Vísir - 04.07.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 04.07.1968, Blaðsíða 8
V í SIR . Fimmtudagur 4. júlí 1968. 8 VÍSIR Otgetandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóltsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thofsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Simar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegl 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í Iausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiöja Vfsis — Edda hf._________________________ Enn minnkar gróið land yísindin hafa staðfest þá trú manna, að um landnám hafi gróður á íslandi verið langtum meiri en hann er í dag. Nú er áætlað, að í þá daga hafi rúmlega helm- ingur landsins verið þakinn samfelldum gróðri, lág- vöxnum birkiskógum, grösum og öðrum jurtum. Nú á tímum þekur gróðurinn aftur á móti aðeins fjórðung eða fimmta hluta landsins. Gróðurlendið hefur þannig minnkað um meira en helming á ellefu öldum íslands- byggðar og er það einhver mesta gróðureyðing, sem sögur fara af í heiminum. Fyrri tíma íslendingar vissu ékki um afleiðingarnar, þegar þeir eyddu gróðrinum með ofbeit, skógartöku og annarri íhlutun í jafnvægi náttúrunnar. Þrir höfðu engin gróðurfarsvísindi sér til leiðbeiningar. Þeir voru aðeins að seðja hungur líðandi stundar, án vitneskju um, að náttúran mundi hefna sín síðar með síminnk- andi gjafmildi. En þessi afsökun gildir ekki lengur. Þekkingin á þessum málum er orðin svo mikil, að menn vita nokk- um veginn um orsakir gróðureyðingar, núverandi þró- un gróðurfars og leiðir til úrbóta. Og sérfræðingar sjá, að gróður landsins er enn að minr' a, þrátt fyrir alla viðleitni í gagnstæða átt. Hlutur okkar er því miklu verri en fornmanna, af því að um okkur er ekki hægt að segja, að við vitum ekki, hvað við gerum. Þjóðin hefur mikla möguleika á að snúa þróuninni við og auka gróðurinn, en þeir eru ekki nýttir nægilega. Ástandið væri vissulega enn verra, ef ekki kæmi til einstæður dugnaður þeirra manna, sem starfa að því að klæða landið gróðri. Á vegum Landgræðslunnar hafa alls verið girtir um 150.000 hektarar örfoka lands og er sumt fullgróið/én annað nýlega afgirt. Á vegum Skógræktarinnar og áhugamannafélaga hafa um 31 þúsund hektarar verið girtir til skógarverndunar og skógræktar. En þetta hefur ekki nægt. Víða um land eru skógar enn að hverfa og gróðurlendi að blása upp. Til þess að ráða bót á þessu þarf margt að gera. Stöðva þarf þá ofbeit, sem á sér stað á mörgum af- réttum Iandsins. Ala þarf upp harðgerða íslenzka gras- stofna og útvega aðra erlendis og koma upp stórvirkri fræframleiðslu af þessum stofnum. Þeir stofnar, sem nú eru á boðstólum, duga því miður lítt við íslenzk skilyrði. Að þessum málum er r nið, en of hægfara vegna ónógs fjármagns og skipulags. Ennfremur þarf að samræma starf grasræktarmanna og skógræktar- manna og nýta þannig betur áhuga, vinnu og peninga. Loks þarf að leggja áherzlu á nýjustu tækni, eins og Landgræðslan gerir með dreifingu fræs og áburðar úr lofti. Ahugamannafélög, t.d. ungmennafélög og Lions- klúbbar, hafa byrjað hugsjónabaráttu fyrir endur- græðslu landsins og fleiri aðilar fylgja nú í kjölfarið. Enginn efi er á, að þetta er baráttumál þjóðarinnar allrar. ! * JJrezka stjómin hefir nú boó- izt til þess — verði vissum skilyrðum fullnægt — að senda lið til Nigeríu, til þess að hafa þar eftirlit með höndum, ef samkomulag næst um vopnahlé. Samtímis hvatti hún til þess, að samningaviðræður yrðu teknar upp af nýju — og talaði sam- veldisráöherra Bretlands í fyrra- dag um þetta í þeim dúr, aö það væri mlkill ábyrgðarhluti fyrir Ojukwu ofursta, ef hann hafnaði þessum tlllögum. Engu skal spáð um hverjar undirtektir þetta fær, en á það má minna, að Ojukwu hefir ný- Iega lagt til, að