Vísir - 06.07.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 06.07.1968, Blaðsíða 7
V í S IR . Laugardagur 6. júlí 1888. Hnattsiglingamaðurinn Alec Rose aðlaður Elisabet Bretadrottning heiðraöi í gær hnattsiglingamanninn Alec Rose með þvi að slá hann til ridd- ara og fór að tillögu Harolds Wil- sons forsætisráðherra. Alec veröur því framvegis Sir Alec, kona hans verður nefnd eða ávörpuð Lady Rose. Þau hjónin eru boðin I hádegis- verð í Buckinghamhöll í næstu viku. Þau hafa bæði orð á sér fyrir að vera lítið gefin fyrir að láta mikið á sér bera, og hin alþýðleg- ustu i allri framkomu. Tvær af þremur seinustu aðal- stöðvum uppreisnar-stúdenta í Par- ís í latneska hverfinu eru nú á valdi lögreglunnar. Parísarlögreglan tók þær í gsér- morgun án þess að ti-1 alvarlegra átaka kæmi. Er nú aöeins læknadeild háskól- Parísarlögreglan hefir tekið ' tvær af þremur síðustu aðalstöðvum stúdenta ans, sem enn er á valdi stúdenta. Milli 50 og 100 stúdentar voru handteknir í morgun, en flestum sleppt aftur að loknum yfirheyrsl- um. Lögreglan sendi mikið liö á vett- vang til þessara „hernaðaraðgerðá" í gærmorgun. Stjórnarkreppa í Rhodesíu? Rhodes'iusamfylkingin klofin út af fyrirhugaðri stjórnarskrá fyrradag vék úr stjórn Rhodesiu William Harper innanríkisráðherra, og þótt ekk- ert væri opinberlega sagt um ástæðurnar, var almennt álitið, að Smith hefði vikið honum frá vegna afstöðu hans til hinnar nýju stjórnarskrár. Harper er foringi þeirra hvítu manna, sem ekki vilja í stjórn- arskrána ákvæði um stjórn- málalegt jafnrétti blakkra og hvítra i landinu. Harper er fyr- irliði þeirra manna, sem aftur- haldssamastir eru („yzt til hægri“). Nokkrar líkur voru fyrir ár- degis í gær, að að minnsta kosti brír ráðherrar til myndu sigla i. kiölfar Harpers úr „stjórnar- höfninni“ eða beir Graham lá- Varður utanríkis- og landvama- ininr rétt- ráðherra, A. P. Smith, mennta-§ málaráðherra og Philip an f Yeerden námumálaráðherra. Ágreiningurinn er framar @ öðrti, segir í NTB-frétt, um indi blakkra til setu í þinginu þ.e. ákvæöi hinnar nýju stiórn- arskrár um þetta, og innan flokksins, Rhodesisku samfylk- v- ingarinnar (Rhodesian Front) - barðist Harper með oddi og , - h- egg gegn ákvæðinu um réttindi og sigraði Smith þar meö aðeins tveggja atkv. meiri- hluta fyrir skemmtsu. William Harper fæddist á Indlandi fyrir 52 árum. Hann var í brezka flughernum I sfðari heimsstyrjöld og særðist tví- vegis. Árið 1949 gerðist hann bóndi í Rhodesiu. Á þing var hann fyrst kjörinn 1958. jöfn Ian Smith Sóldýrkun á baðströnd borgarinnar þeim leiðist uppvask og argiö í krökkunum. Það er svækja í stofunum og rykið af götunni leitar inn um opna glugga með sólskininu. — Er það furöa þótt þær bregði sér suður í Naut- hólsvík, til þess að sleikja sól- skiniö í ró og næöi. Við ókum eftir brennheitu malbikinu þangaö suöur á bað- strönd Reykvíkinga einn sól- skinsdaginn í vikunni, fegnir að sleppa örlitla stund frá skarkal- anum I borginni. Þaö var raun- ar enginn himneskur friður og kyrrð sem blasti þar við. Víkin iðaði af lífi, krakkar busluðu í sjónum með ópum og óhljóðum, settlegar konur létu sig líöa um lognkyrra víkina á vindsængum. Óprúttnir strákar fóru meö gusu gangi aö jafnöldrum sínum af hinu kyninu og sendu þeim ó- blíðar kveöjur með vatnsskvett- um. — Er vatnið kalt? — Æi já, voðalega kalt svör- uðu tvær spengilegar stúlk- ur, sem stóðu á gömlu stein- bryggjunni og horföu með hálf- geröum hryllingi niður í grænan sjóinn. — Þær sögðust vera at- vinnulausar, eða svo gott sem og þess vegna hefðu þær lítið betra Þaö vílar ekki fyrir sér kuldann og busiar sér til hita. við tímann að gera annað en spóka sig þarna. — Þær út- skrifuðust úr Réttarholtsskóla i vor og hafa eins og svo margt skólafólk ekki dottið niður á neitt starf þetta vinnuleysis- sumar. JJaunar flýgur manni í hug aS helmingur borgarbúa sé iðjulaus, þegar maður kemui þangað suöur í Nauthólsvík um miðjan sólskinsdag. — Hver grasbolli er þéttskipaður, eins og fundarsalur fyrir kosningar. Þar flatmaga húsmæðumar og krakkarnir ólmast í sandinum. Kontormeyjar teygja fínlega fót leggi fram í sandinn og hag- ræða sér fyrir sólinni. Þar sitja líka virðulegar full- orðnar frúr með umburðarlynt bros á vör, rétt eins og þær vildu segja: „Þetta er ungt og leikur sér“. Á meðan renna pott ormarnir sér á rassinum niður grasbakkana og lita Imtninn á sér grænan. En uppi undir bragganum sem einu sinni hét Ilótel Ríp, er selt gos og súkkulaði. Þar situr fólk, sem látið hefur undan þeirri skyndifreistingu á leiö um bæinn að bregöa sér þangað út eftir — enda þótt baðfötin vantaöi og tíminn væri ef til vill naumur. Það var altént tóm til þess að klæða sig úr að ofan og láta sólina verma þann hluta líkamans ofurlitla stund. Þar sitja menn á nærskyrtum og konur flagga hvítum brjósta- höldurum í stað baðfata. Vestar sitja jakkaklæddir menn undir skjólvegg og augu þeirra glampa af öfurlítilli brjóst birtu í sólskininu. Þárna má sjá baðfatatízku margra áratuga: allt frá „mini bikini“ ungu stúlknanna til efn- ismikilla sundbola miðaldra kvenna. Mannlífið er litríkt á þessari sólströnd borgarinnar og fólk notar vel þær fáu stundir, sem gefast til sóldýrkunar. Iþróttagarpar setja líka svip sinn á víkina. Nokkrir ungir menn fara þar á sjóskíöum inn Fossvoginn og sýna baöstrandar- Þær sögðust vera atvinnulausar og lítið hafa betra við tím- ann að gera en spóka sig í sólinni. gestum listir sínar. Þessi íþrótt ryður sér óðfluga til rúms hér á Iandi, þótt ekki séum viö þar á alþjóðamælikvarða fremur en í öðrum greinum. Svo kólnar hann þegar á dag- inn líður, fólk pakkar niður í skjóður sínar, sveipar um sig skjólflíkum, heldur heim og bíð ur næsta sólskinsdags. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í raorgun útlönd

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.