Vísir - 03.07.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 03.07.1968, Blaðsíða 13
VÍSIR Miðvikudagur 3. júlí 1968. ***** \ - Y3 Viðfal dagsins — 9. síðu. „En hvemig gengu opinberu málin fyrir sig?“ „Þau voru 31 og sundurliðast þannig, að þar voru felld niður 2 mál, kærumál voru þar 8, einu máli er ólokið, en dómur gekk i 20 málum. Meðferð þessara 20 mála stóö hér fyrir Hæstarétti svo sem hér segir, ef talið er frá þeim degi, sem stefna var gefin út, til þess dags, sem dómur gekk: Skemur en þrjá mánuði stóð meðferö 9 mála, 3 til 6 mánuði stóð meðferð 10 mála, og 6 til 9 mánuði stóð meðferð eins máls.“ Hraðari afgreiðsla mála „Finnst þér vera unnt aö hraða gangi þessara mála, eða finnst þér þetta vera eðlilegur hraði?" „Vafalaust mætti hafa hrað- ann enn meiri, en varla verður þó sagt, að dráttur á málum fyrir Hæstarétti sé verulegur. En að svo miklu leyti, sem um hann er að ræða, stafar hann eingöngu af því, að lögmenn eru ekki búnir til málflutnings, vegna þess aö gagnaöflun dregst. Hraðinn gæti sem sagt veriö meiri, og mætti vera meiri, en á það verður þó að leggja ríka áherzlu, að hraði á úrlausn dómsmála má aldrei verða á kostnað vandaðrar málsmeðferð- ar. Ef ætla má, að unnt sé að upplýsa mál betur og fá frek- ari gögn, sem máli geta skipt, bíður dómstóll gjaman, jafnvel þótt mál dragist eitthvað viö það, því að niðurstaða reist á traustum grundvelli er aöalat- riðið. Þetta verður alltaf að hafa í huga, þegar rætt er um hraða í meðferð dómsmála. Þess vegna era því alltaf nokk- ttr takmörk sett, hversu hratt dömsmál geta gengið, ef vanda á öll vinnubrögð." „Hvemig getur þá hraðinn orðið meiri án þess að ganga á vönduð vinnubrögð?" „Það er alllangt mál og erf- itt að svara því til hlítar, en með betra skipulagi á dóm- stólunum — þar á ég einkum og sérílagi við skipulag héraðs- '33EB Ný]o bílaþjónustan Lækkið viðgerðarkostnaðinn — með þvi að vinna siálfir að viögerð bifreiðarinnar. — Fag- menn veita aðstoð ef óskað er. Rúmgóð húsakynm, aðstaða til þvotta. Nýjo bílnþjónustan Hafnarbraut 17. — Sími 42530. Opið frá kl. 9—23. Verzlunarplóss óskast sem hentaði fyrir tilbúinn fatn- að og smávörur. Má vera í út- hverfi. Uppl. í síma 18525 frá kl. 9—6 daglega. MÝJUNG í TEPPAHREINSUN ADVANCI Tryp«tir að tepp- i ðhleypur ekki Reynið viðskipt Axminster, slmi 30676. Helma in. Uppi verzi- simi 42239 dómstólanna — mætti áorka miklu í þessa átt. Þá er mjög mikilvægt, aö dómstólarnir hafi á aö skipa sem bezt þjálfuðu starfsliði, vinnuaðstaða sé á- kjósanleg og unnt sé að koma við fullkominni tækni. Allt slikt mundi hraða mjög gangi dóms- málas án þess að það yrði á kostnað vandaðra vinnubragða. — Hitt ber einnig að hafa í huga, að hraði á meðferð dóms- mála getur stuðlað að öruggari og traustari gagnaöflun, t.d. ör- uggari vitnaframburði, og þá um leið að traustari dómsnið- urstöðu. Oft hefur verið um það rætt, að nauðsynlegt sé að endur- sl.