Vísir - 06.07.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 06.07.1968, Blaðsíða 3
yiö sáum á eftir nokkrum ~ kartöflupokum, sem hand- angaðir voru um borð í Árna Víagnússon meðan við stóðum Þeir rölta niður bryggjuna leið á síld. með stígvélin í hendinni... á íjeir eru ekki sligaðir af striti margra síldarsumra piltarn- ir, sem vippuðu sér inn fyrir borðstokkinn á m.b. Árna Magnússyni við Grandann í gær. Sömu sögu er að segja af flestum síldveiöiskipanna. Þaö eru óvenjumikil mannaskipti á bátunum og það er ungur mannskapur sem siglir austur á miðin þessa blíðviðrisdaga í leit að síld — þriggja sólar- hringa siglingu norð-austur í hafi. Flotinn er sem óðast að „her- vaeðast" til þess að mæta síld- inni. Skipin hafa verið „skveruð af“ máluð og strokin. Margir hafa beðið ferðbúnir eftir síldarverðinu og sam- komulagi í sjónmannadeilunni. — Nótin er tekin um borð, há- setarnir setja ofan í sjópokann sinn og rölta meö hann undir hendinni niður- bryggjumar — um borð, þar sem heimili þeirra verður til hausts. Það getur oröið bið á því að þeir komi aftur að landi meöan síldin heldur sig þarna austur viö Bjarnarey. — Og kosturinn verður altént að vera ríflegur. viö á hafnarbakkanum hjá Granda. Það var auðsjáanlega fararsnið á mannskapnum: Nót- in sat eins og tröllaukin hey- sáta á vörubílspalli og ungir menn gengu vasklega að því að losa um kraftblökkina, sem vonanu fær að snúast drjúgum hjá þeim í sumar. Utar við bryggjuna lá Helga II. frá Reykjavík, eitt af hinum nýrri skipum — stór og glæsi- legur farkostur, enda dugðu ekki færri en tveir vörubílar undir nótina, sem þar verður um borð í sumar. — 110 faðma djúp og km á lengd og þetta verða skipverjarnir að hala inn í hverju kasti. Það verður ekki alltaf jafn auðvelt og að dóla henni svona ofan af vörubíls- pallinum. — Enda þótti þeim ekki mikið starf f því piltunum að þvi er virtist. Þeir tylltu sér á borðstokkinn og tosuðu kæri- leysislega í garnið. Tjeir sögðu okkur að mann- skapurinn væri til helm- inga nýr og „garnall" — það er að segja helmingurinn var á bátnum í vetur, hinir eru flestir vanir sfldveiðum, utan tveir nýliðar. Mönnum hefði sjálfsagt einhvem tfma þótt akkur í því að komast á skip sem þetta sitt fyrsta sumar á síld. Skipstjórinn stóð í brúnni 1 skrifstofuklæðum og gaf lítið út á það hvernig honum litist á horfurnar. „Það verður að ráðast,“ sagði hann, „þetta kemur í ljós, þegar viö komum austur. Við fréttum ekkert frá þeim þarna úti.“ Ekki sagðist hann mundu láta salta síld um borð hjá sér i sumar og hann bjóst ekki viö að þeir yrðu mjög margir sem legðu í það. Til þess þyrfti mannskap, sem kynni til síld- arsöltunar. Auk þess væri mik- ill trafali að tunnunum og þær væru heldur óhentug ílát fyrir síldarsöltun úti f sjó. Þeir sem salta um borð f skipunum veröa aö hafa með sér talsvert aukalið, til dæmis beyki og aðra kunnáttumenn 1 meðferð síldartunna. Tjað veröur heldur daufleg vistin 700 mílur úti f hafi næstu vikurnar, þegar landað er f flutningaskip á miðunum og það eina sem menn sjá til lands er eyðiskerið Bjarnarey. Og þar er engin knæpa né klúbbur, hvað þá verzlanir með glaðn- ing. Menn verða aö una við sitt um borð. Þá mega menn vera lélegir spilarar að ekki sé notazt viö þá sem „fjórða mann f bridge". — Þá reynir á menn f tafli. Þá reynir á þolin- mæðina og skapið. — Og kokk- urinn verður að bæta mönnum það upp f mat, sem þeir missa af heimsins Iystisemdum f þessari sumarlöngu einangrun. — Kannski verður þeim líka nóg að eltast viö síldina. Nótin tekin um borð í Helgu II. V í S I R . Laugardagur 6. júlí 1968. 3 j Flotinn hervæðist

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.