Vísir - 06.07.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 06.07.1968, Blaðsíða 9
V1S IB j Laugardagur 6. júlí 1968. □ Nú í vor voru fyrstu íbúö- imar, sem byggðar hafa verið á vegum Framkvæmda- nefndar byggingaáætlunar, teknar í notkun, og þangað upp eftir er fluttur allmikill fjöldi manna og kvenna. En enn bíða margir úrlausnar. Enn þarf fleiri íbúöir og að því er einnig unnið. □ Við heimsóttum á dögun- um arkitektana Geirharð Þor- Þessi mynd sýnir, hvernig umhorfs verður í hinu nýja hverfi I Breiðholtinu. Húsið Iengst til hægri á myndinni, verður líklega það hús, sem hæstu íbúatölu mun hafa á öllu landinu. Þar munu, er tímar líða, búa kringum 560 manns. Lengd hússins verður 320 m. Þeir skipuleggja hverfí fyrir 12000 íhúa • Rætt við arkitektana Geirharð Þorsteinsson og Hróbjart Hróbjartsson, sem vinna að skipuiagningu nýs íbúðahverfis ofan við Reykjavík steinsson og Hróbjart Hlró- bjartsson, en þeir vinna að því að skipuleggja stóra byggð í Breiðholtinu, og hluti svæðisins er ætlaður Fram- kvæmdanefnd byggingaáætl- unar. Allt svæði það. sem þeir Geirharður og Hróbjart- ur em að skipuleggja. mun rúma um 12000 manns, og hluti sá, sem ætlaður er Fram kvæmdanefndinni, rúmar um 3500 íbúa. □ Mikil undirbúningsvinna Nú er að sjálfsögðu í mörg hom að líta, áður en sjálf skipu- lagning slíks svæðis, sem hér um ræðir, getur hafizt? — Áður en hægt er að hefja raunverulega skipulagningu þarf að kanna forsendur og ákveða markmið. „Forsendur" eru til dæmis allar staðreyndir um landiö, veðráttu, önnur hverfi í grennd og ákvarð- anir þær, sem þegar hafa veriö teknar með aöalskipulagi Reykjavíkur. „Markmiö" er á- kvöröun þess, hvaða hlutverki byggðin skuli gegna og þá hvem- ig. Má sem dæmi nefna, hvort hverfiö skal nota til fbúðar, eða kannski til iðnaðar, svo og af hvaða gæðaflokki byggðin skal vera. Hver var svo helzta niður- staðan úr athugunum ykkar? — Við höfum hér til umráða um 188 ha lands, og við könn- un reynast um 137 ha byggileg- ir. Við höfum gert okkur grein fyrir hve margir íbúar gætu rúm azt á svæðinu, samkvæmt þeim markmiðum, sem að er stefnt með skipulagningu þess, og munu hér geta búið um 12000 manns, eða um 100 íbúar á ha. >að hlutfall er öllu meira en er í Reykjavík sem heild, en aftur á móti tfðkast erlendis víða að byggja miklu þéttar. □ Öll þjónusta nýtist betur ef byggðin er þéttari Hvaða ástæður liggja til þess, að þið viljið láta byggja hér þéttar en gengur og gerist í Reykjavíkurborg? — Til þess liggja ýmsar á- stæður. í fyrsta lagi er þess aö geta, að öll almenn þjónusta í hverfinu nýtist mun betur en ella, þar sem vegalengdir veröa styttri. Má sem dæmi nefna, aö verzlanir geta verið stærri og þar af leiðandi meira vöruval. Þá nýtist og mun betur þión usta strætisvagna og þannig mætti telja áfram. Þá er og þess að geta, síðast en ekki sízt, að þéttbýlla svæði á að geta veriö skjólbetra en strjálbýl svæði. Hvert var svo meginmarkmiö- ið, sem þiö höfðuð, er þið unn- uð að skipulagningu svæðisins? — Við viljum skapa hverfi, sem er samstæð heild, en skipt- ist ekki I óskyldar einingar. Við höfum lagt til að byggja þetta hverfi upp af blandaðri byggð, meðalhárra og lágra húsa. Háu húsin gegna fyrst og fremst þvi hlutverki að auka meðalþéttleika byggðarinnar (auka nýtinguna), auk þess gefa þau betri möguleika til aö nýta útsýni og skapa skjól. Hin meðalháa byggð er 3—4 hæðir fyrst og fremst til að fullnægia Geirharður Þorsteinsson (t. h.) og