þjóöin I Biafra fái sjálf að taka ákvörðun um framtfð sfna, og hefir ekki enn frétzt um viðbrögð í London við þessari þjóðaratkvæðistiliögu. Nú veröur hér bætt nokkru ÝfZGSRÍÁ aos ''BIAFR Makurdl r7Udix A /7,t9ha (jfí' BIAFRA •Aba & H'Port ^ SHarcourt. iCalabar \\ g Douala Fernando Po fSpanJJ Gulfof Gulnet ♦ Sðo Tomé IPort) 200miles Uppdráttur, sem sýnir Iegu Biafra í Nigeríu. Þróunin í Nígeríu leiddi til sívaxandi átaka og að lokum borgarastyrjaldar við jm þróunina í Njgeríu á undangengnum tíma, þróunina f því blökkumannaríki Afríku sem taliö var framan af bera af öðrum ríkjum blakkra þjóða, n þar sem víðar þeirra meðai seig á ógæfuhlið, og þróunin fékk á sig æ meiri harmsögu- blæ. Minnt skal á eftirfarandi varðandi þróunina (eftir áður- nefndri grein í B.A.): Það var 30. maí í fyrra, sem Biafra lýsti yfir sjálfstæði. Það gerði fyrir hönd landsmanna Odemegwu Ojukwu ofursti. 34 ára, ágætlega gáfaöur maður, menntaður í Bretl., og þar sem í neimalandi sínu vel virtur liðs- .oringi. Þessi yfirlýsing kom i kjölfar þróunar sem hafði orö- ið æ óheillavænlegri — og átti rætur að rekja til þess, að sam- þandsrfkið var f upphafi reist á veikum stoðum. Það var fyrir löngu orðiö grunr- á þvf góöa milli Austur- og Norður-Nigeríu, en í Austur- Nigeríu er iðnaður á hæstu stigi og þar eru mestu olíuauðlindir landsins. í öðrum landshlutum. einkum /röra. var vaxandi ólga öt af því, að allir lands- menn urðu ekki aðnjótandi þeirra gæöa, sem Austur- Nigeríu-menn nutu. En rætur ólgunnar lágu enn dýpra. Landsmenn f Nigeríu eru af ó- líkum þjóðflokkum, sem hafa hver ur sig sína trú, sitt mál, sina menningu. Árið 1966 voru ýfir 30.000 manns af hinum mikla Ibo- ættflokki brytjaöir niður f Norður-Nigeríu. Ibomenn eru fjölmennastir í Biafra, en eru annars útbreiddir um alla Nig- eríu. Vegna þessara hryðju- verka flýöu yfir 2 milljónir Ibo-manna úr ýmsum héruðum Nigeríu heim til Austur- Nigeríu, sem fengiö hefir nafniö Biafra. Þessir flóttamenn komu margir limlestir heim, fárveikir o yfirl&itt illa á sig komnir af þjáningum, pyndingum og hungri. Flóttamannastraumurinn jók mjög íbúatöiu Austur-Nigeríu svo að hún komst upp f 14 miiljónir. Nú hefst þó flest af því fólki sem byggir Biafra viö á landi, sem er orðið þriðjungi minna að flatarmáli en Biafra (Austur-Nigería) var f fyrravor sökum þess hve sambandsher- sveitum hefir í seinni tið -ekizt að vinna á, í þessari styrjöid eru „engir fangar teknir“ — þeir eru tekn- ir af lífi samstundls. 1 þessari styrjöid rfkir andi tillitsleysis- ins og samvlzkuleysisins alger- Iega. Þorp eru skilin eftir brennd og í rústum og hvert mannsbarn drepið, karlar, konur og böm. Bretland hefir leikið sér- kennilegt hlutverk í þessari 6- hugnanlegu styrjöld. Stjómin hefir verið minnug á samveldis- skyldurnar gagnvart hinni lög- legu sambandsstjórn (en þó má deila um hversu lögleg hún sé, þar sem hún var sett á laggim- ar í hemaðarlegri byltingu). Samtímis hefir verið haldið á- fram, þrátt fyrir vaxandi andúð heima á Bretlandi, að senda hergögn ti' Nigeríu, og fær sam- bandsstjómin iú frá Bretlandi 25% allra þeirra hergagna, sem inn eru flutt vegna borgara- styrjaldarinnar. Og enn er sam- tímis reynt að miðla málum milli styrjaldaraðila, sem báðir eru þreyttir á styrjöldinni og nær að þrotum komnir, en enn meira hefir þó á Biafra mætt. Bretar hafa haldiö áfram her-agnasendingum á þeim grundvelli, að ef þeir hættu þeim myndu Rússar taka við, og fá þannig aukna áhrifa-aðstööu. En þetta er að margra áliti mjög hæpið, að ekki sé meira sagt, þar sem Sovétrfkin geta að sjálfsögðu notað sér það til réttiætingar, að móðurland sam- veldisins, Bretland, styður sam- bandsstjórnina með skotfæra- og vopnasendingum. a. ir 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.