Vísir - 05.07.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 05.07.1968, Blaðsíða 16
Blómakössunum skipað á land í gær. ungmenni atvinnulaus Mörgum hefur verib komið i vinnu — búizf við batnandi atvinnuástandi 240 skráð PI CTi'rl v Föstudagur 5. júlí 1968. y 7 ára drengur drukknur í Elliðaúnum Sjö ára gamall drengur, Þorlákur Ríkharðsson, til heimilis að Rofabæ 27, drukknaði í Elliðaánum í gær, þegar hann var að leik með félaga sínum við hylinn neðan viö brúna við Vatnsvei'; ’.veginn. Nokkrir menn, sem unnu við Ár- bæjarskólann, komu fyrstir á vett- vang og sáu drenginn í tæru vatn- inu liggjandi á botni hylsins. Einn þeirra Halldór Jónsson, Skeiðarvogi 125, varpaði sér út í ána og kafaöi eftir Þorláki litla. Þrátt fyrir það, að lífgunartil- raunir voru hafnar strax á staðnum og haldið áfram á leiðinni á slysa- varðstofuna, varð drengnum ekki komið aftur til lífs. Hann var úr- skurðaður látinn, þegar á slysa- varðstofuna kom. Mikiil undirbúningur fyrir Eðvarð Bjarnason, kirkjuvöröur og meðhjálpari í Hallgrímskirkju, hjá listaverki Guðmundar frá Miðdal. 23 mi9l§. komnar Hámarkshraöi hækkaöur Hámarkshraði á Reykjanesbraut- inni (Keflavíkurveginum) hefur nú verið hækkaður úr 60 km/klst. í 70 km/klst. fyrir öll ökutæki önn- ur en bifreiðir, sem draga tengi- eða festivagna. Dómsmálaráðuneytið hefur á- kveöið þessa hraðatakmörkun á kaflanum frá Krýsuvíkurvegamót- unum að flugvallarvegamótunum. Hins vegar hefur enn engin á- 10. «íða 1 gær voru 240 ungmenni, 115®- stúikur og 125 piltar á aldrinum 16 til 21 árs á atvinnuleysisskrá hjá Ráðningastofu Reykjavíkurborgar. — Verið getur að eitthvað af þessu fólki sé komið í vlnnu, en góðar vonir standa til þess að úr at- vinnuörðuglcikum unglinga og þá sérstaklega skólafólks fari að ræt- ast. Ráðningastofan hefur séö 176 ungum mönnum fyrir vinnu núna í vor við ýmis störf og nú vona menn 1 að síldin kalli á mikinn mannskap. Auk þessa unga fólks eru 35 karlar og 14 konur á atvinnuleysis- skrá 1 Reykjavík, svo að alls voru 300 atvinnulausir. Komast ekki í fisk vegna ísa við Grænland Garðar RE kom í morgun með slatta af fiski frá Grænlandi og Ásbjörn kom til Reykjavíkur i fyrradag meö 50 tonn. Aflinn við Grænland hefur farið minnkandi síðustu ferðirnar þangað. Sjómenn- irnir segja þó að nóg sé þar af fiski, þeir bara komist ekki að hon- um vegna ísa. Ýmsir stærri bát- anna eru nú hættir Grænlands- veiðum og búa sig á síld. — segir Jón Bjórnsson i Alaska, sem flytur inn jurtir frá Skotlandi ■ Tvö þúsund lágvaxnar steinhæðaplöntur voru með- al þess farms, er Gullfoss kom með heim á íslands- strendur í gærdag. Farmur þessi varð ótrúlega vinsæll á enskum fréttastofnunum, og í framhaldi þess náði blaðið tali af Jóni Björnssyni í Al- aska, en á hans vegum eru jurtir þessar komnar til lands ins. „Það hefur komið í Ijós, seg- ir Jón, að skozkar jurtir hafa staöið sig vel hér á landi, betur en danskar og hollenzkar. Því til sönnunar er t. d. bergfléttan, sem þekur suðurhlið hússins Hringbraut 10, en hún er einmitt af skozku bergi brotin. Hér á landi er lítil fjölbreytni jurta vegna einangrunar landsins, þess vegna