Vísir - 06.07.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 06.07.1968, Blaðsíða 12
V1 SIR . Laugardagur 6. júlí 1968. \ ANNE LORRAINE GENGI — Áður en þér farið, sagði hann og stóö upp líka, — verö ég aö biðja yður um dálítinn hlut. Ef svo færi, að þessi drengur yrði sendur til mín — og ég hugsa, að svo verði — viljið þér þá hjálpa mér með hann? — Jú, ég veit það, hélt hann á- fram, þegar hann sá óánægjuna í augnaráði hennar. — Yður finnst ég vera sjálfum mér ósamkvæmur, er það ekki? En það er tvímæla- laust, að þér hjálpuðuð drengnum talsvert — þó að hjálpin færi í öfuga átt, úr því að svona fór. Ef umhyggja yðar og Ieiðbeiningar mfnar fer saman, held ég áreiöan- lega, að við getum gefið drengnum eitthvað að lifa fyrir — jafnvel þó að það verði ekki fótbolti. Viljið þér lofa mér þessu? — Ef það er alvara að þér hald ið, að ég gæti komið að einhverju gagni..., byrjaði hún hikandi. — En það hljóta að vera margir hérna, sem eru færari um þetta en ég. - Vafalaust, sagði hann. — En það vill nú svo til, að ég vil helzt hafa yður. Hún brosti, þegar hún sá, hve alvarlegur hann var, og þótti þetta lof hans gott, án þess að gera sér | grein fyrir því sjálf. — Þá skal ég með ánægju gera það, sem ég get til að hjálpa yður. En nú verð ég að fara. Þegar Mary kom upp í herberg- ið sitt, rölti hún eirðarlaus fram og aftur um gólfið og fann ekki frið. Síminn hringdi og hún hljóp til og svaraði, eins og hún vænti ein- hvers. Þegar hún heyrði rödd vöku mmm : | ' ' GISLl JÓNSSON Akurgerði 31 Sfim 35199 Fjölhæf jarðvinnsluvél, annast lóðastandsetningar. greí hús- grunna. öolræsi o. fi 30435 rökum að okkur hvers konar múrbrot og sprengivinnu I húsgrunnum og ræs- um. Leigjum út loftpressui og víbrs sleða Vélaleiga Steindórs Sighvats áonai Alfabrekku við Suðurlands braut, sfm) 30435 : TEKUR ALLS KDN'AR'KLÆÐNJRGA'R FLJÓT OG VÖNOUÐ VINNA . VJRVAL ÁF'AKLÆÐUM inKH BOLSTRUN LAUGAVEG 62,- SÍMI Í0823 HEIMASlMI 83634 konunnar í sfmanum, varð eftir- | væntingin að engu, og þreytan og sljóleikinn kom yfir hana aftur. Hún svaraði spurningum vökukon- unnar eins vel og hún gat, og nú rann upp fyrir henni — í fyrsta skipti f læknisstarfinu — að hún hafði ekki veitt einu smáatriði í starfi sínu nógu mikia athygli. Þeg ar hún hafði talaö viö vökukonuna, settist hún og horfðist í augu við sannleikann. Hún skildi, að hún gerði nákvæm lega það, sem aðrir bjuggust við, að hún gerði. Hún Iét óviökomandi á- hugamál og tilfinningar trufla sig í starfinu. Ef þetta hefði komið fyr ir utan vinnutíma, hefði það ekki komið að sök, en nú hafði henni ekki tekizt aö hafa allan hugann við starfiö, nema þessa klukkutíma, sem verið var að koma með nýja sjúklinga. Þann stutta tíma sem hún haföi þekkt Tony, hafði hann fleygað sig inn á milli hennar sjálfr ar og takmarksins, sem hún hafði sett sér —og hún hafði verið stað- ráðin í, að slíkt skyldi aldrei koma fyrir! Það var einmitt þessi steinn, sem faöir hennar hafði steytt á. Hjónabandið hafði oröið þrándur í götu og óyfirstíganleg torfæra á leiðinni að markinu. Hann hafði aldrei hætt að harma það að hafa ekki komið því fram, sem hann hafði ætlað sér aö gera, og þess vegna hafði hann fest allar sínar vonir á dóttur sinni, að hún skyldi komast að því marki, sem hann aldrei náði. Eina ráðið var að hrista af sér þetta víl og eiröarleysi. Hún hafði valið sér ævibraut og mátti ekki víkja út af henni. Eitt einasta yndis kvöld mátti ekki setja hana út af Iaginu. Nú hafði hún eytt tólf tím- um í að harma skilnaðinn við Tony, í stað þess að hrinda honum úr huga sér, undireins og hann fór frá henni. Hún hafði skemmt sér — þetta hafði veriö unaðslegt kvöld — ,og meira: gat hún ekki krafizt. Nú, eftir að ísinn var brotinn, mundu kannski fleiri bjóða henni á skemmtun meö sér, en hún mátti ekki láta þá ná valdi á tilfinn- ingum sínum, eins og Tony haföi gert. Hún stóö snöggt upp, og til þess að sanna sér, aö þetta væri alvara, fór hún inn í bókasafn spitalans og náði sér I bók um sálsjúkdóma. Þegar hún var komin upp í her- bergiö sitt aftur, settist hún við að lesa, og skrifaði jafnóðum ým- islegt, sem hún vildi ieggja sér á minnið. Þegar síminn hringdi. eftir svo sem klukkutima. hnyklaði hún brúnirnar og svaraði stutt og ön- ugt. — Mary? Hún engdist og kreisti höndina að símtækinu. Hún fann, hvemig W.V.V.V.V.V.V.VAV/.VVAW, PIRA-S YSTEM ,v.v, v.v.v Tvímælalaust hagkvæmustu og fjölbreyttustu hillu- húsgögnin á markaðnum. Höfum lakkaðar PIRA-hillur, teak, á mjög hagstæðu verði. Lítið i SÝNINGARGLUGGANN, Laugavegi 178. STALSTOÐ s/f, Laugavegi 178 (v/Bolholt), sími 31260 '.