Htróbjartur Hróbjartsson arkitektar að vinnu í húsnæði Framkvæmdanefndarinnar í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. eftirspurn eftir tiltölulega ódýru húsnæði. Lága byggðin er mest stórar fbúðir, gerðishús og raðhús, en slíka byggð teljum viö nauðsyn- lega til að „brjóta niöur skal- ann“, eins og það er stundum orðað, þ. e. til þess að hafa meiri fjölbreytileika f stærðum og til þess að fá inn stærðir, sem menn þekkja. □ Tvenns konar sam- göngukerfi í hverf inu Hvaða ráöstafanir geriö þið til að halda hverfinu saman? — Við Iátum samgöngukerfi svæöisins tengja það saman, við látum háu byggingarnar mynda nokkurs konar umgjörð um hverfið og staösetjum skólana alla (þeir eru 3) á sameiginlegu útivistarsvæði hverfisins. Þar mynda skólamir, ásamt sund- laug, bókasafni, félagsheimili og fþróttavelli, eins konar stofnana samstæðu, sem við væntum, aö verki samtengjandi á heildina. Þá leggjum við áherzlu á að- greiningu göngu- og hjólreiða- brauta frá akbrautum fyrir ak- andi umferð. Gangstfga leggjum við þannig, að auðvelt sé að komast eftir þeim um allt hverf- ið og jafnan bæði styttra og greiðfærara f verzlanir eftir þeim heldur en ökukerfinu. Má þá skilja þetta þannig, aö börn megi hjóla á gangbrautun- um? — Já, það er rétt. Aðalskipu- lag borgarinnar gerir ráö fyrir þvf, en lögreglusamþykkt leyfir það ekki. Við skipuleggjum f þeirri von, að lögregluyfirvöld samþykki þetta atriði. Em fleiri nýmæli varðandi samgöngukerfi hverfisins? — Við skipulagningu gang- stíganna er lögð áherzla á, að þeir skeri akbrautir á sem fæst- um stöðum. Þar með er unnt að leggja aukna áherzlu á öryggi fótgangandi á þessum fáu stöö- um. Alls er gert ráð fyrir tveim- ur brúm og fjórum undirgöng- um. □ Tvær kirkjur — vlð verzlanirnar Verður kirkja í hverfinu? — Já, það verða tvær kirkjur í hverfinu og við höfum ákveö- ið, aö hafa þær sem næst þétti- punktum svæöisins, þ. e. þar sem fólkið er. Þetta er nýmæli hér, þar sem kirkjur eru viðast hvar staðsettar á hæöum eða hólum alllangt úr leiö. Yfirstjórn kirkjumála hefur tekið jákvætt undir þessa hug- mynd f aöalatriðum, en enn er eftir aö ákveða nákvæmlega til- högun. Hversu margar íbúðir verða á svæðinu? — Svæöið allt gerir ráð fyrir 3500 íbúðum, en svæðí Fram- kvæmdanefndar byggingaáætl- unar gerir ráð fyrir 1000 íbúð- um. Hversu langan tfma tekur aö skipuleggja slfkt svæði sem þetta, þannig að það sé tilbúiö til að hefja á því byggingafram- kvæmdir? — Það eru tvö ár síöan haf- inn var undirbúningur að skipu- lagningu þessa hverfis, en við það unnu á tímabili 4—5 manns. Síöan var að mestu lokið skipulagningu þess hluta svæð- isins, sem Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar hefur fengið úthlutaö. Síöan þvf var lokið erum við tveir við þetta og sjá- um fram á 1—2 ára vinnu til viðbótar. Annars má segia almennt, að svona vinna taki 2—4 ár. ¥ eyrum margra hljómar orö- ið BREIÐHOLT eins og lykilorð Iífshamingju. A.m.k. í eyrum þeirra, sem telja ver- aldleg gæði nauðsynleg eða jafnvel nauðsynleg til að öðl- ast lífshamingju. Allt frá því að samningar voru gerðir milli verkalýðshreyfingarinn- ar og rikisvaldsins árið 1964, um að ríkið aðstoðaði hina efnaminni þjóðfélagsþegna til að eignast þak yfir höfuðið hafa vonir margra ungmenna verið bundnar við að vera ein af þeim heppnu, þeim, sem öðlaðist einhvern tíma eigin íbúð með aðstoð þessara samninga. • VIÐTAL DAGSINS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.