUR FILMUR OG VELAR S.F. SKÓLAVÖRDUSTÍG 41 SIMI 20235 - B0X 995 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.