^ða og breyta lögum, en ég tel það ekki helzt aðkallandi. Ég held, að innan ramma þeirra laga, sem fyrir eru, megi gera mjög víðtækar og gagnlegar endurbætur og svo hefur raunar þegar verið gert í ýmsum grein- um. Á ég hér fyrst og fremst við það, að starfslið og starfs- aðstaða sé bætt. Þess gætir um of hér á landi, að menn telji endurskoöun laga allra meina bót, en gefi of lítinn gaum að lagaframkvæmdinni sjálfri — hvernig aðstaðan sé til hennar. Ekki verður svo minnzt á starfslið dómstólanna, að lög- mannastéttarinnar sé að engu getið. Hún er sennilega orðin of fjölmenn. Afleiðing þess er sú, að hver lögmaður flytur of fá mál, og margir þeirra fá því naumast þá þjálfun, sem æski- leg væri, og verða myndi, ef menn einbeittu sér meira að málflutningsstörfum.“ G. P. Að utan — »->■ 8. síöu. ÚTIBÚ ÚTVEGSBANKANS ÁLFHÓLSVEGI 7 KÓPAVOGI ÚTIBÚ ÚTVEGSBANKANS LAUGAVEGI105 REYKJAVÍK r r Kostir GIRO-þjónustu fyrir hvern mann: Svo einfalt — svo auðvelt — og svo HAGKVÆMT fyrir yður og aðrir fara þó nærri um það í báðum löndunum í hverra hönd um yfirráð borga og bæja era hina og þessa stundina. Fjöldadráp einkenndu borgara styrjöldina framan af, en er frá leið var um hreina útrýmingar- styrjöld að rseða — og kringum allar svívirðingamar, sem áttu sér stað, gnæfði múr þagnarinn- ar. „Menn hafa hvergi farið í kröfugöngur út af styrjöldinni í Biafra til þess að mótmæla — og er þó ekki síður ástæða til að mótmæla þessari styrjöld en þeirri f Vietnam“. Á þessa leið skrifar frétta- ritari B.A. í Kaupmannahöfn. Og hann segir ennfremur: „Það hefur ekki verið um að ræða langar ályktanir frá hinum mörgu ályktunarglöðu blökku- þjóðum í Afríku, þótt mitt á milli þeirra sé háð styrjöild, þar sem lengra er gengið í öllu ó- manneskjulegu en dæmi eru til. Það hafa ekki verið umræður um Biafra á Allsberjarþinginu, þar sem annars grúi mótmæla- ályktana hefir veriö samþykkt- ur, og samþykktar aðgerðir, m. a. gegn ‘stjórn Rhodesíú, sem á að ógna heimsfriðinum — og þó stafar heimsfriðinum margfalt méiri hætta af styrjöldinni í Bi- afra. En styrjöld afrískra blökku manna gegn öðrum blökkum Af- ríkumönnum veitir ekki öfga- og ofstopamönnum tækifæri til þess að ala á kynþáttaríg og hatri — þess vegna ríkir þögn um Biafra hjá Sameinuðu þjóð- unum“. Og meðan fólkið hrynur niður úr sjúkdómum og hungri, m.a. tugir barna á degi hverjum, er leikinn sami ieikurinn á öðrum vettvangi — baktjaldaleikurinn. sem ýmsar ríkisstjómir og skot færa- og vopnaframleiðendur taka þátt i. í fyrrnefndri grein segir: „Bretland og Sovétríkin leggja sambandsstjórninni í Nigeríu til vopnin sem hún notar gegn þjóð Þér stofnið GÍRÓ-reikning í w Ufvegsbanknnum Leggið þar inn LAUNIN yðar eða hluta af þeim. Þér getið beðið launagreið- anda yðar að gera það. (Gefið honum upp Gíró-númer yðar). ÞÁ ERU LAUNIN KOMIN INN Á REIKNING YÐAR Á ÚTBORGUNARDEGI. Þá getið þér, eða annar, sem þér gefir umboð, gengið að þeim vísum f bankanum og byrjað. að ráðstafa þeim að vild. - Qg bér fáið VEXTI af innistæðunni. Ekkert mas við talningu eða geymslu peninga — engln hlaup með ávísanir Þeir, sem hafa slíka fasta reikninga í bankanum að staðaldri, mega vænta MEIRI FYRIRGREIÐSLU en aðrir að öðru jöfnu. e « (A O 0» > b 3 e e o b l O E O 1 inni í Biafra — um leið og Bret- land, móðurland samveldisins, tekur að sér hlutverk sáttasemj- arans í styrjöldinni. Og Egypta- land hefir lagt til flugmenn, sem fljúga sovétsmíðuðum flug- vélum yfir Biafra, og varpað er niður tékkneskum sprengjum á bæi- og þorp.