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V, angistin fór um hana alla. — Það er ég, Tony. TONY OF STERKUR. Hún hafði þekkt röddina undir- eins, en lét sem hún yrði forviða. — Tony, þaö var fallega gert af þér að síma. — Mary, sagöi hann með ákefð. Ég hagaði mér eins og ruddi í gærkvöldi, og ég skammast mín svo mikiö fyrir það. Það var bara þetta, að — ja, ég gat ekki skilið, hvers vegna þú sagöir mér ekki, að þú værir læknir. Og þegar ég heyrði pabba kalla þig „doktor“, var eins og mér væri gefið utan undir. Ég veit, að það var heimska, en hann hefur alltaf lag á að gera mig að kvikindi. Ég vildi óska, að þú heföir sagt mér þetta, Mary. — Já, ég vildi óska, að ég hefði sagt þér það, sagði hún strax. — Ég skil ekki, hvers vegna ég gerði það ekki. Mér hefur líklega fund- izt á þér, aö þú vildir ekki vera vinur minn áfram, ef þú vissir það — æ, finnst þér þetta ekki hlægi- legt? Þú heföir hvort sem var hlot- iö aö komast að þessu fyrr eða síðar. Þú getur kallað það duttl- unga eða hvað þú vilt, Tony. Skelltu meirihlutanum af skuld- inni á mig. Þú hafðir fulla ástæðu til að láta þér gremjast — ekki aö ég er iæknir, vitanlega, en aö ég hagaði mér svo kjánalega. En hvað föður þinn snertir, þá get ég svarið þér, að það var ekki ætlun mín að nota mér þig til að kynnast honum. Þú hlýtur að skilja, að ég hefði getað látið kynna mig honum, hvenær sem hann kemur hingað í sjúkrahúsið. Trúirðu mér? — Já, vitanlega trúi ég þér. Þú ert væn að vilja taka sökina á þig Mary. En viltu borða miðdegisverö með mér — til að sanna, aö þú hafir fyrirgefið mér? Hún fann, að hana hitaði i kinn- arnar, og hún varö máttlaus í hnján um. — En ég er læknir ennþá, sagði hún hlæjandi. — Þú getur ekki umgengizt lækna, manstu það ekki? — Ég heföi ekki gert þá klass- isku athugasemd, ef ég hefði ekki hitt þig, sagöi hann svo alvarlegur, að hún varö hissa. — Mary, mér er þetta alvörumál. Mig langar til aö tala viö þig og gefa þér skýr- ingar á ýmsu. Lofaðu mér að vera með þér — í kvöld. — 1 kvöld? Nei, það er því mið ur ekki hægt. Ég er einmitt núna að kynna mér efni, sem ég hef mikinn áhuga á. — Ertu á verði? — Nei, þú skilur það. Þá mundi ég ekki sitja hérna og tala við þig. Heyrðu, Tony — ég skal segja þér alveg eins og er. Ég vil gjarnan koma og hitta þig — ekki í kvöld, en eitthvert annað kvöld. Ég finn á mér, að það er réttara að afþakk* boðið I kvöld. — Hvaö kemur til? Hún heyrW á röddinni, að honum sámaöi. — Mér heyrðist þú segja, að þú hefð- ir fyrirgefið mér. Sýnirðu það þá svona — með því að hafna boðinu? Mary, nefndu hvaða kvöld, sem þú vilt, en þú mátt ekki bregðast mér! Ef þú kemur ekki, hlýt ég að halda, að ég hafi móögað þig. Gefðu mér tækifæri til að gefa þér skýringu. Hún hló út úr vandræðum. — Heyrðu, Tony — reyndu aö trúa, aö ég hafi fyrirgefið þér, ef nokkuð er þá að fyrirgefa. En ég vara þig við einu — þaö er vonlaust verk að gera stefnumót við lækna — reyndu að muna, hve oft hann fað ir þinn hefur orðið að senda af- boð, þegar hann hefur átt aö fara í samkvæmi, til dæmis. Ég er lækn ir líka — hvort sem þér líkar bet- ur eöa verr. Ég gæti til dæmis sagt við þig, aö ég kæmi 1 kvöld, en svo gæti komið áríöandi skipun fimm mínútum áður en ég ætti að hitta þig — og þá færi allt út um þúfur. Maöurinn sem annars aldrei les auglýsingar auglýsingar lesa allir ^_ J REIKNINGAR * LÁTIÐ OXKUR INNHEIMTA... Oað sparat vöut t'ima og óbægmdi INNHEIMT USKRÍFST OFAN Tjarnargötu 10 — III hæö — Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3linur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.