verðum við að leita fyrir okkur í öðrum löndum — hvort þar vaxi jurtir, sem komi okkur að notum. Bretlandseyjar eru á margan hátt vel fallnar til þess að hafa upp á slfkurn jurtum, hvort tveggja er, að veð- urfar er ámóta og hérlendis og einnig er garðyrkja þar í landi m-y 10. síða hestamannam. á — Öll hótelrúm i Valh'óll frátekin • 1 Hótel Valhöll á Þingvöllum | hestamannamótsins, sem Þingvöilum haldið ina, að því er Sigurður Júlíusson tjáöi blaðinu f morgun. Öll herL-rgi eru löngu frátekin, og Sigurður sagði, að varla hefði verið hægt að anna eftirspum, þótt herbergin hefðu veriö þrisvar sinnum fleiri. Gestirnir eru bæði erlendir ferðamenn og svo fslend- Ingar. Veður hefur veriö mjög gott á Þingvöllum að undanförnu, en fyrst f vor var fremur kalt eins og víöast hvar annars staðar. Hótel Valhöll leigir út báta fyrir þá, sem hafa áhuga á aö róa út á vatnið, og veiðileyfi geta þeir fengið, sem vilja renna fyrir sil- ung. Mikil umferð hefur verið á Þingvöllum síðan hóteliö var opn- aö 1. maí í vor. í Hallgrímskirlcju Um síðustu áramót var búið 7 að leggja 23 milljónir í Hall- 1 grímskirkju. Mörgum þykir hér V sóað fé af hálfu hins opinbera, l en þess hlutur er þó aðeins 40% / af heildarkostnaðinum til þessa. j Frá áramótum hafa Hallgríms- í kirkju borizt gjafir og áheit að l "pphæð kr. 309.443,— og einnig / hefur kvenfélag Hallgríniskirkju 7 afhent kirkjunni 200.000,— til byggingarinnar. / Fvrir skömmu barst Hallgríms ,f ,_,rkiu dýrmæt og fögur gjöf frá ) afkomendum Ásgeirs Eyþórsson ’x ar og konu hans Jensínu Matthí- ; asdóttur. Þess má einnig geúi, * að þau voru foreldrar herra Ás- ■ geirs Ásgeirssonar forseta ís- i iands. Gjöfin er helgimynd úr » »-»• i0. síða 1 MAÐKAÞJOFAR VALDA SPJÖLL- ur til þess, þar sem sagan er vís til þess að endurtaka sig æ ofan í æ. í Hellisgerði þeirra Hafnfirö- inga er búið að gróðursetja sum arblöm í blómabeöin og búa garðinn að flestu undir það, að fólk uni sér þar í sumarblíðu og sólskini, enda margur hafi ánægju af því að ganga þar um í góðu veðri. Á einni nóttu var öllu spillt. Slómabeðin voru stungin upp. túnþökum var velt við og þær skildar eftir. Jafnvel gangstétt- 10. síða UM I SKRUÐGÖRÐUM — Velta við túnþökum og stinga upp blómabeð Nokkur brögð hafa verið að því að undanförnu, að maðka- þjófar hafa lagt leið sína í Hellis gerði, skrúðgarð Hafnfirðinga, og valdið þar spjöllum á blóma- beðum, túnblettum og jafnvel gangstéttum. Þessar „moIdvörpur“ eins og almenningur kallar þá — eru nú farnir á kreik, enda laxveið- in fyrir nokkru hafin, en henni fylgir þessi árvissa plága, sem ríður yfir garðeigendur á sumri hverju. Þessir menn eru á ferðinni á nóttinni og skirrast ekki við að bylta viö heilu túnunum i tnaðkaleitinni. enda er þessi vara mikiö eftirsótt af veiði- mönnum og selst dýru veröi. Hitt hiröa þeir ekkert um, að lagfæra eftir sig túnþökurnar og setja í samt lag aftur, svo garðeigendur verða að láta sig hafa það, að kaupa vinnu á ný til þess að láta lagfæra garða sfna, en margur gerist nú treg- VERÐUM AÐ AUKA FJÖLBREYTN- INA OG FLYTJA INN PLÖNTUR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.