Vísir - 05.07.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 05.07.1968, Blaðsíða 8
VÍ SPIR . Föstudagur 5. júlí 1968. 3 VÍSIR Otgeíandi: Reykjaprent hí. ( Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólísson ) Ritstjóri: Jónas Kristjánsson \ Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson / Eréttastjóri: Jón Birgir Pétursson \ Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson ( Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson ) Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Sfmar 15610 og 15099 [ Afgreiðsla : JHverfisgötu 55. Sími 11660 \ Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) ( Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands ) I lausasölu kr. 7.00 eintakið \ Prentsmiðia Vfsis — Edda hf. / Ráöstefnuland Jsland fékk mikla og góða auglýsingu af ráðherra- ) fundi Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn var \ \ fyrri viku. Tugir erlendra blaðamanna fylgdust með ^ störfum fundarins og sendu héðan fréttir og greinar. ( Mesta athygli vakti fréttin um þá ákvörðun NATO ( að gera Varsjárbandalaginu tilboð um hægfara af- / vopnun í Evrópu. Um þetta birtust fréttir og greinar ) í ótrúlegum fjölda erlendra blaða, og var Reykjavíkur ) jafnan getið í því sambandi. Margir blaðamannanna l notuðu einnig tækifærið til að vinna hér ýmislegt efni ( um land og þjóð fyrir blöð sín. Og almennt ríkti sú / skoðun, að fundarhaldið væri íslendingum til mikils / sóma. ) Sumir telja það barnalegt stolt að ræða á þennan \ hátt um málið. En ekki má gleyma því, að fundur sem ( þessi hefur töluvert efnahagslegt gildi fyrir ísland, og í kemur það fram á ýmsan hátt. Sjálfur færir fundurinn ! innlendum ferðaþjónustum miklar tekjur. Hótel borg- ) arinnar eru fullsetin. Viðskipti veitingahúsa, bílstjóra, ) verzlana og fleiri aðila aukast. Neýzla á afurðum \ bænda eykst og sala á íslenzkum iðnaðarvörum, t. d. ( ullarvörum, eykst. Hin efnahagslegu áhrif ná víða. ( En óbeinu áhrifin eru mikilvægari. Umtalið um ís- / land og Reykjavík í sambandi við fundinn mun áreið- ) anlega hafa einhver áhrif til að auka heimsóknir er- ) lendra ferðamanna. Og svo mun hið góða skipulag \ ráðstefnunnar verða til þess að vekja athygli á íslandi ( sem ráðstefnulandi. Nokkrum sinnum hafa komið ( fram hugmyndir um að reyna að gera Reykjavík að / alþjóðlegri ráðstefnuborg. Er þá bent á legu landsins ) miðja vegu milli Evrópu og Norður-Ameríku og hinar ) mjög svo tíðu flugferðir til beggja átta frá landinu. (' Ráðherrarnir á NATO-fundinum höfðu sumir á ( orði, hve þægilegt hafði verið að geta gengið um göt- / ur borgarinnar, án þess að lenda í upphlaupi rithanda- ) safnara og forvitinna borgara. Víðast annars staðar ) á Vesturlöndum fá þeir vart frið, ef þeir hætta sér út \ á götu. Þannig hefur ráðstefnan á ýmsan hátt vakið ( athygli erlendra áhrifamanna á möguleikum íslands ( sem ráðstefnulands. / Ef hægt verður að hagnýta þetta og gera Reykjavík ) smám saman að ráðstefnuborg, eins konar lítilli Genf, ) bætist við ný grein í hóp íslenzkra höfuðatvinnuvega. \ Nú þegar stendur ferðamannaþjónustan undir rúm- ( lega 5% af gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Og virkasta ( leiðin til að efla þessa grein er að vinna á skipulegan / hátt að því að gera ísland að ráðstefnulandi. Við erum ) komnir vel af stað með ýmsar minni háttar ráðstefn- ) ur, en þurfum að fá fleiri stórar eins og NATO-fundinn \ Þetta er verðugt verkefni fyrir íslenzk stjórnvöld, ( borgaryfirvöld, Ferðamálaráð og forustumenn ýmissa ( stofnana, samtaka og fyrirtækja, sem geta haft áhrif á / þessu sviði. Nú er einmitt rétti tíminn til að sækja fast ) fram og geraísland aðvirtu og vinsælu ráðstefnulandi. / Ottó Schopka: SKIPASMÍÐAR l/Jm og eftir síðustu áramót voru innlendar skipasmíðar mjög í sviðsljósinu og mikill og almennur áhugi ríkjandi á við- gangi þessarar atvinnugreinar. Ástæöan var m. a. sú, að ríkis- stjórnin ákvað að fela innlendri skipasmíðastöö, Slippstööinni h.f. á Akureyri, aö smíða tvö 1000 lesta strandferðaskip fyrir Skipaútgerð rfkisins, en það verða fyrstu kaupskipin, sem smfðuð eru hér á landi og um leið stærstu skip, sem hér hafa verið smíðuð. Aðrar skipasmiðjur hafa haft nokkur verkefni það sem af er þessu ári, en því fer þó fjarri, aö þau séu næg. Útlit er fyrir, að smiðjurnar verði algerlega verkefnalausar, þegar smíði l^eirra skipa er