Vísir - 04.07.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 04.07.1968, Blaðsíða 2
2 V í SIR . Fimmtudagur 4. júlí 1968, ENN VINNA SKAGAMENN Tveir leikir voru leiknir í B-riðli 2. deildar íslandsmðtsins í knatt- spyrnu á sunnudag. Á ísafirði sigruðu Akurnesingar heimamenn með 3 mörkum gegn engu, og Breiðabiik vann Selfoss í Ieik í Kópavogi með 3 mörkurn gegn 2. Staðan í riölinum er þessi: AKRANES 3 0 0 13-1 6 stig ísafjörður 111 3—5 3 stig Breiðablik 112 5—11 3 stig Selfoss 2 2 5—9 2 stig Ekkert nema kraftaverk getur hindrað Akurnesinga f að sigra í þessum riðli. í A—riðli hafa Hauk- ar forystu með 5 stig, FH og Vík- ingur hafa 3 stig hvort félag, og Þróttur er með 1 stig. Öll félögin hafa leikið 3 leiki. Heimsmetið bætt eða jafnað 25 sinnum á sama mótinu! TVÖ SILFUR TILISLANDS mmm u NM unglinga í sundí, Ellen nr. 2 í 200 m bringu- sundi á nýju meti, Finnur nr. 2 í 100 m skriðsundi, Guðmundu 3/10 úr sek. frú íslundsmeti Ellen. ■ fslenzku þátttakendumir í unglingamóti Norður- landa í sundi, sem lauk í Osló í gær, náðu ágæt- um árangri í gærkveldi á mótinu. Hæst ber árangur Finns Garðarssonar í 100 m skriðsundi og Ellenar Ingvadóttur í 200 m bringusundi, en þau urðu númer 2. hvort í sinni grein í úrslitasundinu, og að auki setti Ellen nýtt ísl. met, og bætti eldra metið um nærri 4 sekúndur. Verður þessi árangur þeirra beggja svo og annarra keppendanna íslenzku að teljast frábær, þar sem þarna er um mjög sterkt sundfólk að ræða. Eins og fyrr segir, setti Ellen Ingvadóttir fsl. unglingamet í 200 m bringusundi, og synti á tímanum 2:58,2 mín. sem er eins og fyrr segir nýtt ísl. met. Eldra metið átti hún sjálf, og var það 3:01,4 mín. Sigurvegarinn í þessu sundi var sænsk stúlka, Eva Olson og synti hún á 2:58,0 mín. Þriðja í sundinu var einnig sænsk stúlka, sem synti á 3:00,2 mín. Hefur því \erið mikil barátta um sigurinn milli Ellener og Olson, og er gam- an að því, að Ellen skyldi komast upp á milli þeirra sænsku. Finnur Garðarsson varð annar í 100 m skriðsundi, synti á 1 min. réttri. Sigurvegarinn synti á 59,3 sek. Gísli Þorsteinsson var einnig keppandi í þessari grein, og synti á 1:04,7, og varð nr. 8. Guðmunda Guðmundsdóttir var aðeins 3^10 úr sek. frá íslands- meti í 400 m skriðsundi, synti á 5:17,6 mín. og varö n 5. í 200 m fjórsundi varð Ólafur Einarsson nr. 8, synti á 2:44,2 mín. Tvö silfur íslenzka sundfólksins á Finnur. jafnsterku móti sanna enn betur en gert hefur verið á undanförnum mótum framfarir íslenzka sund- fólksins. Mikið hefur verið rætt og ritað um, að lokslns hafi 10 sek. múr- inn verið rofinn af 100 m sprett- hlaupurum. Það gerðist á frjáls- íþróttamóti í Sacramento i Kali forniu f fyrra mánuði, er fjórir bandarískir spretthlauparar hlupu 100 m á skemmri tíma en 10 sek. Áður höfðu tugir hlaupara hlaup- ið vegalengdina á 10 sek. réttum, allt frá því að Armin Hary, vest- ur-þýzki hlauparinn hljóp 100 m á þeim tíma. Á fyrrgreindu móti í Sacramento var heimsmetið í 100 m hlaupinu jafnaö eða bætt hvorki meira né minna en 25 sinnum. Jim Hines, frá Houston hljóp fyrst f undan- rásum á tímanum 9,8 sek, en þá var meðvindur of mikill. Síðan hljóp Lennox Miller, sem reyndar er ættaður frá Jamaica, landi, sem frægt er fyrir spretthlaupara. einkum fyrr á árum, á 9,9 sek. í undanúrslitum hljóp Hines aftur undir eldra heimsmetinu og nú á 9,9 sek. og Ronnie Ray Smith hljóp á sama tíma og varð annar, Charlie Greene vann síðan sinn riðil á 9,9 sek. Hinir fjölmörgu áhorfendur biöu úrslitahlaupsins með mikilli ó- þreyju. Greene, sem er frægur fyr- ir hin góðu „stört“ sem hann nær ávallt, náði í upphafi hálfs metra forystu, og tókst að halda henni til enda, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir hinna hlauparanna. Tími hans var 10.0 sek. Eftir hlaupið sagði Greene: „Tíminn er auka- atriði, það sem máli skiptir er að vinna. Ég hleyp aldrei með það ýrslitahlaupið I Sakramento. - fyrir augum að ná góðum tíma, IT. heldur til að vinna. Aftur á nróti *-*reene ^yr*r m,®íu s^Srar> Hines fylgir vinningi oft góður tími“. er lengst til hægri. Fyrstí kvenknatt- Sigrún Ingólfsdóttir heitir fyrsti íslenzki kvenmaðurinn, sem tekur 1894 9" 9 1936 10" 2 82.50 m 97.058 m ' 99 m 98.019 m 100 m Á þessari mynd er gerður samanburður á því, hve hlauparar þeir, sem átt hafa heimsmet í 100 m hlaupi, hefðu komizt langt á 9,9 sek. Sá, sem hleypur á 9,9, kemst 100 m, en hinir stýttra, eins og greiniiega kemur fram á þessari skemmtiiegu mynd. dómarapróf í knattspyrnu. Hún er reyndar þekktari sem áhugamaður um handknattleik, enda margreynd landsliðskona i þeirri grein, spil- aði áður með VAL en nú með Kópavogsliðinu BREIÐABLIKI. Sig rún dæmdi prófleik sinn i gær- kveldi leik milli Breiðabliks og Þróttar í 5. flokki. Ekki var annað séð en að henni færu dómarastörfin vel, og það bar ekki á mótmælum hinna ungu lefkmanna. Vera má að lausnin á dómara- skorti sé að reyna að „virkja" kvenþjóðina i þessari grein, þvi að stúlkurnar eru þekktar fyrir áhuga á því sem þær taka sér fyrir hendur. Dómaraskortur er mikill í knattspyrnu sem og öðrum íþrótt- um, og vitað er, að ein eða tvær stúlkur hafa dómarapróf í körfu- knattleik, og hafa dæmt þar við góðan orðstír.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.