Vísir - 03.07.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 03.07.1968, Blaðsíða 7
V I S I R . Miðvikudagur 3. júlí 1968. mó’rgun útlönd í morgun útlönd í raorgun útiönd í morgun útlönd Bretar bjóðast til að senda gæzlulið fil Nigeríu Ray Gunther. Brezkur róðherru biðst luusnur Gunther, brezki námumálaráð- aerrann, hefir beðizt lausnar. í bréfi, er hann skrifaði Wilson for- sætisráðherra, sagði hann: Ég vil ekki lengur eiga sæti í stjóm yðar. Gunther er sagður hafa verið öánægður síðan er hann í apríl síöastiiðnum varð að iáta af emb- ætti verkamálaráðherra að vilja Wilsons. B Brezka stjórnin hefur boðizt til þess að senda brezka hersveit til Nígeríu sem hluta af gæzluliði um misseris skeið, ef samkomulag Vestur-þýzkur ofursti myrtur í Rio Vetur-þýzkur ofursti var skotinn til bana í gær í Ríó de Janeiró, og hefur lögreglan morðið til rannsóknar. Grunur er um, að um hermdar- verk and-nazista sé að ræða, en ekkja mannsins neitar, aö hann hafi nokkurn tíma verið nazisti. Bundurísku flug- vélin fékk uð huldu úfrum Bandaríska leiguflugvélin, sem sovézkar Mig-þotur knúðu til lend- ingar á Kurileyjum s.l. sunnudag, er nú komin til Japans, og tekur þar eldsneyti áður en hún heldur áfram til Víetnam. Sovétstjórnin leyfði i gær, að flugvélin héldi áfram, en áður hafði Bandaríkjastjórn skýrt frá því, að flugvéiin hefði villzt af leið inn í sovézka lofthelgi ög beðizt afsök- unar. næst um vopnahlé, og báðir aðilar í borgarastyrjöldinni óska þess. Tilboðið er þvl skilyröi bundið, að samveldislönd fallist á þátttöku í gæzluliöinu, og að báðir aðilar óski eftir slíku eftirlitsliði með vopnahléi. Thomson, brezki samveldisráð- herrann sagði í gær, að hann teldi, að unnt ætti að vera að hefja um- ræður um vopnahlé af nýju og þá í London, og taldi hann ábyrgð Ojukwu, Biafra-þjóðarleiðtogans, mjög mikla, ef hann neitaði. Brezka stjórnin hefur samþykkt að veita 250.000 sterlingspund til hjálparstarfsemi bágstaddra í Nig- eríu af völdum borgarastyrjaldar- innar. Hunt lávarður, sem sigraði Everest, verður formaður nefndar, sem á að athuga hvernig fénu verð- ur bezt varið. Þjóðuratkvæði í Biafra? í útvarpi frá Biafra í fyrrakvöld var lagt til, að þjóðaratkvæði yrði látið fram fara í Biafra, til þess að fá úr því skorið hvort landsmenn þar vildu vera Biafrar eða Nigeríu- menn. Skorað var á brezku stjórnina og sambandsstjórn Nigeríu að fall- ast á þessa lausn, og tillagan rök- studd méð því, að framtiðarlausn yrði að býggjast á sjálfsákvörðun- arrátti þjóðarinnar í Biafra. m JÚLÍFERÐIR Ms. Gullfoss Ms. krp. Frederik Nánari upplýsingar í farþegadeild og hjá umboðsmönnum félagsins Hf. Eimskipafélag Islands REYKJAVÍK — LEITH — KAUPMANNAHÖFN 6. og 20. júlí REYKJAVÍK — THORSHAVN « — KAUPMANNAHÖFN 11. og 29. júlí FÁEINIR FARMIÐAR ÓSELDIR SÍMI 21460 VERÐ FARMIÐA: Til Thorshavn Til Leith Til Kaupmannahafnar frá kr. 1313,00 frá kr. 1869,00 frá kr. 2742,00 FÆÐI, ÞJÓNUSTUGJALD OG SÖLUSKATTUR INNIFALIÐ í VERÐINU Þegar yfirheyrslu var lokið var Sirhan ekið í hjólastól til klefa síns í fangelsinu (hann er ekki heill af meiðslum þeim á ökkla, er hann hlaut við handtökuna). Með honum á myndinni er verjandi hans, Russell Parsons, landskunnur verjandi bandarískra morð- ingja. Sirhan var fenginn listi með nöfnum allmargra lögfræðinga og valdi hann Parsons. Móli Sirhans frestað til 19. júlí Samkvæmt fregn frá Los Ange- Ies s.l. laugardag fór fram réttar- Lr.ld í fangelsinu, þar sem Sirhan Bishara Sirhan, morðingi Roberts Kennedys, er í haldi og mál hans tekið fyrir. Málinu var frestað til 19. júlí, en á tímanum þangaö til rannsaka geðlæþnar og sálfræðingar fang- ann. I Það var skipaður verjandi hans, Parsons 73 ára, sem bar fram kröf- una um frestun, og er málið verður tekiö fyrir af nýju mun hann hafa tiltæka skýrslu frá geðlæknunum og sálfræöingunum. Abe Fortas hinn nýi forseti Hæsta- réttar Banda- ríkjanna " Fyrir skömmu baðst lausnar frá störfum forseti Hæstaréttar Banda- ríkjanna, Earl Warren, 77 ára, og kvað hann svo að oröi í lausnar- beiðni sinni til forsetans, að hann „bæðist lausnar eingöngu aldurs vegna“. Við embættinu tekur Abe Fortas hæstaréttardómari, 58 ára, en hann hefur um aldarfjórðungs skeið verið einn af nánustu vinum og ráðu- nautum Johnsons forseta. Abe Fortas er Gyðingur. Fortas var skipaður dómari í Hæstarétti fyrir 3 árum. Staðfesti öldungadeildin skipan hans til að gegna embættinu verð- ur hanp fyrsti Gyðingurinn sem skipar þetta virðulega embætti. Viðstaddur réttarhaidið var einn ættingja hans, bróöir hans Adel, og var hann umkringdur fimm rannsóknarlögreglumönnum meðan réttarhaldið stóö yfir, en það stóö um fjórðung stundar. Parsons segir, aö síöan er hann tók að sér vörn Sirhans, hafi hann og kona hans búiö við hótanir, og njóta þau lögregluverndar. Abe Fortas. 9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.