lokiö, sem nú er unnið viö. Skipasmiðjur eru afar dýr fyr- irtæki í uppbyggingu og veltur því á miklu, að góð nýting fá- ist á þeim. Eitt meginskilyröiö fyrir þvf, að íslendingar geti smíðaö skip á sambærilegu verði við aörar þjóðir, er að smiðjurn- ar hafi nægileg og samfelld verk efni. Þannig dreifist hinn mikli fastakostnaður á fleiri skip og hlutdeild hvers og eins í honum verður því minni. Hér er vakin athygli á þess- ari staðreynd vegna þess, að skipasmiðjurnar hafa búiö viö það ástand á undanförnum mán- uðum, aö mikið hefur vantaö á, að afkastageta þeirra hafi verið , að fullu nýtt. Til þess að hver smiðja hafi næg samfelld verk- efni, þyrfti að vera fyrir hendi undirritaður samningur um ný- smíöi og staðfestur af þar til bærum lánastofnunum eigi síð- ar en þegar smíði bols er lokið viö næsta undanfarandi verk- efni. Með því móti er hægt að leggja kjöl aö nýju skipi í þann mund, sem lokið er við smíði bols á þvi fyrra og vinna hafin við innréttingar, lagnir o. þ. h. Þau störf eru yfirleitt á verk- sviði annarra og óskyldra iðn- greina, og mundi annars skapast tímábil verkefnaleysis hjá þeim hluta starfsliösins, sem fæst viö smíöi bolsins, á meðan unnið er við innréttingar. Slíkt ástand er afar óheppilegt og dýrt og hindr- ar eölilega verkaskiptingu innan fyrirtækjanna. Þrátt fyrir slæmt árferöi og margvíslega erfiðleika f sjávar- útvegi, er nokkur áhugi meðal útgerðarmanna á að láta smíða ný skip. Áform þeirra stranda hins vegar á vöntun á nægilegri lánafyrirgreiðslu.- Vitaö er, aö sumar skipasmiðjurnar eiga í vændum verkefni, ef þær lána- stofnanir, sem afskipti hafa af þessum málum, gæfu samþykki sitt. Fjárhagslegir erfiðleikar þeirra valda þó því, að samning- arnir fást ekki staðfestir. Afleið- ingamar eru erfiðleikar hjá skipasmiöjunum. Langvarandi verkefnaskort- ur hjá skipasmiðjunum gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir vöxt og viðgang þessarar ungu iðngreinar. Hætt er við, að þeir starfsmenn, sem unnið hafa i smiðjunum og hlotið góða verk- Iðnkynningin 1968 hefur haft forgöngu um töku kvikmynda. þar sem sýndar verða svip- myndir úr íslenzkum iönfyrir- tækjum. Hér verður um að ræöa þrjár litkvikmyndir, sem sýndar veröa sem aukamyndir í kvikmvndahúsum í Reykjavík og úti á landi. Sýningartími hverrar um sig er um 8 mfnút- ,ur. Fyrsta litkvikmyndin er þeg- ar fullunnin og eru sýningar á henni hafnar í Tónabfói og einnig mun hún verða sýnd i þjálfun og reynslu, verði aö hverfa til annarra starfa, og er þá alls óvíst hvort þeir snúa aftur að skipasmíöum. Þá má og minna á, að skipasmiðjurn- ar hafa ekki fjárhagslega getu til þess að þola löng tímabil verkefnaleysis, og hlýtur slíkt ástand endanlega að leiða til gjaldþrots fyrirtækjanna. Nú eru erfiðir tímar og flest öll kröfugerð ótímabær. Þó er ekki úr vegi aö benda á leið til þess aö leysa aðkallandi vanda skipasmiðjanna. Á árunum 1960—67 voru tekin stórfelld lán eriendis til þess að láta smíða fiskiskip fyrir íslendinga, einkum í Noregi. Talið er, að um helmingur af kostnaði við smíði skipa hér á landí, sé af erlendum uppruna. Að því marki ætti að vera óhætt að fjármagna innlendar skipasmíð- ar með erlendu lánsfé án þess aö vandræði sköpuðust af fyrir þjóðarbúið. En er ekki lika ó- hætt að fjármagna einhvem hluta. hins innlenda kostnaðar, og e. t. v. verulegan hluta hans, með erlendu lánsfé? Er sú spenna ríkjandi f efnahagskerf- inu, aö slfkar aðgeröir mundu hafa verðbólguaukandi áhrif? Flest bendir til hins gagnstæöa. Leita ætti eftir erlendri lán- töku fyrir Fiskveiðasjóö til þess að fjármagna nýsmíði fiskiskipa næstu mánuði. Það yrði þjóð- inni alltof dýrt ævintýri að Iáta nýreistar og glæsilegar skipasmiðjur grotna niöur í að- gerðaleysi og verða gjaldþrota á sama tíma og margir útgerðar menn hafa raunverulegan áhuga á að láta smíða fyrir sig nv skip hér á landi. láskólabíói á næstunni. Sýnd- ar eru svipmyndir úr eftirtöld- um iönfyrirtækjum: Hampiöjan h.f. Verksmiöjíin Vífilfell h.f.. Hansa h.f., Víðir h.f., Tækni h.f. Últíma h.f. Smjörlíki h.f., Korne- líus Jónsson, Kassagerð Reykia- víkur h.f. og Sápugerðin Frigg Fyrirtæki þessi hafa greitt kostnað við töku myndarinnar Kvikmynd þessi er tekin at Vilhjálmi Knudsen kvikmynda- tökumanni og hafði hann einnig stjórn upptöku á hendi. Kynningarkvikmyndir um íslenzkan iðnað mr??

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.