“ . En svo er þó nú komið, auk þess sem reynt er fyrir forgöngu Aiþjóða Rauöa krossins, að bjarga Biafraþjóðinni frá hungur dauða, að nokkur ríki hafa hætt yopna- og skotfærasendingum til sambandsstjórnarinnar i Lagos, og fjögur blökkumannaríki í Af- ríku hafa viðurkennt sjálfstæði Biafra, Tanzania, Zambia, Gab- on og Fílabeinsströndin. Hoiland hefur hætt vopna- og skotfærasendingum til sam- bandsstjórnar Nigeríu, þrátt fyr ir hótanir hennar að hætta við- skiptum við Holland, en viðskipt in eru Hollendingum mjög hag- stæð. Frakkar og Tékkar hafa einnig hætt vopnasendingum til Lagos — en brezka stjómin leyf ir, að vopnasendingum frá Bret- landi tll Lagos sé haldið áfram. Þess ber að geta til viðbótar þvf, sem sagt er um framtak Alþjóða Rauða krossins til hjálp ar Biafra, að kirkjan í ýmsum löndum hefir mjög lagt sig fram og hefir lagzt á sveif með Al- þjóða Rauða krossinum — til vakningar samvizku þjóðanna og til raunverulegrar hjálpar á sjálf um vettvangi höirmunganna. a. Auglýsið ? VÍSI RAFVELAVERKSTÆÐI S. MELSTEÐS SKEIFAN 5 SÍMI 8tlí0 TÖKUM AÐ 0KKUR: ■ MÓTORM/ELINGAR. ■ MÓTORSTILLINGAR. ■ VIOGERÐIR A’ RAF- KERFI, oýNAMÓUM, OG STÖRTURUM. ■ RAKAÞÉTTUM RAF- KERFIÐ •VARAHLUTIR Á STACNUM GREKÍ.Á*»VEGUR -ati i.ini 111! ii ii.i.i 1.1.1111 iJiTrrn iriTE GÓLFTEPPALAGNIR GÓLFTEPPAHREINSUN HÚSGAGNAHREINSUN Söluumboð fyrir: 7Á TEPPAHREINSUNIN Bolhotli 6 • Simor 35407, 3678S ÞÉR GETED: Tekið út peninga til daglegra útgjalda. Beðið bankann að annast all- ar fastar greiðslur fyrir yður (rafmagn, síma, skatta, húsa- leigu, afborganir, tryggingagjöld o. s. frv. — jafnvel greiðslu VÍXLA í öðrum bönkum! Þér fyllið aðeins út allsherjarbeiðni yfir þessar útborganir af Gíró- reikningi yðar). Engin hlaup. Engin hætta á að lokað verði fyrir rafmagn eða síma! — Engin hætta á dráttarvöxtum, aukakostnaði eða sektum vegna van- greiðslu á ákveðnum tíma — eða fyrir innistæðulausar ávísanir! ÞÉR LÁTIÐ BANKANN VTNNA FYRIR YÐUR! Þér getið Iagt afganginn inn á almenna sparisjóðsbók og þannig myndað yður VARA- SJÓÐ. — Reynslan sýnir að það verður FREMUR af- gangur hjá þeim, sem nota GlRÓ-reikninga. VEFARINN H.F. FÉLAGSLÍF Knatt«- — Vfkings Æfingatafla frá 20 maí tn 30 síot. 1968: l Q. ->g melstaraflokkun Mánud op þriðjud. kl. 7,30—9 Tiiðvikud oc fimmtud. 9—10,15 2. loklom Mánud op ’-riðhid. 9—10,15. Miðvikud op fimmtud 7,30—9 3 flokkur; Mánud 9.-10,15. þriðjud. 7,30- q og fimmtud. 9—10,15 4 s’ofcknrf Mánud op iriðiud 7—8 Mið rikud. op fimmtud 8—9. 5 ‘Tokknt A. Oft B.t Mánn^ or briðiud 6—7. Mið pikud or fimmtnd 6.15—7.15 5 flokkur C og Oj Þriðiud op fl’- ->tud 5.30—6 Stiðrrip

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.