Vísir


Vísir - 06.07.1968, Qupperneq 1

Vísir - 06.07.1968, Qupperneq 1
VISIR ' SSr árg. - Laugardagur 6. júlf 1968. — 147. tbl. Nýtt 12000 íbúa hverfi skipulagt — Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar fær hluta hins nýja hverfis JEPPIÚTI í MÝRI - VARÐ AÐ STÓRSLYSI i — Tveir sjúkrabilar og Tógregla þlótuð upp i Mosfellssveit # Lögreglubíll og tveir sjúkra bílar fóru mikinn upp með Álafossi í gær og upp í Mos- fellsdalinn með sírenur í gangi og blikkandi rautt liós. — Til- kynnt hafði verið um alvarlegt slys við Seljabrekku, þar sem °imm farþegar jeppabifreiðar höfðu stórslasazt. — Slysiö var þó ekki svo alvarlegt, heldur hafði jeppabíllinn hoppað ósköp sakleysislega út af veginum og lent þar i nijúkri mýri — far- bega hafði naumast sakað. Guðmundur bóndi að Selja- brekku sagði þannig frá er Vísir spurði hann um atvik þetta i gær: — Já, þetta var nú meira jeppaævintýrið. Það kom hingað bíll í gærkvöldi heim hlaðið á mikilli ferð og út úr honum kom maður á enn þá meiri ferð og sagði frá hroðalegu slysi, sem orðið hefði niðri á þjóðveg- inum, fimm manns að minnsta kosti lægju þar stórslasaðir, jafn vel lífshættulega. Ég tók manninn trúanlegan sagði Guðmundur. enda var hann þess legur, og hringdi á lögregluna. Og það voru varla liðnar tuttugu mfnútur, þegar lögreglubíllinn kom og tveir sjúkrabilar. Maðurinn hafði alveg tekið af skarið með það að farið væri niður eftir, þar sem bezt væri að þjálfaðir sjúkraliðar meðhöndluðu hina slösuðu. — Þegar svo lögregl- an athugaði málið var fólkið á bak og burt, en jeppinn stóð á sfnum fjórum f mýrinni við veginn. ® Unnið er nú að skipulagningu ^ nýs 120C" íbúa hverfis ofan við Reykjavík. Gert er ráð fyrir 3500 fbúðum * svæðinu, og Fram- kvæmdanefnd byggingaáætlunar mun fá hluta þess til byggingastarf semi sinnar. Munu um 1000 fbúðir rúmast á svæði Framkvæmdanefnd arinnar. Það eru arkitektarnir Geir harður Þorsteinsson og Hróbjartur 'O-éhiartsson. sem vinna að skipu- '-'"lingu hins nýia íbúðahverfis. Þegar er skipulagningu þess iluta hverfisins. sem Framkvæmda nefnd b''ggingaáætlune fær úthlut að, lokið. en taka mun 1—2 ár að ful11júka skipulagningu hins hlut- ans. Þeir Geirharður og Hróbjartur brvdda á ýmsum nýjungum við 10. sfða Góðor sildarfréttir að austan: 4.3 millj. í at- vinnuleysisstyrki frn árnmótum Þann 30. júli hafði Trygginga- stofnunin greitt 4.311.989 krónur í atvinnuleysisstyrki frá áramótum I Reykjavfk. Skiptist þessi upphæö niður á 26 verkalýösfélög í bæn- um. Mest var borgað f ianúar, eða rúmar tvær milljónir og voru það atvinnuleysisbætur allt frá því í nóvember, en sfðan hafa upphæð- irnar farið minnkandi og i júni voru aðeins borgaðar rúmar 100 þúsund krónur í bætur. Þetta eru hæstu atvinnuleysis styrkir, sem greiddir hafa veriö í Reykjavfk tii þessa. MINNA SALTAÐ A MIÐUNUM EN BÚIZT VAR VIÐ — Aðeins tólf skip salta um borð — Samið um fyrirframsólu á 200.000 *unnum ■ í gær fréttist af mikl- um s',dartorfum austur á síldarsvæðinu 700 mílur austur af landinu. Fékk Bjartur NK þar gott kast og síldarleitarskipið Snæ- fugl fann margar góðar Ióðningar. Fleiri bátar eru á landleið með góðan afla. Nú eru velfiest síldarskipanna komin á leiö austur á miðin og f kjölfar þeirra koma síldarflutninga skip. Hafþór, skip Sfldarverk- smiðja ríkisins, átti að fara frá Siglufirði f gær og Síldin átti að fara frá Reykjavík áleiðis austur í gær. Norska flutningaskipiö Nord- gaard, sem SR hafa tekið á leigu fer áieiðis til Siglufjarðar í dag og síðan á miðin. Þaö let pvi væntanlega aö lifna yfir veiðunum, en veiðihorfur virð- ast góöar. — Hins vegar verður sennilega dauft yfir söltuninni aust anlands fyrst um sinn meöan síldin heldur sig svo langt frá landi, en aðeins 12 skip hafa sótt um leyfi til sfldarsöltunar um borö í sumar. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk hjá Síldarútvegsnefnd í gær hefur til þessa verið samið um fyrirframsölu á samtals 200.000 tunnum af saltaðri Norður- og Aust urlandssíld. Af þessu magni hafa um 150.000 tunnur veriö seldar til Svíþjóðar. Svíar hafa eins og á undanförn um árum heimild til að auka kaup sín um 40% og þurfa þeir að taka ákvörðun þar um fyrir lok þessa mánaðar. Til Finnlands hafa til þessa verið seldar með fyrirfram samningum um 22.000 tunnur til 10. sfða Smitieiðir faraldursins í Eyjafirði enn ókunnar — Sjúklingar á batavegi — Öll hænsna- bú héraðsins rannsókuð • Sjúklingarnir 14, sem tekið hafa taugaveikibróður, eru nú allir á batavegi. Ný tilfelli hafa ekki bætzt við. Rannsókn á smit- leiðum sjúkdómsins eru í fullum gangi og eru tekin saursýnishom af öllum, sem haf? sjúkdómseinkenni. Enn er allt á huldu um upptök siúkdómsins, þótt minnzt hafi ver- ið á fóðurvöru. — Um tvo möguleika er að ræða, sagði Jóhann Þorkelsson, hér aðslæknir á Akureyri í viðtali við Vísi f gær. Veikin getur hafa bor- izt með fóðurvörum og matvælum eða með mönnum Sömuleiðis er allt á huldu, hvernig sjúkdömurinn hefur borizt á milli manna í Eyja- firði. Grunur hefur beinzt að því, að böm, sem sóttu sömu sundlaug- ina hafi borið smit á milli. Jóhann skýrði frá því, að unnið yrði að kappi að því að koma í ve" fyrir alla frekari útbreiðslu sjúkdómsins. Sérstaklega er lögð áherzla á að koma í veg fyrir út- breiðslu með eggjum og verða öll hænsnabú héraðsins rannsökuð með þaö f huga. Lítil hætta er á, að mjólk geti borið veikina út, þar sem hún er gerilsneydd. ISjóskíði og sóldýrkunj I í Nauthólsvíkinni i Þessa sólheitu daga notar fólk hverja stund til útivistar og sólbaða. J Nauthólsvíkin hefur verið mikið sótt þessa daga. Þar var þessi J mynd tekin einn sólskinsdaginn af sjóskiðagai'pi, en fþrótt sú mun J vera næsta sjaldgæf hér á landi, þó vinsældir hennar fari vaxandi. • Nánar segir frá sóldýrkun Reykvíkinga i Nauthólsvfk á 7. síðu. • Vertíðarafli á einum mánuði Siglfirðingar stóðva fisklóndun um sinn — Siglfirðingur hefur aflað 418 tonn á mánuði ■ Siglfirðingar senda ekki skuttogarann sinn á sfld fyrst um sinn, enda hefur hann mokað upp þorski í troli síð- ustu vikurnar og hefur á ein- um mánuði fengið 418 tonn i fimm veiðiferðum, en það er eins og sæmilegur vertíðar- afli hér syðra á vertíðinni i vetur. — Hefur skipið þríveg- is komið með yfir 100 tonn úr veiðiferð, en bær taka venju- Iega nokkra daga. Siglfirðingur er sem kunnugt er fyrsti og eini skuttogari Is- lendinga, 274 lestir að stærð og var keyptur til Siglufjarðar fyrir fjórum árum. Hefur hann verið Siglfirðingum mikil atvinnubót. Siglfirðingar kepptust í gær við að vinna upp þann afla, sem safnazt hafði fyrir í hrotunni, til þess að allir gætu skemmt sér við afmælishátfðahöldin, sem þar hefjast f dag og verður ekki tekið á móti meiri fiski á Siglufirði fyrr en eftir heigi hvað sem tautar og raular.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.